Morgunblaðið - 16.09.1987, Page 41

Morgunblaðið - 16.09.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 41 Hákan Karlsson formaður Samtaka Norrænna verslunarmiðstöðva: Markmiðið samtak- anna að auka atvinnu- mennsku í rekstri Samtök norrænna verslunarmið- stöðva hélt ráðstefnu hér á landi um helgina sem fjallaði um sam- vinnu verslunareigenda og húseigenda í stærri verslunar- samstæðum. Einnig var rætt um ýmsa hluti er snúa að daglegum rekstri verslunarmiðstöðva. 47 manns frá öllum Norðurlöndun- um sóttu ráðstefnuna. byggingu Kringlunnar. „Heimsókn- in í Kringluna var á margan hátt mjög athyglisverð. Umhverfí Kringlunnar er allt mjög vel úr garði gert og staðsetningin frábær. Það sama má segja um fjölbreytni verslana. Varðandi rekstrarfyrirkomulagið þá má helst nefna að verslunareig- endur í Kringlunni eiga húsnæðið sem þeir nota sjálfír en það er frek- ar óalgengt á Norðurlöndunum ef Noregur er undanskilinn. Það er nú orðið mjög algengt að stórir aðilar á borð við banka fjárfesti í verslunarhúsnæði í stórum mið- stöðvum. Það er talin verá mjög góð fjárfesting." Morgunblaðið/Sverrir Hákan Karlsson formaður Samtaka Norrænna verslunarmiðstöðva. „Markmið Norræna verslunar- samstæðuráðsins er að auka at- vinnumennsku í þesssari grein,“ sagði Hákan Karlsson, formaður samtakanna í samtali við Morgun- blaðið. „Starfsemi samtakanna byggist að miklu leyti á því að skipt- ast á hugmyndum. Ennþá er eitt- hvað um að byggðar séu lélegar verslunarmiðstöðvar og er orsökin oftast vankunnátta. Þessu erum við að reyna að ráða bót á.“ Hákan Karlsson er framkvæmdastjóri Centruminvest en það er þróunar- og stjómunarfélag fyrir verslunar- miðstöðvar sem er með starfsemi í Svíþjóð, Noregi, Finnland, írlandi og Bandaríkjunum. 160 eiga nú aðild að ráðinu og sagði Hákan að stefnt væri að því að fjölga þeim í 200. Sérstaklega skorti á í Finnl- andi og Danmörku að fyrirtæki gerðust aðilar. Kringlan hefur verið aðili að samtökunum undanfarin tvö ár og á Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, sæti í stjóm samtakanna. Meðal þess sem þátttakendur gerðu meðan á ráðstefnunni stóð var að skoða Kringluna fyrstu versl- unarmiðstöðina á íslandi. Taldi Hákan að vel hefði tekist til við Morgunblaðið/Sverrir Þátttakendur I ráðstefnu Samtaka Norrænna verslunarmiðstöðvar fyrir utan Kringluna. raöauglýsingar raöauglýsingar raöauglýsingar . I I I mannfagnaöir BORGARA HOKKURINN -flokkur með framtíð Stofnfundur Félags ungra borgara í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 19. september nk. kl. 14.30 í veitingahúsinu Glæsibæ. Ávörp flytja: Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, Guðmundur Ágústsson, alþingismaður og Júlíus Sólnes, alþingismaður. Allir ungir borgarar á aldrinum 16-32 ára eru eindregið hvattir til að mæta við stofnun þessa „síðbuxna“félags sem á eftir að slá út „stuttbuxna“deildir gömlu fjórflokkanna. Undirbúningsnefndin. BORGARA FLOKKURINN -flokkur með framtíð Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. september nk. kl. 20.00 í Dugguvogi 2. Stjórnin. Selfoss — Selfoss Sjálfstæðjsfélagið Óðinn boðar til félagsfundar fimmtudaginn 17. sept. kl. 21.00 á Tryggvagötu 8, Selfossi. Fundarefni: Bæjarmál. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórnin. Dalvíkingar Þingmaðurinn ykkar Halldór Blöndal og Tausti Þorsteinsson bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Dalvik, verða með við- talstíma fimmtudaginn 17. september nk. á Bergþórshvoli á Dalvik. Viðtalstiminn er frá kl. 17.00-19.00 e.h. Einnig er hægt að hringja í síma 61334. Um kvöldiö verður aðalfundur sjálfstæðis- félagsins á Dalvík. Aðalfundurinn sem hefst kl. 20.30 verður haldinn á Bergþórs- hvoli. Gestur fundarins verður Halldór Blöndal. Sjálfstæðismenn á Dalvik eru hvattir til aö sækja fundinn. Seyðisfjörður — bæjarmálafundur Sjálfstæðisfélagið Skjöldur, Seyðis- firði, heldur almenn- an félagsfund um bæjarmálefni í félagsheimilinu Herðubreið, fimmtu- daginn 17. septemb- er nk. og hefst fundurinn kl. 21.00. Dagskrá: _________________ Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Guðmundur Sverrisson og Am- björg Sveinsdóttir, ræða stöðu bæjarmála. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta. Sjálfstæðisfðlagið Skjöldur. Hveragerði — Hveragerði Sjálfstæðisfélagið Ingólfur boðar til stjórn- málafundar með Þorsteini Pálssyni, forsætisráðherra, í félagsheimili Ölfusinga, miövikudaginn 16. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Stjórnmálaviðhorfið o.fl. Þorsteinn Páls- son, forsætisráðherra. 2. Kaffiveitingar. 3. Fyrirspumir. 4. önnur mál. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Hauganes og nágrenni Þingmaöurinn ykkar Halldór Blöndal og Valdimar Kjartansson hreppsnefndarmað- ur verða með vlðtalstfma miðvikudaginn 16. september nk. á Klapparstíg 2 á Hauga- nesi. Viðtalstíminn er frá kl. 20.30-22.00 e.h. Einnig er hægt að hringja I sima 61590.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.