Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986
B 3
Leikmunir frá
450 fyrir Kristburð
lánum aldrei bækur úr safninu.
Fólk verður að lesa þær hér og mér
finnst það gott á það.“
Segðu mér nú svolítið um bæk-
umar í safninu.
„Þær eru ljótar og leiðinlegar og
ég myndi ekki ráðleggja nokkrum
manni að líta í þær. En listafólki
fínnst gaman að lesa leiðinlegar
bækur .. .“
Hversu margir starfa á bóka-
safninu?
„Ég er sá eini sem geri eitthvað
af viti héma. Silkihúfan hér er
Maestro Tintori, en hann gerir aldr-
ei nokkum skapaðan hlut. Hann er
latur maður að eðlisfari. Svo er
annar maður sem starfsmanna-
stjórinn heldur að vinni hér hálfan
daginn og í leikmunasafninu hinn
helming dagsins, en hann gerir
heldur aldrei neitt. Með þessu er
ég alls ekki að segja að ég sé eitt-
hvað sérstaklega vinnuglaður, ég
er bölvaður letingi sjálfur. En ég
er þó skemmtilegur og það er meira
en hægt er að segja um samstarfs-
menn mína."
Hvaða bók í safninu er dýrmæt-
ust að þínu mati?
„Þetta er allt bölvað drasl, hand-
ónýtt allt saman,“segir Siliotto og
hristir höfuðið. Síðan verður hann
loks alvarlegur, spennir greipar,
horfír á mig dijúga stund og segir:
„Það er ekki hægt að gera upp á
milli þessara hluta. Sumar bækum-
ar hafa ómetanlegt sögulegt gildi
og hér em bækur sem eru ófáanleg-
ar annars staðar. Þá höfum við rit
frá 1511 sem greina frá upphafí
leikhúsa á Ítalíu. Ætli þau rit flokk-
ist ekki undir það dýrmætasta í
safninu."
Hvaða tengsl eru milli bókasafns-
ins og leikmunasafnsins?
„Engin, nema hvað þau em
ómerkileg bæði tvö,“ segir Siliotto
og gamla glottið er aftur komið á
sinn stað. „Annars skaltu ekkert
vera að ræða þessi mál við mig, ég
hef ekkert vit á þessu. Mér fínnst
starf mitt leiðinlegt og einnig fólkið
sem ég vinn með.“ Er hann var
inntur eftir því hvort hægt væri að
fá af honum ljósmynd til að birta
með viðtalinu sagði hann það
ómögulegt. „Ég er einn af þessum
ólánssömu mönnum sem myndast
illa þrátt fyrir óneitanlega gott út-
lit. Farðu nú og talaðu við einhvem
þessara leiðinlegu starfsfélaga
minna,“ og þar með var Siliotto
rokinn.
„Nei, en ég þekki Vladimir Ask-
henazy og Þómnni, eiginkonu hans
sem er íslensk. Lengra hef ég nú
ekki komist í kynnum mínum af
íslendingum. En seg þú mér eitt.
Þekkir þú einhveija góða og efni-
lega íslenska tónlistarmenn?" spyr
Mazzonis sposkur á svip og mér
dettur helst í hug að nú gmni hann
að ég vilji reyna að koma einhveij-
um vini eða vandamanni á fram-
færi, eða skyldi hann halda að ég
væri söngkona í dulargerfi blaða-
manns? Eg svara spumingu hans
þó játandi og segi honum stolt frá
hinu fjölskrúðuga menningarlífí á
íslandi. Mazzonis hlustar, býður
mér síðan bijóstsykur og bendir
mér á skilti aftan við skrifborð hans
þar sem stendur „Reykingar bann-
aðar“. „Ég er hættur að reykja og
farinn að borða bijóstsykur í stað-
inn,“ útskýrir hann brosandi.
Hef lítið leikið
á hljóðfæri
Átt þú einhver áhugamál utan
tónlistarinnar?
„Nei. Starfíð er þess eðlis að það
er ógemingur að hafa önnur áhuga-
mál en tónlist. Því fylgir meðal
annars að fara á tónleika og ópemr
í öðmm tónleikahúsum, en ég legg
mikla áherslu á að hlusta eftir og
leita að nýju hæfíleikaríku fólki.
