Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 16
ÍÞRSmiR KNATTSPYRNA / BIKARÚRSLITALEIKUR KVENNA Meistarar Blkarmelstarar Vals 1987. Aftari röð frá vinstri: Bryndís Valsdóttir, Logi Ólafsson þjálfari, Margrét Óskarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðrún Sæmunds- dóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Amey Magnúsdóttir, Cora Barker, Margrét Bragadóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir °g Eggert Magnússon formaður knatt- spymudeildar Vals. Fremri röð frá vinstri: Védís Armannsdóttir, Þóra Úlfarsdóttir, Ragnhildur Skúladóttir, Ema Lúðvíksdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Biynja Guðjónsdóttir, Sólrún Ástvaldsdóttir, Anna Gísladóttir og Sirrý Haraldsdóttir. Valsstúlkunum tókst að hakJa bikarmeistaratitlinum Alltaf jafn gaman! MorgunbM^GA Ragnheiður Víkingsdóttir, fyrirliði Vals, tekur hér við bikamum fyrir sigur í Bikarkeppni KSÍ. Af svip Ragnheiðar má ráða að það hljóti alltaf að vera jafti gaman að sigra í leikjum, svo ekki sé nú talað um stórmótum eins og Bikarkeppn- inni. Valur vann Akranes í úrslitaleik 2:1 á laugardaginn. VALSTÚLKURNAR urðu á laugardaginn bikarmeist- arar í meistaraflokki kvenna þegar þær sigruðu íþróttabandalag Akranes í úrslitaleik sem fram fór á Valbjarnarvelli. Lokatölur leiksins urðu tvö mörk gegn einu og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálf- leik. Valsstúlkurnar náðu því að verja bikarinn en á dögunum lóku liðin til úrls- ita í 1. deildinni og þar höfðu Skagastúlkur betur. Valur náði þvf að verja bik- arinn en urðu að sjá af Íslandsmeistaratítlinum upp á Skaga en í fyrra vann Valur bæði mótin. Mikil taugaspenna leikmanna setti mark sitt á upphafsmín- útur leiksins og var mikið um kýlingar og hlaup. Valur lék undan snörpum vindi í fyrri Vilmar hálfleik og sóttu ívið Pétursson meira en andstæð- skrifar ingamir. Eftir um það bil tíu mínútur fóru leikmennimir að finna sig og marktækifæri sáu dagsins ljós. Það fyrsta átti Valsstúlkan Sigrún Cora Barker þegar hún fékk boltann eftir aukaspymu en vamar- maður ÍA náði að komast fyrir skot hennar og bjarga í hom. Quörún skoreði, en ekkl úraukaspyrnul Skömmu seinna var dæmd auka- spyma á ÍA nálægt 10 metrum utan vítateigs þeirra. Guðrún Sæ- mundsdóttir tók spymuna, þmmaði knettinum í átt að Skagamarkinu og virtist hann ætla að hafna neðst í markhominu. Vala Úlfljótsdóttir markvörður ÍA var þó ekki á sama máli og varði skotið glæsilega. Á 22. mínútu leiksins var dæmd hendi á markvörð ÍA rétt fyrir utan teig og að sjálfsögðu mætti Guðrún Sæmundsdóttir á vettvang til að framkvæma spymuna. Guðrún sparkaði boltanum í vamarvegg Skagastúlknanna en boltinn barst síðan aftur til hennar og sendi hún hann viðstöðulaust efst í mark- homið fjær. Glæsilegt mark sem sennilega hefur komið í veg fyrir að áhorfendur fengju kvef. Fleirimörk Þremur mínútum fyrir leikslok juku Valsstúlkumar forystu sína þegar Ingibjörg Jónsdóttir skoraði gott mark. Hún fékk knöttinn við miðlínu vallarins, óð upp allan vall- arhelming andstæðinganna og renndi boltanum af öryggi framhjá markverði Akumesinga. Markaskorun fyrri hálkfleiks var þó ekki lokið þó skammt væri til leikhlés því að á iokamínútu hans skoraði Laufey Sigurðardóttir fal- legt mark fyrir IA. Aðdragandi marksins var sá að dómarinn dæmdióbeina aukaspymu á Vals- menn innan þeirra eigin vítateigs vegna þess að Ema Lúðvíksdóttir markvörður þeirra hafði tekið of mörg skref með knöttinn. Laufey fékk knöttinn úr aukaspymunni og afgreiddi hann með þmmuskoti uppí markhomið ijær. Þetta mark du j$i til að halda hita á áhorfendum í leikhléinu og kom það sér vel þar sem engin greiðasala var opin á vellinum þegar sjálfur bikarúrslita- leikurinn fór fram og því ekki hægt að fá heitt kafft. Ekkert skorað í síöari háHMk Margir bjuggust við að ÍA tæki leik- inn í sínar hendur í síðari hálfleik því að þá höfðu þær vindinn í bak- ið. Skagastúlkuraar sóttu vissulega mun meira í hálfleiknum og oft á tíðum var sókn þeirra mjög þung. Þrátt fyrir það náðu þær ekki að skapa sér nein umtalsverð mark- tækifæri. Flestar sóknir Skagans brotnuðu á Guðrúnu Sæmunds- dóttur miðverði Vals sem átti stjömuleik. Á lokaminútum leiksins gerðu Skagastúlkumar örvæntingafullar tilraunir til að jafna sem varð til þess að þær gættu ekki að vamar- leiknum. Litlu mátti því muna að Valsstúlkumar bættu marki við á lokamínútum leiksins þegar Ingi- björg Jónsdóttir komst ein innfyrir vöm ÍA en Vala Úlfljótsdóttir mark- vörður ÍA varði skot hennar mjög vel. Valsstúlkumar vom vel að þessum sigri komnar því þær léku þennan leik skynsamlega og var barátta þeirra til mikillar fyrirmyndar. Guð- rún Sæmundsdóttir átti stórleik í liði Vals og var besti leikmaður þessa úrslitaleiks. Sigrún Cora Barker átti einnig góðan leik í Vals- liðinu og barðist vel eins og reyndar allir leikmenn Vals. Lið ÍA lék oft á tíðum vel saman út á velli en þeim tókst ekki að skapa mikla hættu við mark andstæðing- anna. Ragna Lóa Stefánsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Skagamenn og einnig er Laufey Sigurðardóttir alltaf hættuleg þó að hún hafi oft leikið betur. ÍGETRAUNIR: X 1 X 1X1 122 X 2 X LOTTO 34711 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.