Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 2
2 B MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 KRISTINN SIGMUNDSSON, SÖNGVARI Söngvarar álitnir „hobbýfólk“ KRISTINN Sigmundsson, baritónsöngvari, var nemandi Guðmundar Jónssonar við Söngskólann í Reykjavík. Síðan var hann við nám í óperudeild Hochschule fiir Musik und darstellende Kunst í Vínarborg undir handleiðslu Helene Karusso, Christian Moeller og Wolfgang Gabriel. Sumarið 1983 hlaut Kristinn sérverðlaun The Philadelphia Opera Company og verðlaun svissneska tímaritsins Opernwelt í Belvedere-söngkeppninni i Vín. Kristinn er okkur íslendingum nokkuð kunnur, því hann hefur sungið í flestum óperum sem færðar hafa verið upp hér síðustu árin, m.a. var hann Don Giovanni í samnefndri óperu, Figaro í Rakaranum í Sevilla, Ungi maðurinn í Silkitrommunni, Renato í Grímudansleik og Luna greifi í II Trovatore. Blaðamaður spurði Kristin hvort flestar óperur hefðu hlutverk fyrir baritónsöngv- ara: „Baritón er mitt á milli bassa og tenórs," sagði Kristinn, „og oftast eru þessar þijár raddir, þessi breidd, notaðar í óperum. Þó eru til verk þar sem baritón kemur ekki fyrir, en ég heid að þær séu frekar fáar.“ Nú virðist óperuáhugi vera heldur að aukast á íslandi. Hvaða skýringu hefur þú á þvf? „Ópera er í rauninni hlutur sem fólk hefur ekki þekkt mikið og sum- ir virðast álíta að í óperu sé ekkert að sækja. Eg held þó að síðasta sýning Islensku óperunnar, II Trov- atore, og flutningur sjónvarpsins á henni hafí fært fólki heim sanninn um hvað óperan er stórkostleg. Eg held að það sem fólk finni helst að óperum sé að þar talar fólk saman syngjandi. Þeir sem vilja hafa allt sem raunverulegast eiga frekar erf- itt með að skilja að fólk syngi samtöl. Ég held það sé ekki það að fólk skilji ekki óperur. Efni þeirra er oft- ast mjög einfalt. Það kemur meira að segja fyrir að maður les óperu og finnst hún vera bull og þvaður og út í hött, en þegar hún er komin á svið hrífur hún mann og maður horfir framhjá íjarstæðunum. Ann- ars held ég að efni í óperum sé ekkert vitlausara en gengur og ger- ist. Margar óperur sem samdar hafa verið á þessari öld eru geysilega sterk leikhúsverk, t.d. óperur eftir Richard Strauss og Schönberg. Það hefur verið iítið gert af því að flytja þær hér á Islandi, en margar þeirra eru mjög verðug verkefni. Það er einhver hræðsla við að tónlistin sé þá ekki nógu góð. En það er sama sagan með þær og aðrar óperur, Þegar á svið er komiö er óperan óhemjulega sterkur miðill. Ég tók þátt í einni slíkri sýningu hér, í Þjóð- leikhúsinu. Það var í Silkitrommunni og var alveg sérstök upplifun á sjá viðtökumar við henni." Nú virðast söngvarar hér flestir vinna við annað en syngja í óperum. Hvað með þig sjálfan? „Já, já, ég er í annarri vinnu. Að hluta til kenni ég við Söngskólann, svo kenni ég við tónlistarskólann í Grindavík. Fram á síðasta haust hafði ég verið að reyna að vinna fyrir mér sem söngvari. Það gekk svo sem ágætlega, en maður verður að vera áskrifandi að vissri summu mánaðarlega. Um miðjan vetur er mest að gera í söng, svo komu mán- uðir þar sem tekjur voru allt of lágar. Þegar mér var boðið að kenna í Grindavík tók ég því.