Alþýðublaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.12.1958, Blaðsíða 3
INNANLANDS. TOGARARNIR: Þeir, sem hafa verið hér á heimamið- um, hafa fengið he,ldur rýran afla, en þó nokkuð skárri sein ustu daga. Veðráttan hefur yfirleitt verið stirð fyrir tog- arana hér á heimamiðum og veiði í ísfisk hefur gengið skrykkjótt. Þeim, sem sækja Nýfundnalandsmið fer nú fækkandi í bili, en afli helzt þar ennþá góður, og afkoma útgerðariimar er betri, ef fisk að er á karfamiðunum. En flestir eða allir togararnir verða að sigla eina ferð til þess að halda mannafla. Menn eru sem sé nú ekki spenntir : fvrir að vera um borð í tog- ; ara nema að fá tilbreytingu innan um venjuleg störfin. Fyrir þjóðarbúið er öflun , karfans miklu verðmætari en ísfisksölur. En hver er að velta vöngum yfir afkomu þióðarinnar í dag? Reykjavík: Netja- og línu- bátar hafa róið nokkuð stöð- ugt Afli á netjabátana hefur yfir- lftitt verið frá 3—10 tonn, en hjá línubátum nokkuð minni. Frá Hafnarfirði, Kef'avík. Sandgerði og Akranesi hefur v°rið róið netjabáium og afli hefur verið jafn og góð- ur og«íldin feit og stór. Síld- in er fryst og söltuð. Vestmannaeyjar: Flestir þeir bátar, sem hófu róðra þar í haust, um 30 bátar, eru nú hættir og menn teknir til við að undirbúa báta sína fyr- iý veturinn. í síðustu viku ; voru gæftir stirðar í Eyjum, en afli sæmilegur. Bæjar- st.jórn Vestmannaeyja sýndi þrð í haust, hvers virði út- gerðin er með því að sam- þ”kkja að taka þátt í að greiða k-umtryggin.gu til manna, ef h'utur hrykki ekki. Hefur þó i'dserð í Eyjum gefið hvað b°zta útkomu. Væri. ekki hollt f”"ir fleiri að taka uno for- d”,rr>.i Vestmannaeyi1'>ga? Frá Húsavík og Ólafsfirði h<ífu stóru bátarnir róðra s*rax eftir síld og réru nærri þ"'iá mánuði. Af’i var sæmi- legur og var þet.ta afar mikil- vægt fyrir atvinnulíf stað- anna oe hefur atvinna á þess- um stöðum ekki fyrr verið rpftiri að haustlagi. F.íns og kunmigt er lauk 19. a^alfundi L.I.Ú. fyrir viku Mörg mál lásu fyrir furdin um og er almenDiþgi þsgar- kunnugt um afgreiðslu sumra þ',r sem sambvkktir fundar- i^s hafa verið birtar að und- anförnu. Aðalvandamáb'ð var nú e: ,s og hin síðustu ár að f’óna leiöir til bess að tryggja frdla1ausan rekstur og manna skioin. Útgerðarmenn og hinn óbreytti sjómaður telja, að r'-kstrargrundvöllurinn og k.iörin í hlutaskiptum hafi verið sæmilega viðunandi hin 2 seinustu ár og togararnir moga vel við uua frá því í vor. En nú horfir hins vegar miög þunglega fyrir útgerð- inni. þar sem allt kaupgjald virðist sigla hraðbyri upp á við og enginn vill ganga fram og verða fyrstur til þess að gefa eftir á skautinu, þannig að þjóðarskútan breyti um stefnu og taki hina réttu leið. Það er svo augijóst að þannig getur ekki haldið afram stund inni lengur. Menn gefi gaum að því, að við verðum að selja afurðir okkar á erlendum vettvangi og engin tök eru á því að velta vaxandi fram- leiðslukostnaði í sjávarútveg- inum yfir til hins almenna neytanda erlendis. Ef þess vegna á að forða stöðvun hjá undirstöðu atvinnuvegi þjóð- arinnar, verðum við að stöðva • dýrtíðina nú þegar og þeir, sem það gera, verða að skilja það, að miða verður ráðstaf- anirnar við þjóðarheill og framtíð hins unga lýðveldis; en ekki lyppast undan kröf-. um fámennra hagsmunahópa og spekúlanta, sem hafa náð. tangartaki á atvinnulífi þjóð- arinnar. Menn mun að sjálfsögðu- greina á um það, hvað beri að gera til þess að fá hina vax- andi ungu kynslóð til þess að leggja stund á sjóvinnustörf, en öllum má vera það