Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 B 7 Guðni Kolbeinsson: AÐ ÞÝÐA Á ÍSLENSKU hef gert að umræðuefni hér. Þeir eru oft vænlegir til að vekja at- hygli og eru sumir mjög snjallir; í sumar var auglýst ákveðin tegund af gosdrykk með orðunum „þetta er gosið sem ginið er við“, og fer tvíræðnin ekki framhjá neinum. Nú þessa dagana er verið að auglýsa stökk-súkkulaði, sem gefur mögu- leika á að tala t.d. um „stökkt og gott sælgæti", hvetja menn til þess að „stökkva út í búð“ o.s.frv. „Lyst- viðburður", með y, er líka dæmi um eins konar orðaleik; orðið gefur í skyn tengsl milli fagurra lista og matarlystar enda ættað úr auglýs- ingu fyrir veitingahús þar sem höfðað er til óperu- og leikhúss- gesta. Orðið vekur athygli, þó ekki sé fyrir annað en að menn telji sig sjá þarna stafsetningarvillu og þar með er markmiðinu náð, fólk tekur eftir auglýsingunni. Tilgangurinn helgar meðalið, mundu sumir segja! Það ætti að vera orðið nokkuð ljóst hvers eðlis orðmyndun er í auglýsingum, sem sagt einhvers konar merkingarleg orðmyndun fremur en málfræðileg. Ástæðan er einkum sá naumi tími sem fólk gefur sér til að „meðtaka" auglýs- ingar; hraðinn í þjóðfélaginu, fjöldi auglýsinga og birtingarmiðla, allt þetta krefst þess af auglýsingum að þær innihaldi engin orð sem ekki skiljast um leið og þau eru numin. 4. Auglýsingar eru oftlega gagn- rýndar fyrir slæmt málfar og sumum ykkur hér inni er örugglega ofar í huga umfjöllun um auglýsing- ar frá slíku sjónarhomi heldur en því sem hér hefur verið horft frá. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn í þessari ráðstefnu sé orðaval og orð- asmíð í íslensku, þá er ekki svo fráleitt að ljúka þessu erindi mínu með örstuttu spjalli um þessa hluti. Málfar í auglýsingum er oft slæmt, því er ekki að neita. Hvort þar má um kenna „subbuskap" í meðferð málsins, kunnáttuleysi, fjótfærni eða naumum tíma skal ekki fullyrt. Hins vegar endurspegl- ar auglýsingamál oftast daglegt alþýðumál og ég vil halda því fram, að þrátt fyrir galla sína þá komist „auglýsingamálið" aldrei í hálf- kvisti við „stofnanamálið" marg- fræga. Auglýsingar eru oftast auðskiljanlegar vegna þess hversu nálægt þær eru venjulegu töluðu máli. Helst er það lélegt orðfæri, ofnotkun einstakra orða og klisju- kennt málfar, sem ég hef á móti, en vitanlega koma oft fyrir ýmsar ambögur og málleysur eins og gengur. En það er oft fundið að ótrúlegustu hlutum og meðal þess, sem einhveijir (þó ekki málfræðing- ar) hafa kvartað um við mig, er að ég hafi notað tökuorðið pláss, líklega í stað orðsins rými; ég hef líka í texta talað um glæný brauð, en einhver kvartaði undan því og taldi að ekkert gæti verið glænýtt nema fískur úr sjó. Þetta minnir mig nú á umfjöllun- ina í Daglegu máli sl. vor um orðtök á borð við „að vera vel í sveit sett- ur“, sem geti tæpast átt við nema í sveit, og að „vera vel í stakk bú- inn“, sem ekki átti að geta gengið annars staðar en úti á sjó, ef ég man rétt; til hvers eru þá orðtök og hvað eru orðtök, ef ekki má nota þau nema í tengslum við upp- runalegt umhverfi? Kannski var verra þegar ég lagði blessun mína yfir að eitthvað væri meiriháttar gott; þar vissi ég reyndar upp á mig „sökina", orðin meiri og hátt- ar í þessu sambandi (einhvers konar „lagfæring" á