Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 Einar Júlíusson, aðalfararslj óri: „íslendingar geta haldið Olympíuleikana í eðlisfræði“ „Aðalávinningur okkar af þátttöku í Ólympíuleikunum í Eðlisfræði er sá áhugi á eðlis- fræði og samanburður á * kröfum sem hún veitir inn í íslenskt skólakerfi. Ég hef orð- ið var við að kennarar taka keppnisdæmi, aðlaga að náms- efni sínu og leggja fyrir nemendur. Nemendur kynna sér einnig dæmin sem birtast í Morgunblaðinu og bera saman við verkefnin úr skóla sínum.“ Einar Júlíusson, eðlisfræðing- ur, fór nú í annað sinn sem aðalfararstjóri íslenska keppnis- liðsins. Hann var jafnframt formaður dómnefndar þeirrar sem samdi og fór yfir verkefni í for- keppni og úrslitakeppný innan- lands síðastliðinn vetur. í sumar fékk hann ásamt nokkrum öðrum eðlisfræðingum styrk til að full- komna myndgreiningu með tölv- um er nýst gæti m.a. við fískvinnslu. „Landskeppnin og Eðlisfræði- leikamir eru kjörinn vettvangur til að kynna viðfangsefni eðlis- fræðinnar og stuðla að eflingu eðlisfræðideilda skólanna" segir Einar um dvínandi hlutfall nem- enda í raunvísindum. „Þátttak- endur í eðlisfræðikeppnum njóta margvíslegrar skemmtunar í sam- bandi við þær og eiga möguleika á umtalsverðum verðlaunum. Þetta er eðlileg umbun fyrir góðan árangur í þessari námsgrein líkt og íþróttir gefa afburðamönnum kost á“. „Islendingar eiga að stefna að áframhaldandi þátttöku í Ólympíuleikunum í Eðlisfræði og að setja sig á lista yfir gestgjafa leikanna á næsta áratug" segir Einar um þá skyldu þátttökuþjóð- anna að halda Eðlisfræðileikana. „Við ráðum yfír nægum fjölda íslenskra eðlisfræðinga til að semja verkefni og fara yfír lausn- ir, ásamt aðstöðu fyrir þá fjöl- mörgu sem tengjast keppnishald- inu. Þá hefur ísland upp á margt að bjóða sem í eðlisfræðilegum skilningi er forvitnilegt og skemmtilegt". AheyrnarfuIItrúi frá Grikklandi við merki 18. Ölympíuleikanna í eðlisfræði. XVIII. Internationale Physik- Olympiade Aheyrnarfulltrúi Grikklands: „Við munum fjölga stúlkum á Ólympíuleikunum“ A-þýska menntamálaráðu- neytið bauð gríska mennta- málaráðuneytinu að ^ senda áheyrnarfulltrúa á Ólympíu- leikana í Jena þar eð Grikkir hafa lengi sýnt áhuga á að taka þátt í keppninni. Dionissios Marinos, formaður griska eðlis- fræðifélagsins og fyrrum aðstoðarprófessor við háskól- ann í Aþenu, var valinn til fararinnar og kynnti hann sér hvernig leikarnir fara fram. „Við bindum miklar vonir við að þátttaka í eðlisfræðileikunum sprauti vítamíni í eðlisfræðideildir grískra skóla og stefnum á að mæta með fullt lið næsta ár. Landskeppni verður haldin í vetur og síðan munum við þjálfa keppn- isliðið vel. Gríska eðlisfræðifélagið stefnir að því að grískir keppend- ur sem ná góðum árangri í landskeppninni fái inngöngurétt í háskólann án skólagjalda og inn- tökuprófa. Mörgum fínnst sem nóg sé komið af prófum og því viljum við reyna að láta land- skeppnina koma í stað eins þeirra." Dionissios sagði að í eðlisfræði- deildum grískra skóla væru jafnmargar stúlkur og drengir og þráfaldlega væru stúlkur með hæstu einkunnirnar í háskólanum. Hann bjóst við því að gríska lands- keppnin myndi endurspegla þessa staðreynd. „Og á næstu Olympíu- ieikum munum við laga hlutfallið milli kynjanna með mörgum grískum stúlkum. Keppendur frá Kuwait lentu í neðsta sæti: „Mikill skortur á innfæddum læknum og verkfræðingum“ Þijár blæjum skrýddar stúlk- ur og tveir smávaxnir drengir meðal keppenda vöktu mikla athygli á eðlisfræðileikunum. Ekki minni athygli vakti einn ' fararstjóranna fyrir að vera i kufli frá enni að tám og krjúpa með syni sínum í bænastöðu múhameðstrúarmanna í átt að Mekka á ýmsum tímum. Þessir fyrstu keppendur frá Kuwait koma frá ýmsum lands- hlutum en hinn smávaxni 19 ára Waleed Mohammad kemur frá Kuwait-borg. „Við vorum 3000 í landskeppninni en síðan vom vald- ir 25 drengir og 25 stúlkur í úrslitakeppnina. Þá var valið 5 manna lið og við fengum aðeins einnar viku þjálfun í háskólanum í Kuwait-borg áður en við komum til Jena“ sagði Waleed, alveg sátt- ur við að verma neðsta sætið. Kuwaitönsku krakkamir hafa allir lokið stúdentsprófí og fara í háskólann í Kuwait-borg næsta vetur. Dhaya Al-Jaber, 18 ára, og Amina A1 Mu Tairi, 17 ára, ætla báðar í læknisfræði, en Dheya Abdin, 18 ára, og Mahamo- ud Kazem, 18 ára, fara bæði í verkfræði. „Það eru margir er- lendir verkfræðingar og læknar í Frá vinstri: Mahmoud, Waleed, Amina, Dheya og Dhaya. Kuwait en við þörfnumst inn- fæddra manna með þessa þekk- ingu“ segja þau. Waleed ætlar einnig að verða læknir. „Það er engin framtíð í að læra eðlisfræði í Kuwait því þá getur maður aðeins orðið kenn- ari,“ segir hann snúðugt og bætir við. „Gakktu úr skugga um að þetta birtist í blaðinu þínu!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.