Morgunblaðið - 16.01.1987, Page 8

Morgunblaðið - 16.01.1987, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 8 B I. GREIN eftir Arna Blandon { Blátt flauel Ein mest umtalaða mynd í New York í haust var nýjasta kvikmynd David Lynch „Blátt flauel“ (Blue Velvet, 1986). Það sem gerir þessa mynd svo umdeilda er aðallega tvennt: Kvalalosti glæpamannsins Frank (Dennis Hopper) og meðferð hans á næturklúbba-söngkonunni Dorothy (Isabella Rosselini). Isabella verður háð afbrigðilegu kynatferli Franks og uppgötvar þar með kosti sjálfskvalalostans. Eitt atriðið sýnir hina frægu dóttur leikkonunnar Ingrid Bergman, (sem alltaf lék góð- ar stúlkur), alsnakta, ráfandi úti á götu eftir illa meðferð, þar sem hún veit hvorki í þennan heim né annan. •, Sumum hefur þótt sem leikkonan unga hafi látið plata sig út í að leika slík atriði í kvikmyndinni. En Isa- bella neitar því, segist geta hugsað sjálfstætt og hún hafí tekið þetta hlutverk að sér vegna þess að hún skyldi aðstæður hinnar ólánsömu Dorothy. En hneykslunarraddimar geta ekki annað en hugsað með sér: Hvað skyldu foreldrar hennar hafa sagt ef þau væru enn á lífí? Menn gleyma því þá gjaman að ítalski leik- stjórinn Roberto Rossellini þótti setja mikið ofan er hann bamaði þáver- andi viðhald sitt meðan hann var enn ■ giftur. Það spillti líka fyrir ánægju kvikmyndaunnenda þegar í ljós kom að hreinlífisgoðið Ingrid Bergman skyldi halda við giftan mann og auk þess eignast með honum bam. Nema e.t.v. sé hér komin skýringin á hátt- emi Isabellu; Bastarðar hafa til- HAUSTMYNDIR I „Krókódíla-Dundee" — Aðhæfir nokkra skýjakljúfa á Manhattan að frumskógasið. Kanadíska sjónvarpsstjarnan Rick Moranis (Ghostbusters) leikur Seymour í nýju kvikmyndinni um Litlu hryllingsbúðina. Ástin hans er leikin af Ellen Green. hneigingu til að vera samir við sig. Þannig halda kjaftasögurnar áfram að spillast í kringum „Bláa flauelið". Fyrir bragðið hefur mynd- in fengið svo mikla ókeypis auglýs- ingu að eftir rúma þrjá mánuði frá því hún var frumsýnd hefur hún halað inn nær §órar milljónir doll- ara. Leikstjóri myndarinnar og höfundur handrits, David Lynch, hefur lýst því hvað fyrir honum vaki með myndinni. Hann ber þá myndina gjaman saman við aðra mynd sem hann gerði árið 1980, „Fílamann- inn“. Aðalpersónan í þeirri mynd er byggð á sannsögulegri persónu, John Merrick, sem var talinn hafa verið einn ljótasti maður sem upp'. hefur verið, en í mynd Lynch var lög áherlsa á það að Merrick hafí verið sjentilmaður með gullhjarta. Þetta er þema sem fjallað hefur verið um í „The Beauty and the Beast" og „Krypplingnum í Notre Darne" en sjaldan hefur það verið.gert betur en í „Fílamanninum". Með sköpun sinni á Frank í „Bláa flauelinu" hef- ur Lynch tekist að skapa ennþá ljótari mann, og af þessu gerpi getur Lynch verið enn stoltari en af John Merrick, því auðvitað skóp Lynch Merrick ekki frá grunni, heldur byggði á leikritinu um fílamanninn sem aftur byggði á ævisögu John Merricks. Frank er hin fullkomna andstæða fílamannsins því Frank er fallegur að utan, en óhugnanlega ljótur að innan. Ekki er laust við að David Lynch hafí verið hálf smeykur við þennan Frank(enstein) sinn, því þegar Denn- is Hopper hafði lesið handritið, hringdi hann í David og sagðist verða að fá að leika Frank, því „ég er Frank!" Ekki svo að skilja að Davíð hafí byggt Frank á Hopper, heldur hafí hann hitt á höfuðið á naglanum með því að lesa sig til í afbrigðilegri sálarfræði um atferli kvalalostasinna. Það sem skelfdi Davíð var auðvitað að þar eð Hopp- er var Frank, var ekki að vita nema Davíð og vinnufélagar hans yrðu að hinum illa settu viðföngum Franken- Hoppers. Svo við lá að Hopper fengi ekki hlutverkið vegna