mikils háttar) standa víst ekki með lýsingarorði, svo að rétt geti talist, en þar erum við aftur komin að talmálinu. Þetta er nefnilega algeng notkun meðal unglinga og ég sé satt að segja sáralítið að því að nota þessi orð á þennan hátt þegar það á við. Öllu verri en áðumefnd atriði þykja mér slettur, eins og þegar talað er um í auglýsingu að vera töff eða smart, „algjört söggsess" eða notað orðið jektor (líkl. skylt enska orðinu eject) í stað þrýstistút- ur, eða eitthvað slíkt. Það má lengi telja upp ambögur úr auglýsingum, vondar nafngjafir á fyrirtæki o.m.fl., þótt algengustu villumar í auglýsingum séu nú bara ómerkilegar stafsetningarvillur, en ég ætla að ljúka þessu með því að tengja þennan kafla við fyrri um- ræðu mína um orðaval og orðmynd- un og taka þijú dæmi um vonda orðmyndun undir enskum áhrifum og tvö snjöll dæmi, þar sem yfirlýst rangt mál er notað til að vekja eftir- tekt: í Hafnarfirði er veitingastaður- inn Gafl-Inn. Þama er auðvitað verið að leika sér með hitt nafnið á Hafnfirðingum, Gaflarar, og er ekkert nema gott um það að segja, en hvers vegna í ósköpunum er verið að skríða fyrir enskri tungu með því að stafsetja nafnið svona, Gafl-Inn, með greinilegri hliðsjón af enska orðinu „inn“ (= krá, veit- ingastaður)? Á Hverfisgötunni er myndbandaleigan Video Hlemm. Ekki er mér ljóst hvers vegna síðari hluti nafnsins er í þolfalli, en senni- lega á þetta að virka útlenskulegt. Lágkúran verður tæpast meiri en þama. Þriðja dæmið er Softver. Því er ekki að neita, að þama er á ferðinni svolítið sniðug „íslenskun" á enska orðinu „software" sem merkir hugbúnaður. Soft- fellur ekki illa að íslensku máli og -ver er algengur síðari liður í ömefnum og verslananöfnum. En því er held- ur ekki að neita að virðingin fyrir íslenskri tungu er heldur lítilfjörleg þama, þar sem orðið hefur enga merkingarlega skírskotun til neins tungumáls nema ensku, þótt í íslenskum búningi sé. Snjöllu dæmin tvö eru þessi: Nýr leikhópur, sem tók til starfa í fyrra, nefnir sig Veit mamma hvað ég vil? Aðstandendur hópsins skrifa síðari hluta nafnsins „vill", en krota yfir síðara 1-ið. Þetta vakti mikla athygli þegar hópurinn var að hefja starfsemina og hafði komið fyrir litlum auglýsingamiðum út um alla borg með nafninu sínu og rautt x krotað yfir 1-ið. Hitt dæmið er út- varpsauglýsing um ávaxtadrykkinn Svala, sem flestallir ættu að muna eftir: „Mamma, mér langar í Svala" segir bamið og móðirin leiðréttir með gömlu þulunni „Mig langar í Svala, þig langar í Svala, hann langar í Svala ...“ o.s.frv. Óneitan- lega frumleg aðferð við að auglýsa. Gaman hefði verið að vita hvort þessi auglýsing hafi haft einhver málfarsleg áhrif, en um það fæst víst aldrei nein vitneskja. 5. Ég hef ekki grandskoðað aug- lýsingatexta svo vel að ég geti mikið sagt um önnur málfarsleg einkenni þeirra en það sem hér hefur komið fram. Ég hef engar talningar fra- mið og engan samanburð gert á tíðni einstakra orða eða orðflokka, lengd og gerð setninga eða öðru sem áhugavert væri að rannsaka. Nákvæm athugun á auglýsingum hlýtur að geta sagt okkur ýmislegt sem eykur við þekkingu okkar á íslensku máli; auglýsingar hljóta t.a.m. að spegla allvel daglegt mál þess tíma sem auglýsingin var sam- in á og tiltölulega auðvelt er að finna