Morgunblaðið - 17.12.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
C 25
Islenskjól
—jóla hvað?
eftir Sigvrð S.
Bjamason
Sú var tíð hér á landi að fólk
hlakkaði til jólanna. Ástæðan var
fyrst og fremst sú, að þá fengu
allir nægan og góðan mat, bæði
fólk og fénaður. Auk þess áttu
allir frí, enda var verið að minnast
fæðingar Frelsarans. í húgum
manna voru jólin kristileg sam-
verustund sem öll fjölskyldan átti
saman í svartasta skammdeginu.
Þá voru jólin sannkölluð hátíð ljóss
og friðar. Hátíð sem framkallaði
allt hið besta í sérhverjum ein-
staklingi, er allir sem vettlingi
gátu valdið kepptust við að láta
eitthvað gott af sér leiða. Það er
því ekki að furða þótt fólk hafi
hlakkað til jólanna í þá tíð.
Fólk á miðjum aldri minnist
þess vafalaust, hvernig jólin voru
í barnæsku þess. Þá voru böm
ánægð með að fá nýpijónaða lopa-
vettlinga eða hlýja ullarsokka í
jólagjöf. Heimatilbúið sælgæti var
þá gjaman á borðum að ógleymd-
um eplum og appelsínum. Sem
bam fylgdist ég ekki náið með
almanakinu, en eðlisávísun barna
kennir þeim oftast að skynja
tímann eftir öðrum leiðum. Áuð-
veldast af öilu var þó að skynja
að jólin væru í nánd. Til þess
þurfti ekkert almanak. Eplalyktin
sá um það. Þá vom innfluttir
ávextir ekki eins almennir í versl-
unum og þeir era í dag. Aðeins
einu sinni á ári kom sending af
eplum og appelsínum. Ávaxtaskip-
ið kom venjulega um miðjan
nóvembermánuð eða skömmu fyrir
byijun desembermánaðar og upp
úr því vora til epli og appelsínur
í öllum verslunum. Eplalyktin ang-
aði sæt og þægileg út úr búðinni
á hominu og þá vissu öll böm
hvað væri í vændum. Jólin vora á
næsta leiti. Síðan era iiðin um það
bil þijátíu og fimm ár.
Þróunin frá þessum tímum, sem
ég nefndi hér að ofan, er vægast
sagt ömurleg. Hún hefur verið
hæg og lúmsk en heldur áfram á
hveiju ári, um hver jól og nú er
svo komið að jólin era fyrst og
fremst hátíð kaupmanna. Fyrir
almenning era jólin hins vegar
orðin að óbærilegri kvöð, sem ekki
verður umflúin. Jólin í dag byggj-
ast upp á því að borða nógu góðan
og dýran mat, gefa dýrar gjafir
og því dýrari sem þær era, því
betra. Kaupa, kaupa, kaupa. Allir
leggja hart að sér fyrir hver. jól
til þess að afla tvö- til þrefaldra
mánaðariauna og reyna þannig að
komast skammlaust frá þessari
voða.legu kvöð, sem jóiin era orð-
in. Öll aukavinna sem býðst er
tekin fegins hendi, lán era slegin,
unglingarnir fá sér vinnu með
skólanum, heimavinnandi hús-
mæður fá sér vinnu hálfan eða
jafnvel allan daginn. Þetta nægir
þó ekki í öllum tilfelium og ótal-
margar fjölskyldur eta og gleðjast
á kostnað „plastsins". Þá er hægt
að kaupa allt sem hugurinn gim-
ist, í mörgum tilfellum gjafír sem
viðtakandi hefur ekkert með að
gera og fá að rykfalla í skápum,
skúffum eða geymslum, þar til
þeim er hent í raslið. Út á „plast-
ið“ má semsagt búast við að
margir eigi eftir að eiga ánægjuleg
jól, áhyggjulaus en fokdýr.
