Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 10
eftirÞorvald Gylfason I Verdi var innan við þrítugt þegar hann náði eyrum næstum allrar ítölsku þjóðarinnar með óperunni Nabucco, sem var frumsýnd í Scala- leikhúsinu í Mílanó 1842. Fangakór- inn, sem óperan er frægust fyrir fram á þennan dag, varð eins konar þjóðsöngur og sameiningartákn ít- ala. Daginn eftir frumsýninguna var hann sunginn um alla Mílanó líkt •i og danslög eru sungin á okkar dög- um og fór svo eins og eldur í sinu um allt land. Ítalía var sundruð. Mílanó var höfuðborg konungdæmis, sem heyrði undir Austurríkiskeisara, og nákomnir ættingjar hans stjóm- uðu öðrum landshlutum. ítalir voru í uppreisnarhug og fengu útrás í söng. Nabucco var sýndur 65 sinnum fyrir næstum fullu húsi fýrsta árið. Ahorfendaskarinn var um 170.000 manns. Langfiestir þeirra voru Mílanóbúai', enda var þetta fyrir daga jámbrautanna, og venjan var sú, að óperan kom til fólksins og ekki öfugt. Þessi mikla aðsókn er merkileg, vegna þess að Míianó var litlu stærri á þessum tíma en 1 1 Reykjavík og nágrenni em nú; íbúar Mílanó voru innan við 150.000. Arin næst á eftir var óperan sýnd í öðmm Evrópulöndum og í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku. II Hylli þessarar þriðju ópem Verdis markaði þáttaskil í lífi hans. Honum var skipað á bekk með fremstu tón- skáldum Ítalíu, og þurft hann ekki að hafa fjárhagsáhyggjur upp frá því. Tónlistarferill hans eftir þetta var samfelld sigurganga í meira er, hálfa öld, en þó alls ekki áfallalaus. Ólíkt mörgum öðmm tónskáldum , tók Verdi stöðugum framfömm alla ' ævi og stóð á hátindi sköpunargáfu sinnar og frumleika á áttræðisaldri, þegar hann samdi Otellu og Falstaft' eftir leikritum Shakespeares. Verdi varð smám saman sannknllud þjóð- hetja á Ítalíu. Hann vaið þegar í lifanda lífi ástsælasta ópemtónskáld allru tíma, og það er hann enn, ef áhorfendafjöldinn í ópemhúsunum er hafður til marks. Umskiptin vom skyndileg, næst- um einu og í ópem. Skömmu áður en hann samdi Nabucco, hafði Verdi rambað á barmi örvæntingar, fé vana, verklaus og þjakaður at' þunglyndi og djúpri sorg. Hann hafði misst bæði bömin sín komung og konu sína með stuttu millibili og neyðzfc til aö semja gamanóperu (Kóngur í einn dag) um svipað leyti — og er þó ólíku saman að jafna, þótt Verdi sjálfur nefndi þetta allt í sömu andrá síðar. Óperan hafði verið hrópuð niður á fmmsýningu í Scala-leikhúsinu og flutt þar aðeins þetta eina sinn. Verdi hafði heitið sjálfum sér að semja aldrei ópem eftir það. III Sjálfur lýsti Verdi þessum at- burðum þannig löngu síðar: „En þá helltust hörmungarnar yfir mig. í byijun apríl veiktist litli drengurinn minn: læknarnir vissu ekki hvað að honum var og vesaling- urinn litli dó í fangi örmagna móður sinnar. Eins og þetta væri ekki nóg, veiktist litla stúlkan mín nokkmm dögum síðar, og hún dó líka. Og eins og þetta væri enn ekki nóg, fékk vesalings konan mín heiftar- lega heilabólgu, og 3. júní var þriðja kistan borin út úr húsi mínu! Ég var einn, einn, aleinn! A aðeins tveim mánuðum höfðu öll þijú yfir- gefið mig að eilífu; fjölskylda mín var orðin að engu! Og þrátt fyrir öll þessi ósköp var ég skuldbundinn til að skrifa gamanópem!! Kóngur íeinn dagwakti ekki fögn- uð; viðtökurnar réðust vafalaust af tónlistinni að nokkm leyti, en sýn- ingin var ekki heldur góð. Ég fylltist óskaplegri angist vegna ógæfunnar í einkalífinu og beizkju, vegna þess að vinnan hafði bmgðizt mér líka; ég sannfærðist um, aö tónlistin gæti enga huggun veitt mér, og ákvað að semja aldrei tónlist fram- ar.“ Ævisöguritarar Verdis hafa brot- ið heilann um þessa átakanlegu lýsingu, meðal annars vegna þess að það em villur í henni. Dóttirin dó á undan syninum, öfugt við frásögn Verdis sjálfs. Enn undarlegra er hitt, að bömin og konan féllu frá á tveggja ára bili í raun og vem, ekki á tveim mánuðum eins og Verdi segir. Dóttirin dó í ágúst 1838, son- urinn í október 1839 og konan í júní 1840. Hvernig er hægt að mis- minna annað eins og þetta? En þannig var Verdi. IV Það var ópemstjórinn á Scala, Merelli að nafni, sem kom Verdi til bjargar eftir allar þessar hörmung- ar. Hann stappaði stálinu í Verdi og fékk hann með eftirgangsmunum til að semja Nabucco. Það var reynd- ar almælt um þetta leyti, og viðtekin skoðun þangað til nýlega, að