Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 B 5 íbúð í Reykjavík. Þau eiga eina dóttur, Temmu Bell, sem einnig hefur getið sér gott orð sem list- málari. Hún er gift Ingimundi Kjarval og býr með honum á sveitabýli utanvið New York þar- sem þau leggja bæði stund á myndlist. Louisa Matthíasdóttir er löngu komin í hóp virtustu málara vest- anhafs og mikið látið með hana í bókum, blöðum og tímaritum, en hún hefur aldrei látið velgengn- ina stíga sér til höfuðs, er eftir sem áður sama hlédræga, orðfáa og launkímna konan og hún var fyrir rúmum þremur áratugum þegar vegalaus sveinstauli barði myndfleti og þær verið fremur kyrrstæðar, en hér var minna lagt uppúr skýrt afmörkuðum flötum og mun meiri áhersla lögð á sveigjanleik sem leiddi fram innri byggingu myndanna og raun- verulegan eða hugsanlegan hreyfanleik persónanna. Margar myndanna voru af Temmu í ýms- um stellingum og sýndu árang- ursríka viðleitni listakonunnar við að beita pensilförunum til að „opna“ formin, láta manneskjuna renna saman við umhverfíð, verða lífrænn partur af stærri heild. Þetta kom enn greinilegar fram í allmörgum myndum af liggjandi manni, sem Louisa hafði málað af manni sínum sumarið 1955 þegar þau hjón dvöldust í MacDowell-listamannanýlen- dunni í Connecticut. Þessar myndir eru að því leyti frábrugðn- ar öðrum verkum Louisu, að yfír þeim hvílir einstaklega fínlegur og ljóðrænn blær þær eru ekki fyrst og fremst glíma við form- sköpun, heldur einskonar æfíngar í hámákvæmri meðhöndlun pens- ilsins til að skapa dýpt með því að láta hin ýmsu blæbrigði græna litarins leikast á. Ég hef jafnan hugsað til þessa kafla í ferli Lou- isu sem „græna skeiðsins". Á sýningunni í Tanager Gallery 1958 var meðalverð á myndum Louisu 250 dollarar og seldust þó dræmt. Hún sýndi mér þá vinsemd að selja mér eina „grænu mynd- anna“ á hálfvirði, og hefur hún verið mér látlaust augnayndi í aldarþriðjung. Næsta sýning sem ég sá var í Robert Schoelkopf Galleiy í New York vorið 1984, og gat þar að lfta þá tegund málverka sem mönnum urðu svo hugstæð á Kjarvalsstöðum sumarið 1984 og þessi bók er meðal annars til vitn- is um. En nú brá svo við að verðlag var langt fyrir utan og ofan mína djörfustu drauma: ódýrustu mjmdimar kostuðu 24.000 doll- ara, og ellefu málverk vom seld þegar mig bar að garði á fyrstu dögum sýningarinnar. Þetta fjárhagslega heljarstökk segir vitaskuld lítið sem ekkert uppá hjá henni og var tekið einsog glataða syninum. Þó hún standi nú á sjötugu starfar hún enn af sömu elju og einbeitni og fyrr á ámm. Þó Louisa hafí verið árlegur gestur í heimalandinu undanfama áratugi hefur hún aldrei eftit til einkasýningar hérlendis, svo kyn- lega sem það hljómar um jafnvíð- þekktan og virtan listamann. Fyrstu umtalsverðu nasasjón af verkum hennar fengu íslendingar á Listahátfð 1984, þegar tíu íslenskum „útlögum" var boðið að sýna á Kjarvalsstöðum. Á þeirri eftirminnilegu sýningu sýndi Lou- isa 51 mynd og skipaði tvímæla- laust heiðurssessinn, vakti óskipta athygli allra sem sýninguna sóttu, enda er varla oftnælt að í myndum hennar sé ísland séð með ferskum að ekki sé sagt ófreskum augum og sýnimar þannig túlkaðar að allt verður sem nýtt, æmar, kýr og smalinn. Það kann að vera rétt athugað hjá Aðalsteini Ingólfssyni, að áreynslulaus tærleikinn sem auð- kennir list hennar eigi rætur að rekja til þess, að hún sér ætt- landið úr fjarska og getur fyrir bragðið sneitt hjá þarflausum aukaatriðum, dregið fram það eitt sem máli skiptir í samleik forma og lita í íslenskri náttúru. Hvað sem öðru líður býr veröldin sem hún skapar yfír þeim tærleik skynjunar og þeim einfaldleik tjáningar sem við setjum í sam- band við sýnir bemskuáranna, þegar allt var óbrotið, litskrúðugt og uppmnalegt. Þvílfkur galdur er afrakstur mikillar elju samfara þeirri fágætu gáfu að varðveita bemska sjón og bemskan hug gegnum margvísleg boðaföll full- orðinsáranna. Fyrsta sýning Louisu sem ég sá var haldin í Tanager Gallery í New York haustið 1958. Þar gat að líta myndir frá næstliðnum áratug, þegar listakonan lagði sérstaka og samfellda rækt við mannamyndir. Á því skeiði vaið ákveðin þróun hjá henni í gerð mannamynda. í fyrri myndum hafði hún lagt höfuðáherslu á um hlutfallslegt gildi þeirrar listar sem Louisa skóp fyrr og nú, en heilmikið um óútreiknanlega duttlunga þeirra markaðslögmála sem listamenn f hinum stóra heimi em ofurseldir. Louisa var fráleitt hundrað sinnum betri 1984 en hún var 1958, en hún hafði öðlast verðskuldaða viðurkenningu og frægð sem færði henni fjárhags- lega umbun ævilangrar elju. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.