Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 71

Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 71
71 MÓRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Frá fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á sunnudaginn Morgunblaðið/Bjami Flokksráð Sjálfstæðisflokksins: Afsögn Alberts var rétt ákvörðtin FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins, sem er æðsta valda- stofnun flokksins milli landsfunda, kom saman síðdegis á sunnudaginn til að ræða sljórnmálaviðhorfið í kjölfar afsagnar Alberts Guðmundsson- ar og framboðs á hans vegum um land allt. Á fundinum var einróma samþykkt ályktun, þar sem afsögn Alberts er talin rétt ákvörðun og lýst yfir stuðningi við Þorstein Pálsson flokks- formann. .. Ályktunin sem samþykkt var er svohljóðandi: „Flokksráð Sjálf- stæðisflokksins telur það hafa verið rétta ákvörðun hjá Alberti Guðmundssyni að segja af sér embætti iðnaðarráðherra, en harmar að hann skuli hafa yfírgef- ið Sjálfstasðisflokinn með því að stofna nýjan stjómmálaflokk, án þess að málefnaágreiningur hafí verið fyrir hendi. Flokksráð telur að formaður Sjálfstæðisflokksins hafí brugðist rétt við og í fyllsta samræmi við skyldur sínar sem formaður flokks- ins á öllum stigum þess máls, er leiddi til afsagnar Alberts Guð- mundssonar úr embætti iðnaðar- ráðherra. Flokksráð skorar á sjálfstæðis- menn um land allt að standa þétt saman um framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum. Það er þjóðamauðsyn að kosningaúr- slitin verði Sjálfstæðisflokknum sem hagstæðust. Sterkur og öflug- ur Sjálfstæðisflokkur er eina vöm þjóðarinnar gegn óstjórn og upp- lausnarstefnu vinstri afíanna. Sá árangur sem náðst hefur á síðustu árum með stjómarþátttöku Sjálf- stæðisflokksins er góður, honum má ekki spilla. Sterkur Sjálfstæðis- flokkur er forsenda frelsis, fram- fara og mannúðar á Islandi." Menntamálaráðuneytið: Gulllituð keðja lokaði húsinu GULLLITUÐ akkeriskeðja með fagurrauðum lás blasti við á dyr- um menntamálaráðuneytisins við Hverfisgötu í Reykjavík á mánu- dagsmorguninn þegar starfs- menn komu til vinnu. Á hurðarnar höfðu einnig verið fest skilti sem á stóð: Lokað vegna tilgangsleysis, nemendur. Eftir að lykill hafði verið sóttur að bakdyrum hússins um klukkan 8.30 var kallað á lögreglu og tókst henni að lokum að btjóta keðjulás- inn með stórum klippum. Engir sjónarvottar voru að því þegar keðjan var sett á dymar. Morgunblaðið/Bjöm Haraldsson Loftræstikerfi Orðsending frá Rafstjórn hf Enn bætum við þjónustu okkar. Við höfum tekið upp þá nýjung að setja sótthreinsiefni í loftræsti- kerfi. Þessa nýjung og margt fleira, t.d. kerfis- bundið viðhald á loftræstikerfum og stýringum, önnumst við fljótt og vel. Þekking -reynsla Sérhæfð þjónusta Mörgblöð með einni áskrift! Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. Kjörinn í mötuneyti, kaffistofur, sumarhús og svo vitaskuld á venjuleg heimili. íslenskur leiðarvísir. o y© SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 <KlNG REVI NSlA þjoi pEKI FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 SF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.