Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ég hef oft talað um það að þekking á stjömuspeki og stjömumerkjunum geti stuðlað að auknu umburðarlyndi manna á meðal. í gegnum það að vita að Jón er Krabbi og Gunna Hrútur fæst aukinn skilningur á hegðun þeirra og í gegnum það er auðveldara að sætta sig við eitthvað sem áður þótti kannski illþolanlegt. Mannleg samskipti Annað atriði sem getur hjálpað í mannlegum samskiptum er að takast á við sjálfan sig, þ.e.a.s. sjálfsþekking stuðlar að bættum samskiptum. Að baki þvi að þola einhveija per- sónu ekki geta legið margar ástæður. Tvær þeirra hafa með það að gera sem ég nefndi hér að framan, eða það að skilja ekki persónuleika annarra og skorta sjálfsþekkingu. Hreeðsla og imyndun Það að þola ekki fólk á m.a. rætur að rekja til hræðslu við hið óþekkta. Hið óþekkta kem- ur ímyndunarafli okkar af stað. Við lesum í blöðum um morðingja og kynferðisglæpa- menn og hugsum: Hvemig menn skyldu fremja svona glæpi. Síðan lítum við útum gluggann og sjáum mann sem við áttum okkur ekki á og segj- um: „Aha, skyldi þetta vera giæpamaður?" Af þvi að við þekkjum ekki Jón förum við að búa til sögur um hann. Eigin vandamál í öðru lagi má rekja óþol í garð annars fólks til eigin per- sónuleika. Það er nefnilega svo að við hötumst oft við það í fari náungans sem við þolum ekki hjá sjálfum okkur eða er bælt í fari okkar. Ástæðan er sú að viðkomandi minnir okkur á bælinguna. Ég þoli ekki Jóa poppara vegna þess að hann náði á toppinn en ég sat eftir. íeigin barm Það er hægt að mislíka við fólk af öðrum ástæðum en framangreindum. T.d. kann ég ekki við ákveðinn mann af sið- ferðislegum ástæðum. Ég tel að menn eigi að vera heiðarleg- ir en hann er óheiðarlegur. Þegar við fínnum hins vegar fyrir tilfinningalegri reiði og komumst á einhvem hátt úr jafnvægi í návist einhvers þá er rétt að líta í eigin barm. Okkarábyrgö Við vitum að nóg er til af deil- um, stríði og vandamálum í mannlegum samskiptum. Við sjálf berum hins vegar ábyrgð og getum gert ýmislegt til úr- bóta. Við getum lagt okkur fram um að skilja annað fólk og hætta þar með að búa til sögur. Við getum lagt okkur fram um að skilja og leysa eigin vandamál og hætt þannig að hata-aðra fyrir að minna okkur á eigin óuppgerða van- kanta. Að framkvcema Það er hins vegar ekki nóg að búa yfír þekkingu. Við verðum að fara eftir þeirri þekkingu. Gagnkvæmur skilningur þarf einnig að ríkja þvi sambönd ganga í tvær áttir. í sambandi Hrúts og Krabba þarf t.d. tvennt að koma til. Hrútur þarf að gæta þess að særa ekki Krabba með ógætilegri hegðun og hann þarf einnig að varast að láta tilfinninga- semi hans fara i taugamar á sér. Krabbi þarf að gæta þess að láta Hrútinn ekki særa sig, skilja að hann er opinn en ætlar ekki að móðga neinn persónulega þó ýmislegt sé sagt. Hann getur einnig ekki krafist þess að Hrúturinn breyti sér bara vegna þess að aðrir eru viðkvæmir. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að fólk taki hvort öðru án þess að vera sífellt að móðgast eða segja: „Þú ert svona og svona en ættir að vera öðruvísi." DÝRAGLENS 1 1 lÁCI/’A iHrHHisHlHffí •**. UUoKA FERDINAND iSggSmSiliyiliSgMMMMflgliiaifSg- SMAFOLK Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Hún- vetningafélagsins Nú er lokið 7 umferðum í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Cyrus Hjartarson 148 JónÓlafsson 143 Halla Ólafsdóttir 132 Valdimar Jóhannsson 129 Kári Sigurjónsson 122 Eggert Einarsson 122 Áttunda umferð verður spiluð nk. miðvikudagskvöld kl. 19.30 í Skeifunni 17. Keppnisstjóri er Jóhann Lúthersson. Opna Laugarvatns- mótið 5. mars Fullbókað er í Opna stór- mótið sem Bridsfélag Menntaskólans á Laugar- vatni gengst fyrir laugardag- inn 5. mars. 34 pör taka þátt í mótinu. Áríðandi er að þeir sem eru bókaðir láti vita um afföll, ef einhver verða. Spilamennskan hefst kl. 11 (stundvíslega) og spil- að er í menntaskólanum. Keppnisstjóri er Hermann Lánisson. Bridsfélag Reyðar- fjarðar/Eskifjarðar Sveit Trésíldar sigraði í aðalsveitakeppni félagsins (sjö umferðir). í . sveitinni eru: Kristján Kristjánsson, Ásgeir Metúsalemsson, Jó- hann Þorsteinsson og Friðjón Vigfússon. Röð efstu sveita varð: Trésfld 139 Aðalsteinn Jónsson 120 Bemhard Bogason 115 Ámi Guðmundsson 111 Sigurður Freysson 108 Haukur Björnsson 103 Jóhann Þórarinsson 70 Bjami Garðarsson 69 Næst á dagskrá er nýliða- keppni, eitt kvöld, en að henni lokinni er barometer- keppni, tveggja kvölda keppni um Bjömsbikarinn (til heiðurs Birni Jónssyni). Bridsfélag Akureyrar Staðan í Hafspilsmótinu, sem er Akureyrarmótið í tvímenningi, eftir 20 um- ferðir og að óloknu einu kvöldi er þessi: Haraldur Sveinbjömsson — Jónas Karlesson 137 Friðfinnur Gíslason — PállJónsson 115 Stefán Vilhjálmsson — Guðmundur V. Gunn- laugss. 105 Soffía Guðmundsdóttir — Dísa Pétursdóttir 93 Pétur Jósefsson — Haukur Jónsson 84 Sigurður Guðvarðarson — Jón Aðalsteinn Her- mannsson 75 Pétur Guðjónsson — Frímann Frímannsson 73 Gunnar Berg — Stefán Sveinbjörnsson 71 Bridsdeild Skagfirð- inga Staða efstu para í yfír- standandi Butler er þegar aðeins eitt kvöld er eftir af keppninni: Jón Þorvarðarson — Guðni Sigurbjamason 205 Anton R. Gunnarsson — Hjördís Eyþórsdóttir 193 Ragnar Hjálmarsson — Haraldur Ragnarsson 180 Sveinn Þorvaldsson — Steingrímur G. Pétursson 175 Sigmar Jónsson — VilhjálmurEinarsson 164 Elísabet Jónsdóttir — Leifur Jóhannesson 164 Spilað er í Drangey, Síðumúlá 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.