“ Er söngkennsla þá neyðarúrræði hjá söngvurum? „Já og nei. Ég held það sé öllum söngvurum mjög hollt að fást við kennslu, því við að miðla öðrum því Kristinn Sigmundsson sem maður kann, t.d. grundvallarat- riðum, riljar maður þau frekar upp. Það er sama hversu langt maður nær, grundvallaratriðin skipta alltaf miklu máli. Ef maður gleymir þeim er maður farinn að vanrækja sjálfan sig. En kennslan hefur verið neyðarúr- ræði að því leyti að söngur hefur ekki verið viðurkenndur sem starf. Söngvarar eru þeir einu í leikhús- stétt sem enn eru álitnir eitthvert hobbýfólk, sem syngur bara að gamni. Söngvarar hafa því kennt til að hafa ofan af fyrir sér. Þetta er dýr lúxus að leyfa sér, en ég vona að þetta eigi eftir að breytast. Ég veit að það er pólitískur vilji fyrir því að nokkrir söngvarar fái stöðu- gildi, en málið hefur ekki verið rætt út meðal söngvara. Spurningin er bara að ýta því úr vör, þótt menn séu ekki sammála um hvert fyrir- komulagið eigi að vera. SIGRÍÐUR ELLA MAGNÚSDÓTTIR Raddir í Amneris eru vandfundnar SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir hóf ung nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún stundaði síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg og lauk þaðan prófi. Hún hlaut tvívegis ítalskan ríkisstyrk til námsdvalar á Ítalíu. Sigríður Ella hefur þrisvar unnið til verðlauna í alþjóða söngkeppnum. Hún hefur komið fram á tónleikum víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Helstu óperuhlutverk hennar eru Carmen, Rósína, Azucena, Ulrica, Orfeus og Dahlila sem hún söng í Washington, í Royal Albert Hall í London og í Frakklandi. Sigríður var ein af fjórum söngvurum sem valdir voru til að koma fram á kvöldi í Barbican Center hjá tenórnum Pavarotti. Hún var ráðin hjá Konunglegu óperunni i Covent Garden síðastliðið haust, en þá fór hún einnig til Japan og Kóreu. Blaðamaður spurði Sigríði Ellu hvernig rödd hennar væri skilgreind: Eg er mezzósópran. Sú rödd liggur mitt á milli alt og sópr- an, en nær í raun og veru yfir bæði þessi raddsvið. Eg er á leið að verða dramatískur sópran, en það er mjög lítill munur á drama- tískum mezzósópran og drama- tískum sópran. Röddin er þó aðeins dekkri í mezzósópran.“ Nú hefur þú verið mikið erlend- is síðustu árin og býrð í London, hvað dregur þig heim? „Ég á heimili bæði í London og Reykjavík og ég vinn á báðum stöðunum. Eg verð hérna heima þar til í febrúar, en þá tekur Anna Júlíana Sveinsdóttir við hlutverki mínu sem Amneris í Aidu. Ég ætla að syngja Amneris í Aidu aftur í júní og þá í Frakklandi. Það verður með hóp sem flytur verk eftir Berlioz fyrir sólóraddir og hljómsveit og heitir Les Nuits d’été. Þetta verður 10 daga ferð og við syngjum á fímm stöðum. Síðan er ég að syngja Requiem eftir Verdi í Bretlandi." Geturðu valið um hlutverk nú orðið og eru einhvem tíma hlé hjá þér? „Ég er að komast inn á markað- inn. Nú eru tvö og hálft ár síðan ég komst til umboðsmanns míns. En það hafa verið göt áður og eru öðm hveiju. Á síðasta ári lærði ég fímm hlutverk, sex með Aidu. Þar fyrir utan söng ég konsertverk. Þetta eru orðin 20 ár hjá mér. Það tekur þennan tíma að komast í gang. Það hleypur enginn af stað og verður frægur. Verkefnunum hefur fjölgað stöðugt hjá mér og nú hef ég nóg að gera. Það er nú annað. Það eru svo fá hlutverk og tækifæri, að mér fínnst alveg sjálfsagt að æfa tvo söngvara inn í hvert hlutverk þeg- ar ópera er sýnd. Þannig fá fleiri BRÍET HÉÐINSDÓTTIR, LEIKSTJÓRI Yerdi skrifaði verk sín sem sungið drama ÝMSAR tröllasögur hafa gengið um að Bríet Héðinsdóttir, leik- stjóri Aidu, hafi pantað úlfalda og fíla frá Þýskalandi til að taka þátt í uppfærslu íslensku óper- unnar á Aidu. Milli æfinga og sýninga átti að geyma dýrin í gámum á Arnarhóli, en það var ekki aðaláhyggjuefnið, heldur furðuðu margir sig á því hvemig ætti að koma dýrunum fyrir á sviðinu. Nú þegar komið er að fmmsýningu bólar hvorki á