Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐÍÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 JOLAFONDUR * y' Z' ^ / //* /* Jólasveinn Nú ætlum við að búa til jólasvein úr pípuhreinsurum. Það sem til þarf er pípuhreinsarar þunnt gam, hvítt, rautt og blátt smá bómull skæri stoppinál , Þannig förum við að: Beygðu pípuhreinsarann í miðju • þannig að það myndist smá bogi. > Leggðu annan endann yfir hinn iþannig að höfuðið verði rúnnað. 3 4 Snúðu endana fast saman “"^xijórum sinnum. Þannighöfum við fengið búkinn á jólasveininn. 5Klipptu annan pípuhreinsara í tvennt. Annan helminginn notar þú í hendur á jólasveininn. Hinn helm- inginn geymirðu, eða notar á annan jólasvein. Leggðu handleggina bak við sveininn og gættu vel að að handlegg- imir verði álíka langir. 6 Vefðu örmunum einn hring fast um hálsinn. 'Fáðu þér hvítt garn og bytjaðu að vefja um höfuðið. 8Nú skaltu vefja um handleggina. Þú leggur þráðinn frá höfðinu al- veg á enda handarinnar og vefur upp handlegginn. Þú getur notað sama þráðinn alla leið. Vefðu hinn hand- legginn á sama hátt og einnig fætuma. 1 O ^e£ar Þa er búinn að vefja fest- -I- vl ir þú gamið með því að stinga þræðinum undir snúninginn með hjálp nálarinnar. Klippið frá. nTaktu rauða gamið og vefðu yfir hVíta gamið en skildu eftir fæturna, hendumar og höfuðið. -| C\ Húfuna vefur þú á sama hátt, A La en þú verður að þræða niður í höfuðið til þess að fá húfuna til að sitja. -j QDúskinn býrðu til með því að JL O sauma lykkjur á topp húfunnar. Vefðu vel utan um dúskinn og festu endann. Klipptu uppúr lykkjunum. -j 4 Saumaðu augun með bláu 1 bandi. Saumaðu bómullar- hnoðra á sem skegg um leið og þú saumar munninn. 9 Það er best að vefja bijóstkassann í kross. C£o» Jólatré Idag ætlum við einnig að búa til einfalt jólatré. Þið klippið það út úr kartoni. Kartonið má gjarna vera grænt, en ef það er ekki til þá litið þið bara tréð. Þið klippið út tvö eins stykki. Eins og myndin sýnir þá klipp- ið þið uppí annað stykkið en niðurí hitt. Tréð er fest saman með því að setja annan hlutan ofan á hinn. Það má auðveldlega líma gHmmer, eða smáskraut sem þið búið til á tréð. Svona tré má láta standa á borði, til dæmis sem borðskraut á jóla- borðinu, eða hengja á jólatréð, eða búa tíl óróa og hengja í loftið. í j ólapakkann Ef þú vilt gefá vini eða ættingja litla skemmtiiegajólagjöf þá er hérna hugmynd. Þú býrð til piparmyntusæigæti. Héma er uppskriftin: 1 eggjahvíta 1 tsk. vatn 2-3 dropar piparmyntuoiía flórsykur matariitur Hálfþeyttu eggjahvítuna. Blandaðu vatni, piparmyntuolíu og flórsykri í þar tii deigið er passlegt. Þú getur skipt deiginu og bland- að matarlit í hluta þess, einn eða fleiri liti. Síðan býrðu til alls konar skemmtilega hluti úr deiginu. Þegar sælgætið er tilbúíð getur þú sett það í fallega glerkrukku og gefið það í jóla- gjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.