Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
B 7
KJARTAN RAGNARSSON, leikstjóri:
Hamlet er mesti nútímamaðurinn
af öllum persónum Shakespeares
Iðnó frumsýnir á morgun,
sunnudag, harmleik Shakespe-
ares, Hamlet, f leikgerð Kjartans
Ragnarssonar. Óhætt er að segja
að leikgerðin sé f nokkru frá-
brugðin þvf sem menn eigi að
venjast af Shakespeareupp-
færslum. Einfaldleikinn ræður
ríkjum f sýningunni og gegna
lýsing og tónlist stóru hlutverki.
Verkið hefur verið stytt og hlut-
verkum fækkað þar sem aðeins
11 leikarar taka þátt í sýning-
unni sem er upphaflega mann-
mörg og hefur hluti leikaranna
fjölda hlutverka með höndum.
Leikmynd og búninga hannaði
Grétar Reynisson og mun Ifklega
mörgum bregða f brún er þeir
ganga í salinn sem hefur að stór-
um hluta til verið lagður undir
leiksviðið.
„Það er engin leið til, sem er
hefbundin og rétt, það er ekki
hægt að setja Hamlet upp eins og
Shakespeare hugsaði sér,“ segir
leikstjórinn, Kjartan Ragnarsson.
„Mig langaði að reyna að gera
verkið sem allra heiðarlegast, hafa
sömu áhrif á áhorfendann og
Shakespeare, þegar hann skrifaði
verkið.
Hefbundin leið er eitthvað sem
er orðinn vani 20. aldar. Til dæmis
er orðin venja að Hamlet sé svart-
klæddur með hvítan kraga, að svið-
ið sé krökkt af varðmönnum með
spjót og að þar sé konungur með
kórónu. En þegar er búið að marg-
endurtaka hlutina verða þeir að
klisju. Faðir Hamlets, afturgeng-
inn, er orðinn fallegur skáldskapur
í frægu bókmenntaverki í stað þess
að vera óhugnanlegur draugur sem
Shakespeare ætlast til að skyti
mönnum skelk í bringu. Áhorfand-
inn á að skynja ógn verksins í gegn-
um þennan draug.
í sýningunni leggjum við alla
áherslu á hreinleika, lýsingin er
ólík því sem menn eiga að venjast
og búningar einfaldir. Leikhús er
alltaf í mótun. Vegna þess að sjón-
varpið er orðið svo fullkomið, verð-
Morgunblaðið/Einar Falur
Kjartan Ragnarsson
leikstjóri
ur leikhúsið að notast við
þrívíddina, nálægðina sem það hef-
ur framyfír sjónvarpið. Allt húsið
verður að Ieikhúsi og vonandi fá
áhorfendur það á tilfinninguna að
þéir séu staddir í frásögninni. Ham-
let gerist í stórri höll. Við höfum
til umráða stórt hús með góðri loft-
hæð en lítið svið. Eigum við þá að
troða kóngi, drottningu, prínsi og
hirðfólki á þetta litla svið og láta
alla snúast í kringum sjálfa sig á
agnarsmáum ferhyrningi? Eða eig-
um við að nota þann hluta hússins
sem minnir á glæsileika hallarinnar
og koma áhorfendanum að óvör-
um? Leikhúsið á að nota til að
skapa nýjar upplifanir.
Heimsmynd Hamlets er
eyðilögð
Við notum náttúrulega öll meðul
leikhússins til að ná fram þeirri ógn
Hamlet hefur
fylgt okkur allan
sólarhringinn
svo vikum skiptir
Rætt við Þröst Leó Gunnarsson
og Valdimar Örn Flygenring
Valdimar Órn Flygenring og
Þröstur Leó Gunnarsson leika
andstæðurnar Laertes og Ham-
let. Þeir hafa báðir leikið i
Shakespeare-verkum áður í leik-
listarskóla, Valdimar í Þrett-
ándanótt og Rfkharð III og
Þröstur Leó í Ofviðrinu og
Draumi á Jónsmessunótt f sam-
vinnu við Iðnó. Er hægt að bera
saman leik f Shakespeare og
öðrum verkum? Nei, þetta er
allt annar hlutur,“ segir Þröst-
ur. „Maður nálgast verkið á aUt
annan hátt. Textinn er svo ólíkur
öðru, það er heilmikil vinna að
læra hann,“ segir Valdimar og
undir það tekur Þröstur sem
segist vera með textann f kollin-
um allan sólarhringinn. „Hamlet
hefur fylgt okkur allan sólar-
hringinn f margar vikur auk
sem er í verkinu alveg frá upp-
hafí. Hamlet er ungur maður, sem
elskar lífið og þykir vænt um föður
sinn og móður og allt í kringum
sig, svo sem títt er rnn æskufólk
sem hefur ekki orðið fyrir neinum
áföllum. Faðir hans deyr og aftur-
genginn segir hann frá því að hann
bróðir sinn, núverandi konungur
hafí myrt sig. Heimsmynd Hamlets
er eyðilögð fyrir honum, en það er
sama hvað hann gerir, ekkert bæt-
ir það sem hefur gerst. Hrunið birt-
ist í því að móðir hans hefur gert
eitt það voðalegasta sem hægt var
á tímum Shakespeares, framið
si§asp>ell; hún hefur gifst bróður
manns síns sem á þeim tíma jafn-
gilti þvi að giftast bróður sínum.
