Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Listamannaþing 1 987 :Erskapandivitund íhættu? Hvað væri Ódysseifur án Trójustrfðs? Erindi KristínarJóhannesdóttur, kvikmyndaleikstjóra Hefúr hættan ekki alla tíð verið við hvert fótmál og allt útlit fyrir að þannig verði áfram svo fremi sem líf hrærist með mönnum? Hefur ekki skapandi vitund, skap- andi hugsun, ætíð staðið frammi fyrir ógnvekjandi andstæðingum og tortímandi andstæðum? Að minnsta kosti í menningarheimi okkar sem byggjum á grundvelli Aþenu, Jerú- salem og Rómar. En vilja menn hættulaust ástand? Eigum við að leiða hugann að því hver yrðu afdrif skapandi hugsunar í hættulausum heimi. Allur flotinn í höfn og menn og málefni í góðvilj- aðri forsjá. Nei, ég held bara ekki. ímyndið ykkur Ódysseif án Trójustríðs, eineygðra risa og tryll- andi hafmeyja o.s.frv. o.s.frv. Hann hefði að minnsta kosti ekki freistað Hómers. En Ódysseifur náði höfn þrátt fyrir allt og það til þess að kviðumar mættu verða til. Þannig er því líka varið með skapandi vitund, hún nær höfn. Spumingin er bara hvemig. Ég leyfi mér líka að fullyrða að hættan er hvorki meiri né heldur neitt minni en hún hefur verið fram á þennan dag. Hún er aftur á móti önnur. Og þá liggur beinast við að íhuga í hveiju hættan eða hættumar eru fólgnar einmitt nú á dögum. Að vísu verður að taka fram að kannski er hugtakið vitund, skap- andi vitund, nokkuð víðtækt og óljóst og gæti átt bæði við vitund skapandans og vitund móttakand- ans. Sköpun, skapandi starfsemi, er framleiðsla á einhveiju nýju. Ein- hveiju sem ekki var til áður. Skýrasta dæmið um skapandi at- ferli má Iesa í samnefndri sögu, þ.e.a.s. sköpunarsögunni: „í upp- hafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm og myrk- ur grúfði yfir djúpinu og andi Guðs sveif yfir vötnunum. Guð sagði: verði ljós. Og það varð ljós...“ o.s.frv. Þannig skapaði Guð eitthvað sem ekki var til áður og það er okkar skilningur á sköpun, a.m.k. í okkar júdeo-kristna heimi. En svo gerist það fyrir tæpum tveimur öldum að nútíminn reið í hlað og uppfrá því hefur skilningur okkar á sköpunarstarfí verið jafn- framt í nánum tengslum við vísinda- vitund og framþróunarhugmyndir, þ.e.a.s. að um sé að ræða stöðuga, sífellda þróun fram á við, að hægt sé að ná lengra, þróast. Hins vegar er það nú um þessar mundir loksins að renna upp fyrir mönnum og mjög um það fjallað einmitt þessi árin, að þetta gildi ekki um sköpun í listum. Það nær enginn lengra en Sófókles, da Vinci, Mozart, Rimbaud... En það er hægt að leita annað, leita öðruvísi, það er hægt að bregða upp öðru ljósi á nýja fleti en það er alls ekki hægt að komast lengra samkvæmt gamla hugsunarhættinum frá fyrri hluta nítjándu aldar. Hinn aldni meistari franskra kvikmynda, Robert Bresson, skrif- aði um þetta merka hluti í bók sinni La Cinamatographe, að ekkert sé í raun nýtt af sjálfu sér undir sól- inni og hlutverk listamannsins ekki að leita að þessu nýja viðfangsefni, nýja efni, heldur einungis hinu nýja viðhorfi, hinum nýja frásagnar- máta, nýju ljósi að varpa. Þannig og einungis þannig skapar lista- maðurinn nýjan veruleika. En þó svo menn geri sér grein fyrir að ekki verður komist lengra þarf það ekki, og meira að segja alls engan veginn, að þýða að nú fari allir í gamlar klisjur, hefð- bundið og venjubundið