Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 r Eg er eins og ástfangin manneskja... Rætt við Steinunni Sigurðardóttur um fyrstu skáldsögu hennar, Tímaþjófínn i Morgunblaðið/Ámi Sæberg Steinunn SigurÖardóttir. „Heldurðu,“ spyr Steinunn Sigurðardóttir áhyggjufull, „að Tímaþjófurinn sé gott nafn á ástarsögu?" „Já, er það ekki bara? Jújú, herra minn trúr!“ „Ágætt,“ segir Steinunn ákveðið. Eg er reyndar að hugsa um að nota „ástarsaga" sem undirtitil, svo fólk haldi ekki að þetta sé Tímavélin eftir H.G. Wells eða eitthvað álíka. Nafnið á bókinni er hins vegar réttnefni á fleiri en einn hátt. Hún var óttalegur tímaþjófur fyrir mér í mörg ár, svo það má segja að ég haf i náð mér niðri á skruddunni með þessu nafni. En hún fjallar líka um stolinn tíma, stolna lukku, og söguheljan kallar þennan himnaríkiselskhuga sinn einhvers staðar Tímaþjóf, Friðþjóf. Þá hefur ástin að visu snúist upp í þjáningu og ég held að bókin sé um það. Hún er um þjáninguna U Tímaþjófurinn er fyrsta skáldaga Steinunnar Sigurðardóttur en hún er kunnari en frá þurfí að segja fyrir ljóð sín, smásögur og sjón- varpsleikrit. Ég þykist vita að Tímaþjófurinn eigi eftir að þykja heldur óvenjuleg bók, jafnvel á okk- ar margbreytilegu og hvikulu tímum þegar það þykir næstum goðgá ef ungur höfundur sendir frá sér bók og lætur hjá líða að geta þess reglulega að söguhetjumar séu bara persónur á bók og blekking og fírra. Tímaþjófurinn byggist m.a. á því að það er skotið inn í bókina ljóðum og ljóðrænum hug- leiðingum, sendibréfum og þess háttar og þetta kemur heim og sam- an vegna þess að bókin er um ástina og ástin er órökrétt og lætur ekki að stjóm. Steinunn segir mér að bókin sé ekki um fólk, eða síður um fólk og fremur um fyrirbæri, hugarástand. Ég skrifa það bak við eyrað en bið hana í bili að segja mér frá því hvenær þessi bók hafí fyrst farið að ræna hana tíma. Byrjaði á því að skrifa lokakaflann „Ég byijaði á henni meðan ég bjó í Svíþjóð árið 1980. Þá var að vísu langt síðan ég hafði lent í ást- arsorg en mér fannst samt að slíku efni mætti alveg gera skil. Nú, þessi bók hefur verið eins konar ferð án fyrirheits hjá mér; ég vissi lengst af ekkert hvert ég var að fara. Eg byrjaði á því að skrifa lokakafíann og svo hlóðst upp hjá mér efni næstu árin — ljóð, sendibréf og svoleiðis — og þetta kom alls ekki í réttri röð. Ég sagði að bókin væri um þjáninguna og ég þjáðist svo sannarlega meðan ég var að glíma við hana. Það var eiginlega ekki fyrr en í vor sem ég vissi að ég gæti klárað hana. Ég tek náttúrlega áhættu með þessari bók; hún er ansi glannaleg að formi, en mér fannst þegar upp var staðið að ég hefði valið henni rétt form, þrátt fyrir allt. Mér fannst hún ganga upp. Endirinn er til að mynda alveg réttur þótt ég hafi skrifað hann fyrst, og ég held núna — undirstrik- aðu núna — að bókarskömmin sé rétt sköpuð. Og það var enginn leik- ur. Ég þurfti að slaufa eiginlega öllum reglum sem ég var búin að læra og búa til nýjar. Ég veit að vísu ekkert hveijar þær eru en ætla rétt að vona að þær séu ein- hveriar! En heyrðu, ert þú ekkert fyrir ost?“ Við sitjum við stofuborðið hennar Steinunnar og snæðum brauð og osta og salat og sötrum Gewurtz- traminer — Tinna Traustadóttir, sem er tólf ára gömul dóttir Stein- unnar, fær að sönnu ekkert hvítvín. Úti blaktir ekki strá en tindrar á kristallana í snjónum, og við erum hálfpartinn í eltingarleik við sólar- geislana sem hella sér óaflátanlega inn um gluggann; þurfum sífellt að færa okkur til svo við blindumst ekki. Merkilegt veður. Og ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir osta. Umsóknirnar til launasjóðsins voru að verða óþægilegar „Nú er það deginum ljósara," segi ég og borða í staðinn brauð með reyktum laxi, „að þú hefur gert ýmislegt fleira en að skrifa þessa bók síðan 1980.