Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 13
jHorgtwÞIttiib /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 B 13 TENNIS / OPNA BANDARÍSKA MEISTARAMÓTIÐ KNATTSPYRNA / SKOTLAND Meistaramir með tveggja stiga forskot HANS Gillhaus skoraði þrjú mörk fyrir hollensku meistar- ana, PSV frá Eindhoven, er liðið sigraði nýliða Volendam 4:1. Liðið hefur nú tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar, en hefur lokið einum leik meira en nœstu lið. Gillhaus skoraði fyrsta markið á 18. mín. með skalla eftir sendingu Wim Kieft. Danski lands- liðsmaðurinn Sören Lerby bætti öðru marki við á 26. mín. og fjórum mín. síðar skoraði Gillhaus aftur. Wim Jonk minnkaði muninn fyrir nýliðana með marki úr vítaspymu en á lokasekúndum fyrri hálfleik gerði Gillhaus sitt þriðja mark. Ajax er fjórum stigum á eftir PSV. Liðið tapaði um helgina fyrir Utrecht 2:1 og var þetta þriðja tap liðsins í sjö leikjum. Fyrir tímabilið var Marco van Basten seldur til AC Mílanó á Ítalíu og í síðustu viku var svo vamarmaðurinn Sonny Silo- oy seldur til Racing París. John Cruyff, þjálfara Ajax, tókst ekki að fylla það gat er Silooy skildi eftir sig fyrir þennan leik. Utrecht komst í 2:0 og það var ekki fyrr en seint í leiknum að John Bosman minnkaði muninn. Þá ma geta þess að Groningen, sem rak þjálfara sinn Rob Jacobs fyrir tveimur vikum, vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu á laugardaginn. Liðið lagði Haarlem 4:0. Gódur sigur Rangers Ally McOoist skoraði þrennu Greame Souness kom inná sem varamaður hjá Rangers og skoraði. Ally McCoist, sem skoraði bæði mörk Skotlands í 2:0 sigri gegn Ungveijalandi á mið- vikudaginn, bætti um betur og skoraði þrennu fyrir Rangers á laugardaginn í 4:0 sigri gegn Dunfermline. „Það er ekki svo slæmt að skora fjögur mörk,“ sagði Souness eftir leikinn, en hann kom inná sem varamaður og skoraði fjórða markið. Celtic vann Falkirk 1:0 og er efst á markatölu, en Hearts og Aberdeen unnu einnig — Hearts vann Motherwell 1:0 og skoraði Moore markið á 44. mínútu, og Aberdeen vann St. Mirren 2:0. ■ Úrslit/B15 ■ Staðan/B15 Ekkert gefið eftir Símamynd/Reuter MARTINA Navratilova sigraði Steffi Graf frá Vestur-Þýska- landi 7:6,6:1 í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins í tennis á laugardag og sigraði þar með í mótinu annað árið í röð. Þetta er annað stórmótið í röð þar sem Navratilova sigr- ar Graf í úrslitum, en sú síðarnefnda er nú efst á hæfi- leikalista alþjóða tennissam- bandsins; ýtti einmitt Navrat- ilovu úr efsta sætinu í síðasta mánuði, en þar hafði hún í nokkur ár. Navratilova sem er 30 ára vann opna meistaramótið í fjórða sinn á laugardaginn. Hún sigraði þá hina 19 ára gömlu Steffi Graf frá Vestur-Þýskalandi, 7:6 og 6:1, og var þetta í annað sinn á árinu sem hún sigrar Graf. Áður hafi Navratilova sigrað í úrslitaleik Wimbledonmótsins. Þetta eru einu tapleikir Graf á árinu. Hún hefur unnið 61 leik og tapað tveimur og það nýtti ég mér,“ sagði Martina Navratilova eftir sigurinn. „Ég náði mér einfaldlega ekki á strik í úrslitaleiknum, hitti illa. Navratilova lék vel en ég spilaði ekki minn besta leik,“ sagði Steffí Graf. Hún sagði ennfremur að