Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 en að lokum strandaði á kröfu þeirra um breytingu á mikilvægasta grundvallaratriðinu og ég held við getum verið sammála um, að það mátti sjá það fyrir, að á það gætum við ekki fallist. Ég vil ekki segja, að þeir hafi ekki komið hingað í góðri trú því að þeir unnu mikið starf í viðræðunum. Sp.: Geturðu skýrt út þessa breytingu, sem Sovétmenn sóttust eftir? Shultz: Breytingin á ABM hefði einskorðað rannsóknir, tilraunir og þróun SDI við rannsóknarstofuna. I sáttmálanum er ekkert ákvæði um það og því hefði verið um raun- verulega beytingu að ræða. í þeirra munni hét það nánari útlistun en að okkar mati voru þeir að krefjast takmörkunar, sem hefði útilokað rannsóknir og gert okkur ókleift að koma upp þessu vamakerfí, sem svo miklar vonir eru bundnar við og við verðum að vinna að. Sp.: Herra ráðherra. Hvenær fóru þeir að kreij'ast þessarar breyt- ingar? Gerðu þeir það strax eða komu þeir með hana núna síðdegis? Shultz: Nei, nei. Um þessi mál var vitað og um þau rætt báða dagana. Nefndir beggja sátu á löng- um fundi í fyrrinótt og á gruindvelli þess, sem fram kom í gær, urðum við ásáttir um mikilvæg samkomu- lagsdrög, einkum hvað varðar langdræg lqamavopn. Ég vil því ekki taka þannig til orða, að þeir hafi krafist breytingarinnar á síðasta augnabliki. Sovétmenn hafa lengi rætt um hana og við höfum jafn lengi sagt, að við gætum ekki samþykkt hana. Sp.: Herra ráðherra. Þar sem Reagan og Gorbachev gátu ekki náð samkomulagi nú, er þá nokkur ástæða til að ætla að það náist í Genf? Kemur ekki þessi niðurstaða raunverulega í veg fyrir, að það náist á kjörtímabili Reagans? Shultz: Ég vona vissulega, að við fáum önnur tækifæri til samninga en um það veit ég ekki á þessari stundu. Það, sem ég veit hins veg- ar, er, að samningamenn okkar og Sovétmanna munu fara aftur til Genfar og þar munu þeir byggja á því, sem rætt var um hér. Við munum taka þátt í viðræðunum þar af sanngimi og einlægni og gera það, sem við getum, til að þoka málum áfram. Þið minnist þess kannski, að tilgangur þessa fundar í Rerykjavík var að auðvelda Gen- farviðræðumar, gefa samninga- mönnum okkar í þeim og öðmm viðræðum vísbendingar og leiðar- merki, sem unnt er að fara eftir. Af Reykjavíkurfundinum varð eng- in afdráttarlaus niðurstaða en í viðræðunum urðum við ásáttir um margt, sem þó er komið undir sam- komulagi í öðrum efnum. Ég tel því, að enn séu góðar horfur á mikil- vægum samningum en vil ekki slá neinu föstu. Sp.: Herra ráðherra. Ef við gef- um okkur, að horfumar séu ekki slæmar, munu þá Genfarviðræðum- ar byija þar sem frá var horfið hér eða þar, sem þær voru fyrir fund- inn? Shultz: Við vildum gjama taka upp þráðinn frá Reykjavíkurfundin- um en við verðum að bíða og sjá hvað fyrir Sovétmönnum vakir. Þið sjáið af því, sem ég hef sagt ykk- ur, að mikill árangur varð í mörgum málum en vegna þess, að tíminn er orðinn naumur að þessu sinni get ég ekki skýrt frá honum í smá- atriðum. Sp.: Herra ráðherra. Eins og kunnugt er hefur verið nokkur ágreiningur um túlkun ABM-sátt- málans, ýmist talað um þrönga skilgreiningu hans eða rúma. Getur þú sagt okkur hver er afstaða Bandaríkjastjómar? Styður þú rúma túlkun hans, sem þú heftir alltaf sagt, að sé lagalega rétt - a.m.k. á síðustu árum? Shultz: Um þessa túlkun var ekki deilt. Ásteytingarsteinninn var tillaga um að breyta sáttmálanum - ekki að túlka hann á einhvem til- tekinn hátt. Breytingin var sú að takmarka rannsóknir við rann- sóknastofuna. Okkar afstaða var sú, sem forsetinn lagði áherslu á, að á þessum tíma stunduðum við okkar rannsóknir eins og leyft er í