Ijóst, að kjör þeirra, sem þar vinna, verða að vera mun betri en í öðrum atvinnugreinum. Ef svo er ekki, leitar vinnuaflið ekki til sjávarútvegsins. Ein- falt dæmi nægir þessu til skýringar. Sjómaður við 60 tonna fiskibát hefur um 80 þús. allt árið, ef vel gengur. Hann vill reisa sér og sínum hús, en þar sem hann er alla daga bundinn við bátinn sam- kvæmt íslenzkum lögum, get- ur hann alls ekkert unnið við húsið og verður því að kaupa vinnu iðnaðarmannsins, sem er miklu dýrari en hans vinna og tímakaup sjómanns- ins hrekkur hvergi nærri á móti ákvæðistaxta iðnaðar- mannsins, sem er miklu dýr- ari en hans vinna og tíma- kaup sjómannsins hrekkur hvergi nærri á móti ákvæðis- texta iðnaðarmanna. Hann missir því af hlunnindum eig- in vinnu í húsi sínu, sem er skattfrí. En hvað getur iðn- aðarmaðurinn gert. Hann hef ur ekki minni tekjur, en eftir sína 8—10 tíma vinnu fer hann að vinna fyrir sjálfan sig í sínu húsi og sú vinna er skattfrí og hefur feikilega þýðingu í ráðstöfun teknanna. Þegar svona æpandi mismun- ur er á aðstöðu tveggja mikil- vægra starfsgreina í þjóðfé- laginu er engin von til þess að vel farnist. Hinn óbreytti sjómaður verður ekki aðeins að fá jafngóð kjör og aðrir í landi, heldur mun betri, þar sem vinna hans er miklu erf- iðari, og svo er hann lang- dvölum frá heimili sínu og þarf að greiða oft á tíðum rándýrt fæði og uppihald. Ef forráðamenn þjóðarinnar skilja ekki mikilvægi starfs- ins í þágu sjávarútvegsins, er vonlaust, að sú uppbygging og þær framfárir, sem átt hafa sér stað hér á landi að und- anförnu, geti haldið áfram, því að sjávarútvegurinn er undirstaðan fyrir þjóðarbú- skap okkar og mun verða það áfram. Stöðvun i útveginum er því ekkert annað en stöðv- un í framvindu þjóðlífs ís- lendinga. „Koma dagar, ráðast ráð, rétt mun fagurt efnið kljáð, fróðir staga þráð við þráð, þjóðarsagan verður skráð.“ Noregur: Norská sjómanna- sambandið og togaraútgerð- armenn hafa komið sér sam- an um 5% grunnkaupshækk- un, jafnframt því að láta flest ákvæði fyrri samninga gilda áfram. í tímavinnu urðu litl- ar breytingar. Báðir aðilar voru sammála að koma á fót nefnd, sem skyldi vinna að undirbúningi nýs launakerfis fyrir 1. okt. 1959. Útlit fyrir norska humar- útflytjendur er ekki gott, þar sem framleiðslukostnaður heima fyrir er orðinn of hár og þeir standast því illa harða samkeppni við Skota og ír- lendinga. Birgðir eru miklar, en seinustu vikurnar hefur útflutningur gengið mjög treglega. Menn velta því nú mjög mikið fyrir sér, hve mörg skip muni fara á vetrarsíldveiðina, þar sem hún hefur gefizt mjög misjafnlega undanfarin ár. Venjulegur fjöldi skipa hefur verið um 550—600 og þar af um 120 frá Norður-Noregi. Skreiðarbirgðir eru nú mjög litlar í Noregi og verðið taiið hagstætt af utflytjend- Holland: Þar sem öflun nýrrar síldar er undir mallagi er verðið mjög hátt núna. Ein karfa er seld á HFL. 25,00 (ísl. kr. 107,50). Þetta verð er of hátt fyrir niðursuðuverk- smiðjurnar. Talað er um að feRa niður innflutningstoll af nýrri síld t.il þess að örfa inn- flutninginn. Færeyjar: Síldveiðunum við Fpp-',víq’- w nú lokið með vftiði um 125000/1 tunnum af saltaðri sfld, Um 90 skin tóku bátt. í ve’ðunum. Veiðitíma- h’Iíð hófst í bvriun áeúst. Sí'din er seJd þannig: Dan- mö’-v n—i 2000Ö tunnur: Sví- bióð 50000 t. oe Austur-Þýzka land um 45000. Það. sem eftir i pr. mun sennilega verða selt tii Austur-Þvzkalands. Engin síld var seld ti1 Rússlands. Danmörk: Hagstæð veðr- átta hefur gefið. nokkuð meiri v°iði af síld en menn áttu von á. L?rv?j|5i_n heiur verið mjög. góð í Eystrasalti í haust. Lax- veiðibátarnir hafa féngið upp í 4-—500 laxa í ferð. Verðið á stórum laxi er um danskar kr. 26.00 (ísl. 61,40), en á beim minn-i unvkr. 