Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 33 Poindexter sagði Reagan frá greiðsl- unum til kontra New York, Reuter. JOHN Poindexter, fyrrum ör- yggisráðgjafi, sagði Ronald Reuter Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands og Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra fylgjast með guðsþjónustu í Þrenningarkirkjunni í klaustri heilags Sergiusar í Zagorsk á sunnudag. Heimsókn Margaret Thatcher til Sovétríkjanna: Sýndi samstöðu sína með trúuðum mönnum Zagorsk, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands og Sir Geoffrey Howe utanríkisráð- herra heimsóttu á sunnudag klaustur rússnesku réttrúnaðar- kirkjunnar í Zagorsk. Kveikti frú Thatcher þar á kerti við helgiat- höfn. Er litið á þetta, sem tákn um vilja hennar til að tjá sam- stöðu sína með trúuðu fólki i Sovétríkjunum, en þar er guð- leysi hin opinbera afstaða stjórn- valda til trúarbragða. Thatcher hóf fimm daga opinbera heimsókn sína til Sovétríkjanna á laugardag. Við komu hennar til Zagorsk tók Alexei erkibiskup á móti henni, en hann er yfirmaður klaustursins þar, sem stofnað var á 14. öld. í för með honum voru Verðhækk- unumí Póllandi mótmælt Varsjá, AP. Reuter. PÓLSKA stjórnin reitti kirkju landsins og opinber og útlæg verkalýðsfélög til reiði með verðhækkunum á matvælum, rafmagni og eldsneyti. í yfirlýsingu kaþólsku kirkjunn- ar í Póllandi voru stjórnvöld vöruð við og minnt á að þau myndu ekki geta leyst efnahagsvanda landsins ef þau nytu ekki stuðnings þjóðar- innar. „Hækkanirnar eru alvarlegt mál og munu valda skiljanlegri ólgu. Margar fjölskyldur munu ugga um afkomu sína,“ sagði í yfirlýsing- unni. Þar var einnig sagt að aðgerðir af þessutagi hefðu hingað til ekki leyst neinn vanda. Bæði hin leyfilegu verkalýðs- samtök ríkisstjórnarinnar og hin útlægu óháðu félög, Samstaða, lýstu andúð sinni á hækkununum og mótmæltu þeim í gær. Sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar hækkuðu matvæli 9,6%, eldsneyti, gas og rafmagn 25% og kol 50%. Þá ákvað stjórnin að 10% verð- hækkun á kjöti 10% frá og með 1. apríl nk. og fargjöld með al- menningsvögnum og járnbrautar- lestum um 30%. fyrir auknum réttindum gyðinga í Sovétríkjunum, þar á meðal því að þeir fái óhindraðir að fara frá Sov- étríkjunum til Israels. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR snarlækkaði í gærmorgun. Gengi hans varð þó stöðugra, er líða tók á daginn. Var það þakkað þvi, að seðlabankinn í Japan greip til sinna ráða og keypti gífurlegar fjár- hæðir af dollar til þess að draga úr framboði hans. Verð á gulli hækkaði veru- lega. Síðdegis í gær kostaði sterl- ingspundið 1,6095 dollara í London (1,6030), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,8015 vestur- þýzk mörk (1,8240), 1,5040 svissneskir frankar (1,5210), 6,0025 franskir frankar (6,0620), 2,0340 hollenzk gyll- ini (2,0585), 1.284,75 ítalskar lírur (1.297,50), 1,30715 kanadískir dollarar (1,30630) og 146,20 jen (149,45). Verð á gulli hækkaði veru- lega og var 423 dollarar únsan (417,30). Reagan Bandaríkjaforseta frá