Morgunblaðið - 16.11.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 16.11.1986, Síða 3
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 B 3 „Þeir höfðu þegar ákveðið að gefa út skáldsögu og ég var einfald- lega svo heppinn að bjóða þeim handrit á réttum tíma.“ — Erlendu nöfnin í bókunum, hvaðan færðu þau? „Rússnesku nöfnin tók ég nú bara úr þessari bók um sovéska herinn, ég fór í efnisyfirlitið og notaði nöfnin þar. Islenska nafnið Vigdís Ágústsdóttir kemur fyrir í Rauða stormi og það varð þannig til að ég vissi að Vigdís er konu- nafn og að við Ágúst þurfti að bæta “dóttir". Mér er meinilla við villur sérlega að stafa nöfn vit- laust, fólk er sífellt að stafa mitt nafn vitlaust. Heyrðu, ég man það núna að ég sá mynd af Vigdísi forseta ykkar í Washington Post fyrir nokkrum árum. Hún er gullfalleg á fimm- tugsaldri... á tvítugsaldri hlýtur hún að hafa valdið umferðaröngþveiti!" — Hún er mjög vinsæl... „Það get ég vel skilið. Ef hún er eins gáfuð og hún er falleg, ætti hún að stjórna heiminum!" — Varstu í flotanum? „Nei, ég hef aldrei gegnt her- þjónustu vegna lélegrar sjónar. Ég hef aðeins verið til sjós í vikutíma „Stundum óska ég þess, að hafa aldrei gefið neitt út. Allt, sem ég vil nú, er að fá að skrifa og fá að vera algerlega í friði." í skýrslunni, sem lögð var fram I í Southem District-réttinum á Man- hattan segir Salinger: „Síðustu tvo áratugi hef ég af persónulegum ástæðum kosið að hverfa úr sviðs- ljósinu algerlega. Ég hef forðast alla opinbera umræðu í yfir 20 ár og þann tíma hef ég ekkert gefið út. Ég hef orðið óbreyttur þegn í fullum skilningi þeirra orða. Ég hef krafízt lögbanns til að koma í veg fyrir útgáfu á bók, sem er ótvírætt brot á höfundarrétti mínum á vissum bréfum, sem ekki hafa áður verið birt.“ Þessi ákvörðun Salingers gæti leitt til þess, að þriggja ára starf Hamiltons væri fyrir bí. Utgefend- umir og fulltrúar Hamiltons vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið, meðan það er fyrir rétti. Fulltrúi Hamiltons sagði þó, að skjólstæðing- ur sinn teldi sig hafa notað bréfín með sanngjörnum hætti. Hann væri hins vegar að endurskrifa bókina í ljósi andmæla Salingers. Áætlað er að bókin komi úr í nóvember, komi málaferlin ekki í veg fyrir það. í greinargerð sinni fyrir réttinum hafnar hann tillögu Hamiltons um að endurskrifa bókina. Og í bréfí til Hamiltons, þegar hann skrifar Sal- inger og sagði honum af áformum sínum um að skrifa ævisögu, sagði hann: „ ... Ég held að ég hafi nú þegar þolað alla þá áníðslu á ein- kailfí, sem hægt er að þola á einni mannsævi." Ýmsir bókamenn í Bandaríkjun- • um hafí orðið til að gagnrýna afstöðu I Salingers í þessu máli. ■■ á freigátunni USS Gallery. Á hinn bóginn hef ég kynnst mörgum bæði í bandaríska og breska flotanum og í næstu viku held ég ræðu á svokölluðu Trafalgar-kvöldi hjá breska flotanum í Norfolk." — Hefurðu menn með í ráðum þegar þú ert að skrifa? „Nei, það hefur verið stórum ýkt. Ég sýndi kunnáttumönnum tvo kafla í Rauða október til að vita hvort þar væru villur og þeir sem lásu sögðu mér að þetta væri rétt hjá mér. En þá kafla sem innihalda lýsingar á viðkvæmum þáttum her- stjórnar sýndi ég ekki neinum, vegna þess að ég hefði ekki fengið nein svör hjá þeim sem vita betur. Þá var ég kominn of nálægt leynd- armálum. Ég hef aldrei haft aðgang að leynilegum upplýsingum og ég kæri mig ekki um slíkt.“ — Hversvegna kom ísland inn í myndina í bókum þínum? „Einhvers staðar í þessum skjala- skápum mínum er að fínna stríðsleik sem nefnist Keflavíkur- skytterí. Þar er gert ráð fyrir því að Rússar ætli að ráðast gegn skipalest bandamanna með Back- fíre sprengjuþotum. Við komumst hinsvegar að raun um að banda- Á stökkbrettinu við sundlaugina: Tom Clancy og dæturnar Michelle 13 ára og Christine 12 ára. rískar orrustuþotur og AWACS radarvélar frá Keflavík og sams- konar breskar flugvélar frá Ork- neyjum myndu salla allar rússnesku þotumar niður. Jafnvel þótt flug- skeytin sem við reiknuðum með í flugvélum bandamanna, næðu að- eins helmingi árangurs