Starf sem þetta verður að vera innt
af manni sem lifír fyrir tónlistina.
Hann verður að helga starfínu alla
sína krafta," segir Mazzonis og er
nokkuð alvarlegur á svip. Greinilegt
er að hann meinar það sem hann
Leikmunasafn
Scala sótt heim
Leikmunasafn Scala er
í hópi stærstu og viða-
mestu safna af þessu
tagi í heiminum. Safn-
ið var opnað við hátíð-
lega athöfn 8. mars
1913, eftir að Uberto Visconti her-
togi af Modrone, hafði hvatt efnaða
einkaaðila til að kaupa hið stórkost-
lega Sambon-leikmunasafn sem selt
var á uppboði tveimur ámm áður.
Scala-safnið byggðist í upphafi
fyrst og fremst á Sambon-safninu
franska. Við opnun Scala-safnsins
stjómaði Toscanini flutningi á „Fal-
staff" og „Sálumessu“ Verdis, en
Toscanini var þá nýkominn aftur
til Ítalíu eftir að hafa dvalið um
árabil við störf hjá Metropolitan-
ópemnni í New York. Með opnun
leikmunasafns Scala var án efa
segir og uppfyllir sjálfur þessar
kröfur.
„Hvar starfaðir þú áður en þú
gerðist leiklistarstjóri Scala?
„Ég var stjómandi Sinfóníu-
hljómsveitar ítalska ríkisútvarpsins
í Róm um nokkurra ára skeið. Árið
1980 var ég ráðinn sem aðstoðar-
leiklistarstjóri hér og þremur árum
síðar tók ég við þessu starfi. Ég
hef lítið sem ekkert leikið sjálfur á
hljóðfæri, því ég hef aðallega feng-
ist við þá hlið tónlistar er snýr að
stjóm og rekstri.“
Lengdi starfsárið og
dreymir um lítið
óperuhús
Einn liður í starfi þinu er að
sjá til þess að starfsáætlun sé
gerð tímanlega, en hvemig er
starfsáætlunin gerð? Hvað er
helst lagt til grundvallar við gerð
hennar?
„Aðalatriðið er að skapa jafn-
vægi í starfseminni og að halda því
jafnvægi út allt starfsárið. Á hveiju
ári er flutt að minnsta kosti eitt
verk eftir samtíðatónskáld, auk
þess sem settar em upp tvær, þijár
eða jafnvel fjórar stórar sígildar
ópemr. Ennfremur em settir upp
ballettar, haldnir söngtónleikar og
almennir tónleikar. Á undanfömum
ámm höfum við tekið upp þá ný-
breytni að setja saman dagskrá með
mörgum verkum eins tónskálds. Á
síðasta starfsári varð Claude De-
bussy fyrir valinu og var um að
ræða 31 sýningardag á rúmum
tveimur mánuðum og 13 mismun-
stigið stórt skref fram á við í menn-
ingarlífi Ítalíu, því safnið hefur að
geyma muni sem hafa ómetanlegt
gildi, jafnt sögulegt sem fjárhags-
legt
Ferðast með sýningar
innan lands sem utan
Sýningar á vegum safnsins hafa
verið fastur liður í starfsemi þess
um árabil. Ferðast hefur verið með
sýningar um alla Ítalíu og víða um
heim, þar á meðal til Rússlands,
Kanada, Ástralíu og Sviss, auk
Stóra-Bretlands.
Leikmunasafnið er mjög glæsi-
lega úr garði gert. Gólf eru klædd
marmara og parketti, dyrakarmar
eru úr marmara og í lofti og á
veggjum eru ákaflega skemmtileg-
ar skreytingar. Andrúmsloftið er
þrungið sögulegri dulúð, innandyra
ríkir þögn og ró, sem erfítt er að
lýsa með orðum.
Leikmunasafninu er skipt niður
í ellefu sali, sem hver og einn er
andi dagskrár með söng, ballett og
hljómsveitarflutningi. Á næsta
starfsári verður engin slík dagskrá
en á móti koma fleiri óperur."