“ „Jájá, ég hef gert heila dobíu; skrifað tvö smásagnasöfn, tvö sjón- varpsleikrit og sitt af hveiju í viðbót. Ég hef líka oft lagt Tíma- þjófínn til hliðar og ekkert vitað um framtíð hans. Þær voru famar að verða ansi óþægilegar, þessar umsóknir mínar til launasjóðsins út af þessari bók. Svo fékk ég dá- góð laun um síðustu jól og fór þá í að ljúka þessu. Ég þjáðist, sagði ég, út af þessari bók, en þetta var líka á sinn hátt lúxus; ég leyfði mér að skrifa hana sísona eftir því sem andinn kom yfír mig.“ „Bókin er um ástina, þjáninguna, en hvemig er söguþráðurinn?" „Heyrðu," spyr Steinunn sár á svipinn, „ertu ekki búinn að lesa hana?“ í sumar fékk Steinunn mér hand- ritið, ófrágengið, og ég átti að segja henni hvemig mér litist á. Af því varð svo ekkert, af ýmsum ástæð- um, en nú flýti ég mér að taka fram að samt hafí ég lesið handritið, en það hafí lesendur Morgunblaðsins hins vegar fæstir gert ennþá. „Jæja,“ segir hún rórri. „í sem skemmstu máli segir bókin frá manneskju sem lendir í því að verða ástfangin — ég held að „lendir í“ sé rétt orðalag — en henni er hafn- að og eftir það er líf hennar meira og minna ónýtt. Hún leggst í ferða- lög til þess að reyna að flýja þjáninguna en er aldrei nógu snör í snúningum. Fall hennar er mikið því hún var býsna köld fyrirfram. Ég hallast að því að þetta sé sál- fræðilega sennilegt; þegar múrar þess sem er tilfínningalega kald- lyndur rofna þá er það meira áfall en þegar opin og blíðlynd mann- eskja verður ástfangin. Þetta er nú eiginlega það sem fyrir hana kem- ur, blessaða konuna." Svífum á rósrauðu skýi þessa daganal „Og hvemig fer fyrir henni?" „Illa, fínnst mér. Hún hafði reyndar lifað í ansi lokuðu sam- félagi áður, með systur sinni og dóttur hennar, en svo gerist það að hún verður alveg ein og þolir að lokum ekki einu sinni heimsókn- ir systurdóttur sinnar sem var í svo miklu uppáhaldi. Hún er fegin þeg- ar frænkan fer því það er miklu auðveldara að setja bara mynd í vídeóið en halda uppi samræðum við annað fólk. Þessi kona lifír í þjáningunni og er til í gegnum hana og svo situr hún að lokum ein uppi og veltir því fyrir sér hvað hafí gerst. Það var ægilega erfitt að lýsa þessu og ég þurfti að grípa til alls þess sem ég kann og hef lært á tuttugu ámm í þessum bransa. Stundum fínnst mér næstum því að þessi bók sé eins og konar „show-off“ af því formið er svo margvíslegt en Tímaþjófurinn er þó alls ekki líkur neinu því sem ég hef áður færst í fang. Þetta er svo miklu stærra prójekt, ef svo má segja, og ég vona að útkoman sé eins og efni stóðu til.“ „Þú varst að enda við að segja að þú værir harla ánægð með út- komuna." „Jájá, ég er það! Mér fínnst þetta alveg einstök bók og ég svíf eigin- lega um á einhveiju rósrauðu skýi þessa dagana. Mér er til dæmis nokkuð sama hvemig viðtökur bók- in fær, að minnsta kosti núna. Ég veit að það er algengt að rithöfund- ar segi eitthvað í þessa áttina til þess að brynja sig gegn slæmum móttökum, en ég held að ég meini þetta í raun og veru. Ég er eins og ástfangin manneskja sem veit að hinn heittelskaði er alveg galla- laus og fullkominn! Svo get ég auðvitað átt eftir að reka mig harkalega á, eins og söguhetjan í bókinni minni, og þess vegna þakka ég guði í hljóði fyrir að minn Tíma- þjófur er bara bók en ekki mann- eskja!“ Er það ekki þetta sem heitir karlmennska? „Þú sagðir áðan að bókin fjallaði síður um fólk en fyrirbæri; ástina, þjáninguna. En er hægt að skilja þama á milli? Það er þó fólk sem lendir í þessum hremmingum öll- um.“ „Jájá, ég veit það auðvitað — láttu mig vita það! En það sem ég átti líklega við er að hún er afskap- lega huglæg, þessi bók, og gerist svo til eingöngu í hugarheimi kon- unnar. Við vitum lítið um það sem kemur fyrir þessa konu hversdags- lega. Hún er að hugsa um ástina og hún virðist ekki hugsa um margt annað; ef hún gerir það þá fféttum við alla vega ekki af því.