Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 28

Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Laug endurfæðingar- innar og réttlæti fyrir tru eftir Raymond John Cooper Þann 11. nóvember sl. birtist grein í þessu blaði eftir dr. Einar Sigurbjömsson guðfræðing um skímarskilning íslensku þjóðkirkj- unnar. í henni berst hann kröftug- lega fyrir kenningu þjóðkirkjunnar um að „skímin veldur fyrirgefningu syndanna, frelsar frá dauðanum og djöflinum, og gefur eilífa sáluhjálp ^öllum^ sem trúa því__“ Hann vitn- ar í Agsborgaijátningu til þess að sýna að kirkjan hafi ekki horfið frá kenningu lútherskra þegar um bamaskím er að ræða, og tekur orð Lúthers sjálfs úr bók hans Fræðin minni til að leggja áherslu á þessa staðreynd, en bók þessi er trúaijátning íslensku þjóðkirkjunn- ar. Hann vitnar líka í biblíuna. Eitt af þessum versum sem fínnast í grein Einars (Tt. 3:5) er tekið úr nýjustu þýðingunni. Þegar þetta vers er skoðað vel í hinum ýmsu þýðingum, kemur í ljós, að það sem stendur í þessari þýðingu sem Einar hefur valið fínnst einung- is í þeirri þýðingu. Þetta er ekki Tr það sem stendur í grískunni. Orða- röðin er ekki upprunaleg og gmnur leikur á að einhver lútherskur mað- ur hafí verið hér að verki. Hér kemur versið frá eldri íslensku þýð- ingunni sem enn er í algengri notkun. Þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni fyrir laug endurfæðingar og endumýjungar Heilags anda, sem hann úthellti yfír oss ríkulega fyrir Jesúm Krist, frelsara vom, til þess að vér, réttlætir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfíngjar eilífs lífs. Tt. 3:5-7. í þessari þýðingu er endurfæð- ingu lýst sem laug, þar sem syndir eru þvegnar í burtu, og móttöku Heilags anda er lýst sem endumýj- ungu, þar sem Guð skapar okkur að nýju. í þessari þýðingu er það ekki laug sem endurfæðir, heldur er það endurfæðing sem laugar, á sama hátt og Heilagur andi' end- umýjar. Náðarmeðalið sem veldur endurfæðingu er orð Guðs. Eftir ráðsályktun sjálfs sín fæddi hann oss með sannleiksorði, til þess að vér skyldum vera nokkurs konar fmmgróði skepna hans. Jk. 1:18. Þér ... eruð endurfæddir ekki af forgengilegu sæði, heldur ófor- gengilegu, fyrir orð Guðs ... Og þetta er orð fagnaðarerindisins, er yður hefír verið boðað. 1 Pt. 1.23,25. Maður verður endurfæddur fyrir boðun fagnaðarerindisins, þegar orð Guðs sem sáð er nær rótfestu í hjarta hans. Hver sem ákallar nafnið Drottins mun hólpinn verða. Hvernig eiga þeir þá að ákalla þann, sem þeir hafa ekki trúað á? Og hvemig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekkert heyrt um? Og hvem- ig eiga þeir að heyra, án þess að einhver prédiki? Rm. 10:13,14. Enginn endurfæðist án trúar, en til þess að geta trúað þarf maður að heyra hveiju trúa skal. Einhver þarf að prédika orðið til þess að hann heyri, til þess að hann trúi, til þess að hann ákalli nafn Drott- ins, til þess að hann verði hólpinn. Biblían kennir að menn réttlætist fyrir trú, og til þess kemur orðið fyrst, til að undirbúa og skapa þessa trú í þeim sem lesa eða heyra þetta orð. Enginn endurfæðist fyrir það að vera vatni ausinn. Þjóðkirkjan kennir berlega að Heilagur andi komi yfir vatnið í fontinum fyrir bæn prests, og fari inn í hvert bam sem ausið er því. En Kristur sagði: Sá sem trúir á mig, úr hans kviði munu, eins og ritningin hefír sagt, renna lækir lifandi vatns. En þetta sagði hann um Andann, er þeir mundu fá, er gjörðust trúaðir á hann. Jh. 7:38,39. Enginn fær Heilagan anda án trúar, eins og Páll postuli segir: Um þetta eitt vil ég fræðast af yður: öðluðust þér Andann fyrir lögmálsverk? eða fyrir boðun trúar? Gl. 3:2. En til þess að trúa þarf maður að skilja fagnaðarerindið. I honum (Kristi) emð og þér, eftir að hafa heyrt orð sannleik- ans, fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar og tekið trú á hann og verið merktir innsigli Heilags anda, sem yður var fyrirheitið. Ef. 1:13. Postulinn segir enn fremur: Þar eð ritningin sá það fyrir, að Guð myndi réttlæta heiðingjana fyrir trú, boðaði hún Abraham fyrirfram þann fagnaðarboðskap: Af þér skulu allar þjóðir blessun hljóta........Kristur keypti oss undan bölvun lögmálsins, með því að verða bölvun fyrir oss, því að ritað er: Bölvaður er hver sá, sem á tré hangir, til þess að heið- ingjunum hlotnaðist blessun Abrahams fyrir samfélagið við Krist Jesúm, og vér öðluðumst fyrir trúna fyrirheitið um And- ann. Gl. 3:8,13,14. Þetta þýðir að Heilagur andi er gefínn mönnum vegna réttlætingar fyrir trú, en ekki fyrir það að vera vatni ausinn. Mörgum hefur verið kennt að þeir hafi orðið börn Guðs vegna þessarar athafnar þjóðkirkjunnar sem Einar kallar skím. En Kristur sagði ekki að menn gætu orðið böm Guðs fyrir það að vera vatni ausin. Jóhannes guðspjallamaður sagði um hann: Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við hon- um. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs böm: þeim sem trúa á nafn hans, Jh. 1:12. Þeir einir verða Guðs börn, sem sjálfviljugir og sér meðvit- andi festa trú sína á Krist, og taka með þeim hætti við honum. Hvergi í biblíunni lesum við um að trú annarra geti veitt manni inn- göngu í guðsríkið. Einar bendir þó á nokkur kraftaverk þar sem trú annarra varð til þess að fólk lækn- aðist. Frá orði Guðs er það ljóst að fyrir trú annarra læknaðist fólk. En ég skora á Einar Sigurbjömsson eða einhvem annan kennimann þjóðkirkjunnar að sýna út frá biblí- unni, svart á hvítu, að trú annarra, geti leitt til þess að maður fái fyrir- gefningu fyrir syndir sínar. Biblían segir að ranglátir muni ekki guðsríki erfa. Þjóðkirkjan seg- ir að þegar bam er vatni ausið í kirkjunni, fái það synda fyrirgefn- ingu. Sennilega velta fáir því fyrir sér, hvort það sé rétt, að þeir hafí fengið syndafyrirgefningu fyrir bamaskím. Ef til vill varpa þessi vers úr Postulasögunni ljósi á málið: Hann bauð oss að prédika lýðnum Raymond John Cooper „Orð Guðs er náðar- meðal, og í því er allt sem þarf til frelsunar. Menn heyra orðið, trúa orðinu, fá hreinsun vegna orðsins, endur- fæðast fyrir orðið, fá andlega fæðu úr orðinu (Mt 4:4), og fá styrk til að sigra syndina í orð- inu (1. JH 2:14, Sl. 119:11).“ og vitna, að hann (Kristur) er sá af Guði fyrirhugaði dómari lifenda og dauðra. Honum bera allir spá- mennimir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn syndafyrirgefning. Meðan Pétur var enn að mæla þessi orð, féll Heilagur andi yfir alla þá, er orðið heyrðu, og hinir trúuðu, sem umskornir vom, urðu forviða — all- ir þeir sem komið höfðu með Pétri — að gjöf Heilags anda skyldi einn- ig vera úthellt yfír heiðingjana; því að þeir heyrðu þá tala tungum og mikla Guð. Þá tók Pétur til máls: Getur nokkur vamað þeim vatns- ins, að þeir fái skím, er þeir hafa fengið Heilagan anda eins og vér? Og hann bauð, að þeir skyldu skírðir verða í nafni Jesú Krists. P. 10:42-48. Hér sjáum við að menn fengu syndafyrirgefningu og Heilagan anda án skímar. Þeir heyrðu orð- ið, trúðu því og öðluðust fyrirheitin. Þá létu þeir skírast. Grundvöllur- inn fyrir fyrirgefningu syndanna er syndafórn Krists á krossinum, og allir þeir sem trúa á blóð hans fá fyrirgefningu