form. Þvert á móti. Skapandi vitund eflist við þetta viðfangsefni sitt eins og endranær. En þetta með nútímann okkar, tæplega tveggja alda gamlan, leiðir hugann að öðru. Það er einmitt tækniþróunin sem veldur því að hægt er að fjölfalda og dreifa klisjum, það er að segja höfuðandstæðingum skapandi vit- undar og skapandi hugsunar, á mun skilvirkari hátt en nokkru sinni fyrr. Það hefur fyrst og fremst með móttakandann og vitund hans að gera. Skapandi vitund hans er í hættu.. Lengi vel voru það einkum skáld- in og málaramir meðal listamanna sem komli minni og minningum mannsins í skapandi form og síðan komu ljósmyndir, kvikmyndir og síðast (og allra síst) sjónvarp. Sífellt meira fjármagn, meira magn, en minni sköpun. Tæknilegir möguleikar verða sem betur fer meiri og meiri, en engu líkara en minni verði hæfnin og skapandi viljinn til að nota þá. I því elektróníska stórstreymi sem sjónvarp og myndbönd eru, vill svo einkennilega til að sífellt minna er um eftirminnilegar myndir. Sá mið- ill sem mestan hefur máttinn til að koma minni til skila frá kynslóð til kynslóðar, mesta möguleikann að miðla sýn, sá aðilinn er síst minnis- stæður. Hér er ég að tala um sjónvarp heimsbyggðarinnar allrar, ekki eingöngu RUV og Stöð 2. Kristín Jóhannesdóttir Það liggur við að sé freistandi að henda þessu öllu og byija upp á nýtt á skáldum og málurum og sagnamönnum. Betri eru fáar myndir og lífvænlegar, eftirminni- legar, minnisstæðar myndir sem miðla skapandi vitund heldur en ofgnótt merkingarlausra mynda, sem ekkert er nema óendanleg leðja eða kvoða af klisjum. Magnið er svo mikið og gæðin svo lítil að móttak- andi heldur engri vitund, hvorki skapandi né annarri. Wim Wenders var fenginn til að ritstýra síðasta hefti Cahiers du Cinéma í tilefni af fjögurhundruð- asta tölublaðinu. Hann ítrekar þar þetta, sem áðan var minnst á, að það ræðst af því hvernig er horft, hvort skoðandinn hefur séð eitt- hvað. Sjónvarpið er orðið blint eða í besta falli eineygt eins og Kýkl- óps. Hvað er til ráða? En það er ekki bara í listum og fjölmiðlum sem nauðsyn er á skap- andi vitund, skapandi hugsun. Ég nefni stjómmálin. Ekki fer meira fyrir skapandi vitund þar heldur en í elektrónískum fjölmiðlum. Nánast ekkert nema klisjur. í ofanálag hefur það víðast hvar gerst að fjöl- miðlar em undirlagðir af tveimur kategóríum: annars vegar fjölmiðla- fólkinu sjálfu og hins vegar af stjómmálamönnum. Með þessu hef- ur klisjuframleiðslan náð hámarks- afköstum. Ég sé ekki betur en þar sé algjör skortur á skapandi vitund og ætti að vera helsta áhyggjuefni okkar þjóðfélags. Ókræsilegt, bragðlaust, eitrað sull, nákvæmlega sama í hvaða flokk.menn skipa sér. Ekkert nema klisjur. Hvernig á þá að biðja móttakand- ann um skapandi vitund? Það er svo sem alltaf til hópur hinna vammlausu, einnig meðal mennta- og listamanna, sem talar í síbylju um flóðbylgju hins og þessa, atlögu að lágmenningu einhverra o.s.frv. o.s.frv. Þessir farísear og toll- heimtumenn fóma höndum og æpa. Góði guð, ég þakka þér og lofa fyrir að ég er ekki eins og þeir. Svo standa þeir og horfa yfir völlinn og aðhafast akkúrat ekki neitt og orð þeirra sjálfra verða að saltstólpa klisjunnar. Hvað er til ráða? Á að henda tækjunum, Qölmiðlunum, stjórn- málamönnunum og fara í fýlu? Nei, Ódysseifur vísar veginn. Hann komst á