Morgunblaðið - 15.05.1987, Page 5

Morgunblaðið - 15.05.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 (fr B 5 farartæki hafi þegar verið skil- greint. í upptalningarskilgreiningu er umfang hugtaksins skilgreint með því að: a) telja upp alla hluti eða atriði sem falla undir það: eðalgastegundir eru helíum, neon, argon, krypt- on, xenon og radon; b) telja upp öll undirhugtök aðal- hugtaksins sem á að skilgreina: með vélknúnu farartæki er átt við bU, fjórhjól, bifhjól, vélsleða og dráttarvél; c) gefa reglu til þess að fá upptaln- ingu: meðaltal er summa talna deilt með fjölda talnanna. Ýmislegt ber að varast í skil- greiningaskrifum. Hér skal nefnt það helsta. 1. Ófullkomin skilgreining: skyr- hræra er matur. Skyrhræra er ekki nægilega aðgreind frá öðrum mat. 2.. Of víð skilgreining: Hesthús er bygging í dreifbýli. Hér er hest- hús ekki aðgreint frá öðrum byggingum né tekið tillit til þess að hesthús eru líka til í þéttbýli. 3. Of þröng skilgreining: gos- flaska er glerflaska undir gosdrykk. Hér er horft framhjá því að líka eru til plastflöskur und- ir gosdrykki. 4. Hringskilgreiningar. a) innan sömu skilgreiningar: raf- rás er rafrás sem notuð er í tölvubúnaði. Hér er sama orðið notað til að skilgreina sjálft sig. b) innan sama hugtakakerfis: ISO-staðall er staðall sem ISO gefur út, og síðar ISO er stofnun sem gefur út ISO-staðla. Hugtakakerfi Hugtök tiltekinnar fræðigreinar eru ekki einangrað fyrirbæri heldur ber að líta á þau í samhengi. Til þess að skoða þetta samhengi er nauðsynlegt að skoða venslin milli hugtakanna og setja þau upp í hug- takakerfí þar sem sjá má tengsl þeirra í skjótri svipan. Ekki flokka allir þessi vensl eins en hér skulum við líta á flokkun samkvæmt þýskum stöðlum DIN 2330/2331. Þar er skipt í tvo aðal- flokka, stigveldisvensl og önnur vensl, og skiptast þeir í nokkra undirflokka (6. mynd): vensl stigveldisvensl — eiginleikavensl eða rökvensl — hlutvensl önnur vensl — orsakavensl — tímavensl — upprunavensl — tólvensl — framleiðsluvensl Eiginleikavensl má sýna m.a. á þennan hátt (7. mynd): eiginleikavensl sama hugtak yfirhugtak — undirhugtak skörun merkingar útiloka hver aðra © © neitun Ekki eru öll vensl jafnmikilvæg í íðorðastarfi en oftast eru notuð vensl aðal-, undir- og hliðarskipaðra hugtaka í hugtakakerfí t.d. (8. mynd): hlutvensl f arartæki bill Hinar ýmsu gerðir hugtaka- vensla má nota til þess að setja upp hugtakakerfi. Hugtakakerfi er skil- greint sem samsafn hugtaka sem tengjast með venslum eða sem skil- greina má vensl á milli og mynda þannig eina heild. Hugtakakerfi þurfa að vera þannig að vensl hug- taka séu ljós og auðvelt sé að bæta við hugtökum. Hugtakakerfi má setja fram á myndrænan hátt eða sem lista. Vensl hugtaka í kerfinu sjást nokk- uð af stöðu þeirra. Einnig má nota tölur og ýmis tákn og örvar. Eftir- farandi atriði þarf að hafa í huga við uppbyggingu og framsetningu hugtakakerfis og skiptir þá ekki máli hvaða aðferð er notuð við framsetningu: (1) Kerfíð þarf að vera einfalt og skýrt og gert við hæfi þeirra sem eiga að nota það. (2) Auðvelt þarf að vera að fá yfír- lit yfír allt kerfið. Erfitt getur verið að átta sig á mjög mörgum hugtök- um í einu. Uppsetningin þarf því að miðast við þarfir notandans. (3) Ljóst þarf að vera af uppsetn- ingunni hvaða vensl eru milli hugtaka og eftir hvaða eiginleikum er flokkað. (4) Auðvelt þarf að vera að auka við kerfið án þess að endurskoða það frá grunni. Lítum nú á dæmi um það hvem- ig setja má fram hugtakakerfí (9. mynd): framsetning hugtakakerfis örtölva 1 örtölva 1.1. hugbúnaður 1.2. vélbúnaður 1.2.1 örgjörvi 1.2.1.1 reikniverk 1.2.1.1.1 hlaðminni 1.2.1.1.2 safnari 1.2.1.2 stýriverk 1.2.1.2.1 skipanateljari 1.2.1.2.2 skipanagisti 1.2.1.2.3 vistfangsgisti 1.2.1.2.4 biðminni 1.2.1.2.5 