Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 1
BLAÐ Við kveikjum þremur kertum á, því konung's beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Þetta ljóð þýddi Lilja S. Kristjánsdóttir. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSJiiS jASOGUR' MOGGANS MorgunWaði^1’ Aðalstraeti o, 101 ReyVqavw MIÐ VIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Hvað er í blaðinu? Þrautir .............. 3 Leikir ............. 1 8 Myndir frá bömunum . 4 5 Föndur ............... 8 Svör við þrautum ..... 6 Pennavinir ........... 6 Myndasögur ......... 2 ...................... 4 ...................... 7 Palliog jólasveinnimi Einu sinni var drengur sem hét Páll. Vinir hans kölluðu hann Palla. Palli trúði ekki á jólasveininn. Palli sagði bara, jólasveinninn er ekki til. Núna voru aðeins 13 dagar til jóla. Þá sagði mamma við Palla, settu nú skóinn þinn út í gluggann. Allt í lagi, sagði Palli, en ef ég fæ ekkert í skóinn minn, þá er jólasveinn- inn ekki til. Síðar um nóttina þá vaknaði Palli og þá sá hann einhvem skrítinn mann með mikið og sítt skegg og í rauðum buxum, rauðum jakka með rauða húfu, með hvítum dúski og í svörtum háum stígvélum. Palli trúði ekki sínum eigin augum. Eftir þetta trúði Palli alltaf á jóla- sveininn. Þessa sögu sendi Sigurðar Arnar Jónsson, Hólabergi 4. Jólasveínahlaupið Hver þátttak- andi teiknar og klippir út jóla- svein úr þunnum pappa. Búið til gat rétt fyrir ofan miðju. Drykkjar- röri er stungið í gegnum gatið. Nú getið þið byrj- að veðhlaupið. Þannig farið þið að við hlaup- ið: Með hjálp rörsins látum þið jólasveininn vagga í átt að markinu. Hann á alltaf að hafa annan fótinn á borð- inu og það má ekki lyfta honum upp. Sért þú svo óheppinn að missa sveininn af rörinu þá verður þú að gjöra svo vel að byija aftur frá byrj- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.