leiðarenda. Hann er listamaðurinn sem vísar samfélag- inu leiðina. Sírenur stjómmálamanna mega garga, kýklópar fjölmiðlunar hnykla vöðvana, Ódysseifur kann ráð við því og kemst alla leið, hann verður að komast alla leið svo hægt sé að skrifa kviðumar. Arkitektúrinn -móðir listanna Erindi Stefáns Arnar Stefánssonar Arkitektúrinn eða byggingar- listi.i hefur verið nefnd móðir listanna og mátti ti! sanns vegar færa til foma, þegar listgreinamar voru færri. Síðan eru runnar margar kynslóðir og niðjatalið orðið svo langt, að yngstu kvistirnir í dag kannast trúlega varla við formóður- ina. Þegar þess var farið á leit við mig að tala hér á málþingi BÍL fyr- ir hönd formóðurinnar, rann mér blóðið til skyldunnar og ég svaraði játandi eftir nokkurt hik að vísu, því ég hafði svo sem varla áttað mig á innihaldi spumingarinnar um það, hvort skapandi vitund væri í hættu. Og hef sannast sagnast tæplega áttað mig á því enn, hvort hér ríki hættuástand í þeim efnum. Spumingin hljómaði reyndar fyrst sem feitletruð forsíðufrétt eða jafn- vel sem spuming dagsins hjá DV — og ég væri þá einn af þeim, sem fengi mynd af mér í blaðið og senni- lega yrði svarið undir myndinni: Ég er ekki viss um að ég skilji spuming- una. Það er kannski ekkert skrýtið, þó manni detti í hug að setja spuming- una í samband við fjölmiðla af einu tagi eða öðru eins og hér að fram- an. Það hefur sem sé læðst að mér sá grunur, að hin skapandi vitund gæti e.t.v. verið í vissum áhættuhópi í því fjölmúlavíli, sem nú steðjar að úr öllum áttum. Skoðanamyndarar og vitundarskaparar em á hveiju homi og annarri hverri bylgjulengd og margt, serri stendur þinni eigin skapandi vitund til boða, annað en að vera að basla upp á eigin spýtur. í mínum augum er hugtakið kannski ekki ýkja fjarlægt eða hulu sveipað. Ég geri jafnvel ráð fyrir að þannig sé um fleiri hér inni í dag. Þeim sem eru starfandi listamenn innan hinna mörgu greina ættarinn- ar er hugtakið í sjálfu sér daglegt brauð og mörgum er það jafnvel hið daglega brauð. Hin skapandi vitund er hjá mörgum jafnvel orðin partur af anatomíunni, svona rétt eins og lungu eða nýru — í eilífri púlsvinnu við að taka á móti og koma frá sér. Og engin vökulög í gildi, sem vemda hana gegn ofnotkun. Mörgum er hún svo samgróin starfinu, að þeir segja: — Þetta er bara vinna og aftur vinna — og sennilega er nokkuð til í því. Arkitektar hafa í starfí sínu kannski nokkra sérstöðu meðal lista- manna. Þeir vinna að sönnu með liti eins og málarinn, með form í ljósi og skugga eins og myndhöggvarinn og jafnvel stundum með hljóma eins og Stefán Örn Stefánsson tónskáldið. En — þeir gera það ekki sjálfir, andstætt t.d. ofangreindum listamönnum, a.m.k. ekki almennt talað, þó auðvitað séu hér undan- tekningar á. Arkitektinn hefur mynd í hugarium af því verkefni, sem hann er að fást við og af þeirri lausn, sem hann stefnir að. Sú lausn er sjaldn- ast hin eina sanna, líkt og í stærð- fræðinni, þar sem hægt er að fletta henni upp aftast í bókinni, enda væri það heldur þunnur þrettándi, ef allar kirkjur væru eins eða búið að teikna allar sundlaugar í eitt skipti fyrir öll. Fyrir nú utan atvinnu- leysið, sem slíku mundi fylgja. En hún, þ.e. lausnin er rétt í skap- andi vitund þess manns, miðað við þær aðstæður, sem hann vinnur í, breiddarbauginn og budduna svo