9,00. Lax- inn liggur mjög dreyft og hef- ur bezt veiðst í námunda við Evstrasaltslöndin (Rússland). Þar hafa fengizt allt að 100 stórlaxar á dag. Verðmæti í veiðiferð hefur oft náð um 20—25000 d. kr. írland: Kringum 50 írsk, þýzk, skozk, hollenzk, frönsk og be1gísk síldveiðiskip hafa stundað veiðar unan Wex- ford-ströndum og aflað mjög vel af vetrarsíld. Nokkuð af síldinni fer til Englands og er þar nú í athugun að fella nið- ur innflutningstolla, ef síldin er notuð í mjöl og lýsi. Um hvalveiðar: Alþjóðlega hvalveiðiráðið lauk fundum sínurn í London um seinustu mánaðarmót. Ekki náðist sam komulag um nýskipan um út- hlutun veiðieininga á hverja þjóð. Seinast var leyft að veiða samtals 14500 bláhvals- einingar sem heild. En Rússar hafa stöðugt aukið flota sinn og skeyta ekki um aðra þátt- takendur í veiðunum né rekstrargrundvöllinn. Þess vegna er komin sú hugmynd fram, að þátttökuþjóðirnar komi sér saman um veiði- magn hverrar þjóðar fyrir sig. Þetta mundi vafalaust draga úr hinni gengdarlausu sam- keppni að veiða sem mest, af því, sem úthlutað er sem heild. Allir féllust á að hafa eftirlitsmenn um borð í skip- unum, ef hin nýja úthlutun. næði fram að ganga nema Rússar. Þeir vildu enga utan- aðkomandi um borð. J. Á. H. Vanstilltur for- sfjóri. ÞAÐ bar við í gærkvöldi, er 4 piltar komu gangandi niður Blómvallagötu, að Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri Ellibeimilisins, kom askvaðandi móti þeim með sköntmum og svívirðingum og bar upp á þá, að hafa kast að „bombum“ inn í bústað starf sfólks Elliheimilisins. Skipti það engum togurn, áð Gísli hringdi í lögregluna. Var þó dóttir hans þarna nærstödd og kvað pilta þessa alsaklausa. En Gísli liætti ekki fyrr en hann hafði kom ið drengjunum inn í lögi eglu bíl. Ók bíllinn með piltana spottakorn og sögðu lögreglu mennirnir, að Gísli væri allt af „nöldrandi“, en síðan slepptu þeir drengjunum! Gjafabók Norræna félagsins. EINS OG undanfarin ár send ir Norræna félagið félagsmönru um sínum gjafabók. Að þessu sinni er það fræðslurit um Skán, prýtt rösklega 100 ljós- myndum. Ritið er gefið út af Norrænu félögunum í Dan- mörku og Svfþjóð sameigin- lega, en í ár eru 300 ár liðin síðan friðarsáttmálinn í Hró- arskeldu var undirritaður þar sem Danmörk lét Skán af hendi við Svíþjóð. Bókin um Skán er notuð sem gjafabók allra Nor- rænu félaganna í ár, en nú eru samtals rösklega 125 þúsund. félagsmenn allra féiaganna Skipadeild SíS. Hvassafell fór 19. þ. m. frá Dalvík áleiðis til Ham- borgar og Gdynia. Arnar- fell fer í dag frá Siglufirði áleiðis til Ábo og Helsing- fors. Jökulfell fer 26. þ. m. frá New York áleiðis til Reykjavíkur. Dísarfell er í Reykjavík. Litlafell er í ol- íuflutningum í Faxaflóa. Helgafell kemur í dag til Riga. Hamrafell fer hjá Ci- braltar á morgun á leið til Batum. Elfy North er á Blönduósi. iiiiiniiiimmiiimmmmmimiiimimiiimmimimmii: LEIKFELAG Reykja- víkur sýnir leikritið „All- ir synir mínir“ eftir Ar- thur Miller á annan dag jóla kl. 3 e.h. í Iðnó. Að- alhlutverkin leika Bryn- jólfur Jóhannesson, Helga Valtýsdóttir og Jón Sig- urbjörnsson, en leikstjóri er Gísli Halldórsson. Hér fylgir sviðnvynd úr öðr- um þætti. .iiiiiiiiimiiiiiiiiiimiimiiimiiimiiiiiiiiimmiiiiiimmn 23. des. 1958 — ’AlþýðublaÖið 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.