Að endingu. Hefur þú staðið
fyrir einhveijum breytingum á
rekstri Scala, eða hefurðu ein-
hveijar breytingar í huga?
„Breytingar á rekstri óperuhúss
eins og Scala eru síður en svo auð-
veldar í framkvæmd. Starfsemin er
svo viðamikil að minniháttar breyt-
ingar rejmast meiriháttar mál þegar
til framkvæmda kemur. Þess ber
að gæta að innan Scala starfa 900
manns, auk þeirra sem vinna í svo-
nefndri lausavinnu, það er að segja
þeirra sem koma og taka að sér
eitt og eitt verkefni. Einu breyting-
amar sem vert er að minnast er
lenging starfsársins, sem nú er frá
desember til 15. júlí. Mig dreymir
um að geta opnað lítið óperuhús á
vegum Scala, þar sem hægt verði
að flytja kammertónlist, balletta og
óperur sem ekki krefjast flókinna
sviðsmynda og leiktjalda. Hér á ég
við sal sem tæki um eitt þúsund
manns í sæti og yrði notaður í þeim
tilfellum sem aðalsalur Scala reyn-
ist of stór. Salur „Litlu Scala" hefur
ekki verið notaður þar sem sýning-
ar þar svara ekki kostnaði. Það er
mikill áhugi á þessu máli fyrir hendi
hjá stjóm Scala, en það gengur
erfiðlega að finna hentugt hús-
næði. Vonandi rætist þó úr þessu
innan skamms,“ segir Mazzonis
dreymandi á svip og við ljúkum
samtalinu við hann með því að taka
undir síðustu orð hans og áma
Scala allra heilla í framtíðinni.
tileinkaður ákveðnu þema eða per-
sónu. Fyrsti salurinn er tileinkaður
tónskáldum. Meðal þess sem þar
er til sýnis, eru málverk af helstu
tónskáldum liðinna tíma, auk
ýmissa persónulegra muna sem til-
heyrðu þeim. Einna athyglisverðust
þykja tvö ásláttarhljóðfæri frá miðri
sautjándu öld. Þetta em 45 nótna
hljóðfæri og strengir þeirra em
griplaðir með fjöðurstaf.
Hinar sérstöku og sjaldgæfu
postulínsstyttur af sögupersónum
„Capodimonte" em meðal þess
fyrsta sem mætir auganu er gengið
er inn í annan sal safnsins. Þar em
til sýnis einstæðar postulínsstyttur,
ítalskar og erlendar, frá átjándu
öld, sem á einn eða annan hátt
tengjast sögu gamanleilqa á Ítalíu.
Ennfremur em í sama sal myndir
af Scala-ópemnni frá árinu 1852,
og Hertogaleikhúsinu, sem brann í
bmnanum mikla árið 1776. Að
sjálfsögðu hangir þar einnig mál-
verk af Piermarini, arkitektinum
sem sá til þess að Scala-óperan var
byggð upp á tveimur ámm. Meðal
annara málverka má nefna hið eina
sem vitað er til að málað hafí verið
af tónlistamnnandanum Domenico
Barbaja, sem meðal annars var
umboðsmaður tónskáldanna Ross-
ini, Bellini og Donizetti. Tvö
málverk af Rossini setja sinn svip
á salinn, en auk þeirra em nokkrar
myndir af frægustu söngvumm og
tónlistarmönnum Ítalíu.
Þriðji salur leikmunasafnsins
gengur undir nafninu „Exedrasal-
urinn“ og er hann fyrst og fremst
tileinkaður ópemsöngvumm liðinna
tíma. I salnum em ennfremur
postulínsstyttur af Holberg, Goethe,
Shakespeare, Byron, Voltaire og
fleiri stórskáldum sem gert hafa
heimsbókmenntimar að því sem
þær em nú.
Hið víðfræga málverk Pedrazzis
af Mariu Malibran, sem hann mál-
aði árið 1834, hangir uppi í
„Exedrasalnum". Meðal annara
málverka af frægum ópemsöngvur-
um ber helst að nefna verk Piccios
af bassasöngvaranum Ignazio Mar-
ini, sem fyrstur manna fór með
hlutverk Oberto, greifans af S.