nokkuð sé nefnt. Ég nota hér orðið lausn, m.a. vegna þess að það felur í sér þá sérstöðu byggingarlistarinn- ar að leysa praktísk verkefni. Fólk þarf að komast frá götunni að úti- dyrum sínum, böm þurfa að komast í skóla án þess að fara yfír hrað- brautir, orðið þarf að komast til skila í kirkjunni o.s.frv. Þetta eru kannski sára hversdagsleg atriði, sem sjálfsagt má leysa í hveiju til- viki á marga vegu. Lausnin þarf heldur ekki að flokkast undir arki- tektúr og gerir það kannski sjaldn- ast, — en hún getur gert það. Það sem fyrst og fremst er verk- efni arkitektsins er að móta samræmda lausn, búa til eina heild úr þeim margvíslegu kröfum og tak- mörkunum sem hveiju verkefni eru sett og gefa þeim form í rúmi, í þremur víddum. Þetta er huglægt starf, sem þó er í eilífri víxlverkun við hið hlutlæga. Þetta er spurningin um að sjá og meta, bera saman hug-myndina við raun-myndina, og ýmis hjálpartæki notuð til að koma hugmyndinni fram og til skila — teikningar, módel, ljós- myndir og orð, fortölur og hótanir — allt eftir því, hvað við á eða hendi er næst. Verkfæri arkiteksins er þannig augað fyrst og fremst og aðferðin er abstraktion. Abstraktion, vegna þess, að hann er ekki að vinna sjálft verkið, heldur lýsa því hvemig það gæti orðið, ef það þá verður nokk- urn tíma. Og venjulegar arkitekta- teikningar eru jafnframt hreinar abstraktionir, hver hefur t.d. séð sneiðingu í hús, nema þá e.t.v. eftir jarðskjálfta. Og svona að endingu er það sem sé ekki arkitektinn, sem vinnur verkið, gerir hlutinn — heldur her iðnaðar- og verkamanna. Og þegar þar er komið sögu, er eins gott, að hin skapandi vitund hafí í upphafi haft það á hreinu hvað hún ætlaði sér. Arkitektúrinn sjálfur er nefnilega enginn abstraktion, heldur áþreifan- legur í besta lagi. Hann er hreyfing og rytmi, hæð og breidd, ljós og skuggi, hart og mjúkt, hljóð og þögn. Að skynja hann eða njóta, er að upplifa alla þessa þætti, eða suma eftir atvikum og fletta saman við eða utan um hinar praktísku þarfír, hvort sem það er að fá lánaða bók á bókasafni, kaupa inn á torgi eða sjá Skugga-Svein á sviði. Þetta er kannski orðin býsna hátí- ðleg ræða og hætt við að manni verði hált á þvi svellinu, en það má líka taka einfaldara dæmi. Böm t.d. vita vel hvað ég er að fara. Þau byija ósjálfrátt að syngja, gala eða öskra í yfírbyggðum portum eða undirgöngum, því þau skynja að í slíku rými brejitist ómtíminn og þau nota hljóðið til að fínna rýmið eða öfugt, nota rýmið til að finna/ heyra hljóðið og meta þannig ómtímann út-frá eyranu. Ég hef að sönnu orðið nokkuð langorður um ýmislegt, sem tengist mínu starfsviði og kollega minna — og gert minna úr hættunni,*sem hin skapandi vitund, hugsanlega er komin í, eða því forvamarstarfi, sem grípa þarf til. Enda vonast ég raun- ar til að fræðast meira um það hér á eftir. Mér er líka e.t.v. nokkur vorkunn, sem öðrum hálfgerðum fagidjótum. Á mínu heimili er notaður brand- ari um arkitektúr, sem mér sárnar oftast hræðilega. Þegar arkitekta- kjaftæðið gengur algerlega fram af heimilismönnum setja þau sig í heim- spekilegar stellingar og segja mjög alvarlega: Já, arkitektúrinn, já, — hann er allt. Og þá varð ég sár og tilganginum náð og brandarinn búinn. En svei mér, ef þetta er bara ekki rétt hjá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.