Áhyggjurnar koma ekki fýrr en í
febrúar og væntanlega komast þá
margir að þeirri voðalegu stað-
reynd að maðurinn lifir ekki á
„plasti" einu saman. Kreditkorta-
fyrirtækin eru engar góðgerðar-
stofnanir. Þeim þarf að borga. Þá
geta menn kannske farið í banka-
stjórann og slegið lán sem þeir
geta síðan velt á undan sér í þijá
eða fjóra mánuði. Þannig getur
það tekið hálft árið að rétta úr
kútnum eftir þá óráðsíu sem jólin
era orðin og kostnaðurinn jafnvel
orðinn slíkur, að fara hefði mátt
með alla fjölskylduna í þriggja
vikna sumarleyfí til útlanda fyrir
sama verð. En jólin eru jú dýrasta
hátíð ársins hér á íslandi.
‘ Margir kaupmenn verða trúlega
ósammála mér ef þeir hafa tíma
til að lesa þessi tilskrif um háanna-
tímann. En þeir era þeir einu sem
hagnast á Jólagjafainnkaupavit-
leysunni", sem tröllriðið hefur
íslensku þjóðinni undanfarin ár og
fer væntanlega hríðversnandi ef
ekkert verður að gert. Kaupmenn
keppast við að ýta undir vitleys-
una, já, ekki bara ýta undir hana
heldur reyna þeir af fremsta megni
að auka hana ár frá ári. Auglýs-
ingaflóðið sem dynur í eyrum
okkar og er allsstaðar fyrir augum
okkar ber þess glöggt vitni. Kostn-
aðurinn við jólaauglýsingamar í
ár hlýtur að skipta hundruðum
milljóna króna, sem að sjálfsögðu
væri miklu betur varið í að lækka
vöraverð. Lækkun vöraverðs gæti
jafnvel stytt afborgunartímann af
jólagjöfunum um einn eða tvo
mánuði hjá mörgum. Nú má ekki
taka orð mín svo, að ég hafi neitt
á móti kaupmönnum. Síður en
svo. En þeir mættu taka til vin-
samlegrar athugunar, að samein-
ast um að byija ekki jólagjafaaug-
lýsingaflóðið um miðjan
nóvember, en bíða þess í stað fram
í miðjan desember ár hvert. Það
er staðreynd, að stór hluti þjóðar-
innar fer úr sambandi, þegar fyrst
er byijað að auglýsa að jólin séu
að nálgast. Kaupmenn segja öllum
landslýð í auglýsingum, hvenær
jólaundirbúningur eigi að hefjast,
hvaða jólagjöf sé bráðnauðsynleg
fýrir eiginkonuna eða éiginmann-
inn og hvað það. sé sem hvert
einasta bam óski sér og verði að
eignast. Og þegar kaupmennimir
gefa merkið fara allar húsmæður
landsins eins og hvítir stormsveip-
ir um alla króka og kima híbýla
sinna, baka kökur nótt og dag og
verða svo taugaveiklaðar, að viss-
ara er að láta ekki sjá sig á
heimilinu nema rétt til að sofa
yfír blánóttina. Taugastríðið held-
ur síðan áfram til jóla. Þá er loks
sest niður og byijað að belgja sig
út af rándýram ijúpum eða öðra
álíka dýra, borða kökur sem bak-
aðar vora í nóvember og flestir
mundu telja gamlar og vondar, ef
þær væra seldar í bakaríinu. Þetta
kemur áð vísu ekki að sök vegna
þess að flestir era það vankaðir
eftir taugastríðið, sem byijaði í
nóvember, að skilningarvitin era
að meira eða minna leyti í dvala
fram í miðjan janúar. Hápunktur
jólanna hjá bömunum er að vanda
þegar gjafimar eru teknar upp.
Allir vilja fá harða pakka, þeir linu
innihalda í flestum tilfellum „bara
fatnað". Þegar pakkamir hafa
verið opnaðir kemur oftar en ekki
í ljós, að þeir innihalda í mörgum
tilfellum eitthvað sem viðtakandi
átti fyrir eða hefur engin not fyr-
ir. Það er síðan sett afsíðis og látið
rykfalla. Gamla konu þekki ég sem
fékk um jól þijá pakka af sömu
stærð. Við opnun á þeim kom í
ljós að þeir innihéldu ailir það
sama. Gamla konan var jú lengi
búin að vera fótaveik og þremur
ættingjum hennar datt sama
snjallræðið í hug, að gefa henni
fótanuddtæki, sem samkvæmt
auglýsingum átti að vera allra
meina bót. Verst var hvað tækin
tóku mikið pláss í skápnum henn-
ar, sagði hún mér. En markmiðið
sem allir reyna að stefna að, þótt
Sigurður S. Bjarnason
„Fyrir almenning eru
jólin hins vegar orðin
að óbærilegri kvöð, sem
ekki verður umf lúin.
