Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 3
B 3
jtUrgimfrtfiMb /ÍÞRÓTTIR
ÞRJÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
G6Alr kolvetnagjafar
Brauö og annar kornmatur eru góðir kolvetnagjafar.
hafa sýnt að aðeins u.þ.b. 40%
orkunnar í okkar fæði koma að
jafnaði úr kolvetnum. Hlutfallið
er þetta Iágt, þrátt fyrir að neysla
strásykurs hér á landi sé mikil.
Yfirleitt er ráðlagt að 50—60%
orkunnar komi frá kolvetnum og
að hlutfall 8trásykure sé ekki
meira en 10% af heildarorkunni.
Ef glýkógenforði lfkamans er
tæmdur með því að stunda æfing-
ar áður en við neytum kolvetn-
aríkrar fæðu, er hægt að ná meiri
hleðslu og þannig tvöfalda
glýkógenforða vöðva. Enn meiri
hleðslu má ná með því að tæma
glýkógenforðann og borða síðan
fitu- og próteinríkt fæði í u.þ.b.
argildi. Drykkir sem innihalda
gervisætuefni í stað sykure gefa
þó ekki orku, nema í litlu mæli
fyrir þá drykki sem innihalda
hreinan safa auk gervisætuefna.
íþróttafólk verður að velja fæðu
sem ekki inniheldur mikið af við-
bættum sykri og auk þess fæðu
sem ekki gefur mikla fitu. Leggja
ber höfuð áherslu á þær fæðuteg-
undir og þá fæðuflokka sem hér
að ofan eru nefndir góðir kolvet-
nagjafar, en hafa ber í huga að
fjölbreytt fæðuval er nauðsynlegt
til að líkaminn fái öll þau næring-
arefni sem hann þarfnast.
Jón
Gíslason
HREYSTl
Rétt samsett fæða getur haft áhrif á árangur
Kolvetnarík fæða stuðlar að auknu úthaldi
Leggja þarf áherslu á komvörur, grænmeti og ávexti
Hollt mataræði er mikilvægur
þáttur í almennu heilbrigði,
en þessi þáttur getur verið sére-
taklega mikilvægur fyrir ákveðna
hópa. Þetta á m.a. við um íþrótta-
fólk sem starfar undir miklu álagi
á erfíðum æfingum
og í keppni. íþrótta-
fólk þarf því að vanda
fæðuval og vera með-
vitað um þau áhrif
sem rétt samsett
fæða getur haft á
árangur.
Kolvstnl
Rannsóknir hafa sýnt
að íþróttafólk sem
borðar kolvetnaríka
fæðu, hefitr meira
úthald og getur unnið
lengur en þeir sem
borða venjulegt
blandað fæði, eða
fæði sem er fítu- eða
próteinríkt. Ástæðan
fyrir þessu er sú, að
sykurforði (glýkóg-
enforði) í vöðvum og
lifur eykst á kolvetn-
aríku fæði. Líkaminn
brýtur glýkógen nið-
ur í glúkósu (blóðsyk-
ur) sem nýtist sem
auðfenginn orkugjafi
og þvi meiri sem forðinn er, þess
lengur getur íþróttamaðurinn
unnið. Auk glúkósu notar líkam-
inn fitusýrur til að mynda orku,
en fitusýrubrennsla krefst meira
súrefnis. Við þjálfun eykst mögu-
leiki vöðvafruma á að nýta fitu-
sýrur til að mynda orku og
sykurforðinn endist því lengur hjá
vel þjálfuðu fólki, en hjá þeim sem
ekki stunda íþróttir eða eru í lítilli
þjálfun. Er þetta sérstaklega mik-
ilvægt fyrir þá sem stunda
þolgreinar eða aðrar (þróttagrein-
ar sem vara í eina kiukkustund
eða lengur.
Kolvotnahleðsla
Hægt er að auka glýkógenforða
Ifkamans á fleiri vegu og er þá
oft talað um kolvetnahleðslu eða
glýkógenhleðslu. Sú aðferð sem
hentar öllu fólki vel er að breyta
mataræði þannig að hlutfall kol-
vetna af heildarorku verði meira
en í blönduðu fæði, en við það
næst veruleg aukning í gýkógenf-
orða. Með blönduðu fæði er hér
átt við fæði eins og við íslending-
ar borðum venjulega, en kannanir
3 daga og stunda jafiiframt erfið-
ar æfingar. Sfðan er skipt yfir í
kolvetnaríkt fæði f 3 til 4 daga
og þá aðeins stundaðar léttar
æfingar. Þessari aðferð fylgir hins
vegar mikið álag og er hún því
ekki ráðleg fyrir flest íþróttafólk.