En í krafti valdsins getur hún
þetta. Við verðum að átta okkur á
því að móðir Hamlets var byijuð
að halda við Kládíus áður en hann
drepur mann hennar. Og það að
hún haldi við Kládíus veitir honum
ástæðu til að drepa bróður sinn.
Hún hlýtur að vera meðsek í morð-
inu og það sakar Hamlet hana um.
Hamlet þykir mjög vænt um móður
sína en hefur takmarkalausa and-
styggð á þessu hjónabandi. Að vita
að Kládíus hafi drepið föður hans
kemur eins og blessun yfir hann,
því þá getur hann faríð að taka á
málunum.
Hamlet er um vanda venjulegs
manns. Hamlet er auðsjáanlega
ákaflega veiklaður og næstum
sjúklega kaldlyndur vegna þess að
lífið stenst ekki þær kröfúr sem
hann gerir til þess. Því er þráin í
sjálfsmorðið ákaflega sterkur þátt-
ur í honum. Að minu viti er verkið
um vanda manneskjunnar gagn-
vart svikulli og grimmri veröld, sem
hún missir trúna á.
Óvíssa Hamlets höföar til
okkar
Eins og allir sem setja Hamlet
upp, erum við að beijast við að
svara þeirri spumingu sem verður
aldrei alveg svarað; hvers vegna
drepur Hamlet ekki Kládíus, stjúp-
föður sinn og það sem fyrst? Ham-
let gæti fengið fjölda tækifæra til
að drepa Kládius ef hann vildi.
Hann gæti gengið beint til verks
eins og til dæmis Laertes, hjá hon-
um kemst ekkert annað að en að
hefna föðurs síns. Það hafa verið
hin venjulegu viðbrögð harmleikja-
hetjunnar, ftá dögum grísku harm-
leikjanna allt fram á daga Ham-
lets. Það sem er svo óvenjulegt,
er að Hamlet gerir það ekki. Eg
held að það sem hafi gert þetta
verk svona vinsælt er, að þama er
manneskjulegur vandi sem allir
Morgunblaðið/Bjami
Þröstur Leó Gunnarsson leikur Hamlet Danaprins
allra hinna leikritanna. Og það
getur verðið erfitt að skipta yfir
í önnur leikrit."
Er Hamlet öðru yfirsterkari? „Ég
býst við því,“ segir Þröstur Leó.
„En á meðan æfingatíma stendur
er hann auðvitað mest skapandi
af því sem við erum að gera.“
Valdimar var spurður hvemig hon-
um gengi að skipta á milli þeirra
persóna sem hann leikur í verkinu.
„Laertes hverfur hreinlega í lengri
tfma og á meðan birtist ég í hlut-
verki leikarans sem er einfaldlega
persóna sem er gaman að leika sér
f, hún er nokkurs konar hvíld. Það
er rétt eins og að leika jólasvein,
ég gleymi tfmanum á meðan; ekki
vildi ég hanga og gera ekki neitt.
En samband andstæðnanna
Hamlets og Laertes? „Ja, þeir em
í byijun rétt eins og við tveir, vin-
ir. En síðan skiljast leiðir," segja
þeir og Valdimar segist ekki frá
þvi að samband þeirra beri nokkur
merki „Dags vonar" þar sem við
leikum bræðuma. „Ég held að það
sé ekkert verra," bætir hann við.
Laertes gengur beint til verks,
hann myndi höggva höfuðið af
sjálfum kóngnum ef því væri að
skipta. En Hamlet veltir sér upp
úr hlutunum. Hann er veikur fyrir
en gengur aldrei algjörlega af göfl-
unum en hann er stærstum hluta
þekkja. Að standa gagnvart tveim-
ur illum kostum og þurfa að velja.
