Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
B 9
Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri,
Lárus Ýrriir Óskarsson
Stuttmyndin er
spennandi og
sjálfstæð listgrein
Mynd Lárusar Ýmis Óskars-
sonar nefnist „Kona ein“ og er
aðalhlutverkið — eina hlutverk-
ið — í höndum Guðrúnar Gísla-
dóttur. Þórunn S. Þorgríms-
dóttir gerir leikmynd og bún-
inga, Karl Óskarsson kvik-
myndar, Hilmar Örn Hilmars-
son hefur samið tónlist og Þor-
björn Erlingsson^ annast hljóð-
upptöku. Lárus Ýmir er hvort
tveggja höfundur handrits og
leikstjóri. Um efni myndar
sinnar segir hann:
„Það er erfitt að segja um hvað
þessi mynd fjallar, jú hún sýnir
konu í herberginu sínu að nóttu
til. Eiginlega er myndin meira um
það hvað áhorfandinn gerir við það
sem hann sér — hvemig hann tek-
ur við því. Hugmyndin varð þann-
ig til að upphaflega sá ég þessa
konu fyrir í mér í þessu herbergi.
Myndin hefði alveg eins getað
verið um karlmann — þá hefði hún
reyndar orðið dálítið öðruvísi, en
samt... Þama sá ég semsagt
fyrir mér þessa konu koma inn í
herbergið sitt og fara að sofa. Eg
spinn útfrá þessari hugmynd, bæði
í handritinu og einnig á upptöku-
staðnum. Þetta er engin saga né
frásögn heldur vinna með stemmn-
ingu og litbrigði."
Geturðu lýst þessum vinnu-
brögðum nánar?
„Þetta form hefur ákveðið frelsi
— t.d. frelsi frá hefðbundnum
söguþræði. Þetta er eins og að
yrkja lítið ljóð. Lítið ljóð á einni
blaðsíðu þarf ekki söguþráð en
langt ljóð upp á 20 síður þarf sögu-
þráð. Það er svipað með svona
stutta mynd, þessi er aðeins 11
mínútur, þama er hægt að fara
aðra leið en við gerð langrar kvik-
myndar. Það er eiginlega synd að
þetta kvikmyndaform — stutt-
myndin — skuli ekki vera meira
notað. Þetta er sambærilegt og
ef blaðamaður hefði aðeins þijár
línur til umráða við að koma frá
sér frétt. Hann færi aðra leið að
því en hann væri vanur. Langar
kvikmyndir innihalda alltaf ein-
hvers konar sögu en svona lítil
mynd verður óhjákvæmilega öðm-
vísi. Kvikmyndagerðarmenn hafa
mjög gott af svona æfíngu í því
að meitla mál sitt."
Hvemig hefur þér tekist að
fá kostnaðarhlið málsins til að
ganga upp?
„Eg sneið mér stakk eftir vexti
og þessir peningar frá Listahátíð
og úr Kvikmyndasjóði hafa dugað.
Handritið sem ég lagði fram var
miðað við þessa upphæð og kostn-
aðarliðir hafa staðist. Upphaflega
var hugmyndin í þessari mynd
hluti af stærra verki — hálftíma-
langri mynd — sem ég ætlaði að
leggja fram ef fjárveitingin hefði
verið meiri. Það er ekki hægt að
segja að ég hafí stytt það verk,
heldur að ég hafi tekið eina hug-
mynd úr því og gert það að lítilli
sjálfstæðri kvikmynd."
Hver er markaðurinn fyrir
svona stuttar myndir?
„Hann er nánast enginn. Eftir-
spumin er lítil og helst hægt að
reikna með að sjónvarpsstöðvar
kaupi myndir í þessari lengd. Fyr-
ir vikið em fáir sem leggja þetta
form fyrir sig. Stuttmyndin hefur
fullkomið gildi sem sjálfstæð list-
grein og gaman ef meistarar kvik-
myndagerðarinnar legðu þetta
meira fyrir sig. Að hluta er stutt-
myndin einnig sniðugur vettvang-
ur fyrir unga kvikmyndagerðar-
menn sem þurfa æfingu og reynslu
en hafa ekki úr stómm fjárhæðum
að spila.“
HENRIK NORDBRANDT
Herbergið mitt
Á herberginu mínu eru tvennardyr: aörar út til Heimsins
og hinar inn í herbergiö viö hliöina
þar sem fotin mín og skórnir liggja
öll í óreiðu. Vesalings litla herbergi!
Á því eru aðeins einar dyr og enginn gluggi
sem veldur því, að til mín liggja leiðir allra
sem hafa farið þangað inn. En svo er því varið
að Heim urinn breiðir aUt í ein u úr sér fyrír framan mann
og auk þess er ég sá eini, sem kem þar.
Gott hús er betur til þess fallið en helgirit
að glæða skilning á eðli Guðs.
Og ef skordýrín éta nú gömlu skóna mína
eru það ágæt skipti fyrír fjöllin í Ijósaskiptunum.
Andi staðarins
Flý þú eigi! Enn um sinn mátt þú draga
síðdegisins meymaða grisjuslóða
í sólaríút úr glerbrotum og möl.
Enn hefur þú ekki afsalað þér nógu miklu
og veist naumast, hvað afsal er:
Tapinu, sem þú verðurfyrír, mátt þú ekki í misgrípum
rugla saman við vinning af nýjum toga.
Enn hefur andi staðaríns
ekki drukkið sig sýnilegan í blóði þínu.
Og þegar það geríst, skaltu einskis vænta.
Einskis skilnings að veði fyrír skilningarvit þín
sem þá munu hafa staðaskipti hvert við annað
uns hið síðasta sem öruggt má teljast leysist upp
og einskis máls: Sú orðskipunarfræði, sem þér varkunn
hverfur þá sem lífsnæring örfárra orða
sem þú getur ekki mælt af vörum, því að þau eru orðin
of miklum þunga hlaðin.
„Aðskilnaður“, „dauði“, „gleði“.
þá muntu skilja, hvað andi staðarins táknar.
Hjörtur Pálsson þýddi.
(Úr Under mausolæet)
SIMI — 6 88 0 81 ~ SKIPHOLTI — 50 B
Húsgagnaverslun með sérhönnuð húsgögn og listræna húsmuni.