ABM-sáttmálanum. Kampelmann hefur rætt um það og við erum að sjálfsögðu tilbúnir að fjalla um það í Genf hvaða skilning við leggjum í sáttmálann og um það efni liggur reyndar fyrir geysimikið rannsókn- arstarf. Deilan snerist því ekki um túlkunina heldur um breytingu. Það var ekki aðeins skoðun forsetans eða mín, heldur allra sérfræðinga okkar hér, að breytingin hefði gert okkur næstum ókleift að stunda þessar rannsóknir í vamarskyni. Sp.: Herra ráðherra. Má skilja orð þín svo, að engin ástæða sé til að vænta leiðtogafundar í Was- hington á næstunni? Shultz:Ég sé engar líkur á leið- togafundi á næstunni með tiiliti til niðurstöðunnar hér en ég lærði það fyrir löngu að útiloka ekkert. Sp.: Herra ráðherra. Fannst þér að viðræðunum loknum sem afstaða Sovétmanna til ABM væri ósveigj- anleg? Telur þú unnt að taka aftur upp viðræður um einhver þeirra mála, sem þú hefur talað um? Shultz: Við ræddum vissulega um þessi mál fram og aftur og - ég veit ekki lengur hvað tímanum líður, ég veit ekki einu sinni hvað klukkan er núna - en við komum saman í Höfða, bárum saman bæk- umar, fórum yfír tillögur og lögðum fram gagntillögur. í þetta mál var lögð geysimikil vinna og á síðasta fundinum, sem stóð lengi, ég veit ekki hve lengi, lögðum við okkur alla fram en án árangurs. Ég veit ekki hvað ég á að segja um ósveigj- anleika en afstaða Sovétmanna virtist vera hörð. Sp.: Herra ráðherra. Þú komst til þessa fundaer og sagðist ætla að ræða mannréttindamál. Gerðirðu það eða gleymdust þau í umræðun- um um SDI og takmörkun vígbún- aðar? Shultz: Mannréttindamálin voru rædd nokkmm sinnum og við létum Sovétmenn fá mjög mikilvæg skjöl um það efni. Þar komu ekki aðeins fram okkar skoðanir heldur einnig nákvæmar upplýsingar um brott- flutning gyðinga frá Sovétríkjun- um, um fjölda fólks, sem hefur beðið um brottfararleyfi, skrá yfír fólk og fleira. Um þetta allt var rætt og í yfírlýsingu, sem hugsanlega hefði getað komið frá fundinum, er þetta tekið skýrt fram. Að sumu leyti voru jafnvel horfur á, að viðræðum um þessi mál yrði komið á fastan grundvöll. Að sjálfsögðu verðum við nú að bíða og sjá hverju fram vind- ur. Sp.: Herra ráðherra. Er það rétt, að mikill árangur hafí náðst í samn- ingum um meðaldrægu eldflau- gamar, en að Sovétmenn séu nú aftur famir að tengja það mál við SDI? Shultz: Ég vil ekki kveða alveg svo fast að orði. Eftir því sem við- ræðunum miðaði áfram tók að hilla undir mjög mikilvæga samninga - um meðaldrægu eldflaugamar, um langdræg kjamorkuvopn, um hugs- anlega útrýmingu allra langdrægra árásarflauga, um geimvamir - og við höfðum það á tilfinningunni, að þessi mál væru tengd. Að lokum náðum við ekki saman og þá var ekki ákveðið að byija aftur og greina þessa málaflokka að. Það verðum við hins vegar að gera í Genf. Sp.: Herra ráðherra. Var allt á einu blaði? Þegar viðræðumar strönduðu á ABM voru Sovétmenn þá á móti því að samþykkja önnur, einstök atriði? Mig langar til að vita hvers vegna allt var spyrt sam- an. Við töldum, að búið væri að taka meðaldrægu eldflaugamar út úr. Shultz: Ég held að best sé að svara þessu með því að lýsa viðræð- unum. í þeim var rætt um öll þessi mál og í nótt reyndu báðir vinnu- hópamir að koma saman samkomu- lagsdrögum, sem byggðu á orðum og yfírlýsingum beggja leiðtog- anna. Það tókst okkur hvað varðar START, viðræðumar um fækkun langdrægra kjamorkuvopna, og mörg mál, sem snerta gagnkvæm samskipti, svæðisbundin mál og mannréttindamál. Það tókst ekki í nótt, sem leið, varðandi meðal- drægu eldlaugamar en í viðræðun- um í dag breyttist staðan og við komumst að mínu áliti að mjög góðu samkomulagi. Við náðum ekki svo