“ „Mér fannst maðurinn sem hún elskar heldur leiðinlegur." „Já, fannst þér það,“ segir Stein- unn áhugasöm og hissa. „Það er merkilegt. Konunni fínnst það nefnilega alls ekki. Frá henni séð eru eiginleikar hans nákvæmlega þeir sem hún hefur alltaf leitað að, hvort sem hún vissi það eða ekki. Þetta er reffilegur maður og meiri bógur en þeir karlmenn sem hún hefur áður kynnst; hann er glæsi- legur útlits og hlýtur skjótan frama í pólitík sem þýðir að hann getur greinilega hrifið fólk með sér. Jafn- vel áður en hann kemst til þessara metorða líkir konan honum við Jón Sigurðsson svo hún sér hann fyrir sér sem skörung. Þeir menn sem hún þekkti áður voru líklega mildir og mjúkir, en þessi hefur voðalega töff hlið. Hann er líka hrifínn af henni en slítur sig frá henni með hörkunni og það er þessi harka sem hún féll fyrir — og verður fall henn- ar. Bíddu — er það ekki þetta sem heitir karlmennska? Eftir á sér hún auðvitað á honum löst ekki síður en kost, en þá er það bara of seint; þá verður engu tauti við hana kom- ið og henni fínnst enginn geta komið í staðinn fyrir hann.“ Hún hefnirsíná honum í huganum Steinunn færir sig í þriðja sinn undan sólargeislunum og segir svo dálíltið stúrin: „Þér fannst hann sem sagt leiðinlegur?" „Já, en ekki vegna þess að hann væri illa gerður," flýti ég mér að segja. „Mér fínnst bara menn eins og hann yfirleitt heldur hvimleiðir Steinunn grípur andann á lofti. „Mér líka," segir hún og hlær dill- andi hlátri. „En þú þekktir hann sem sé? Það er gott. Eins og konan segir sjálf seint í bókinni: Það er alltaf sagt um svona menn að þeir séu sterkir en það er aldrei sagt að það vanti eitthvað í þá. En þá er hún náttúrlega farin að heftia sín á honum í huganum, reyna að fínna á honum veiku blettina. Hún er jafn ástfangin af honum eftir sem áður eða sleppur að minnsta kosti ekki út úr söknuðinum." „Ástin er fyrirbæri í þessari bók,“ og nú er komið að mér að færa mig. „Hefði hún þá eins getað orð- ið ástfangin af einhveijum allt öðrum og öðruvísi manni?" „Veistu, ég held ekki,“ svarar Steinunn hugsandi. „En hann kom náttúrlega á réttum tíma fyrir hana. Hún er á þeim aldri þegar mörgum konum fínnst að nú fari hver að verða síðastur. Hún hefur í raun og veru aldrei reynt ástina fyrr né orðið fyrir alvarlegu sjokki. Svo gengur elskhugi hennar — auðvitað ekki sá eini sanni — í sjóinn út af henni og þó hún taki því kuldalega þá er það samt sem áður ákveðið sjokk. Um svipað leyti verður hún ástfangin og eftir það veit þessi yfírvegaða kona aldrei hvað gerist næst.“ Kannski tugur manns fari með veggjum er bókin kemur út „Er mikið af sjálfri þér í þessari konu?“ Steinunn hlær en hugsar svo málið vel og lengi. „Sko,“ segir hún með þungri áherslu, „í allri hrein- skilni þá held ég ekki. Eða, ef svo væri, þá kysi ég að viðurkenna það ekki — og þar fór hreinskilnin fyrir lítið! En úr því þú spyrð: Ég hef náttúrlega lent í því sama og hún en aldrei á sama skala. Ég hef ekki lent í svona sjö ára ógæfu ennþá — ég bíð spennt!! Við söguhetjan eig- um ýmislegt sameiginlegt; báðar höfum við vamarmúrana í þokka- legu lagi, en getum átt það til að taka áföllum heldur illa. Ég er hins vegar fljót að jafna mig en hún jafnar sig alls ekki. Sennilega er ég að taka ákveðna áhættu með þessari bók; að fólk leggi okkur konuna algerlega að jöfnu." „Og fari að velta því fyrir sér hvaða maður hafí leikið þig svona grátt ...“ „Ég hafði varla hugsað út í það,“ hlær Steinunn. „Kannski svona tug- ur manns fari nú með veggjum eftir I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.