úlf- öldum, fílum né gámum á Arnarhóli. Blaðamaður Morgun- blaðsins spurði Bríeti hvar hún hefði falið dýrin: etta er enn eitt dæmið um stóra drauma sem verða að engu,“ sagði Bríet, „fílamir eru enn í búrum úti í Esbjerg, því við feng- um ekki innflutningsleyfí. Ég hef því lækkað kröfumar og bið nú um 50 hvítar dúfur. Þetta er mesta synd, því við ætluðum að selja fílana sem gæludýr, þegar sýningum lyki. Svona er þröngsýnin." En hvaða sögu segir Aida, burt- séð frá öllum fílabröndumm? „Þetta er tiltölulega einföld saga, ástarsaga. Verdi skrifaði hana eftir pöntun og hún var fmmsýnd í Kairó á aðfangadag 1871. Við emm því 115 ámm á eftir tímanum, því þetta er í fyrsta skipti sem Aida er færð upp hérlendis. Verdi skrif- aði söguna inn í þetta egypska umhverfi. Hún gerist á dögum faraóanna. En þetta er rómantískt verk, fyrst og fremst. Það var mjög í anda Evrópurómantíkurinnar að hafa gaman af sögum um fjarlæga staði og tíma. Sagan gerist við hirð faraós í Egyptalandi. Egyptar eiga í stríði við Eþíópíu. Ung konungsdóttir frá Eþíópíu, Aida, er í ánauð hjá Egypt- um. Hún er ástfangin af hershöfð- ingja, Radames, sem fær það hlutverk að leiða her Egypta í þessu stríði við Eþíópíu. Radames fær konungsdótturina í Egyptalandi að launum er hann vinnur stríðið. Prinsessan elskar hann líka og út frá þessum ástarþríhymingi er söguþráðurinn unninn." Nú hefur þú sett upp fjölmargar leiksýningar. Hver er munurinn á að setja upp leikrit og ópem? „Hann er feikimikill. Ég er alveg viss um að bestu leikstjórar fyrir ópemr, þar sem hægt er að koma því við, em hljómsveitarstjórar. En þetta væri geysilega mikið starf og alveg á mörkunum að einn maður réði við það. Auðvitað væri æskileg- ast að einn stjómandi væri að verki, en sá stjómandi þyrfti ekki aðeins að vera leikstjóri, heldur þyrfti hann líka að vera mjög vel músíkmennt- aður, já og auðvitað músíkalskur. Verdi var í reynd búinn að leikstýra öllum verkum sínum sjálfurí mús- íkinni. Hann leit á ópemr sem sung- ið drama." Hér skýtur Garðar Cortes því inn að áratugum saman hefði það verið svo að söngvarar stæðu og öskmðu. Nú sé að koma ný kynslóð sem eigi að leika líka en þeir þurfí leikstjóm. „Maður þyrfti að hafa miklu betri undirstöðu í svona verkefni og ég fínn mikið til vanmáttar míns,“ seg- ir Bríet. „Mér finnst Verdi hafa verið stórkostlegur dramatiker. Allt er geimeglt í músíkinni. Leikstjór- inn hefur til dæmis ekkert frelsi til að búa til „kúnstpásur". Músíkin gefur nákvæm fyrirmæli um hve- nær persónur eiga að koma inn og fara út af sviðinu. Það sem gerir ópemna ólíka leikriti er að við heyr- um alltaf undirtextann, músíkina, og leikarinn hlustar á hann. Ég er sífellt að spyija sjálfa mig og aðra hvemig eigi að gera þetta. Fyrst er það spuming um stíl. Hann fer auðvitað eftir hvaða ópera á í hlut. Eins má nefna spuminguna um dramatískan þátt kórsins í óper- um. Ég hef hvergi fundið staf um þetta. Ég hef séð bæði hér og er- lendis að þetta vefst mikið fyrir leikstjórum. Það er allt mögulegt prófað í þeim efnum. í Aidu em margir kórar, presta- kórinn, fangakórinn og lýðurinn. I rauninni er bara eitt atriði þar sem Bríet Heðinsdóttir, leikstjóri. allir kóramir koma saman. Að öðru leyti er óperan mestmegnis skrifuð fyrir 2-3 persónur." Nú em bæði Ieikstjóri og hljóm- sveitarstjóri að Aidu. Hvert er hlutverk hvors um sig? „Verksviðið er skýrt afmarkað, leikstjórinn stjómar leiknum, hljóm- sveitarstjórinn tónlistinni. Verksvið leikstjóra og æfíngastjóra skarast I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.