Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 8
A í-J 8 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Eiríkur Rögnvaldsson: NOKKUR VTÐSKEYTI OG TÍÐNIÞEIRRA menn séu stundum ásakaðir fyrir að fara illa með minnihlutahópa er ég heldur vantrúaður á þetta. í frumtextanum hefur líkast til staðið „turkey" sem þýðir „kalkúni" frem- ur en „Turk“. Þetta var um þýðingarvillur, gerðar af fljótfæmi eða vanþekk- ingu. En oft standa þýðendur frammi fyrir óþægilegum vanda- málum þegar þýða á orðaleiki og orðtök sem eiga sér ekki samsvörun í málinu sem þýtt er á. í bandarísku gamanþáttunum Löðri sem sýndir voru í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum hét ein söguhetjan Dutch. Orðið „Dutch“ getur einnig þýtt holienskur og þannig skildi önnur söguhetja nafnið jafnan. Þetta var notað æ ofan í æ, bandarískum áhorfendum til skemmtunar en þýð- anda þáttanna hjá sjónvarpinu til sárrar gremju. Ég þýddi ekki Löð- ur, en hef hins vegar þýtt allmarga gamanþætti fyrir sjónvarp og oft þurft að beijast við orðaleiki. Bret- um fínnst mjög gaman að leika sér ■”* að orðum og oft hef ég þurft að þýða samtöl þar sem þeir leika sér með hugtakið „best man“. Það get- ur vitanlega þýtt „hinn besti" en líka „svaramaður". Þegar ég setti saman bamabók 1982 ætlaðist ég náttúrlega til að hún yrði þýdd á tungur helstu menningarþjóða heims, og væntan- legum engilsaxneskum þýðendum til hrellingar læddi ég á einum stað inn þeim misskilningi söguhetjunn- ar að svaramaðurinn ætti að svara '■* fyrir brúðina. Fannst mér þetta maklega hefnd. En ég hef ekki fengið að njóta hennar. Og nú naga ég mig í handarbökin: kannski er það vegna þessarar illkvittni minnar sem sagan hefur ekki verið tekin til þýðingar á heimsmálið ensku. Oft er það svo að líkingar og mjmdmál er sótt í raunveruleika eða sagnir sem ekki eru til í menningar- heimi þeirrar þjóðar sem á að lesa væntanlega þýðingu. Þá verður þýðandinn oft að smíða nýjar líking- ar — ef hann fylgir þeirri stefnu að þýðing hans eigi að líta út eins og frumsaminn texti. Eitt vandamál ætla ég að nefna, sem íslenskir þýðendur þurfa stund- um að fást við. Ég held það sé reynsla flestra sem prófað hafa að erfítt er að fjalla um kynferðismál á íslensku á alþýðlegan og eðlilegan hátt: Mikil hætta er á að menn verði ískyggilega hátíðlegir í tali, læknisfræðilegir, ellegar þá kiúrir. í sjónvarpi nú fyrir skömmu talaði læknir nokkur um hættu á að sjúk- dómurinn eyðni legðist á unglinga. Sagði meðal annars að ungt fólk skipti gjaman oft um „partnera". Augljóst er að þetta er sletta og ekki góð í málinu. En hvaða íslenskt orð átti læknirinn að nota í staðinn? Mér kemur ekki í hug neitt annað en orðið „rekkjunautur" — en það orð er hátíðlegt og bókmálslegt. Ég hef stundum minnst á sjón- varpsþýðingar hér að framan og þá einkum texta sem birtast á skjánum. Þær þýðingar hafa þá sérstöðu að textinn verður að kom- ast fyrir á skjánum og þarf að standa þar svo lengi að áhorfendur geti lesið hann. Oft þarf því að draga mjög saman og stytta þýð- ingar af þessu tagi og þær verða stundum nánast endursögn á er- lenda textanum. En eigi að síður þarf að vanda þær — því að á þær horfír þjóðin. Oft fáum við sjón- varpsþýðendur orð í eyra fyrir óvönduð vinnubrögð. En það leyfí ég mér að fullyrða að við eram þó hátíð hjá mörgum þeim sem taka að sér að þýða kvikmyndir