Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 B 5 Fyrra bindi Fávitans eftir Dostoévskí komið út á íslensku Höfundurinn Pjodor Dostoévski: Það eru bara voðalegar aðstæður mínar sem neyða mig til þess að hefjast handa við þessa ófullburða hugmynd___ HUGMYNDIN ER AÐ LÝSA HINUM FULLKOMNA MANNI TEXTI/ILLUGIJOKULSSON Um kvæði Krist- jáns Karlssonar í ritgerðinni um tvö kvæðasöfn Kristjáns Karlssonar kafar Matt- hías víða svo djúpt í botnlausa hylji ljóðskjms og tjáningaraðferðar Kristjáns, að ég hélt stundum, að hann mundi kafna og að honum mundi ekki skjóta upp aftur. Ótti minn reyndist ástæðulaus. Matthías kom úr kafínu með þann feng, sem hann sóttist eftir: viðhlítandi skiln- ing og skýringar. Kristján Karlsson er mestur undir j-fírborðinu, eins og borgarísjakinn, sem brotnar úr jökulfjallinu og flýtur suður í golf- strauminn, til þess að eyðast þar, hverfa til upphafs síns, og koma þaðan aftur sem efni í nýjan djúp- kafara. Vera má að ég tali hér óljóst, en svo ég segi unbúðaiaust hug minn: þá er Kristján mikið skáld og Matthías skarpskyggn á sérkenni hans og frumleg sjónar- hom. Athvarf í himingeimnum Þetta er stysta ritgerð „Bók- menntaþátta". En hún er nægilega löng til að lýsa viðhorfí Matthíasar til ljóðskáldsins og gagnrýnandans Jóhanns Hjálmarssonar. Jóhann er skáld einlægni, hljóð- látt og velviljað skáld, og hann er áreiðanlega mjög vandvirkur í ljóðagerð. En hann er fremur dapur og lágróma. Ég er hissa á að Matt- hías vinur hans skuli líkja honum við eldgos, sem breiðir helluhraun yfír jörðina. Er hann ekki fremur í ætt við mjúkan mosann, sem klæð- ir hraunið, undirstöðujurt allra annarra jurta? Umhverfis Sturiu Þórðarson. Rit- stýrð sagnfræði Ritstýrð sagnfræði er að mér skilst orð yfír hugtak, sem annað hvort Halldór Laxness eða Þórhall- ur Vilmundarson hafa fundið upp og merkir skáldverk, sem höfundur- inn setur saman úr staðreyndum, sem hann lagar í hendi sinni og mótar eftir þörfum skáldverksins með eigin reynslu að ívafí og leiðar- ljósi. Þetta tek ég undir. Eitt af því sem við og við sannar skarpskyggni Matthíasar í þessari löngu ritgerð er þátturinn um dráp Vatnsfirðinga, bræðranna Þórðar og Snorra. Þar bendir Matthías á, að lýsing Sturlu Þórðarsonar á Þórði Þorvaldssyni er svo að segja alveg samhljóða lýsingunni á Gunn- laugi ormstungu í Gunnlaugssögu og Hallfreði vandræðaskáldi í Hall- freðarsögu. Hallfreðarsaga _ hefur hingað til verið talin eldri en íslend- ingasaga. Þetta stenst ekki lengur. Höfundar Hallfreðarsögu og Gunn- laugssögu gefa báðir aðalsöguhetj- um sínum útlit og fas Þórðar Þorvaldssonar, sem Sturla Þórðar- son þekkti og dáist greinilega mjög að. Aftur á móti tel ég vangaveltur Þórhalls Vilmundarsonar og fleiri norrænufræðinga um þá hugmynd, að Hörður Grímkelsson sé Sturla Sighvatsson í dulargervi, heldur ósennilegar og rökin fyrir þeim veik. Ég hallast mjög að þeirri kenn- ingu Matthíasar, að Sturla Þórðar- son sé höfundur Njálu. Áður aðhylltist ég röksemdir Barða Guð- mundssonar fyrir því að Þorvarður Þórarinsson hefði skrifað Njálu og notað samtímaatburði sem efnivið í söguna. Með ritgerð sinni um Sturlu hefur Matthías yfírbugað Barða, og alla aðra sem leitað hafa að höfundi Njálu. Helgi á Hrafn- kelsstöðum hélt því fram, að Snorri hefði skrifað Njálu, ogjafnvel hefur Matthías gert því skóna í einni af Lesbókargreinum sínum um Njálu, að hann hafi átt þátt í