þá dagsetningu svo að litlu skejki. Ég vona að fyrirlesturinn hafí svarað einhverjum spurningum um málfar auglýsinga og helst vakið aðrar, eða í það minnsta gefið ein- hveija mynd af textagerð í auglýs- ingum. Góðir fundarmenn. Ætlunin er að ég spjalli hér ögn um þýðingar og einhver þeirra vandamála sem þýðandinn stendur frammi fyrir þegar hann hyggst snara texta af einu máli á annað. Þýðingar eiga sér langa sögu. Sargon Assýríukonungur, sem uppi var á þriðja árþúsundi f. Kr., lét þýða frásagnir af afrekum sínum á öll þau tungumál sem töluð voru í ríki hans. Á dögum Hammúrabís Babýloníukonungs — um 2100 f. Kr. — var stétt rrianna meðal þegna hans sem starfaði við að þýða ýms- ar tilskipanir og reglugerðir, enda margar þjóðir sem byggðu Babýlon hina fomu. Þriðja dæmið skal hér nefnt um foma þýðendur. í Esterarbók, 8. kapítula, 9. versi, segir svo: Og skrifurum konungs var þá stefnt saman, hinn tuttugasta og þriðja dag hins þriðja mánaðar — það er mánuðurinn sívan —; og var skrifað með öllu svo sem Mordekai bauð, til Júða og til jarlanna og til landstjóranna og til höfðingja skattlandanna hundrað tuttugu og sjö, í hvert skattland með skrift þess lands og til hverrar þjóðar á hennar tungu, og einnig til Júða með þeirra skrift og á þeirra tungu. Árið 1509 fæddist Dolet-hjónun- um í Orléans í Frakklandi sonur sem skírður var Etienne. Þegar hann óx upp settist hann á skólabekk, nam meðal annars í París og fór í námsferð til Ítalíu. Etienne varð síðan frægur þýðandi og lærdóms- maður. Hann gerðist félagi í pólitískum samtökum sem ekki þóttu nógu holl stjómvöldum og var hann því handtekinn æ ofan í æ og 13 ritverk eftir hann vom bönn- uð og brennd. 37 ára að aldri flýði hann úr fangelsi, var handtekinn í Lyon og ákærður fyrir að hafa þýtt eina af samræðum Platós rangt og lætt inn í ritið eigin vantrú á ódauð- leika sálarinnar. Fyrir þennan glæp var þýðandinn síðan dæmdur sem guðleysingi, pyntaður og kyrktur og lík hans brennt — ásamt eftirrit- um af bókum hans. Etienne Dolet er þó ekki frægur sem fyrsti þýðandinn sem óvægnir gagnrýnendur tóku rækilega í gegn heldur vegna þess að hann setti fyrstur manna fram kenningu um eðli þýðinga og æskileg vinnubrögð við þær. Þessar kenningar sínar dró hann saman í fimm meginreglur: 1. Þýðandi verður að skilja til hlítar ritverkið sem hann ætlar að þýða og gera sér grein fyrir hver er. tilgangur höfundarins með rit- inu. 2. Þýðandi verður að skilja full- komlega það tungumál sem hann þýðir úr og hafa jafnfull- komna þekkingu á tungu þeirri sem hann þýðir á. 3. Þýðandi skal varast að þýða frá orði til orðs; ef hann fer þannig að týnir hann merkingu frumtextans og stíl. 4. Þýðandi á að nota látlaus orð sem eru algeng í mæltu máli. 5. Loks á þýðandi með orðavali sínu og stíl að gefa verkinu heildarblæ við hæfi. Að því er ég best veit standa meginreglur Dolets óhaggaðar enn þann dag í dag. Eigi að síður hafa margir sett fram kenningar um þýðingar og eðli þeirra og þykkir doðrantar verið skrifaðir um þetta efni. Ég ætla aðeins að geta Skot- ans Alexanders Frazers Tytlers sam gaf út bók um grundvallarreglur þýðinga árið 1790. Hann dró grund- vallarreglur sínar saman í þijár stuttar greinar: 1. Þýðingin á að koma megin- hugmynd og tilgangi frumtext- ans fullkomlega til skila. 