Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 / Krummi Krummi er gælunafn á hrafninum. — Hrafninn er óvenju stór spörfugl. — Hrafninn er staðfugl og fínnst um allt land. — Hrafninn er alæta, þ.e. hann borðar fjölbreytta fæðu, miklu fjölbreyttari en aðrir spörfuglar. Hann lifír m.a. á hræjum. — Hrafninn velur sér gjaman varpstað á grýttum svæðum, í bröttum fjallshlíðum og gljúfrum, þ.e. á stöðum sem erfítt er að komast á. Hann gerir sér stórt hreiður sem kallað er laupur. — Hrafninn verpir snemma, stundum síðast í mars eða í byijun apríl. Hann verpir 4-6 eggjum. Þrem vikum seinna koma ungamir úr eggjunum. Þeir em fleygir um miðjan júní. — Hrafninn er svartur á lit og hljóðið sem hann gefur frá sér er kallað kmnk. Hrafna-Flóki fékk viðumefni sitt af hröfnum sem hann hafði meðferðis á skipi sínu. En það var einmitt hann sem gaf landinu nafnið ísland. Við þekkjum öll vísur um hrafninn. „Kmmminn í hlíðinni", „Kmmmi svaf í klettagjá" og „Kmmmi kmnkar úti“. H.TOL Síðast ræddum við um að hækka stýri og hnakk til þess að hjólið passaði betur. í sumum tilfellum er það ekki nóg og þarf að kaupa stærra hjól. Ekki virðist hægt að hjóla inn á gamla hjólinu og láta það ganga uppí nýtt hjól. Þið getið reynt að auglýsa hjólið ykkar til sölu, eða fínna kaupanda hjá nágrönn- unum eða hreinlega gefa yngri systkin- um, frændum eða frænkum hjólið. En hvað skyldi nýtt hjól kosta? Ég spurði í Fálkanum um hjól fyrir 10 ára og fékk þær upplýsinginar að 26 tommu venjuleg hjól væri hægt að fá frá 10.000 og upp í um 20.000 krónur. Við verð hverrar tegundar má bæta frá 2.000- 4.000 krónum fyrir gíra og fer verðið eftir fjölda gíranna, en hér miða ég við 3-5 gíra. BMX hjólin virðast ögn ódýr- ari, en einnig er hægt að fá vönduð og sterkbyggð fjallahjól á yfír 30.000. kr. Það getur sem sagt borgað sig að fara vel með hjólið sitt og getur verið athugandi að kaupa sér notað, vel með farið hjól. En við ætluðum ekki bara að ræða um verðið. Samkvæmt umferðarlögunum á að vera hæfílega traustur hemill á hjól- inu. Þú ættir því að kanna hvemig heml- amir eru á þínu hjóli og fá hjálp við að herða og stilla ef þörf er á. Á hjólinu þínu á einnig að vera lukt og glitauga að aftan. Á fótstigunum eiga að vera gul eða hvít glitaugu sem hreyf- ast við notkun hjólsins. Það er skylda að hafa lás og einnig bjöllu, en ekki má nota önnur hljóðmerki en bjöllur á hjólin. Hrafnsungar Drátthagi blýanturinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.