frumnjálu, — kannski er hann ekki viðsfjarri hinu rétta. Frumnjála hefur vafa- laust verið skrifuð í Odda og Snorri flutt þau drög með sér vestur í Borgarfjörð. Fjörutíu árum eftir dauða Snorra lýkur bróðursonur hans við stór- virkið. Á allri 13. öld er Sturla Þórðarson eini maðurinn sem hefur öll skilyrði til að geta unnið þetta guðdómlega bókmenntaafrek. Matthías hefur dregið fram svo mörg og augljós rök fyrir þessu, að þau duga til að sannfæra mig. Fjodor Dostoévskí þekkti breyskleika mannanna öðrum betur. í skáldsögum hans er að fínna þjófa, morðingja og drykkjusvola; vændiskonur, melludóiga og fjársvikara; spilafífl, spjátrunga og gortara; samsærismenn og rógbera; oflátunga og guðníðinga, og þá er ekki allt upptalið enn. Öllu þessu fólki lýsti Dostoévskí af innsæi sinnar píndu sálar og fann að hann átti auðvelt með að setja sig í spor þess. En þar kom að honum blöskraði; hann uppgötvaði í brjósti sér þörf og þrá til þess að draga svona einu sinni upp mynd af góðum manni, eða fullkomnum manni eins og hann orðaði það. Hann hafði í huga Jesúm Krist en niðurstaðan varð Myshkin prins, söguhetja Fávitans sem nú er komin út á íslensku, fyrra bindi. Það er fátítt að rithöfundar hafí búið við jafn mikla óvissu og óreiðu og Dostoévskí en eigi að síður tekist að semja snilldarverk. Dostoévskf bjó ekki við sæmilegan frið og þokkalegan flárhag fyrr en allra síðustu ár ævinnar og fram að því hafði líf hans verið sannkallaður hvirfilbylur. Hann flæktist í samsæri gegn stjóm Zsarsins og var dæmdur til dauða en náðaður frammi fyrir aftökusveitinni; hann þoldi þrælkunarvist í Síberíu og síðan fyrirlitningu menntamanna í Moskvu og Pétursborg þegar hann gerðist íhaldssamur í pólitík; tilvist guðs og freistingar holdsins ásóttu hann; hann hafði ekkert vit á peningum og safnaði skuldum svo oft var hann beinlínis í felum fyrir rukkurum, og þá sjaldan hann eignaðist fé eyddi hann því mestanpart í seyðandi hringsnúning rúllettunnar. Hann elskaði konur og margar konur elskuðu hann en því miður sjaldnast þær réttu. Spilafíflið skiptir sköpum Árið 1866 datt Dostoévskí loks f lukkupottinn. Hann hafði þá þegar öðlast mikla frægð fyrir bækur sínar, og af þeim ber Glæp og refsingu hæst, en frægðin varð ekki til þess að létta á áhyggjum hans. Nauðungarsamningur við óprúttinn útgefanda vofði yfír honum; hann varð að skila fullskrifaðri skáldsögu fyrir lok október, að öðrum kosti mátti heita að útgefandinn eignaðist hann með húð og hári til æviloka. í byijun október hafði honum ekki tekist að hafa sig að skrifpúltinu og eymd og volæði blasti við. Vinir hans útveguðu honum þá unga stúlku sem kunni hraðritun, er þá var nýlunda, og á fáeinum vikum las Dostoévskí henni fyrir söguna um Spilafíflið. Hann leitaði ekki langt yfír skammt, seildist bara oní sína eigin sálarkytru og bókin þykir enn f dag einhver magnaðasta lýsing á hvers konar fíkn sem fest hefur verið á blað. Sagan læknaði Dostoévskí að sönnu ekki af spilagleðinni en hún frelsaði hann úr klóm útgefandans ófyrirleitna og umfram allt færði hún honum hraðritarann Önnu Snitkinu. Stúlkan var tvítug og í byijun full óblandinnar virðingar í garð Dostoévskís sem var hálffímmtugur. Virðingin breyttist á skömmum tíma f ást og fyrir sitt leyti hreifst Dostoévskí svo af stúlkunni að aðeins hálfum mánuði eftir að vinnunni við Spilafíflið lauk bað hann hana að kvænast sér. Það var mesta gæfuspor lífs hans