langt að festa það endanlega á blað en ég held, að það hefði ekki átt að reynast erfítt. Það sama á við um kjamorku- vopnatiiraunimar. Við lögðum niður fyrir okkur það, sem hugsan- lega gæti komið út um þær, og ég trúi því, að hefðum við haldið áfram hefði niðurstaða fengist. Um ABM og geimvamimar höfðum við í höndunum skjöl, sem við unnum út frá, skjöl um eðli viðræðnanna, en það var um orðalagið, sem leið- togamir tveir gátu að lokum ekki orðið sammála. Þar með lauk við- ræðunum. Með öðmm orðum þá sögðum við ekki sem svo, nú skulum við staldra við og athuga hvað hef- ur áunnist í þessu máli eða hinu. Þegar við tökum þráðinn upp aftur, og það ætlum við a.m.k. að gera, munum við reyna að meta ávinning- inn af þessum mjög svo óvenjulegu viðræðum hér í Reykjavík. Sp.: Herra ráðherra. Geturðu sagt okkur nákvæmlega frá þessu hugsanlega samkomulagi um START? Shultz: í grundvallaratriðum að fækka um helming langdrægum árásareldflaugum, jafnt flaugunum sjálfum sem kjamaoddum. Ég gæti útlistað það nánar en þetta er kjam- inn. Sp.: Herra ráðherra. Varð ein- hver árangur í viðræðunum um eftirlit með kjamorkuvopnatilraun- um? Sumir munu vafalaust gagn- rýna Bandaríkjastjóm og segja, að hún hafí tekið SDI fram yfír tak- mörkun vígbúnaðar. Er það rétt- mæt gagnrýni? Shultz: Það er alrangt. Stað- reyndin er sú, að rannsóknir okkar á raunverulegri vöm gegn kjam- orkuárás eiga mikinn þátt í að viðræðumar náðu jafn langt og reyndin er. Ég er líka viss um, að áframhaldandi rannsóknir hefðu verið besta tryggingin fyrir því, að við samninga um fækkun kjam- orkuvopna hefði verið staðið. Við skulum hugsa aðeins lengra en til eftirlitsins, veltum því fyrir okkur hvað þarf til, að við samninga sé staðið. Horfumar á, að unnt sé að veijast kjamorkuárás er það, sem til þarf. Það er mín skoðun og líklega gera báðir aðilar sér fulla grein fyrir því. Það er meginatriðið. Sp.: Herra ráðherra. Lét for- steinn einhver orð falla um það við Gorbachev hvaða afleiðingar niður- staða fundarins hefði? Shultz: Þeir voru báðir vonsvikn- ir og báðir vonuðust þeir eftir betri niðurstöðu fyrir almenning í Banda- ríkjunum, almenning í Sovétríkjun- um og allt mannkyn, sem lætur sig dreyma um að útiýma öllum kjam- orkuvopnum. Vonbrigðin vom ekki síst sár fyrir það hve við náðum langt án þess að komast í mark. Sp.: Gætti einhverrar óvildar með leiðtogunum að lokum? Shultz: Þeir vom báðir vonsvikn- ir en viðræðumar vom allan tímann mjög einlægar og það missti enginn stjóm á skapi sínu þrátt fyrir allt erfíðið, sem menn lögðu á sig. Fundimir fóm vel og kurteislega fram allt til enda þrátt fyrir von- brigðin. Sp.: Herra ráðherra. Geturðu sagt okkur nánar frá samkomulag- inu um meðaldrægu flaugamar, sem þú sagðir, að hefði næstum því legið á borðinu? Féllust Sovét- menn á að ræða um eldflaugar sínar í Asíu, um hvað var rætt? Shultz: Já. Fyrst vil ég nefna, að við töldum allir, að leiðtogamir hefðu komist að samkomulagi en við náðum ekki svo langt að festa það endanlega á blað. Með þann fyrirvara í huga tel ég, að við höfum náð vel saman hvað varðar eftirlit, hvað varðar meðaldrægar eldflaug- ar og gildistíma og að niðurstaðan hefði orðið samkomulag um tak- marka fjölda meðaldrægu eldflaug- anna við 100 kjamaodda. Það hefði verið stórkostleg fækkun frá því, sem nú er. Þessum kjamaoddum skyldi komið fyrir í Asíuhluta Sov- étríkjanna annars vegar og í Bandaríkjunum hins vegar. Hér hefði verið um að ræða gjörbreytt ástand miðað við það, sem var fyr- ir fjórum eða fímm árum og verður nú kannski aftur. Ég vil ekki segja, að þessir samningar séu ekki enn hugsanlegir en sem stendur eru