Morgunblaðið - 19.08.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.08.1987, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 18. ÓLYMPÍULEIKARNIR í EÐLISFRÆÐI1987 Verkefni 1 Rakt loft streymir án varmaskipta við um- hverfið, (adiabatiskt) upp fjallgarð og niður hinum megin (sjá mynd). Á veðurathugunarstöðvunum M0 og M3 mælist loftþiýstingurinn 100 kPa enn á stöð M2 mælist loftþrýstingurinn vera 70 kPá. Hitastig andrúmsloftsins við M0 er 20°C. Þegar rakt loftið stígur upp með fjallgarðin- um byijar skýjamyndun í því við 84,5 kPa loftþrýsting. Við reiknum með því að hinn raki loftmassi hafi efnisþykktina 2000 kg á fermetra. Á leiðinni upp fjallið gefur hvert kg loftmassans frá sér 2,45 g af vatni sem rigningu, en leiðin að M2 (frá byijun skýja- myndunar) tekur 1500 sek. a) Reiknaðu hitastigið í þeirri hæð sem skýið byijar að myndast, þ.e. Tj. b) í hvaða hæð yfir stöð M0 byijar skýið að myndast? Reiknaðu með því að eðlis- . massi andrúmsloftsins minnki línulega með vaxandi hæð. c) Hvert er hitastigið T2 efst á fjallshryggn- um? d) Reiknaðu úrkomuna, hæð vatnslags í mm, sem rignir úr loftmassanum á 3 tímum, miðað við að hún sé söm og jöfn á milli M^ og M2. e) Hvert er hitastigið T3 á veðurathugunar- stöðinni M3 hinum megin við fjallsgarð- inn? Nefndu breytingarnar sem verða á loftinu á leiðinni yfir fjallgarðinn og ástæður þeirra. Ábendingar og gögn Andrúmsloftið reiknist sem kjörgas. Eðlis- varmi þess Cp = 1005 J /(kg • °K). Eðlismassi loftsíns við P0 (100 kPa) og T0 (20°C) við stöð M0: p0 = 1.189 kg/m3. Uppgufunarvarmi vatns í skýinu: qv = 2500 kJ/kg Cp/Cv = 7 = 1.4 g = 9,81 m/s2 Hitastig á að reikna með nákvæmninni 1°K, skýjahæð með 10 m nákvæmni og úrkomu með 0,1 mm nákvæmni. Verkefni 2 Rafeindageisli er sendur út með hröðunar- spennu V0 frá punktuppsprettu P0 inn í stefnu segulsviðs í miðri tórus-laga (kleinu- hringslaga) spólu. Dreifíhom geislans, 2a0, er lítið («1) og reiknaðu með því að styrkur segulsviðsins, B, sé fasti (sjá mynd). a) Til að beygja rafeindum eftir hring tór- ussins, (eftir stefnu segulsviðsins B) þarf utanaðkomandi segulsvið B,. Reikn- aðu stærð og stefnu þess segulsviðs B,, sem þarf til að rafeind fari eftir hring- laga braut með radíus R. b) Reiknaðu það segulsvið, B, sem þarf til að rafeindimar fari í gegnum 4 brenni- punkta með 90° millibili á hringnum. ATHS: Til að skoða brautir rafeindanna þarf ekki (aðeins í þessum lið) að taka tillit til sveigju segulsviðsins. c) Án Bj beygjusviðsins getur rafeindin ekki haldist lengi í tómsnum, en hringar sig á sérstakan hátt, rekur í stefnu horn- rétt á plan tómssins. 