Morgunblaðið - 28.02.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 28.02.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Góður starfskraftur 21 árs gamall maður með stúdentspróf óskar eftir skrifstofustarfi, sölustarfi eða af- greiðslustarfi. Fleira kemur þó til greina. Upplýsingar í símum 46192 eða 46701. Launaútreikningar Stórfyrirtæki á sviði framleiðslu og verslun- arreksturs vill ráða manneskju til launaút- reikninga. Við leitum að manneskju með a.m.k. 2ja ára starfsreynslu af launabókhaldi. Æskilegur aldur 25-40 ára. í boði er framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Góð laun og góð starfsaðstaða. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. StarísAliðlunin Afleysinga- og ráðningaþjónusta Ármúla 19 -108 Reykjavík • CC 689877 Offsetskeyting Óskum nú þegar eftir starfskrafti í offset- skeytingu og Ijósmyndun. Upplýsingar veitir verkstjóri (Sævar) í síma 17167. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Þingholtsstræti 5 -101 Reykjavík Pósthólf455-T21 Rcykjavík Sími 17165 BBBBÐBDIBBIBÐIDBBBBBÐBHB Tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörð hf. er eitt af stærstu tölvufyrirtækjum á íslandi. Við höfum umboð fyrir búnað frá Digital, Erics- son, NEC, Tektronix, svo eitthvað sé nefnt. í tölvudeild Skagfjörð vinna um þrjátíu ungir menn. Þetta er góður og samstilltur hópur, sem einkennist af elju og áhuga. í kjölfar aukinna verkefna auglýsum við eftir markaðsfulltrúa. Starfið: - Markaðssetning tölvubúnaðar frá Digital Equipent Corp. - Vinna í nánu sambandi við notendur. - Sækja námskeið á vegum fyrirtækisins heima og erlendis til að öðlast aukna þekk- ingu. - Að vinna í hópi ungs fólks, sem einkenn- ist af framsækni og vinnugleði. Við leitum að starfskrafti: - Sem hefur áhuga á tölvum og tölvutækni. - Sem hefur víðtæka reynslu af sölu og markaðsmálum. - Sem hefur ánægju af samskiptum við annað fólk. - Sem er fljótur að tileinka sér nýjungar. - Sem getur unnið sjálfstætt og skipulega. - Sem er tilbúinn að vinna langan vinnudag. - Sem skilar árangri. Menntun: Æskilegt er að viðkomandi hafi viðskipta- og/eða tæknimenntun. Góð almenn mennt- un ásamt reynslu úr atvinnulífinu kemur einn- ig til greina. Ef þú vilt starfa innan fyrirtækis í örum vexti, og leggja hart að þér, hafðu þá sam- band við Jónínu G. Jónsdóttur milli kl. 13.00 og 17.00 eða Andrés Andrésson í síma 24120. KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRD HF Hólmaslóð 4 Box 906121 Reykjavík BÐBÐHBDÍBBBÐÐBMBÐgÐBBÐB Tónlistarmenn! Við óskum eftir efni til útgáfu. Val á útgáfu- efni verður í höndum fólks innan fyrirtækis- ins. Við áskiljum okkur rétt til að velja og hafna. Til að efnið komist sem best til skila gefum við öllum umsækjendum einn dag í hljóðveri okkar (án upptökumanns). Er nokkru að tapa? Hafðu samband. iUmsóknartímabil stendur frá 25. febrúar til 10. mars. HLJÓÐA KLETTUR sími28630. FADQOF OC RÁDNINGÁR Ert þú góður ritari? Við leitum að góðum ritara fyrir málflutnings- stofu staðsetta í Austurbæ. Æskilegur aldur 30 ára eða eldri. Góð íslensku- og vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Reynsla af ritvinnslu æskileg. Hlutastarf gæti komið til greina. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Ábendisf., Engjateigi 9, sími 689099. Opið frá kl. 9.00-15.00. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk til bréfberastarfa. Um er að ræða heilsdags- eða hálfsdags- störf fyrir eða eftir hádegi. Laun eftir starfs- aldri fyrir fullt starf frá kr. 33.726.00 til kr. 43.916.00. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar, Árm- úla 25, Reykjavík, í síma 687010. Starfsfólk óskast Við leitum að rösku, hressu og dugmiklu starfsfólki sem hafið getur störf sem fyrst: Skrifstofa Áreiðanleg manneskja með kunnáttu í vélrit- un og reynslu ítölvuskráningu, meðferð telex og telefax tækja. Þarf að hafa frumkvæði og geta annast allar almennar bréfaskriftir og skjalavörslu. Enskukunnátta nauðsynleg. Bókhald Starfskraftur með reynslu í merkingu og skráningu bókhalds, afstemmingar og upp- gjör reikninga. Þarf að geta starfað sjálf- stætt og hafa bókhaldsþekkingu. Útkeyrsla og lager Frískan starfskraft til að annast samantekt og afgreiðslu pantana af lager. Þarf að geta unnið hratt og vel á álagstímum. Starfið fel- ur einnig í sér sölumennsku og útkeyrslu á vörum. Bílpróf nauðsynlegt og góð fram- koma. Góð laun í boði fyrir rétt fólk. Fjölbreytileg störf á lifandi vinnustað. Umsóknir óskast sendartil auglýsingadeildar Mbl. merktar: „A - 6182 fyrir 8. mars. ☆ STEINAR HF ☆ Nýbýlavegi 4,200 Kópavogi. Simi 45800 REYKJMIIKURBORG Aou&tin Stödun Heimilishjálp Starfsfólk óskast í heimilishjálp í heilsdags- störf og hlutastörf. Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk sem hafa tíma aflögu. Upplýsingar í síma 18800. Skrifstofustarf Eitt af samstarfsfyrirtækjum Sambandsins óskar eftir að ráða starfsmann til skrifstofu- starfa. Starfsvið viðkomandi er m.a. að sjá um veFðútreikninga og tollskýrslugerð sem unnið er í tölvu. Leitað er að töluglöggum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt ög æskilegt er að hann hafi reynslu í ofangreindum störfum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra sem veitir nánari upplýsingar. SANIBANDISL. SAMVINNUFELAGA STARFSMANNAHALO SAMBANDSHÚSINU Garðyrkjudeild Kópavogs Garðyrkjumaður óskast til verkstjórnarstarfa hjá garðyrkjudeild Kópavogs. Um er að ræða nýtt og fjölbreytilegt starf sem krefst reynslu í skrúðgarðyrkju og verkstjórn. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. apríl nk. (í fyrstu er gert ráð fyrir hálfs árs starfi.) Umsóknum skal skilað á garðyrkjudeild Kópavogs, Fannborg 2, fyrir 11. mars nk. Frekari upplýsingar veitir garðyrkjustjóri Kópavogs í síma 41570. Garðyrkjustjóri Kópavogs. Starf í gámaviðhaldi Auglýst er eftir starfsmanni til þess að vinna í gámadeild verkstæðis skipadeildar á Holta- bakka. Leitað er eftir vélvirkja eða vélstjóra með reynslu af járnsmíðum eða plötusmið. Góð rafsuðukunnátta nauðsynleg. Viðkomandi á að sjá um gámadeild verk- stæðis undir daglegri stjórn verkstjóra. Hann á að vinna að viðhaldi gáma og ýmissa áhalda á Holtabakka. Um er að ræða þurr- gáma og ýmsar tegundir einangraðra gáma. Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á trefjaplast- og blikkviðgerðum. Ætlast er til að viðkomandi sjái um reglu- bundnar öryggisskoðanir á gámunum og kynni sér alþjóðlegar reglur og staðla þar að lútandi. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi. SAMBAND ISL.SAMVINNUFÉ1AGA STARFSMANNAHAIO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.