Til að ná sem mestri glýkógen-
hleðslu verður yfir 75% af orkunni
að koma frá kolvetnum.
Hvað eru kolvetnl?
Kolvétni eru bæði einföld og flók-
in efnasambönd. Sem dæmi um
einföld kolvetni ná nefiia strásyk-
ur, þrúgusykur, ávaxtasykur og
mjólkursykur. Flókin kolvetni eru
hins vegar sterkja sem við fáum
t.d. úr kartöflum og komvörum,
treQaefni og glýkógen sem mynd-
ast f lifur og vöðvum líkamans.
Trefiaefni meltast ekki, en sterkj-
an er brotin niður í minni sykur-
einingar, sem síðan frásogast og
nýtast þannig sem orkuforði fyrir
Ifkamann.
Sem dæmi um góða kolvetnagjafa
má nefna kartöflur og aðra jarðá-
vexti, brauð og annan kommat,
grænmeti og ávexti. lijgð er
áherela á minni neyslu strásykur,
sælgætis, gosdrykkja og annarra
svaladrykkja, sætabrauðs og
sambærilegra vömtegunda, þar
sem þessar vömr gefa mikla orku,
en hafa að öðm leyti lítið næring-
Molrl kraftur
íþróttafólk getur unnið lengur og af meiri krafti ef
glýkógenforði er mikill.
BLAK / ÍSLANDSMÓTIÐ
Óvæntur sigur stúlkn-
anna í liði Þrótt-
ar frá Neskaupsstað
STÚLKURNAR frá Neskaups-
stað komu mjög á óvart um
helgina með þvf að leggja lið
KA á Akureyri að velli í fyrsta
leik sfnum f íslandsmótinu f
blaki. Þetta er f fyrsta sinn sem
Þróttur frá Neskaupsstað
sendir kvennaiið til keppni og
það má þvf með sanni segja
að þœr hafi byrjað vel. Sérstak-
lega skemmtllegt fyrir bœjarfé-
lagið þar sem blak hefur verið
f miklum uppgangi þar eystra
undanfarin ár.
Leikur Þróttar og KA í kvenna-
flokki var ekki vel leikinn og
kvörtuðu Akureyringar yfir því að
tvær úr byijunarliði þeirra væra
•■■■■■ meiddar. Það breytir
Skúli Unnar ekki þeirri stað-
Sveinsson reynd að Þróttur
skrífar vann sætan sigur í
sínum fyrsta leik í
íslandsmóti og ætti sigurinn að efla
þær í baráttunni sem framundan
er hjá þeim í deildinni.
Leikurinn var mjög sveiflukenndur.
KA-stúlkur unnu fyretu hrinuna en
Þróttarar vora ekki á því að gefast
upp og með baráttu tókst þeim að
vinna tvær næstu. Pjórðu hrinuna
vann KA og því þurfti oddahrinu
til að fá úrelit og þá hrinu unnu
austanstúlkur og leikinn þar með
3:2.
Víkingsstúlkur héldu uppteknum
hætti frá því f Reykjavíkurmótinu
og unnu Þrótt í fjóram hrinum.
Þróttarstúlkur hófu leikinn vel og
unnu fyretu hrinuna en eftir það
var allur vindur úr þeim og Víking-
ar réðu leiknum þær þijár hrinur
sem eftir vora.
í Kópavogi áttust Breiðablik og HK
við í kvennaflokki og vann Breiða-
blik 3:0. HK-stúlkur, sem nú keppa
í fyrsta sinn á íslandsmóti, stóðu
þó nokkuð í reyndu liði Blika en
ekki nóg til að vinna hrinu.
Ekkert óvœnt hjá körlunum
Þrír leikir vora í karlaflokki og urðu
úrslit þar samkvæmt þvf sem búast
mátti við. Stúdentar unnu Fram 3:1
í leik sem stóð í 85 mínútur. Fram-
arar börðust vel og veittu ÍS
talsverða mótspymu, meiri en búist
var við fyrirfram. Þeirra bestur var
Kristján Már Unnarsson en auðvit-
að naut hann þess að skella í
sókninni eftir gott uppspil ólafs
Árna Traustasonar. Hjá ÍS var Sig-
fús Viggósson sterkur. Hann hefur
geysilegan stökkkraft og skellir
hans era illviðráðanlegir. Sigurður
Þráinsson var einnig sterkur, hann
er góður í lágvöm og berst vel.
Marteinn Guðgeirsson spilaði upp
hjá ÍS og gerði það ágætlega en
hann mætti að ósekju dreifa spilinu
meira. Miðjusóknir ÍS vora góðar
en allt of sjaldgæfar og verður
Marteinn að bera sökina á því.