2. Stfll þýðingarinnar á að vera í samræmi við frumtextann. 3. Þýðingin á að líta út eins og frumsaminn texti. Þessi þtjú markmið eru þýðendur sífellt að glíma við, en sú glíma er oft býsna torveld. Það getur reynst ákaflega vandasamt að halda stíl frumtextans en láta þýðinguna jafnframt líta út eins og frumsam- inn texta — og kem ég nánar að því hér á eftir. Nú skulum við aðeins víkja að þýðendum og hvaða kostum þeir þurfa að vera búnir. Snemma á 18. öld sagði Sir John Denham að þeir sem ekki hefðu neina hæfileika sem rithöfundar fengjust við þýðingar. Þessari skoð- un hafa mjög margir mótmælt og telja að góður þýðandi verði í raun- inni að hafa mikla rithöfundar- hæfileika. En það er margt óljóst um starf þýðenda og til dæmis vita læknar og sálfræðingar ákaflega lítið um hvernig heili þýðendanna hagar sér þegar þeir sitja við snörunina. All- margir tvítyngdir menn hafa fengist við þýðingar og iðulega eru slíkir menn fengnir til að túlka jafn- harðan talað orð, ræður og fyrir- lestra. En þótt furðulegt sé veitist þeim oft auðvelt að þýða af öðru móðurmáli sínu yfir á hitt en eiga í megnustu vandræðum með að snara i hina áttina. Öll vitum við að þýðendur eru misjafnir og mikil og góð tungu- málakunnátta er engin trygging fyrir góðri þýðingu. Margir frábær- ir stflistar virðast missa flugið gjörsamlega þegar þeir standa frammi fyrir eríendum textabút sem á að snara. En að öðru jöfnu stendur sá vitaskuld betur að vígi sem hefur staðgóða þekkingu á báðum málum, því sem hann þýðir úr og því sem þýtt er á. En þótt menn telji sig kunna bæði málin vel þarf oft ekki annað en að efnið sé mjög sérhæft til þess að þýðandinn sitji bara og rífí hár sitt. Það er til að mynda ekki á allra færi að þýða rit um tölvur, læknisfræði eða hitabeltisdýr og álít ég að þýðingar af slíku tagi séu á stundum ekki síður vandasamar en þýðingar fagurbókmennta — vandinn er bara af öðrum toga. Oft er í erlendum ritum fjallað um hluti og hutök sem ekki eiga sér nein heiti á málinu sem þýtt er á. Þá reynir mjög á hugkvæmni og orðsnilld þýðandans. Og ekki síður þegar hann þarf að snúa orðaleikj- um og orðtökum sem eiga sér enga samsvörun í hans eigin máli. Mér virðist því að þeir menn sem veljast eiga til að þýða tiltekið rit þurfi að vera orðhagir og stflsnjall- ir tungumálaspekingar sem hafa sérþekkingu á því efni sem ritverk- ið fjallar um. Eg minntist á það hér að framan að ýmsum þýðendum gengi erfið- lega að samræma 2. og 3. grund- vallarreglu Tytlers: að stfll þýðingarinnar sé í samræmi við frumtextann en þýðingin líti jafn- framt út eins og frumsaminn texti. Markmiðið er að þýðing sé ná- kvæm og form og innihald frum- textans komi glöggt til skila. Þýðandans á að gæta sem allra minnst; þýðingin er ekki ritverk hans heldur höfundarins. En í starfí sínu á þýðandinn í sífelldri baráttu við að samræma þessi markmið. Oft er það svo að sé stíl frumtext- ans og orðalagi fylgt nákvæmlega verður þýðingin tyrfín og alls ólík því að hún sé frumsaminn texti. Eigi þýðingin hins vegar að líta út eins og frumsaminn texti verður það á kostnað nákvæmninnar. Skoðanir eru mjög skiptar um það hvora leiðina eigi að fara ef mark- miðin tvö verða ósamrýmanleg og færa hvorirtveggju sannfærandi rök fyrir