því hún átti eftir að koma ró bæði á óreiðufullan lífsmátann og kvalið sálartetrið. í byijun voru erfíðleikamir þó varla yfírstíganlegir, skuldunautamir þrengdu sífellt hringinn og alls konar misskilin greiðvikni við ættingja sfna stóð Dostoévskí mjög fyrir þrifum. Hann tók það eina ráð sem hann sá og stakk af frá öllu saman. í upphafí árs 1867 héldu þau hjón til Evrópu °g bjuggust við að snúa heim eftir §óra mánuði. Þau vom í burtu í fjögur ár og á þessum ámm skrifaði Dostoévskí Fávitann og þar að auki vænann part af Djöflunum, næsta stórvirki sínu. „Þetta er ófyrir- gefanlegt“ Dresden og Baden og Genf og Mílanó og Flórens og Wiesbaden. Milli þessara borga flökkuðu Dostoévskí-hjónin þrotlaust á Evrópureisu sinni og Qárhagurinn var að vanda slæmur. Þegar Dostoévskí tókst að fá peninga að láni var eins víst að hann sóaði öllu saman við rúllettuborðin í Baden og Wiesbaden, sama hversu hátíðlega hann lofaði Önnu að nú væri hann hættur. Hún ávítaði hann aldrei og huggaði hann möglunarlaust þegar iðmnin hvolfdist yfír hann. Ægileg flogaveikiköst hans bar hún sömuleiðis með stóískri ró og hún mátti þola dauða fyrri dóttur í frumbemsku. Það er sjaldgæft að jafn mikið sé lagt á jafn unga konu en Anna Snitkina bugaðist aldrei, þvert á móti efldist hún við hveija raun. Enginn skyldi ímynda sér að þolinmæði hennar við Dostoévskí hafí stafað af geðluðrahætti eða ragmennsku, öðm nær; hún gerði sér bara grein fyrir því að þessi erfíði og dyntótti eiginmaður hennar væri snillingur og helgaði sig því af óskiptri ást að gera honum kleift að vinna sín störf. Óvarlegt væri að vanmeta vinnuþrek og þrautseigju Dostoévskís en án Önnu Snitkinu er vafasamt að honum hefði auðnast að ljúka við Fávitann — hvað þá Djöflana eða bálkinn um Karamazov-feðga. Fmmdrög og uppköst Dostoévskfs að Fávitanum hafa varðveist og gefa ómetanlega mjmd af því hvemig hann vann, hvemig hugmyndir hans þróuðust og breyttust og persónur skiptu um ham eftir því sem grannhugmyndin krafðist. Sú grunnhugmynd var einföld en hægara sagt en gert að festa hana á blað. Hann skrifaði skáldbróður sínum: „Lengi hef ég verið kvalinn af hugmynd einni, en ég var hræddur við að búa til úr henni skáldsögu af því hún er svo afskaplega snúin og ég var ekki undir hana búinn, þó hún sé freistandi og ég sé mjög veikur fyrir henni. Hugmyndin er að lýsa hinum fullkomna manni. Ekkert getur að mínum dómi verið erfiðara, sérstaklega nú til dags___Ég hef fengið vott af þessari hugmynd áður en það er ekki nóg. Það era bara voðalegar aðstæður mínar sem neyða mig til þess að hefjast handa við þessa ófullburða hugmynd: kannski þróast hún undir pennanum mínum. Þetta er ófyrirgefanlegt. “ Dlmennin skrifa sig sjálf Og vissulega þróaðist hugmyndin jafnóðum og Dostoévskí skrifaði en það gekk ekki átakalaust. Hann vissi varla sjálfur til að byija með hvað hann ætti við með „hinum fullkomna manni" — nafnið „Fávitinn" var ákveðið frá byijun en uppköstin gefa til kynna að Dostoévskí hafí lengi velkst f vafa um það hvort söguhetjan, Myskhin, ætti raunveralega að vera fáviti eða bara svo græskulaus og einlægur að hundingjamir í kringum hann teldu hann fífl. Síðari lýsingin varð ofan á en Myskhin vafðist samt fyrir skapara sfnum enn um sinn, enda margir rithöfundar rekið sig á það að það er ekki heiglum hent að lýsa „góðum manni" á bók — meðan illmennin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.