allra synda. Yður sé því vitanlegt, bræður mínir, að yður er fyrir hann (Krist) boðuð synda-fyrirgefning, og hver sá er trúir, réttlætist í honum (Kristi) af öllu því, er þér gátuð eigi réttlæst af við lögmál Móse. P. 13:38,39. Menn réttlætast fyrir trú, en þessi trú er trú á Krist og hann krossfestan (1. Kor. 1:18) en ekki trú á athöfn sem ekki er greint frá í Nýja Testamentinu. Stærstu mistök lútherskra manna vom þau að mgla saman vatni og orðinu. Þau sjást í setning- unni sem Einar vitnaði í: „Vatn gerir það sannarlega ekki, heldur orð Guðs, sem er með og hjá vatn- inu, og trúin, sem treystir slíku orði Guðs í vatninu." Hér reynir lútherskur maður að útskýra hvað- an vatn hafí fengið kraft til þess að valda fyrirgefningu syndanna, frelsa frá dauðanum og djöflinum og gefa eilífa sáluhjálp. Spyija má, hvar í biblíunni getum við lesið um, að vatn geti orðið hlaðið orði Guðs fyrir krossmark prests. Eins og prestar þjóðkirkjunnar vita, verður sumt í orði Guðs ekki túlkað bókstaflega. Kristur sagðist vera dyr, ljós, brauð, vegur, vínvið- ur, og hirðir. En við vitum að Guð íklæddist holdi í Jesú Kristi og sagði meðal annars dæmisögur til þess að lýsa á jarðneskan og skiljanlegan hátt því sem er himneskt og óskilj- anlegt. Sömuleiðis talar orð Guðs um sjálft sig sem sverð (Ef. 6:17) lampa (Sl. 119:105) og hamar (Jer. 23:29). Orðinu er líka líkt við vatn í biblíunni, og hefur það hreinsun í för með sér. Kristur sagði við lærisveina sína: Þér emð þegar hreinir vegna orðsins, sem ég hefi talað til yðar. Jh. 15:3. Það em nokkur dæmi um þessa líkingu í Nýja Testamentinu, og hér er eitt sem tekið er úr þýðingunni frá 1866: Kristur elskaði söfnuðinn og gaf sig sjálfan út fyrir hann, svo að hann helgaði hann og hreinsaði hann með vatnslauginni í orðinu: til þess að hann útvegaði sjálfum sér dýrðlegan söfnuð, sem hefði ekki blett né hmkku, eða neitt þess- háttar, heldur væri heilagur og lýtalaus. Ef. 5:25—27. 4 HVALVEIÐAR VIÐÍSLAND1600-1939 Trausti Einarsson Höfundur bókarinnar, Trausti Einars- son sagnfræðingur, hefur viðað að sér bestu fáanlegum heimildum íslensk- um, dönskum, norskum, breskum, bandarískum, þýskum, spænskum, batneskum’og frönskum um sögu hval- veiða á Norður-Atlantshafi, einkum umhverfis ísland, frá því á ofanverðum miðöldum og fram til 1940. Hvalveiðar við ísland 1600-1939 er áttunda bindi í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir-Studia historica sem Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Menningarsjóður standa að. MJÓFIRÐINGASÖGUR Vilhjálmur Hjálmarsson Svo langt sem séð verður aftur í tíma er 15 heimili og 100 manns ekkert fjarri meðallaginu í Mjóafirði. Fyrir 140 árum eða svo hófst breytingaskeið á þessum slóðum, og brátt var allt komið á ferð og flug í sveitinni: þorskveiðar margföld- uðust, Norðmenn komu í síldina, fyrsta frosthúsið á landinu var byggt, Norð- menn komu á ný og stofnuðu hvalveiði- stöðvar. Og fólkinu fjölgaði úr 100 í 400 við síðustu aldamót. Síðan er margt breytt-og íbúum Mjóafjarðarhrepps hefur fækkað í 35. Frá öllu þessu greina Mjófirðingasögur Vilhjálms á Brekku, fyrrum alþingismanns og ráðherra. LANDAMÆRI Heiðrekur Guðmundsson Þetta er áttunda ljóðabók skáldsins og kvæðin ort á árunum 1980-87. Heiðrek- ur fer hér víða nýjar brautir í listsköpun sinni en heldur þó tryggð við fyrri sjón- armið og vinnubrögð. Yfir ljóðunum vakir karlmennska og baráttuhugur þessa lífsreynda skálds er kemst gjarn- an að tímabærri og athyglisverðri niðurstöðu. IIEIIÓQEKUD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.