1. Sýnið fram á að radial frávik rafeind- anna frá miðhringnum R sé takmark- að. 2. Ákveðið driftstefnu rafeindanna. ATHS: í þessum lið má líta á dreifihomið a sem hverfandi og gott er að nota varð- veislulögmál orku og hverfiþunga. GÖGN: e/m = 1,76 • 10» C/kg V0 = 3 kV R = 50 mm Verkefni 3 Þegar sinusbylgja ferðast í óendanlega langri LC-grind breytist fasi bylgjunnar um <þ milli hverra tveggja þétta (sjá mynd). a) Settu upp jöfnu sem sýnir hvemig <þ er háð oi, L og C (oi = hornhraði) b) Settu upp jöfnu sem sýnir hver út- breiðsluhraði bylgjunnar er ef hver möskvi hefur lengdina 1. c) Hvaða skiíyrði þurfa að gilda um hom- hraðann, til að útbreiðsluhraðinn sé aðeins lítillega háður co? Finndu þann hraða. d) Búðu til einfalt aflfræðilíkan sem er sam- bærilegt við rafrásina í dæminu og leiddu út jöfnu sem staðfestir gildi líkansins. Formúlur cosa — cos/3 = -2 sin () sin () sina — sin/3 = 2 cos ( ) sin ( ) Verklegl verkefni Finndu brotstuðla prisma og vökva. a) Finndu brotstuðul, np, eins prisma með tveimur mismun- andi aðferðum. Útskýrðu aðferðir þínar vel með teikningum og leiddu út þær jöfnur sem nauðsynlegar em til að reikna út brotstuðulinn. b) Notaðu tvö eins prismu til að finna brotstuðul vökva nv þar sem nv < np. Tæki: Tvö prisma með hornum 30°, 60°, 90°: milli- metrapappír, reglustika, pappírsblað, glerdiskur, tilraunaborð, vökvi. Ef þörf krefur máttu nota vasaljós og merkja með blýanti á möttu hlið prismans. Formúla: sin (a ± (8) = sina cos/3 ± cosa sin/3 Efstu keppendur af báðum kynjum frá Rúmeníu: „Framhaldsnám í fræðilegri eðlisfræði“ „VIÐ VISSUM öll að við vor- um með sterkt lið frá Rúmeníu þetta árið. Necula náði 3. sæti í London í fyrra og ég fékk bronsverðlaun í Portoroz í hitteðfyrra,“ segir 18 ára sigurvegari þessara leika, Cátálin Málureanu, frá Búkarest í Rúmeníu. „Ég missti af leikunum í London í fyrra vegna sérstakra prófa sem ég var í á sama tíma en ég vissi að ég var nokkuð öruggur um að mér gengi vel núna í síðasta skipti sem ég á möguleika að taka þátt.“ Cátálin á ekki mörg áhuga- mál utan eðlisfræðinnar, helst grípur hann í lestur góðra bóka um rafeindatækni ef hann þarfnast hvíldar frá fræðibókun- um. Hann hefur engan áhuga á tölvum; þó neyddist hann til að læra forritun í tveimur tölvumál- um og vann þá verkefnin í meðalstórri tölvu. Að vísu minntist hann þess að hafa unn- ið til verðlauna í hlaupum í upphafi framhaldsskólanámsins en nú orðið gefst honum enginn tími til þess háttar leikja. „Næsta haust fer ég í Magur- elle-háskólann sem er rétt utan við Búkarest. Þar ætla ég að leggja stund á fræðilega eðlis- fræði, helst bylgjuaflfræði og kjarneðlisfræði. I Rúmeníu eru ágætis atvinnumöguleikar á þessum sviðum utan kennslu- starfa," segir Cátálina um framtíðaráform sín. Samlandi hans, 18 stúlka frá Madudera, Didina Serban, varð efst 5 stúlkna á Eðlisfræðileik- unum. „Ég veit ekki hvers vegna svo fáar stúlkur taka þátt í Ólympíuleikunum, almennt virð- Didina Serban varð efsti kvenkeppandinn af fimm. ist eðlisfræði lítið höfða til stúlkna," segir hún um dræma þátttöku kvenna í keppninni. Hún les helst bókmenntaverk í frístundum sínum en er engin íþróttamanneskja. „Næsta ár hef ég nám í Magurelle-háskól- anum í fræðilegri eðlisfræði en ég get ekki hugsað mér að kenna hana,“ segir hún að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.