Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 8

Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 ATLI HEIMIR SVEINSSON: Vikivaki hefur lengi heillaÖ mig sem óperuefni Sjónvarpsóperan Vikivaki er sameiginlegt verkefni Norrænu sjónvarpsstöðvanna og er undirbúningur að vinnslu verksins þegar hafinn. Saga Gunnars Gunnarssonar er undirstaðan, höfundur tónlistar verður Atli Heimir Sveinsson, höfundur óperutextans verður Thor Vilhjálmsson og leikstjóri verður Finninn Hanno Heikinheimo. Áætlað er að upptökur og vinnsla fari fram á næsta ári og sjónvarpsóperan verði tilbúin til sýninga um áramótin 1989-1990. í ár er tími höfundanna, þeirra Atla Heimis og Thors, og samkvæmt áætlun verða tónlist og texti óperunnar að liggja fyrir í lok ársins. Morgunblaðið tók hús á Atla Heimi á dögunum og forvitnaðist um hugmyndir að þessu rammíslenska, en þó samnorræna, verkefni. — Hvers vegna varð Vikivaki Gunnars Gunnarssonar fyrir valinu þegar gerð sjónvarpsó- peru var ákveðin? „Hugmyndin að gerð samnor- rænnar sjónvarpsóperu er komin frá Hrafni Gunnlaugssyni hjá íslenska ríkjssjónvarpinu og það var ákveðið að höfundar bæði tón- listar og sögu skyldu vera (slensk- ir. Ég lagði síðan til að saga Gunn- ars Gunnarssonar yrði uppistaða óperunnar. Finnski leikstjórinn Hanno Heikinheimo og sænski leiklistarráðunauturinn Gunilla Jenson voru þessari tillögu hjart- anlega sammála eftir að hafa kynnt sér Vikivaka. Ég var reyndar búinn að ganga lengi með þá hugmynd að skrifa óperu við þessa mögnuðu sögu. Ég heyrði söguna fyrst endur- sagða í samkvæmi fyrir mörgum árum og var strax gagntekinn af henni. I millitíðinni kom svo óp- eran mín, Silkitromman, til sög- unnar og reyndar einnig tónlistin við söngleikinn Land míns föður. Vikivaki lá því á hillunni en ég kom alltaf aftur að honum þegar ég velti fyrir mér nýju óperuefni. Vandinn var að ég náði sögunni aldrei heim og saman sem leik- húsverki. Frásagnartækni Gunn- ars Gunnarssonar er svo erfíð við- fangs — hann hleypur fram og aftur í tíma — og landslagslýsing- ar hans eru einnig mjög mikilvæg- ar. Mér tókst aldrei að koma þessu heim og saman fyrr en byijað var að tala um gerð sjónvarpsóperu við mig. Þá sló Vikivaka aftur niður í kollinn á mér og ég sá að sjónvarpið væri einmitt rétti mið- illinn fýrir þessa óperu. Gunnar lýsir landslaginu t.d. úr lofti og það getur sjónvarpið vel ráðið við. Sagan nálgast súrrealisma sem við reynum að koma til skila. Sagan er einhvers konar sam- bland af hefðbundinni íslenskri draugasögu og því nútímalegasta sem var að gerast í bókmenntum Evrópu á þeim tíma sem Gunnar skrifaði söguna. Það er skemmti- legt hvemig sagan tengir saman rammíslenska frásagnarhefð og alþjóðlega framúrstefnu." — Um hvað fjallar Vikivaki? „í sem stystu máli ijallar sagan um rithöfund sem fyrir hræðileg- an misskilning vekur upp hóp af dánu fólki. Hinir framliðnu halda að kominn sé dómsdagur, að rit- höfundurinn sé guð almáttugur, að landareign rithöfundarinn sé himnaríki og ibúðarhús hans paradfs. Rithöfundurinn gengst upp í hlutverki dómarans og hlýð- ir á skriftir hinna framliðnu. Þetta er ákaflega margræð saga og hlaðin alls kyns táknum. Þetta fólk er komið í hræðilega klípu og boðskapur sögunnar á svo sannarlega erindi við okkur í dag. Gunnar sýnir okkur miskunnar- laust að við emm ekki þeir guðir sem við höldum og tími okkar er ekki það himnaríki sem við höld- um, né em þægindi og tækni nútímans paradís á jörðu. Sagan býr því yfír breiðri skírskotun til okkar allra og endir hennar er bæði táknrænn ogdramatískur." Sagan er upphaflega skrifuð á dönsku en er til í tveimur íslenskum þýðingum. Þýðingu Halldórs Laxness og Gunnars sjálfs. Hefur þetta skipt þig máli? „Mér fínnst frumgerðin á dönsku best. Mér fínnst vera yfír henni einhver léttleiki sem hefur farið forgörðum í íslensku þýðing- unum. Þetta er mín persónulega skoðun, því auðvitað em þýðing- amar góðar hvor á sinn hátt. Mér finnst mikilvægt að gamansemi verksins fái að njóta sín. Það er þessi stórkarlalega fyndni og hálf- kæringur sem hreif mig mjög. Allt þarf þetta að koma fram í tónlistinni í ópemnni. Það er þetta sem ég á við með þyí að tala um trúnað við verkið. Trúnaðurinn við verkið felst einnig í því að koma til skila táknum verksins án þess að leggja á þau ofuráherslu. Hin- ir framliðnu em t.d. 12 og rithöf- undurinn Jaki Sonarson sá þrett- ándi. Þetta er engin tilviljun frá hendi höfundar. Þama verður að finna jafnvægi svo margræðni sögunnar fái að njóta sín. Við höfúm þurft að sleppa úr en það hefur ekkert verið samið inn — í engu bætt við. Við höfum einfal- dað svo áhorfendur