fyrir myndabandaleigur, og er fyllsta þörf á að íhuga þau mál. Margir unglingar horfa mikið á myndbönd og eigi málþroski þeirra að miðast við þá eyðimörk sem þar ríkir stund- um er ekki von á góðu. Ég ætla að ljúka þessu spjalli á einu íhugunarefni sem tengist þýð- ingum, þótt ekki sé um vanda þýðendanna sjálfra að ræða. Við lifum í þjóðfélagi þar sem mikið er unnið. Éðlilegt og sjálfsagt er talið að hjón skili sem svarar þremur til fjóram störfum úti á vinnumarkað- inum og sjái þar að auki um heimilishaldið. Ljóst má vera að fólk sem vinnur svona mikið hefúr ekki margar stundir til þess að spjalla við böm sín og auka mál- þroska þeirra. Málfarslegt uppeldi færist æ meir yfír til stofnana og ijölmiðla. Flest íslensk böm horfa á bamaefni í sjónvarpi. Þar er margt af því efni sem ætlað er yngstu kynslóðinni birt með erlendu tali og textum sem ólæs böm geta vitaskuld ekki lesið. Þetta fínnst mér mun meiri ástæða til að banna en að sýna íþróttir með erlendu tali óþýddar. Þar skiptir sparkið og hlaupin hvort eð er öjlu máli en ekki hinn talaði texti. Ég heiti á þá áhuga- menn sem hér eru staddir að gera sitt til að það verði í lög leitt að bamaefni sem sýnt er í íslenskum sjónvarpstöðvum, og einkum er við hæfí ólæsra bama, verði ekki sýnt öðravísi en með íslensku tali. í þessu erindi ætla ég að segja frá könnun sem ég hef gert und- anfarið á tíðni nokkurra við- skeyta i íslensku nútímamáli. Ég vil strax taka fram að þessari rannsókn er langt frá því að vera lokið. Ég hef unnið að henni í hjáverkum undanfarnar vikur og lagt kapp á að geta sagt frá helstu niðurstöðum hér á þessari ráð- stefnu. Mér hefur því ekki gefist tími til að prófa niðurstöðurnar eins vel og skyldi, og því má ekki taka þær tölur sem ég kem hér með of hátíðlega; þær geta átt eftir að breytast eitthvað við nán- ari athugun, þótt ég geri ekki ráð fyrir að þar muni miklu. Einnig má vinna miklu meira úr þeim tölum sem fyrir liggja, en þar er sama sagan, að til þess hefur ekki unnist tími1. 1. Textarnir Ástæðan fyrir því að ég hóf þessa athugun var sú að ég hafði undir höndum mikið af textum úr íslensku nútímamáli; alls 1,4 milljónir les- málsorða. Til að gefa hugmynd um magnið má nefna að meðalskáldsaga er á bilinu 60—80 þúsund lesmáls- orð, þannig að þetta svarar til u.þ.b. 20 slíkra. Mig langaði til að nýta þessa texta til einhverra málfræði- legra athugana og þá lá beint við að kanna viðskeytanotkun. Við- skeyti era ekki það mörg, að tiltölu- lega auðvelt er að finna þau og flokka, þótt þar komi reyndar upp fleiri vandamál en halda mætti að óreyndu. Textamir voru af ýmsu tagi. Mest var þar af skáldsögum, bæði íslensk- um og þýddúm, og einnig var talsvert af efni úr dagblöðum; sjá annars yfirlit 1 (1). (1) Tegundir texta: Blaðafréttir og -greinar um ýmis efni. Bókmenntafræði, bókmenntasaga, gagnrýni. Dýrafræði. Guðfræði, trúarrit. Heimspeki, hugmyndasaga. íþróttir, ýmsar greinar. Leikritun, leikdómar. Lögfræði. Málfræði. Sagnfræði, ævisögur. Skáldsögur, innlendar. Skáldsögur, þýddar. Tíska og fatnaður. Tölvur og tölvun. Uppeldis- og kennslufræði. Verslun og viðskipti. Textamir vora hins vegar ekki sérstaklega valdir til að nota í þess- um tilgangi og vissulega má deila um hversu dæmigerðir þeir séu. I einstöku tilvikum, þegar um er að ræða fágæt viðskeyti, getur einn texti skekkt heildarmyndina