í Digransei léku HK og HSK og tók
það heimamenn ekki nema 46
mínútur að leggja gestina 3:0. Ein-
ar Þór Ásgeirsson var sterkastur
HK-manna. Mikið efnr sem verður
góður þegar hann hefur sjóast dá-
lítið í deildinni. Skjöldur Vatnar
Bjömsson meiddist í leiknum,
skarst illa á fíngri, og verður eflaust
eitthvað frá keppni og er það slæmt
fyrir HK þar sem Kjartan Busk er
einnig meiddur og leikur trúlega
ekki mikið með í vetur.
Strákamir í KA létu tap stúlknanna
gegn Þrótti ekki hafa áhrif á sig
og unnu Þrótt 3:0. Heimamenn
byijuðu af krafti en gestimir sóttu
á er líða tók á leikinn. Þróttarar
hafa marga unga og efnilega stráka
í liði sínu og greinilegt að þar eystra
hefur verið unnið gott starf í yngri
flokkunum í blaki.
■ Úrslit/B14
BANDARÍSKI HAFNABOLTINN
Reuler
Lelkmenn Mlnnesota fögnuðu innilega eftir að hafa tryggt sér titilinn. Hér eru Kirby Puckett, til vinstri númer
fjögur, og Frank Viola. Viola var kjörinn besti leikmaður úrelitaleikjanna að þessu sinni.
Minnesota meistari
Liö Minnesota Twins varð
Bandaríkjameistari íhafna-
bolta (baseball) á sunnudag.
Liðið sigraði St Louis Cardinals
með fjórum leikjum gegn
þremur í jafnri og skemmtilegri
úrslitakeppni. Var þetta ffyrsta
sinn Twinsr verður meistari í
27 ára sögu fólagsins.
„Heimsserfan11, eins og Banda-
rfkjamenn kalla úslitin f hafna-
boltanum, var óvenjuleg að þvf
leiti að í fyrsta sinn í sögu
keppninnar unnu heimaliðin
alla leikina.
Urslitaserían hófst fyrir 10 dög-
um og vann þá Minnesota tvo
fyrstu leikina í Metrodome höllinni
með 10-1 og 8-4. í síðustu viku
■■■■■■ fluttu iiðin sig um
Gunnar set til Bush Stadium
Valgeirsson [ St Louis. Lið St
skrifar Louis tók sig þá
heldur betur ár,
sigraði í þremur leikjunum f röð á
heimavelli og náði 3-2 forystu í
keppninni. A laugardag jafnaði svo
Minnesota keppnina með sigri í
Minneapolisborg. Úrsiitaleikurinn
sjálfur var því á sunnudag.
Eftir að St Louis náði 2-0 forystu,
tóku leikmenn Minnesota sig til og
náðu að skora 4 mörk (rans) áður
en leiknum lauk. Þessari forystu
hélt liðið út leikinn og sigraði því
í úrslitakeppninni.
Eftir leikinn brutust út mikil fagn-
aðarlæti meðal hinna 55.376
áhorfenda í Metrodomehöllinni, sem
og í Minneapolisborg. Er þetta í
fyrsta sinn í áraraðir sem lið frá
Minnesota verður Bandaríkjameist-
ari í atvinnuíþróttum og má fast-
lega búast við að fagnaðarlæti hjá
íbúum Minnesota-fylkis standi eitt-
hvað fram eftir vikunni.
Lið Minnesota er mjög ungt og
spáðu engir sérfræðingar þeim titl-
inum áður en að keppnistímabilið
hófst. En hinir ungu leikmenn liðs-
ins létu það lítið á sig fá og áttu
titilinn fyllilega skilið. Lið St Louis
stóð sig í raun framar öllum vonum
í þessari úrslitakeppni. Mikil meiðsl
hijáðu leikmenn liðsins fyrir og í
úrslitakeppninni, en liðið var samt
einungis einum sigri frá titlinum.
Þjálfari liðsins kallaði frammistöðu
sinna manna „kraftaverk", en þjálf-
ari Minnesota sagði eftir úrelitaleik-
inn: „ég er mjög hreykinn af þessum
strákum og þeir áttu fyllilega skilið
að vinna titilinn."
Atvinnumenn í homaboltanum era
því komnir í vetrarfrí fram í mars
á næsta ári, en þá hefjast æfingar
aftur hjá liðunum. Er það venjulega
talið fyrsta merki um að vorið sé
komið í Bandaríkjunum, þegar
homaboltamenn taka fram kylfur
sfnar og bolta að nýju.