Jólin I dag byggjast upp
á því að borða nógu
góðan og dýran mat,
gefa dýrar gjafir og því
dýrari sem þær eru, því
betra. Kaupa, kaupa,
kaupa. Allir leggja hart
að sér fyrir hver jól til
þess að afla tvö- til þre-
faldra mánaðarlauna
og reyna þannig að
komast skammlaust frá
þessari voðalegu kvöð,
sem jólin eru orðin.“
leiðimar séu mismunandi, er jú
að gleðja aðra. Eftir jólin hittast
svo bömin og bera saman rándýr-
ar gjafir sínar, vega þær og meta
fram og til baka. Metast um það
hver hafl fengið mest og dýrast
og ósjaldan endar metingurinn
með hávaðarifrildi, slagsmálum og
gráti. Ef þetta er tilgangurinn með
því að halda jól, þá er tilganginum
náð.
Ég held að það sé kominn tími
fýrir okkur íslendinga að setjast
niður og 'hugsa málið. Gera eitt-
hvað sem gæti leitt til úrbóta,
eitthvað til bjargar þúsundum ''
íslenskra fjölskyldna úr árvissum
fjárkröggum og taugaveiklun, sem
hátíð Ijóss og friðar hefur í för
með sér. Hvemig væri að byija á
því um næstu jól að gefa aðeins
bömum jólagjafir? Það gæti átt
við böm sem væru sextán ára og
yngri. Takmarka um leið verðgildi
gjafarinnar við til dæmis tvö þús-
und krónur. Það gæti orðið fyrsta
skrefið í rétta átt. Það á jú ekki
að vera verðmætið sem skiptir
máli, þegar gjafír era gefnar, held-
ur sá hugur sem að baki býr. Ef
við gætum á þennan hátt dregið
úr þeim öfgum sem jólagjafakapp-
hlaupið er komið í, gæti það jafnvel
orðið til þess að fólk færi að
minnast þess, hvers vegna við
höfum haldið jól í næstum því tvö
þúsund ár.
Getur þjóðkirkjan ekki farið að
grípa í taumana? Æðsta yfírstjóm
jólanna á að vera í hennar hönd-
um. Hafa kirkjunnar höfðingjar
gert sér grein fyrir því að þeir
hafa verið sviptir völdum hvað
varðar yfirstjómina? Valdaránið
hefur farið fram án minnstu mót-
mæla frá þjóðkirkjunni. Eftir
yfirstjóm hennar frá upphafí hafa
kaupmenn smátt og smátt hrifsað
til sín völdin og nú er svo komið
að þeir sjá alfarið um yfirstjóm
jólanna. Trúlega verður ekki auð-
velt að svipta þá þessum völdum,
en ef allir íslendingar leggjast á
eitt, gætu þeir dregið úr vitleys-
unni, smátt og smátt, á sama hátt
og kaupmenn hafa tekið völdin í
sínar hendur. Ef þannig tekst að
spyma við fótum gætum við jafn-
vel átt eftir að upplifa jólin sem
„hátíð ljóss og friðar“.
Gleðileg jól og Guð veri með
ykkur á nýja árinu.
Höfundur erá eftirlaunum.
Tískulitir
Sérstök jólakjör.
Útborgun kr. 3.000,- og eftirstöðvar ca. 1.500,- á mánuði.
Gerð U 2581100 wött
kr. 10.645,-10.110,- stgr. ______________
Gerð U 2681100 wött rafeindastýrð
kr. 11.980,- kr. 11.380,- stgr.
Ryksugur eiga væntanlega að
stórhækka um áramót.
Bíddu ekkl.
Fáðu þár framtíðarryksugu
strax.
Fáðuþár VOLTA.
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - WÆG BÍLASTÆÐI