málstað sínum. Ég ætla mér ekki þá dul að gerast neinn dómari í þessu máli, en tel mér hins" vegar fijálst að hafa skoðun — og hún er sú að í riti sem skrifað er á íslensku verði íslensk tunga ævin- lega að sitja í fyrirrúmi. Spurningin um það hvoru eigi að gera hærra undir höfði, formi eða innihaldi, vaknar ekki síst þeg- ar þýða á ljóð. Ég hygg að flestir séu sammála um að þar leyfist þýð- endum hvað mest fijálsræði og góðar ljóða„þýðingar“ séu í raun- inni oftast ný ljóð, samin af þýðandanum. Þegar fræðimenn fjalla um þýð- ingar ræða þeir nánast eingöngu um þýðingar fagurbókmennta. En eins og allir vita þarf að þýða fleira: ýmiss konar afþreyingarrit, fræði- rit, kennslubækur og bæklinga, blaðagreinar, fréttir, kvikmyndir og sjónvarpsefni. Og vitaskuld skiptir líka miklu að þýðingar af þessu tagi séu vel unnar og á vönduðu máli. Við köll- um okkur bókaþjóð. En ég er samt*- sem áður sannfærður um — þótt það styðjist ekki við neinar kannan- ir Hagvangs eða félagsvísindadeild- ar Háskólans — að hérlendis eru margir sem lesa aldrei annað á lífsleiðinni en þær kennslubækur sem þeir eru píndir til að lesa í skólanum; þýdda reyfara, fyrir- sagnir og stöku fréttir í dagblöðum og texta við kvikmyndir og mynd- bönd. Og því skiptir geysimiklu máli að þýðingar þessa efnis séu vandaðar og á góðu og orðauðugu'"' máli. Eins og áður hefur verið minnst á er ýmislegt sem gerir þýðendum erfitt fyrir við starf sitt. Eitt af því er fyrirbæri það sem Frakkar kalla „foux ami“ eða falska vini. Það eru orð sem eru að formi til nauðalík einhveijum orðum í máli því sem þýtt er á — en eru svo ótuktarleg að hafa allt aðra merkingu. Þá er hætta á að þýðendur misstígi sig, einkanlega ef þeir eru að flýta sér, orðnir of seinir að skila verkinu — eins og oft er raunin, því miður. Dæmi, sem allir þekkja um slíka fláráða vini, er kryddsfldin sem þær snæddu, stöllumar Margrét Þór- hildur Danadrottning og Vigdís Finnbogadóttir forseti. Ég nefndi það áðan að ekki væri alveg ljóst hvemig heilastarfsemi þýðenda væri — en hins vegar er nokkuð ljóst að Margrét Þórhildur hefur einhver áhrif á þær heila- stöðvar sem fást við þýðingar — og þau miður holl. Þegar hún kom hingað í sumar komst hún svo að orði að eitthvað hefði svipuð áhrif á sig og „blod dyne“. Þetta mun víst útleggjast „mjúk sæng“ en í þýðingu á viðtalinu varð „blod dyne“ að blautri sæng — en við það raskast merkingin þó nokkuð. Mörg orð hafa fleiri merkingar en eina og stundum verður þýðend- um það á í fljótræði — eða af" vanþekkingu — að grípa ranga merkingu. Sjálfur á ég allmikið safn slíkra mistaka sem ég hef gert, en ætla mér ekkert að fara neitt að tíunda þau hér. Hins vegar er víst rétt að styðja frásögn sína með dæmum og skal því nefnt að í bók einni þýddri koma fram þær tortryggilegu upplýsingar að við- aukinn hafi verið tekinn úr aðal- söguhetjunni. Þama hefur þýðandinn ekki gætt þess að enska orðið „appendix" þýðir ekki bara „viðauki" heldur einnig „botn- langi“. Einnig eiga þýðendur til að rugla saman svipuðum orðum. Eitt sinn var ég að lesa þýdda, bandaríska bók fyrir böm mín. Þar var sagt frá skotkeppni og var Tyrki í verð- laun, að því er sagði í íslensku þýðingunni. Enda þótt Bandaríkja-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.