Allir tvístíga og allir em óvissir.
Óvissa Hamlets er það sem höfðar
svona vel til okkar. í Hamlets til-
felli breytir það engu þó að hann
drepi kónginn og það veit hann.
Heimurinn er eftir sem áður hmn-
inn.
Sögnin um Amlóða er um prins
sem þóttist gjörsamlega bijálaður,
var með svokallaðan amlóðaskap,
til að konungur gmnaði hann ekki
um græsku. Þetta gerði hann til
að geta hefnt föðurs síns eins og
sönn harmleikjahetja.
Mikið blaður í
kringum gullkornin
Síðustu 2 árin hefur mikið verið *
rætt hér að setja Hamlet upp, af
öllum verkum höfum við horft til
þessa með mestri löngun en síðasta
uppfærslan var í Þjóðleikhúsinu
1964. Hamlet er afburðaverk sem
höfðar óvenjusterkt til mín. Hamlet
er mesti nútímamaðurinn af öllum
persónum Shakespeares. Hann vel-
kist í sálrænum vandamálum eins
og allar hetjur nútímabókmennta.
Ertu trúr texta Helga Hálf-
dánarsonar? Ég er honum eins trúr
og hægt er að vera. En allir þeir
sem setja Hamlet upp, verða að
velja og hafna. Shakespeare er
óskaplega orðmargur, það er mikið
blaður í kringum gullkomin og
margar persónur og atríði sem
koma efninu ekkert við. Það gerist
enda varla að Hamlet sé fluttur
óstyttur og ég stytti textann geysi-
lega. Ég endurraða verkinu tölu-
vert fyrir það leikhús sem við erum
að setja upp i.
„Mér hefur fundist svo margar
Hamlet-sýningar fara úr böndun-
um. En þetta er fjölskylduharm-
leikur og til að leggja áherslu á
það tek ég burt allar óþarfa auka-
persónur, allar marseringar og
lúðraþyt, sem er eins og arfi í rósa-
beði. Eg hef fáa leikara til að þeir
einbeiti sér líka að fjölskylduharm-
leiknum.
Eru íslenskir leikhúsáhorfendur
þá of óþolinmóðir til að sitja 5 tfma
sýningu? „Leikritið er eins langt
og aðstæður hér í húsinu leyfa.
Ég held að áhorfendur bæði á ís-
landi og annars staðar séu alveg
nógu þolinmóðir til að sitja í 20
tíma ef sýningin er nógu góð, nógu
hlaðin. Sýning sem tekur innan við
klukkutíma getur verið svo lang-
dregin að fólki finnist það hafa
setið hana frá því land var numið.
Samstarf leiksijóra, leikmynda-
teiknara og leikara miðar að því
að láta hvert einasta augnablik
vera hlaðið lífi og orku. Það vona
ég að okkur hafi tekist." U.G.
að gera sér upp. Ef til vill er hann
sjúklega þunglyndur en hver yrði
það ekki.
Ertu hræddur við hlutverk Ham-
lets? „Ég var hræddur í byijun, er
það enn og ég losna líkiega aldrei
við hræðsluna. Enda er sú leið sem
við förum í þessari sýningu bara
ein af mörgum. Það er hægt að
nálgst Hamlet á svo ótalmarga
vegu.“
Samtal blaðamanns við Valdi-
mar og Þröst fer ffarn á meðan
þeir kasta mæðinni milli skylm-
ingaæfinga. „Undir lok æfinga-
timabilsins eru skylmingamar
orðnar erfiðasti þátturinn, þegar
allir eru að fara heim að loknum
æfingum, þá höldum við áfram að
streða í skylmingum," segja þeir
og strjúka af sér mesta svitann.
„Við sverðin erum við ekkert
hræddir lengur enda vel varðir."
Með önnur hlutverk í sýningunni
fara Guðrún Ásmundsdóttir, sem
Ieikur Geirþrúði, móður Hamlets,
Sigurður Karlsson, sem leikur
Kládíus, sljúpföður hans, Eggert
Þorleifsson, sem leikur hinn trúa
°g trygga vin, Hóras, Steindór
Hjörleifeson, sem leikur Póloníus,
föður Laertes og Ófelíu, ástmeyjar
Hamlets, sem Sigrún Edda Bjöms-
dóttir leikur. Með önnur hlutverk
fara Jakob Þór Einarsson, Kjartan
Bjargmundsson, Eyvindur Erlends-
son og Andri Öm Clausen. U.G.
i