mundu Rússar samt sem áður tapa. Og ef flugskeytin næðu fjórðungi árang- urs, mundi helmingur flugflota Rússa sleppa, en þeir yrðu teknir á heimleiðinni. Þá gerðum við okkur grein fyrir því að ef Sovétmenn vilja hafa von um árangur í orrustu um Norður- Atlantshafíð, verða þeir að ráðast á ykkur. Sumar af þeim hugmynd- um um slík átök sem ég kynnti mér eru verulega andstyggilegar, okkar stríðsleikur er fremur mann- úðlegur. Það em til dæmis uppi kenningar um það að Rússar muni ráðast á ísland méð efnavopnum..." TEXTI OG MYND/ Jón Ásgeir Sigurðsson, Bandaríkjunum — Það var frásögn um það í Wall Street Joumal fyrir nokkm. „Er það? Jæja, ég kýs nú að ímynda mér að Rússar séu sið- menntaðri en svo. Efnavopn mundu ekki skaða bandarísku hermennina, þeir em viðbúnir slíku. Óbreyttir borgarar væm fómardýrin. Ég held að Rússar séu pólitískt nægilega skynsamir til að falla ekki í slíka freístni. En lega íslands er mjög mikil- váeg. Ef Rússar hefðu þar tögl og hagldir, gætu þeir gert öðmm lífíð leitt í Norður- Atlantshafínu." Tom seildist upp í hillu eftir bak- poka sem var fullur af landakortum bæði af íslandi, Þýskalandi, Rússl- andi og fleiri stöðum. “Þetta kort frá bandarísku leyniþjónustunni, CLA, það er einskis nýtt,“ sagði hann og kvaðst liggja yfír kortum á meðan hann semur söguatburði. — Hefurðu allan söguþráðinn í huga þegar þú sest við að semja bók, eða spinnurðu hann jafnóðum? „Bæði og. Ég hef svona almenna hugmynd um stefnuna en jafnframt tekur atburðarásin völdin þegar maður er kominn af stað. Stundum taka persónumar upp á hlutum sem maður bjóst alls ekki við, en ég læt það þá gott heita. Ég hafði til dæm- is ætlað að láta eina af persónunum í Rauða stormi bíða bana snemma í sögunni. Það var Sergetof majór, sonur eins af meðlimum í fram- kvæmdastjóm sovéska kommúni- staflokksins. Hann reyndist of klókur og lifði bókina satt að segja af.“ — Hvenær ætlarðu til íslands? „A næsta ári, ef ég get komið því á dagskrá. Mig langar til ís- lands, íslenskir aðilar hafa boðið mér í heimsókn og einnig hafa þeir hjá NATO-stöðinni í Keflavík beðið mig að koma. Ég býst við að ég slái tvær flugur í einu höggi. Það eina sem heldur aftur af mér er tímaskorturinn, ég hef svo mikið að gera að ég verð að skipuleggja tímann mjög vel. En mig langar svo sannarlega að vita hvort ísland er jafn fallegt og allir yilja vera láta.“ — Islandi virðist hætta búin samkvæmt skrifum þínum, hvaða tilfínningar berðu til íslendinga? „Ég þekki einungis jákvæðar til- fínningar í garð þjóðarinnar. Þeir sem ég þekki og hafa komið til ís- lands, hafa tekið landið ástfóstri og hafa gott eitt um land og þjóð að segja. Þið eigið þúsund ára sögu sem lýðræðisþjóð og gengur flest í haginn. Ég býst ekki við að ég geti sagt ykkur til.“ — Áttu þér uppáhalds höfunda? „“Þeir eru nú nokkuð margir," segir Tom hlæjandi og bendir á bókahillumar. „Nei, þeir em of margir í uppáhaldi hjá mér til að ég nefni einhveija. Ég er álæta á bækur, les um flest efni sem hugs- ast geta.“ — Telurðu líkindi á að það sem þú lýsir í Rauða stormi hendi í raun og vem? „Ég vonast til að þetta sé ólíkleg þróun. Tilgangur Atlantshafs- bandalagsins er nú einu sinni sá að koma í veg fyrir slíkar uppákom- ur. Ef aðildarríkin sinna sínum verkefnum, þá ættu Rússar að sannfærast um að það sé óskyn- samlegt að heíja átök. Á meðan Sovétríkin búast ekki við að sigra, hætta þau ekki á stríð. Þetta er tilgangurinn með Atlantshafs- bandalaginu.“ — Telurðu ísland mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið? „Island er mjög mikilvægt ef til átaka kæmi í Norður- Atlantshafí. Aðild landsins og þátttaka í NATO skipta miklu máli.