Bonifacio, eftir Verdi.
Var Teresa Lanti til?
Sambonsafnið franska seldi
Scala meðal annars málverk af
Teresu nokkurri Lanti söngkonu.
Málverk þetta hefur vakið töluverð-
ar deilur, því margir efast um tilvist
konunnar. Gerðar hafa verið athug-
anir til að reyna að komast að
einhveijum upplýsingum um hana,
en það eina sem gefur vísbendingu
um að hún hafí verið til, em minn-
ingar Casanova, þar sem hennar
er getið á nokkmm stöðum. Mynd
Hellensk leikgrima frá timum
grisku útileikhúsanna.
Vasi frá u.þ.b. 440 fyrir Krists
burð. Á vasann er máluð mynd
af danskennara.
Teresu Lanti hangir því fyrst og
fremst uppi í safninu sem heimildar-
mynd um klæðaburð og hárgreiðslu
kvenna á tímum Casanova.
Málverk af sópransöngkonunni
Giuseppinu Grassini er í miklum
metum hjá yfírmönnum listmuna-
safnsins, en Ferdinando Quaglia
málaði myndina fyrir Napoleon
Bonaparte, sem hélt mikið upp á
söngkonuna. Mjög fallegt málverk
af spænsku söngkonunni Isabellu
Colbran piýðir „Exedrasalinn", en
Isabella var gift umboðsmanninum
Barbaja, sem getið er um hér að
framan. Er Barbaja tók Rossini upp
á sína arma, kynntust þau Isabella
og Rossini vel. Kunningsskapur
þeirra endaði síðan með hjónabandi.
Líkvagn Mozarts og litli
hundurinn
Amadeus Mozart kemur lítillega
við sögu í þessum sal. Lítið áber-
andi en áhrifamikil glermynd af
útför hans hangir á einum vegg
salarins. Á myndinni sést líkvagn
Mozarts og dapurlegur lítill hundur
sem fylgir tónskáldinu síðasta spöl-
inn á þessari jörð. Ekki er laust við
að kalt vatn renni milli skinns og
hörunds er myndin er skoðuð og
örlög þessa frábæra tónlistarmanns
rifjast upp.
Rómanskar og grískar
menjar
Fomminjasafn er hluti af leik-
munasafni Scala. Safn þetta er
fremur lítið, en einstakt í sinni röð.
Álitlegt myntsafn er til sýnis í saln-
um, meðal annars minnispeningar
keisara Rómaveldis, svonefndir
„Contomiates" peningar. Þeir em
brons- og koparslegnir og frá ámn-
um 356—410 eftir Kristsburð. Mjög
fáir peningar af þessari gerð vom
slegnir og á listmunasafn Scala
stærsta safn þessara peninga sem
vitað er um.
Þá em nokkur hundmð rómansk-
ir og grískir myntpeningar til sýnis
og ennfremur nýrri mynt frá því
að Ítalía var konungsríki. Grímur
og aðrir leikhúsmunir frá tímum
rómversku leikhúsanna em til sýnis
og ennfremur listmunir frá því fyr-
ir Krist, meðal annars vasar, skálar
og styttur frá því um 450 fyrir
Krist. Ótrúlegt er hversu vel munir
þessir hafa varðveist og hvemig
þeir staðfesta listasögu heimsins.
Hinn áhrifamikli
Rossini
Gullfalleg bijóstmynd úr bronsi
af Rossini, gefur til kynna að fímmti
salur listmunasafnsins sé tileinkað-
ur höfundi „Rakarans frá Sevilla".
I glerkassa undir bijóstmyndinni
er til sýnis samningur sem sýnir
að Rossini samdi þessa stór-
skemmtilegu óperu upphaflega
í „danssalnum" hangir meðal annars uppi þetta skemmtilega
málverk af kennslustund í dansi. Eins og sjá má er klæðaburður
töluvert frábrugðinn þvi sem gerist og gengur í danstímum
nútímans, en myndin er frá 18. öld. Hægra megin á myndinni
sjást hljóðfæraJeikarar sem leika undir á strengjahljóðfæri.