stöðugisti 1.2.1.3 minni 1.2.1.4 tengibraut 1.2.1.4.1 vistfangabraut 1.2.1.4.2 gagnabraut 1.2.1.4.3 stýribraut 1.2.2 fýlgibúnaður 1.2.3 tengibraut 1.2.4 ílagsstunga 1.2.5 frálagsstunga En hvaða gagn höfum við af hugtakakerfum í venjulegu íðorða- starfi spyr sjálfsagt einhver. Því er til að svara að það er ekkert tak- mark í sjálfu sér að búa til hugtaka- kerfi, hins vegar er hugtakakerfi ómetanlegt hjálpartæki í íðorða- greiningu og íðorðavinnu. — Með hugtakakerfum má fá grundvallarþekkingu á hugtaka- kerfi þeirrar greinar sem í hlut á og það er forsenda allrar skipu- lagðrar íorðavinnu. — Með hugtakakerfum má hafa gott yfirlit yfir endurskoðun hug- taka greinarinnar. Kerfið leiðir fljótt í ljós göt í hugtakakerfið og rangar staðsetningar hugtaka o.þ.h. — Með hugtakakerfi má fá þekk- ingu á innbyrðis sambandi hugtaka en það getur haft þýðingu við orða- smíðina. — Samanburður á hugtakakerfum tveggja eða fleiri tungumála leiðir í ljós að hve miklu leyti hugtaka- kerfi málanna samsvara hvort öðru en það er grundvallaratriði í öllum samanburði í íðorðastarfi þegar meta þarf jafngildi hugtaka og íðorða milli mála. — Þegar íðorðasafn er unnið upp úr erlendum gögnum, t.d. staðli eða orðasafni, þá má alls ekki þýða orðasafnið beint á móðurmálið. Með því móti er verið að þröngva er- lendu hugtakakerfi og málkerfi upp á móðurmálið og er ekki í anda íslenskrar málvemdarstefnu. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa í huga þau vinnubrögð sem hér er lýst að framan til að koma sér upp íslensku hugtakakerfí og skilgrein- ingum þeirra hugtaka sem verið er að fást við áður en farið er að smíða ný íðorð svo að þau verði til í eðlilegu íslensku umhverfi óháð erlendum áhrifum. Íðorðasmíð Þá er loks komið að því að skíra þessi hugtök sem ég hef verið að flokka, skrifa skilgreiningar við og setja í hugtakakerfi. Takið eftir því að ég er búinn að tala í 20 mínútur um það sem ég þarf að gera áður en ég fer að huga að íðorðasmíð- inni. Og til hvers skyldi svo allur þessi undirbúningur vera? Jú, til þess að auðvelda mér að búa til heiti yfir þau hugtök sem eru í þessu tiltekna orðasafni. Mér ætti nú að vera ljósara hver einkenni þessara hugtaka eru, hver vensl eru á milli þeirra og hvað þau merkja hvert fyrir sig. Eg er búinn að skilgreina hugtökin svo að óþarfi er að troða einhvers konar skil- greiningu inn í íðorðið. Þess vegna á að vera auðveldara fyrir mig að beita þeim orðmyndunarreglum sem ég kann eða á að kunna til að búa til góð nýyrði sem lifa lengi við mikinn fögnuð landsmanna! Þetta hugtakakerfi mætti einnig setja fram á eftirfarandi hátt (10. mynd): örtölva . 3 Næmnisþjálfun (SENSITIVITY - TRAINING) Næmnisþjálfun hjálpar hverjum og einum að átta sig á hvern- ig hann hindrar sig í að fá það út úr lífinu sem hann þráir og hvernig hann getur sigrast á hindruninni. Notaðar verða aðferðir grundvallaðar á lífefli og Gestalt, sem auka næmi okkar á eigin tilfinningar og finna leiðir til að tjá þær á þann hátt, sem fullnægir þörfum okkar. Við vinnum í andrúmslofti trausts og hlýju sem gerir okkur kieyft að vera við sjálf innan um aðra. Námskeiðw verða tvö, mánudaga kl. 20.00-22.30 (6 vikur) og fimmtudaga kl. 20.00-22.30 (8 vikur). Upplýsingar í síma 75875 eftir kl. 18.00. ÍSLENSKUR GESTALTSKÓLI. ARMBAND Silfurlitað armband (spöng) með tveimur litlum steinum hefur tapast, sennilega í miðbænum. Finnandi vin- samlega geri aðvart í síma 10770. Fundarlatin. ÓDÝRAR GÆÐASKRÚFUR Eigum fyrirliggjandi mikið úrval af galvaniseruð- um skrúfum, ryðfríum skrúfum og álskrúfum í öllum stærðum. Einnig sjálfborandi skrúfur og plasthettur i\mörgum litum. Þetta eru viðurkenndar vestur-þýskar þakskrúfur. Afgreiðum sérpantanir með stuttum fýrirvara. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.