Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 fclk í fréttum Fer eftir eigin tilfinningnm, ekki vinsældaformúluni - segir Rúnar Þór Pétursson, hljómlistarmaður Rúnar Þór Pétursson er í þann veginn að gefa út aðra sóló- plötu sína, og í því tilefni fannst Fólki í fréttum tilvalið að rabba við Rúnar um tónlist hans, og lífið og tilveruna. Rúnar hefur komið víða við á undanfömum tveimur árum; fyrir utan sólóplötu sína „Auga í vegg“, hefur hann gefíð út plötu með hljómsveitinni X- Splendid, og spilað með henni eða komið fram sjálfur á tónleikum um allt land. Rúnar var fyrst spurður um nýju plötuna sína, sem heitir „Gísli", eins og eitt lagið á plöt- unni, sem fjallar um Gísla á Uppsölum. Rúnar sagði að Gísli væri sér hugleikinn vegna þess að hann hefði lifað í sátt við sjálf- an sig og aðra, en fjölmiðlar og nútíminn hefðu síðan troðið sér óumbeðið upp á hann. „Þeir sem hafa kosið að lifa í friði, eiga að fá að lifa í friði“ sagði Rúnar. Hann sagði að það væri mun meira lagt í nýju plötuna en í þá fyrri; hljóðfæraleikur væri vand- aðri, og honum fyndist hann hafa meira að segja, bæði í lagasmíðum sínum og textum. Öll lögin á plöt- unni eru eftir Rúnar, utan eitt, og allir textarnir, nema þrír. Þá syngur Megas eitt lagið á plöt- unni með Rúnari. „Það má segja að það megi fínna allt á plöt- unni,“ sagði Rúnar, þegar hann var spurður hvemig hann vildi flokka tónlist sína; og nefndi blús, reggí, rokk, og ballöður. Þá sagði Rúnar að textar sínir væru mun áþreifanlegri og raunverulegri, jafnvel pólitískari, en áður, og ekki eins draumkenndir og fyrr. En hvemig stóð á því að Rúnar fór út í tónlistina til að byrja með? Rúnar sagðist hafa fengið bakteríuna við að hlusta á bítla- tónlist í útvarpinu, og hann hefði síðan farið 14 ára að láta að sér kveða með skólahljómsveitum, og á böllum á ísafírði og Vestfjörð- um. Síðan fluttist hann til Reykjavíkur, en tók sér svo fímm ára hlé frá tónlistinni, áður en hann gaf út „Auga á vegg“ fyrir tveimur árum. Um tildrög þeirrar plötu sagði Rúnar: „Ég vildi heyra sjálfur hvemig ég hljómaði á plasti. Mér fannst ég hafa mjög mikið að segja, miðað við það sem var að gerast í tónlistarlífinu héma. Það má segja að ég hafí viljað fá staðfestingu á sjálfum mér.“ Rúnar gekk síðan í hljóm- sveitina X-Splendid, og spilaði með þeim á plötu þeirra „Lokið hurðinni", sem út kom fyrr á þessu ári. Þá hefur Rúnar komið fram sjálfur með ýmsum tónlistar- mönnum víða um land, þ.á.m. á veitingahúsinu Hrafninum. Rúnar sagðist aðspurður ekki stefna beint á vinsældalistana með tónlist sinni, hann færi eftir eigin tilfínningum, en ekki ein- hverjum popp-formúlum. Rúnar sagði að honum fyndist að það væri of mikið um það að menn kepptu að sama markinu í íslensku tónlistarlífí í dag, að komast á vinsældalista; „það er eins og fáir þori að gera það sem þeim sýnist sjálfum." Það væri mikið um það að sama tónlistin væri leikin á útvarpsstöðvunum, og það vantaði breidd í lagavali. Rúnar vildi koma því að að hann teldi að hljómplötuútgáfan Tóný væri skref í rétta átt í íslensku tónlistarlífí, því að hún hefði lagt sig fram við að koma fólki sem ekki félli beint inn í „vinsælda- formúluna" á framfæri, sem ella hefðu kannski ekki átt upp á pall- borðið hjá útgefendum. „Gísli“ kemur út nú 25. septem- ber nk., og Rúnar Þór ætlar síðan að fylgja plötunni eftir með tón- leikum í næsta mánuði. Rúnar er síðan þegar farinn að huga að gerð næstu plötu, en hún á að vera „trúbadúr“-plata, þar sem Rúnar spilar á kassagítar. Hundskrímslið hémaámynd*- inniheitir Fonzi, og er kynhreinn Afghan-hundur í Singapore. Hann er á leið- inniheimí hundaleigubíl eftir hárþvott og klippingu. Reuter Singapore: Þar eru hundar ýmist snyrtir eða snæddir Efnahagsundrið í Singapore hef- ur komið fleirum en tvífætling- um til góða, og nýríkir íbúar landsins hafa m.a. látið hunda sína njóta góðs af. Það er ekki langt síðan að fólk í Singapore umgekkst hunda helst með hníf og gaffli við matborðið, en nýlega hafa ýmiskon- ar þjónustufyrirtæki við hundaeig- endur sprottið upp eins og gorkúlur, og virðast ganga býsna vel. Sérstakir leigubílar keyra hunda og eigendur þeirra til og frá snyrt- ingu, þar sem þvottur og klipping kostar upp undir 1,500 íslenskar krónur. Þá eru til sérverslanir með hundavörur, þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar; frá gimsteinaskreyttum hálsólum, til skírlífísnærbuxna fyrir lóða tíkur. Hvenær fáum við svona verslun í Kringluna? Hundaást Singapore-búa sést á því að í fyrra voru veitt 39,000 leyfí fyrir hunda, en á fyrstu 8 mánuðum þessa árs voru veitt 43,500 leyfi. Ekki eru allir jafn hrifnir af þess- arri þróun, og kvartanir vegna hunda fara vaxandi; menn kvarta yfír hundgá á kvöldin, óþrifum á gangstéttum, og auknum fjölda flækingshunda - vonandi þó betur snyrtum en áður. Einn hundahatar- inn stakk upp á því snjallræði að skorið yrði á raddböndin á geltnum hundum, en hann hefur þurft að fara huldu höfði síðan, vegna hót- ana hundavina, sem segja hug- myndina villimannslega. Þessi tillaga er þó minnsta áhyggjuefni hundaeigenda í Sin- gapore þessa dagana, því þó að hundaát sé bannað með lögum, eru þeir þó margir sem ekki geta hugs- að sér betri krás en vel soðna hundakássu. Sérstaklega verða menn að gæta þessarra ferfættu vina sinna á gangi í gamla Kína- hverfínu, því þar blóta menn enn á laun, og bíða færis á að snæða kynhreina, klósnyrta og nýklippta kjölturakka ríka fólksins, og stanga síðan úr tönnunum með smarögðun- um í ólinni. COSPER — Þú verður að fara að sleppa héðan út, ég er búin að eyða öllum peningunum, sem þú stalst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.