hún hafi verið með kvefi en vildi ekki meina að það hafi verið ástæðan fyrir tapinu. Navratilova fékk í sinn hlut 250 þúsund dollara eða um 9 milljónir íslenskra króna fyrir sigurinn. Graf fékk 125 þúsnd dollara. Svíamir Andreas Jarryd og Stefan Edberg sigruðu í tvíliðaleik karla. Þeir unnu Ken Flach og Robert Seguso 7:6, 6:2, 4:6, 5:7 og 7:6 í úrslitum. Navratilova og Pam Shriver unnu Steffí Graf og Gabriela Sabatini frá Argentínu í undanúrslitun í tvíliða- leik kvenna . Navratilova á því möguleika á að vinna tvöfalt í ár. I einliðaleik karla leika Ivan Lendl, Tékkóslóvakíu og Mats Wilander, Svíþjóð, til úrslita. Úrslitaleikurinn áttu að fara fram á sunndaginn en Martina Navratilova sigraði í opna bandaríska meistaramótinu í tennis í flórða sinn á laugardaginn er hún sigraði Steffí Graf í úrslitaleik, 7:6 og 6:1 honum varð að fresta vegna rign- inga. Leikurinn var settur á seint í gærkvöldi og höfðu úrslit ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Nánar verður sagt frá þeim leik í blaðinu á morgun. Seffi Graff tapaði öðrum sinni fyrir Navratilovu á þessu ári. Áður tapaði hún í úrslitum Wimbledonmótsins. er efst á hæfileikalista alþjóða tenn- issambandsins. „Ég var sannfærð um að ég gæti unnið eftir fyrri lotuna. Ég náði að hitta boltann mjög vel í þeim seinni og náði mér vel á strik. Graf tókst vel upp í forhandarhöggunum en var aftur slakari í bakhöndinni og KNATTSPYRNA / HOLLAND Martina sigraði annað árið í röð KNATTSPYRNA / 3. DEILD Verda að leika að nýju Morgunblaöiö/Andrés Pétursson Frá leik Tindastóls og Fylkis á Suðárkróksvelli á laugardaginn. Hvorugu liðinu tókst að skora og verður því að fara fram annar leikur til að fá úr því skorið hvaða lið hreppir efsta sætið í 3. deild. Fylkirog Tindastóll leika að nýju Markalaus leikur á Sauðárkróki EKKI fengust úrslit í leik Tinda- stóls og Fylkis um sigur í 3. deild á Sauðárkróki á laugar- daginn. Liðin skildu jöfn 0:0 eftirframlengdan leik. Kári lék stórt hlutverk í leik lið- anna og áttu leikmenn í mestu erfiðleikum með að hemja boltann í mestu vindhviðunum. Miðað við aðstæður var leikur- Andrés inn ágætlega spilað- Pétursson ur og sköpuðu bæði skrifar liðin sér ágætis marktækifæri, sér- staklega þegar þau höfðu vindinn í bakið. Fylkismenn voru öllu lipr- ari út á vellinum en góð barátta var í Tindastólsliðinu. Sérstaklega má geta góðrar frammistöðu vamar- innar hjá Tindastól og þá sér í lagi markvarðarins Gísla Sigurðssonar. Félagi hans í Fylkismarkinu Brynj- ar Jóhannesson átti einnig góðan leik. Sauðkrækingar mættu þó nokkrir til að fylgjast með leiknum og voru vel dúðaðir og hvöttu vel sína menn. Fylkir mætti með öflugan stuðn- ingsmannahóp og voru þeir dugleg- ir að kalla sig til hita. Þrátt fyrir framlengdan leik tókst ekki að knýja fram úrslit og verða liðin því að mætast að nýju. Það er um- hugsunarefni hvort ekki hefði verið skynsamlegra í þessari stöðu að efna til vítaspymukeppni tii að spara liðunum ferðakostnað sem er víst nógu stór rekstrarliður í starfi íþróttafélaganna á ári hveiju. Mjög góður dómari leiksins var Haukur Torfason frá Akureyri. ÍÍ4?!Í*f ífÍÍJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.