því árið 1986 að peningum, sem Iranar greiddu fyrir vopna hefði verið veitt til skæruliða í Nic- aragua, að því er fram kom í grein í vikuritinu Time í gær. Poindexter sagði af sér embætti yfirmanns þjóðaröryggisráðsins í nóvember þegar Bandaríkjastjórn greindi frá því að hann hefði vitað að greiðslur hefðu runnið í vasa skæruliða, sem beijast gegn stjórn sandinista í Nicaragua. í frétt Time er haft eftir ónefnd- um vinum Poindexter að hann hafi talið að hann hafi farið eftir fyrir- skipunum í vopnasölumálinu og veitt forsetanum fullnægjandi upp- lýsingar. „Líklegt er að hann beri því vitni að hann hafi tvisvar á árinu 1986 sagt Reagan í grófum dráttum að verið væri að hjálpa kontra-skæru- liðum og væri það eins konar aukageta af vopnaviðskiptunum við Irana,“ sagði í Time. Reagan hefur þráfaldlega neitað að hafa nokkuð vitað af gi-eiðslum til skæruliða í Nicaragua. ýmsir helztu frammámenn rétttiún- aðarkirkjunnar. Á laugardag var Thatcher við- stödd sýningu á „Svanavatninu" í Bolchoileikhúsinu í Moskvu í boði Mikhails S. Gorbachev Sovétleið- Snn* taS1'i5r,ÍS isr Yfirmaður vestur-þýsku leyniþjónustunnar: leikvang og heimsótt stórmarkað í Krylatskoye, einu af úthverfum Moskvu. Talið er, að Thatcher muni hitta andófsmanninn og nóbelsverð- launahafann Andrei Sakharov, á meðan heimsókn hennar stendur. Sakharov og kona hans, Yelena Bonner, eru nýkomin aftur til ERLENT Kommúiiistaríkin aðstoða evrópska hryðjuverkamenn Moskvu eftir nokkurra daga dvöl í Gorki, en þar voru þau í nær 7 ára útlegð, unz þeim var loks leyft að snúa aftur heim til Moskvu í des- ember sl. I gær var ekki vitað, hvenær þessi fundur færi fram, en talið var líklegt, að hann yrði aðskilinn frá fyrirhuguðum fundi Thatcher og Josif Begun í brezka sendiráðinu í Moskvu á miðvikudagsmorgun. Begun er kunnur fyrir baráttu sína Hamborg. AP. YFIRMAÐUR vestur-þýsku leyniþjónustunnar, Gerhard Bo- eden, segist þeirrar skoðunar, að Sovéska leyniþjónustan, KGB, og leyniþjónustur annarra kommúnistaríkja aðstoði bæði vinstri- og hægrisinnaða hryðju- verkamenn í Vestur-Evrópu, að því er fram kom í vestur-þýsku tímariti á sunnudag. Boeden, sem varð yfirmaður vestur-þýsku leyniþjónustunnar um miðjan janúar, heldur fram í „leyni- skýrslu", að fjölmargt bendi til, að leyniþjónustur kommúnistaríkjanna veiti fyrrnefnda aðstoð, enda þótt engar áþreifanlegar sannanir liggi fýrir um slíkt, að því er segir í viku- ritinu ,JA Foringjar Rauðu herdeildarinnar, sem eru vinstrisinnuð hryðjuverka- samtök, hafa ferðast til Austur- Ritun sögu Sovétríkjanna: Tengdasonur Khruchev biður um sannsfirni Moskvu, Reuter. ^ ALEXEI Adzhubei, tengdasonur Nikita Khruchev, fyrrum aðalrit- ara sovézka kommúnistaflokksins, hvatti í gær til meiri heiðar- leika við ritun sögu Sovétríkjanna. Adzhubei skrifaði grein í vikuri- tið Ogonyok um helgina þar sem hann sagði að búið væri að fylla ungt fólk efasemdum með stanz- lausri endurritun sögubóka, sem jafnvel þegðu um forystumenn og tímabil í sögu Sovétríkjanna. Adzhubei var háttsettur emb- ættismaður og áhrifamikill