Mer- elli væri faðir tveggja óskilgetinna barna söngkonunnar dáðu Giusepp- inu Strepponi, sem söng aðalsópran- hlutverkið í Nabucco við fmmflutn- inginn á Scala og varð síðar kona Verdis. Nú er þó yfírleitt talið líklegra, að faðirinn hafi verið Mor- iani, sem var fremsti tenór ítala um þessar mundir og giftur. Verdi og Giuseppina höfðu kynnzt þrem ámm áður, þegar fyrsta ópera háns, Oberto, var færð upp á Scala 1839, enda áttu Giuseppina og Mor- iani að syngja aðalhlutverkin. Én svo veiktist Moriani, og allt fór úr skorð - um, en Giuseppinu tókst þó að telja Merelli á að sýna ópemna samt með öðmm söngvurum. Óperan fékk góð- ar viðtökur. Verdi var 26 ára. Það var löngu seinna, að Verdi og Giuseppina felldu hugi saman eftir margra ára vináttu og bjuggu svo saman í 12 ár, áður en þau gift- ust. Þessi óvígða sambúð vakti megna andúð í heimabyggð Verdis í Busseto, þar sem þau bjuggu stund- um, skammt fyrir suðaustan Mílanó. Auk þess fór alla tíð ýmsum sög- um af fortíð Giuseppinu og bömun- um tveim, sem hún hélt í fjarlægð og hafði lítið samband við til að varpa ekki skugga á meistarann, eins og Verdi var ævinlega ávarpað- ur, hvar sem hann kom. Allt hvíldi þetta eins og mara á Giuseppinu eins og ljóst er af dagbókum hennar og bréfum, þótt hún væri annars ánægð, glaðvær og geðsleg að allra dómi. En Verdi var dulur og erfiður í skapi, svo að óvíst er, hversu þungt honum féllu þessir málavextir. Hitt virðist víst, að Giuseppina reyndist Verdi ákaflcga vel alla tíð, og bar hvergi skugga á af hennar hálfu svo vitað sé. V Eftir að Nabucco hafði slegið í gegn, rak hver óperan aðra á fimmta áratugnum. Verdi samdi hvorki meira né minna en 12. nýjar óperur frá 1843 til 1850, og eru Ernani, Macbeth (eftir leikriti Shakespeares) og Luisa Miller þekktastar þeirra nú. Hinar níu eru líka fluttar reglu- lega á Ítalíu og annars staðar, og eru aliar til á hljómplötum. Nabucco, Ernani og Macbeth (og ein enn: ! Lombardi) eru meira aö segja til á myndböndum, sem fást leigö í Reykjavík og hægt er aö kaupa til eignar frá útlöndum. Ekkert þessara æskuverka Verdis hefur þó verið flutt á íslandi hingað til. Þessar fyrstu 15 óperur Verdis má kalla fyrsta kaflann af þrem á þroskaferli hans sem tónskálds. Ail- ar fjalla þær urn ást, átölc og dauða meö einnvetjum hætti — allar nema misheppnaða gamanóperan, Kóngur í einn dag. Og allar ern þær svipað- ar að ytrt búningi. Með nokkurri einföldun má segja, aö þessar óperur sén allar eins konar sönglagasöfn, þar seni hverfc atriði er eins og kyrr- alífsmynd í málaralist. Hver arían rekur aðra eins og á konsert: ein lýsir afbrýðiskasti, önnur bljúgrí auðmýkt, þriðja grimmdaræði; og þannig er allt litróf tilfinninganna túlkað í söng. VI Annar kaflinn á listaferli Verdis hófst með meistaraverkunum þrem, sem margir þekkja: Rigoletto, II Trovatore og La Traviata. Þessar óperur voru frumfluttar í Feneyjum ogRóm 1851—53. Verdi vartæplega fertugur og öðlaðist heimsfrægð á skömmum tíma. Allar þijár hafa verið á dagskrá nánast allra meiri háttar óperuhúsa um víða veröld jafnan síðan og notið íeiknalegra vinsælda. Rigoletto var til dæmis fyrsta óperan, sem Þjóðleikhúsið sýndi vígsluárið 1951, með Guð- mundi Jónssyni, Þuríði Pálsdóttur og Stefáni íslandi í aðalhlutverkum, og var hún endursýnd í Þjóðleik- húsinu 1960. Hinar tvær hafa líka verið sýndar tvisvar hvor hér heima, fyrst í Þjóðleikhúsinu og síðan í ís- lensku óperunni, II Trovatore 1986 og La Traviata 1983—4. Nú kvað við nýjan tón. Áhorfend- um var ekki boðið upp á söngatriða- romsu í sama mæli og áður, heldur runnu aríurnar og kóratriðin saman í eitt í þessum óperum, þannig að úr varö lifandi og órofa heild ein:; og í góðum ieikritum. Þetta á þó sízt við um I! Trovatore, þar sem aríum- ar eru eins og glitrandi perlur á bandi. Lagauðgin í söngnum og blæ - brigðin í hljómsveitarleiknum voru meiri í þessum óperum en í æsku- verkunum. Auk þess var meira um samsöng, þar sem sungid var v víxl eins og í samtölum lifandi fólks. Þannig býr til dæmis La Traviata yfir sams konar leikrænum sannfær- ingarkrafti og saga og leikrit Dumaa um Kamelíufrúna, sem Verdi sótti efniviðinn í, eða þá samnefnd kvik- mynd með Gretu Garbo, sem margir þekkja. VII Það er trúlegt, aö sagan og leik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.