þess hvað höfundurinn var hræddur við líkams- gervingu hugarfósturs síns. En það vildi svo vel til að Davíð fréti af því að Dennis væri nýhættur að vera Frank. Hann hafði m.a. leikið í nokkrum kvikmyndum nýlega án þess að vera fullur eða þá á allt of miklu kókaíni. Það var sem sagt fyrir svona tveimur árum að Dennis ákvað að hætta í dópinu og byrja nýtt líf. Honum ofbauð sjálfum hvað hann hafði lítið vald á skynjunum sínum, ekki síst varð hann ærlega smeykur þegar hann heyrði símalín- ur fara að tala saman. Fyrir Dennis var þetta álíka mikið sjokk og fyrir Strindberg á sínum tíma þegar hann uppgötvaði að hin svokallaðá „in- femo“-geðveiki stafaði fyrst og fremst af of miklu þambi á absinth. Hér í New York um þessar mundir getur að líta nokkur almestu afrek afbrigðilegrar snilldar, þar sem abs- intið tók sinn vægðarlausa toll í niðurfallssýki og afskomum eyma- snepli: I Metropolitan-safninu em nú í fyrsta sinn samankomnar allar helstu myndir van Goghs frá síðustu tveim ámnum sem hann lifði. Goðsaga hefur lengi verið á kreiki um náin tengsl snilldar og afbrigði- legheita. Það er of flókið mál að fara út í blæbrigði þeirrar umræðu á þessum vettvangi, en vert að benda á að snillingur eins og van Gogh málaði sínar bestu myndir þegar hann var í sínum heilbrigða fasa, en ekki á veikindatímabilunum. Tengslin milli David Lynch og van Goch em ekki bara í gegnum af- brigðilega sálarfræði heldur einnig í myndlistinni. Davíð hóf feril sinn sem myndlistarmaður en ekki kvik- myndagerðarmaður. Því er það að jafnvel örgustu óvinir „Bláa flauels- ins“ verða að viðurkenna að litameð- ferð og myndbygging í Davíðsborg (reyndar er um að ræða lítið þorp sem Lynch kallar Lumberton) em af hinni allra bestu tegund. T.d. er byrjunaratriði myndarinnar lita- sprengdar nærmyndir af blómum og býflugum, sem van Gogh hefði vafa- laust getað verið stoltur af, nema hvað hann hefði e.t.v. notað heldur meira af gula litnum en þeim rauða. Með þessu upphafsatriði leggur Davíð áherslu á að ekki er allt sem sýnist. Undir sakleysislegu yfírborði blóma og býflugna leynast fítons- kraftar sem geta vel losnað úr böndum ef ekki er rétt á málum haldið. Titill myndarinnar er fenginn frá samnefndum söng Bobby Vintons, og hefur þetta lag tilætlaðan árang- ur, gefur myndinni skemmtilega afslappaða en þó eftirvæntingarfulla stemmningu. Myndin er skemmtileg blanda af sálfræðilegum pælingum og vel sagðri sögu. En sumum finnst að ekki eigi að snerta á neinu í lista- verki sem komið getur illa við viðkvæmar sálir. Sérstaklega virðast það vera konur sem eru óánægðar með myndina, fínnst óþarfí að vera að brydda upp á málum sem ekki fá neina endanlega afgreiðslu, ekki er lagður siðferðilegur dómur á af- brigðilegt atferli o.s.frv. Sem betur fer er David Lynch ekki prestur heldur vaxandi listamaður sem kann að taka áhættu, og þorir að krydda verk sín með atriðum sem oftast hafa, verið talin eiga heima á af- viknum stöðum og vernduðum svæðum. Lífíð er fjölbreyttara en við þorum að gera okkur í hugar- lund. Ekki er nema hollt að vera einstöku sinnum hrisstur út úr hinni rómantísku glýgju sem er svo þægi- legt að hafa fyrir lífsförunaut. Önnur blá Meðan Bandaríkjamenn hafa rif- ist út af Bláu flaueli, hafa Frakkar gamnað sér við það síðan í vor að berja augum hina nýju Brigittu Bardot sína. Sú heitir Beatrice Dalle og fer með aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Jean-Jacques Beinex, „Bláa-Betty“ (Betty Blue, 1986), sem kom hingað til Manhattan í nóvember. Beinex hefur mynd sína á gjörólíkan hátt ef borið er saman við „Bláa flauelið". í staðinn fyrir ljóðræna, sakleysislega byijun, þar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.