í Kreml á árUnum 1959 til 1964. Á þeim tíma var hann m.a. aðalrit- stjóri Izvestia, málgagns ríkis- stjómarinnar, og ráðgjafi Khruchev. Hann fylgdi tengdaföð- ur sínum gjarnan á ferðum til útlanda og var sjálfur sendur í mikilvægar sendiferðir, m.a. til Vatikansins og til Vestur-Þýzka- lands. Adzhubei hrökklaðist frá þegar Khmchev var settur af og er nú ritstjóri mánaðarritsins Sov- étríkin. í greininni gagmýndi Adzhubei hreinsanir Josefs Stalín og sagði að margir, sem komu við sögu byltingarinnar 1917, hefðu þá verið látnir gjalda þungt fyrir skoðanir sínar. „Við erum að blekkja okkur sjálf og leiða æsk- una inn á villigötur með því að fella þennan kapítula úr og útiloka þar með að menn geti skoðað hann í ljósi atburða líðandi stund- ar,“ sagði Adzhubei. „Hálfur sannleikur stuðlar ekki að háu siðgæði. Ungir menn, sem snúa heim [frá bardögunum í] Afganistan þurfa ekki á aðlöguð- um sannleika að halda. Ekki heldur skólabörnin sem sjá á morgun að sögutextanum sem þau lásu í gær hefur verið breytt, og að breytingarnar voru ekki í samræmi við sagnfræðilega hlut- lægni,“ sagði hann ennfremur. I grein sinni nefndi Adzhubei Khruchev sinn ekki á nafn, en nafn hans var þurrkað út úr sovézkum sagnfræðibókum á valdatíma Leonid Brezhnev og hans var ekki getið í heimildakvik- myndum um Sovétríkin frá þeim tíma. Brezhnev er nú ákaft gagn- rýndur af opinberum sagnaritur- um og helztu sagnfræðingar hafa geið í skyn að hugsanlega verði kapítulinn um Khruchev endur- skoðaður og jákvæðari afstaða tekin til hans. Loks lofaði Adzhubei umbótat- ilraunir Mikhails Gorbachev og sagði að í þeim tilraunum væri ekki aðeins nauðsynlegt að af- menga þá eldri heldur væri ekki síður þörf fyrir að göfga æskuna, sem ætti eftir að erfa landið. Evrópu-landanna á undanförnum árum án minnstu fyrirstöðu, segir Boeden í skýrslunni, að sögn JA. Tímaritið vitnar í skýrsluna og segir, að ljóst sé, að yfirvöldum austantjalds hljóti að hafa verið kunnugt um ferðir þessa fólks, þeg- ar haft sé í huga, hversu landa- mæragæsla ríkjanna sé ströng. Boeden segir, að vestur-þýskur hryðjuverkamaður, Christa Frölich, sem handtekin var í Róm 1982, hafi verið með falsað vegabréf, sem var „sláandi líkt fölsuðum skilríkj- um frá Austur-Þýskalandi", að sögn JA. Boeden segir enn fremur í skýrsl- unni, að félagar í vestur-þýsku nýnasistahreyfingunni, hafi ferðast erfiðleikalaust um Austur-Berlín til Líbanons. Danmörk: Vörubíl- stjórar loka landamærum Padborg, Reuter. DANSKIR vörubílstjórar hafa Iok- að helstu landamærastöðinni milli Danmerkur og Vestur-Þýska- lands, að því er haft var eftir lögreglu. Bílstjórarnir eru að mót- mæla kjörum sínum. Um 200 vörubíla röð hefur mynd- ast við landamærin síðan á sunnu- dagskvöld. Aftur á móti hafa aðgerðir bílstjóra ekki áhrif á umferð einkabíla, þar sem þeim er ekki yfir landamærin eftir annarri akrein. Vörubílstjórar samþykktu í at- kvæðagreiðslu í gærmorgun að halda aðgerðum sínum við landamærin áfram og sjá hvað setur í viðræum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.