tals- vert. Ég hef þó ekki trú á að mikið sé um slíkt hér, þótt erfitt sé að fullyrða um það. Á hitt er að líta, að seint mun hægt að setja fram óumdeilanlegar reglur um það hvemig velja skuli texta til slíkra rannsókna. Á t.d. hver fræðigrein, hver iðngrein, hvert svið daglegs lífs að fá ákveðinn kvóta? Á að athuga hvaða prentað mál er gefið út á landinu á tilteknu ári og gefa sýnis- hom af öllu sem þar er fjallað um? Eða á að velja sýnishom eftir út- breiðslu texta, þannig að t.d. dagblöð vegi þungt? Um þetta má lengi deila. Eg stóð þannig að athuguninni að ég bytjaði á að gera stafrófsrað- aða orðaskrá úr öllum textunum, þar sem allar orðmyndir komu fyrir í stafrófsröð. í þessum 1400 þúsund lesmálsorðum reyndust vera 112 þúsund mismunandi orðmyndir. Síðan keyrði ég á skrána forrit til að velja úr henni orð með ákveðnurh viðskeytum. Og þá kom strax upp grundvallarspurning: Hvað er við- skeyti? 2. Viðskeytin Það er langt frá því að auðvelt sé að gefa einhlíta skilgreiningu á viðskeytum. Ég hygg þó að flestir noti orðið í svipaðri merkingu og Baldur Jónsson (1984), og segi að „viðskeyti sé orðmyndunareining, sem fer næst á eftir rót eða stofni, en sé ekki til sem sjálfstætt orð sömu merkingar". Niðurlagið skiptir hér máli; sum þeirra viðskeyta sem hér era til umræðu era vissulega til sem Sjálfstæð orð. Það á einkum við um -dómur og -háttur. Um það fyrra hefur Halldór Halldórsson fjallað í grein (1976), þar sem hann sýnir fram á að ýmis orð með -dómur sem seinni lið hafí uppranalega verið samsetningar, og seinni liðurinn merkt það sama og orðið dómur eitt og sér. Vísdómur merkti þá „viturlegur dómur". Síðan breytist þetta og -dómur glatar sinni upp- haflegu merkingu í slíkum samsetn- ingum, en fyrri liðurinn yfírtekur meginmerkinguna; og þá verður að telja að -dómur sé orðið viðskeyti, enda tekur Alexander Jóhannesson það með í bókinni Die Suffixe im Islandischen (1927). Hann tekur -háttur hins vegar ekki með og vissulega má deila um hvort það skuli teljast viðskeyti. Háttur er auðvitað til sem sérstakt orð, í mjög svipaðri merkingu og það hefur í mörgum þeim orðum þar sem ég taldi það viðskeyti. Hins vegar virð- ist mér oft að sjálfstæð merking þess sé tekin að dofna; og meginá- stæða þess að ég tek það hér með er sú að það hefur oft alveg sömu merkingu eða hlutverk og -skapur, sem er ótvírætt viðskeyti. Það er varla nokkur munur á kjánaháttur og kjánaskapur, svo að dæmi sé tekið. En vissulega er þetta umdeil- anlegt. I þessum dæmum var um að ræða orðhluta sem era skýrt afmarkaðir; spumingin var um það hvort þeir skyldu teljast rætur eða viðskeyti. En vandamál við afmörkun við- skeyta felast ekki síður í því að ákvarða hvað telja skuli sérstakar orðmyndunareiningar og hvað ekki. Oft er það nefnilega svo að við- skeyti hafa glatað sérstakri merk- ingu eða hlutverki og runnið svo saman við rótina að þar er ekki hægt að greina á milli nema með allmiklum lærdómi. Lítum t.d. á eina mynd úr fyrstu útgáfu málfræði Björns Guðfinnssonar (1937). Hér era orð greind samviskusam- lega niður í orðmyndunareiningar eftir upprana sínum. Sumt af því sem þar kemur fram speglar vissu- lega kunnáttu sem hver einasti Islendingur býr yfir, meðvitað eða ómeðvitað, án þess að hafa lært nokkuð í málsögu eða orðmyndunar- fræði. Þannig vitum við öll að hægt er að skeyta -andi við sagnir og