“ — Stjómmálamenn ættu sem- sagt að lesa bækur þínar? „Ég skrifa fólki til afþreyingar. Ég er hvorki að skrifa kennslubæk- ur né sögubækur, ég vonast til að fólk hafí fyrst og fremst gaman af að lesa bækumar mínar." Þýska bókmenntatímarítíð „die horen“ gefur ót sérstakt heftí um ísland VESTUR-ÞÝSKA bókmenntatímaritið „die horen“ gaf 1. október út sérstakt Islandshefti sem Franz Gíslason, Sig- urður A. Magnússon og Wolfgang Schiffer sáu um. Heftið er 224 blaðsí- ður og í því er að finna smásögur, Ijóð og útdætti úr leikritum eftir íslenska nútímahöfunda, greinar um íslenskar bókmenntir og nútímagrafík. Sýnis- horn eru af verkum graf iklistamanna í heftinu og fjölmargar ljósmyndir af íslensku mannlífi. Tímaritið „die horen" er gefið út í Bre- merhaven og er eitt af sex stærstu og virtustu bókmenntatímaritum í Vest- ur-Þýskalandi. Það er gefíð út í 5500 eintökum og hefur komið út ársfjórð- ungslega í 31 ár. Einn af ritstjórum „die horen“, Johann P. Tammen, var hér á landi til að kynna bókina, ásamt Uwe Bechmeyer formanni þýsk- íslenska félagsins í Bremerhaven og Reinhard Meiners varaformanni félagsins, en það félag styrkti útgáfu íslandsheftisins með því að greiða ritlaun til þeirra höfunda sem eiga verk í bók- inni. Félagið kostar einnig ferð Tammen til íslands. I samtali við Morgunblaðið sagði Johann P. Tammen að tildrögin að útgáfu heftisins hefðu verið þau að fyrir þrem árum sá Wolfgang Schif- fer um útgáfu sérstaks heftis „die horen“ um andspymu gegn nazistum í Vestur-Þýskalandi. Schiffer, sem hafði komið til íslands og hrifíst mjög af landinu, lýsti yfír áhuga á að taka að sér að hafa umsjón me’ð hefti um ísland. Schif- fer hitti Franz Gíslason sem þá dvaldi í Vestur- Þýskalandi og saman ákváðu þeir að vinna heftið. Franz hafði samband við Sigurð A. Magnússon og þá var hafist handa við að velja höfunda, efni og þýðendur. Tammen sagði að útgáfa ís- landsheftisins hefði síðan borið upp á alþjóðlegu bókasýninguna í Frankfurt í október. Á sýning- unni í ár var Indland aðalþemað en ísland var þá í heimsfréttunum vegna leiðtogafundarins í Reykjavík. íslandshefti „die horen“ var eina bók- in um ísland á þýsku sem fannst á bókasýning- unni og sagðist Tammen hafa verið spurður að því hvort hann hefði sambönd hjá CIA og þann- ig vitað af leiðtogafundinum fyrirfram, svo ótrúleg þótti þessi tilviljun. Tilviljanimar vom raunar fleiri því Johann P. Tammen las fyrir tilviljun um stofnun þýsk-í slenska félagsins í Bremerhaven fyrir einu og hálfu ári, og setti sig í samband við það. Þetta nýja félag. sem stofnað var til að auka og styðja samskipti íslands og Vestur- Þýskalands m.a.á sviðum vísinda, rannsókna, menningar og æsku- lýðsmála, svo eitthvað sé nefnt, ákvað að styrkja útgáfu íslandsheftisins. Tammen sagði að „die horen“ hefði lengi haft fomstuhlutverk í Vestur-Þýskalandi í kynningu bókmennta frá lftt þekktum menningarlöndum. Tímaritið leggur áherslu á að setja bókmenntir þeirra landa sem það kynnir í félagslegt og pólítískt samhengi og reynir þannig að gefa les- endum heildarmynd af landinu. Tammen sagði að tímaritið teldi það vera hlutvek sitt að láta þýða bókmenntaverk úr öðmm þjóðtungum bæði til að auðga þýskar bókmenntir og til að kynna fyrir Þjóðvetjum það sem fer fram í löndunum í kringum þá; að kynna þeim sál þessara þjóða. Talsverður áhugi er að vakna fyrir íslenskum bókmenntum í Vestur-Þýskalandi og verður þessu íslandshefti „die horen“ fylgt eftir með víðtækri kynningu. Meðal annars verður ísland- svika í Dusseldorf í desember þar sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur verður sérstakur gest- ur, og fleiri Islandskynningar em fyrirhugaðar í framtíðinni. Þá er einnig í undirbúningi að auka kynningu á þýskum bókmenntum á íslandi og er m.a. væntanleg bók um þýska nútímaljóð- list á íslensku. Tammen var að lokum spurður hvort ísland raunvemleikans hefði að hans mati komið heim og saman við þá mjmd sem tímaritið dró upp í íslandsheftinu. Tammen sagðist aðeins hafa ve- rið á Islandi í tvo daga og vegna kuldans hefði hann að mestu haldið sig innivið, en af því sem hann hefði séð, og af kynnum sínum við íslend- inga, sagðist hann geta slegið því föstu að hann ætti eftir að koma oft aftur til íslands og skoða það í sumri og sól. Og raunar hefði hann ekkert á móti því að koma aftur til íslands að vetri og verða hér veðurtepptur í nokkrar vikur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.