þeir úr sögunni nema okkur takist að komast að sama marki aftur. í viðræðunum tókum við fullt til- lit til bandamanna okkar í Evrópu og í Asíu. Ég held ég megi einnig segja og það var mjög athyglisvert, að í umræðum um öll mál hafí báð- ir aðilar lagt mikla áherslu á virkt eftirlit og að sjálfsögðu fögnuðum við því. Sp.: Herra ráðherra. Hvers vegna vildu Sovétmenn breyta ABM-sátt- málanum og banna tilraunir utan rannsóknastofunnar? Shultz: Þú verður að spyija Sov- étmenn þessarar spumingar, ég veit ekki svarið. Sp.: Var rætt sérstaklega um að halda viðræðunum í Genf áfram? Gáfu Sovétmenn eitthvað í skyn um, að þeir ætluðu ekki að snúa aftur til Genfar? Shultz: Eins og ég hef áður sagt var ekki rætt um framhaldið. Við náðum ekki samkomulagi og í lokin reyndist ekki tími og ekki löngun til að ræða það sérstaklega. Ég get þó sagt, að samningamenn Banda- rílqanna munu fara aftur til Genfar reiðubúnir að ræða þessi mikilvægu mál. AFSTAÐA 3ANDARÍKJANNA Nóv. 1985 Haldiö áfram með geimvarnir. Rannsóknum og tilraun- umhaldiðinnanramma ABM-samningsins. Fyrir Reykjavík Geimvarnakerfi ekki tek- in í notkun næstu 7 'h ár en rannsóknum og til- raunum haldið áfram. Nóv. 1985 Hámark 6.000 kjarnaoddar i langdraegum eld- flaugum og stýriflaugum. Nær ekki til sprengjuvéla. Ekki fleiri en 3.000 sprengjur í langdrægum landflaug- um (ICBM). Hvoraöili eigi 350 langdrægar sprengjuvélar. Fyrir Reykjavík Hámark 7.500 kjarna- oddarílangdrægum eldflaugum og stýri- flaugum, 3.300 hámarkilCBM. Engin mörkástýriflaugari skipum. Eftir Reykjavík Geimvarnarkerfi ekki tekiðínotkunilOár. Langdrægum eldflaug- um útrýmt á sama tima. GEIMVAR MIR r Eftir Reykjavík Hámark 6.000 kjarna- oddar i langdrægum skotkerfum. Ekki fleiri en 1.600 skotkerfi. Eftir Reykjavík Geimvarnarkerfi ekki tekiðinotkunMOár. . Rannsóknir og tilraunir bannaðarnemaírann- sóknarstofum. Niður- staðaíöðrummálum ráðist af slíku banni. Eftir Reykjavík Hámark 6.000 kjarna- oddarilangdrægum skotkerfum. Ekki fleiri en 1.600 skotkerfi. Fyrir Reykjavík ABM-samningurinn framlengist um 15 ár. Rannsóknirleyfðaren engartilraunirígeimn- um. AFSTAÐA SOVÉTRÍKJANNA Nóv. 1985Bann við geimvörnum. Nið- urstaða í öðrum málum ráðist af slíku banni. LANGDRÆG KJARNORKUVOPN Fyrir Reykjavík Hámark 8.000 kjarna- oddarílangdrægum eldflaugum, sprengju- vélum og stýriflaugum í skipum. Hámark 4.800 kjarnaoddarí ICBM. Nóv. 1985 Hámark 6.000 kjarnaoddar í langdrægum eld- flaugum, stýriflaugum og sprengju- vélum - meðaldrægar eldflaugar Bandaríkjanna flokkaðar undir þetta. 3.600 kjarnaoddar í ICBM. T 1982 „Núll-lausnin“. Bandaríkin setja ekki upp Evrópuflaugar, ef Sovétmenn fjarlægja SS-20flaugarnareinn- igíAsiu. Nóv. 1985Báðir aðilarsetji mörkinvið 140 eldflaugar í Evr- ópu, 420 sovéskir kjarnaoddar. Breskar ogfranskarsprengjur ekkitaldarmeð.so- véskum SS-20 fækkað i Asiu. Fyrir Reykjavík Eftir Reykjavík Eftir Reykjavík Báðiraðilartakmarki 100kjarnaoddari 100kjarnaoddarí fjöldann viö 100 sovéskum flaugum i Asiu sovéskum flaugum í Asíu kjarnaodda i Evrópu. Sovéskum oddum í Asíufækkaö úr 600 í um 100. og lOOÍBandarikjunum. og 100 í Bandaríkjunum. MEÐALDRÆG KJARNORKUVOPN Morgijnblaóió/ GÓI Fyrir Reykjavík Báðlr aðilar eigi 100 kjarnaodda í Evrópu. Takmörkun á SS-20 i Asíu. Nóv. 1985 Banda- rikjamenn hafi 120 stýriflaugar í Evrópu en engar Pershing II. Sovétmenn takmarki odda, sem beint er gegn Evrópu, og miði við fjölda í banda- riskum, breskum og frönskum flaugum. 1982 Ef Bandaríkja- mennsettu ekkiupp Evrópuflaugarnar, myndu Sovétmenn ekki hafa fleiri en 150 kjarnaodda i SS-20 i Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.