búa til nafnorð, sbr. gefandi; að -ugur og -ull era algeng viðskeyti í lýsingarorðum og leiða þau af öðr- um orðflokkum, sbr. göfugur, förull; o.s.frv. En æði margt af því sem þama er sýnt hugsa ég að komi venjulegum málnotendum spánskt fyrir sjónir, s.s. að elska skuli sam- sett úr rótinni el- og viðskeytinu -sk-, eða sími úr rótinni sí- og við- skeytinu -m-, eða þá afl úr rótinni af- og viðskeytinu -1. í öllum þessum tilvikum og mörgum fleiri er óhætt að fullyrða að rót og viðskeyti séu rannin svo saman að venjulegir málnótendur sjái þar engin skil. Við val viðskeyta sleppti ég öllum sem ég taldi að nútíma íslendingar ættu erfítt með að greina frá rót út frá samtímalegum rökum. Auk þess sleppti ég nokkram viðskeytum sem Alexander Jóhannesson telur aðeins koma fyrir í örfáum orðum, og ég taldi ekki virk, þ.e. ekki not- hæf við nýmyndun orða í nútíma- máli. Mat á því hvaða viðskeyti málnotendur greini frá rót, og hver sé hægt að nota í orðmyndun hlýtur alltaf að verða ejnstaklingsbundið að einhveiju leyti. Ég legg þó áherslu á að þau viðskeyti sem hér gæti verið álitamál hvort eigi að taka með eða ekki era öll mjög fágæt. Auk þess takmörkuðu tæknilegar ástæður nokkuð val viðskeyta. Aug- ljóst er að svo stórt safn sem hér um ræðir er ekki hægt að kanna af neinu viti nema í tölvu. Ég not- aði sérstakt forrit til að lesa heildar- safnið, og skrifa orð með ákveðnum stafaröðum út í sérstaka skrá, ef leyfilegar endingar komu á eftir. Væri verið að leita að viðskeytinu -ar- stansaði forritið við orðmyndina kennarans, fann út að -ans væri leyfíleg ending veikra karlkynsorða, og skrifaði orðið því út í sérstaka skrá. Myndir eins og hamar og strákamir koma hins vegar ekki með, þvi að forritið veit að hvorki 0 né -nir er leyfíleg ending í þessu tilviki. Þó verður aldrei komist hjá því að eitthvað komi með af orðum sem ekki hafa viðkomandi viðskeyti í raun og vera. Þannig er erfítt að útiloka orð eins og sterkari; þau hljóta að koma með. Það var því nauðsynlegt að fara gegnum allar skrárnar eftirá og eyða úr þeim að- skotaorðum. Það liggur í augum uppi að þeim mun lengra sem við- skeytið er, því auðveldara er að velja orð með því úr stærri skrá. Sam- Tískuverslun in HERA a N D I R P A K I /V a Eiðistorgi 15 — Sími 61 10 16 Frakkar, pils, blússur, peysur, buxur, skartgripir. Opið frá kl. 10.00-19.00, virka daga, 10.00-16.00, á laugardögum. Orð Forsk. Rót Viðsk. Stofn Beygend farald far- -ald- farald líkan lík- -an- líkan gefandi gef- -and- gefand- -i kunnátta kun- -n-átt- kunnátt- -a mold mol- -d- mold glaður gla- -ð- glað- -ur glóð gló- -ð- glóð jörð jör- -ð- jörð gróður gró- -ð(u)r- gróð(u)r göfga göf- -g- göfg- -a eyja ey- -j- eyj- -a afl af- -1- afl karl kar- -1- karl kerling ker- -1-ing kerling sími sí- -m- sím-- -i glaumur glau- -m- glaum- -ur gleymska giey- -m-sk- gleymsk- -a sókn sók- -n- sókn hernaður her- -nað- hemað- -ur lifnaður lif- -n-að- lifnað- -ur heilsa heil- -s- heils- -a elska el- -sk- elsk- -a fermsla fer- -m-sl- fermsl- -a mylsna myl- -sn- mylsn- -a lyst lys- -t- lyst hjarta hjar- -t- hjart- -a göfugur göf- -ug- göfug- -ur forull för- -ul- förul- -i náungi ná- -ung- náung- -i jötunn jöt- -un- jötun- -n mölva möl- -V- mölv- -a andbyr and- byr andbyr ófær ó- fær ófær torlærður tor- lær- -ð- torlærð- -ur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.