geti skilið á augabragði hvað er að gerast. Þetta er vandi svo vel fari. Trún- aður okkar við verkið felst í því að þrátt fyrir einföldun þá reynum við koma öllum umþenkingum Gunnars Gunnarssonar til skila. Ég kalla það einnig trúnað við verkið að þegar eitthvað er að vefjast fyrir mér, þá leita ég í sögunni sjálfri og undantekning- arlaust finn ég svarið þar. AUar góðar sögur hafa þennan eigin- leika. Allt er tekið fram, jafnvel smæstu atriði. — Hvernig finnst þér að vinna fyrir sjónvarp? „Ég er alls ekki ósáttur við það. Það krefst mikils skipulags og nákvæmni og það hentar mér vel sem er hálfgert möppudýr f vinnubrögðum. En það er náttúm- lega eitt atriði sem aUir vilja vita fyrst, þegar um svona stórt sam- starfsverkefni er að ræða. Það er kostnaðurinn. Hann verður að liggja fyrir í upphafí. Hver sjón- varpsstöð leggur fram ákveðinn hluta af kostnaði og þær þurfa allar að vita hversu stór sá hluti verður. Þetta snertir mig þannig að ég verð strax að áætla hversu stóra hljómsveit ég muni nota, hversu marga söngvara og hversu stóran kór. Þetta er svo haft til hliðsjónar við gerð kostnaðaráætl- unar. Ég verð síðan að halda mig innan þessa ramma og það setur mér ákveðnar skorður. Það út- heimtir líka meiri nákvæmni að semja fyrir sjónvarp. Lengd óper- unnar er ekki nema klukkutfmi sem krefst þess að hver sekúnda sé nýtt til hins ýtrasta. Klukkutfmi er reyndar of stuttur tími fyrir ópem. Hins vegar er ég ekki sáttur við sjónvarpið sem flölmiðil að öllu leyti. Ég er óánægður með margt sem ég sé í sjónvarpi. Það er kostur að ná til milljóna f þessa einu klukkustund, en þegar stund- in er liðin gefst ekki annað tæki- færi. Þegar ég segi miUjóna á ég við áhorfendur á öllum Norðurl- öndunum. Samanlagður fyöldi þeirra er 32 milljónir. Ég geri mér alltaf betur og betur grein fyrir þeim takmörkunum sem ég vinn með, eftir því sem ég hugsa lengur um verkið. Smæð skjásins er mjög takmarkandi. Hljómgæði sjónvarpstækja em sjaldnast eins og best verður á kosið. Þetta em atriði sem hafa þarf í huga við óperaflutning í sjónvarpi. Þetta era áberandi ókostir. En eftir því sem ég velti þessu lengur fyrir mér sem sjónvarpsverkefni opnast möguleikamir í huga mfnum fyrir Vikivaka sem leikhúsópem." — Á hvaða stigi vinnslunnar er verkið statt núna? „Undirbúningsvinnu er lokið. Það þýðir að atriðaröð er frágeng- in og ég er í startholunum með að semja tónlistina. Tímaáætlun verksins er f grófum dráttum eft- irfarandi: Ég þarf að vera búinn að semja tónlistina um næstu ára- mót. Tíminn frá áramótum til vors verður nýttur til æfínga á tónlistinni og upptökur fara fram í Kaupmannahöfn f maf 1989. í sumar mun leikstjórinn velja töku- staði hérlendis og næsta sumar verða útiatriði tekin hér heima." — Thor Vilhjálmsson verður höfundur óperutextans. Hvern- ig er samstarfi tónskálds og textahöfundar háttað við óper- usmíði? „Yfirleitt er því þannig háttað að textinn er saminn fyrst og tón- listin á eftir. Ég hygg gott til glóð- arinnar í samstarfíð við Thor. Hann hefur alla kosti til að bera. Hann ræður yfir öllum stflbrigð- um í texta sem hægt er að óska eftir. Hann er einnig vei að sér í tónlist sem er nauðsynlegt texta- höfúndi ópem. Texti í ópem hefur geysimikla þýðingu. Hann verður að vera einfaldur og í hálfgerðum simskeytastfl. Það er misskilning- ur að halda að góður óperutexti eigi að vera bókmenntir. Ég hef alltaf verið á móti því sjónarmiði. Textinn við Don Giovanni Mozarts er t.d. frábær sem slfkur en ég vildi samt ekki þurfa að lesa hann á bók. Mér fannst Ömólfur Áma- son leysa þetta mál mjög vel í Silkitrommunni og ég efast ekki um að Thor geri það líka. Af sam- tölum okkar Thors er greinilegt að hann hefur góðan skilning á samspili texta og tónlistar f ópem. Það má samt vel vera að það sé vanþakklátt verk að semja ópem- texta." — Textinn verður á fslensku. Þýðir það að flytjendur verði allir íslenskir? „Nei, ekki endilega. Ég geri ráð fyrir að söngvarar verði ráðnir frá fleiri Norðurlandanna en íslandi einu. Annars verður ekki farið að athuga þau mál fyrr en f haust svo það er ekki tfmabært að ræða þetta núna.“ — Hefurðu ákveðið sjónvarps- óperunni Vikivaka sérstakan tónlistarstfl? „Tónlistin í Vikivaka verður eins konar samantekt á þvf sem ég hef verið að semja á undanf- ömum misserum. Silkitromman var þess háttar summa og Viki- vaki verður það líka. En þó verður mjög greinilegur munur á þessum tveimur ópemm tónlistarlega. Silkitromman var einsöngvaraóp- era en Vikivaki verður kórópera. Ég ætlaði mér alltaf að semja kórópem á eftir Silkitrommunni." H. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.