Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 7
BUrgttnbfaMh /ÍÞRÓTTIR ÞKŒXJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
B 7
FIMLEIKAR KARLA / HEIMSMEISTARAMOTIÐ I HOLLANDI
Bilozerchev heims-
meistari í annað sinn
DIMITRI Bilozerchev frá Sov-
étríkjunum verð heimsmeistari
í fjölþraut í annað sinn þegar
hann vann úrslitakeppnina
sem lauk á laugardaginn í Rott-
erdam, Hollandi. Dimitri tók
forystuna strax í upphafi
keppninnar, þegar keppni í
skylduœf ingum fór fram á
þriðjudag, og bœtti enn á for-
skotið í frjálsu œfingunum á
fimmtudaginn. Það forskot
nœgði honum til sigurs í úrsli-
takeppninni, þó svo að landi
hans, heimsmeistarinn frá
1985 Júri Korolev, saxaði stöð-
ugt á forskotið. Þegar upp var
staðið skildu aðeins 0.075 stig
þáað.
Saga Dimitri Bilozerchev er
mjög athyggliverð. Hann byrj-
aði að æfa fímleika mjög ungur hjá
þjálfaranum Alexander Alexandrov
■■■■■[ sem þá var ný út-
Jónas skrifaður úr íþrótta-
Tryggvason háskólanum í
skrífar Moskvu. Fyrsta árið
þótti hann ekkert
sérstakur, frekar þybbinn og hæg-
ur, en þegar fram liðu stundir fóru
hæfíleikar hans að koma betur í
ljós. Hann komst snemma í ungl-
ingalandslið Sovétríkjanna, og fór
þá að sjást á alþjóðlegum mótum.
Árið 1983 varð hann yngsti heims-
meistari sögunnar aðeins 16 ára
gamall. Menn verða að hafa náð
16 ára aldri til að fá að taka þátt
í keppni karla á HM. Ári seinna
vann hann heimsbikarinn í Búda-
pest , en það er keppni þar sem
aðeins 16 færustu fímleikamenn
heimsins hafa þátttökurétt. Árið
1985 vann hann Evrópumótið sem
haldið var í Osló. Stuttu fyrir HM
1985 lenti Bilozerchev í bflslysi þar
sem hann fótbrotnaði illilega (fótur-
inn fór í meira en 40 hluta fyrir
neðan hné) og segja illar tungur
að þar hafí bakkus verið við stýrið.
Um þetta segir hann sjálfur: „Ég
brotnaði það illa á vinstra fæti að
um tíma töldu læknamir að taka
þyrfti fótinn af.“ Þetta voru á þeim
tíma slæmar fréttir fyrir fímleika-
heiminn, því að allir töldu lífdaga
Dimitri sem fímleikamanns talda.
En Dimitri var ekki á þeim buxun-
um að hætta og með hjálp eins
færasta læknis í Sovétríkjunum, dr.
Elízarov, tókst honum á um einu
ári að græða fótinn í upphaflegt
horf. Tók hann þá til við strangar
æfíngar en tók ekki þátt í keppni,
nema innan landsliðsins. Svo kemur
hann núna til Rotterdam og sigrar
með miklum glæsibrag. Eini titillinn
sem hann vantar til að fullkomna
safnið er Ólympíumeistaratitillinn
og það er aldrei að vita hvað gerist
í Seoul á næsta ári.
Annars er það um úrslitakeppnina
á laugardaginn að segja að sovéska
tríóið Bilozerchev, Korolev og Art-
emov voru aldrei í neinni hættu um
að missa af verðlaunasætunum,
eina spurningin var hvemig þeir
myndu skipta þeim á milli sín. Val-
ery Ljúkin var í öðra sæti fyrir
keppnina eins og við sögðum frá í
laugardagsblaðinu, en hann gat
ekki keppt sökum meiðsla og tók
þá Korolev hans sæti. Tveir menn
hlutu 10.00 í einkunn í úrslita-
keppninni, Korolev og Kroll, báðir
fyrir stökk. Silvio Kroll (A-Þýska-
landi) varð síðan í fjórða sæti eftir
Hér er Bilozerehev I afstökki af tvísla.
Router
Reuter
Gull!
Dimitri Bilozerehev, sigurvegari í flölþraut á HM í Rotterdam, sést hér í æfíngu á bogahesti, sem færði honum gullverðlaun
í þeirri grein.
að hafa sýnt mörg góð tilþrif. Land-
ar hans Holger Behrendt og Sven
Tippelt urðu í 6. og 8. sæti. Zsolt
Borkai, bogahestsnillingurinn frá
Ungveijalandi, lenti í 5. sæti og
hefur hann sjaldan eða aldrei verið
í eins góðu formi. Lou Yun (Kína)
stóð sig vel í úrslitakeppninni og
hækkaði sig úr 10. sæti í það 7.
félaga hans Xu Zhiquiang sem var
í 4. sæti fyrir keppnina tókst ekki
eins vel upp og endaði i 12. sæti.
Úrsllt á áhöldum
Keppni á einstökum áhöldum fór
fram á sunnudag og kom þar fátt
á óvart. Keppni var eðlilegu fram-
haldi af gangi mótsins í heild.
QóHsaflngar
Lou Yun hélt uppi heiðri Kínveija
sem mikilla gólfmeistara, og sigraði
í úrslitunum með einkunnina 10.00.
Artemov varð annar og Ljúbomir
Geraskov (Búlgaríu) hlaut þriðja
sætið.
Bogahestur
Bilozerchev deildi gullinu með Ung-
veijanum Zsolt Borkai sem við-
heldur hinni ungversku hefð að
sigra í æfingum á bogahesti en það
hefur gerst allt síðan Miroslv Cerar
vann 1952. Geraskov hlaut aftur
brons.
Hrlnglr
Júri Korolev hirti hér einn gullverð-
launin sem hann deildi fyrir tveimur
áram með Li Ning (Kína). Ning
deildi nú silfrinu með Bilozerchev.
Li Ning hefur náð sér af meiðslum
sem hann hlaut í fjölþrautinni og
tók þátt í úrslitum á hringjum og
bogahesti.
Stökk
Ixm Yun og Silvio Kroll vora alger-
lega jafnir í fyrsta sætinu og höfðu
báðir hlotið 10.00 í einkunn í keppn-
inni. Dian Kolev hirti enn ein
bronzverðlaun fyrir Búlgaríu.
Tvfslá
Vladimir Artemov sýndi mikið ör-
yggi þegar hann vann úrslitakeppn-
ina á tvíslá, Bilozerchev varð annar
og A-Þjóðveijinn efnilegi Sven
Tippelt varð þriðji. Silvio Kroll,
heimsmeistari á tvíslá 1985, varð
að sætta sig við fjórða sætið.
Svtfrá
Bilozerchev hlaut enn ein gullverð-
laun þegar hann sigraði í æfingum
á svifrá. Óvæntustu úrslitin í karla-
keppninni vora þegar Kanadamað-
urinn Curtis Hibbert hlaut siifur á
svifránni. Behrendt og Borkai
deildu svo bronzinu.
■ Úrsllt/B15