Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Guðmundsson, Judd
Kristján Guömundsson. „Blá færsla 1988“. Norræna lista-
miðstöðin, Finnlandi.
Kristján Guðmundsson. „Teikning 1988“
Úr safni Donalds Judds iMarfa, Texas.
Donald Judd. „Untitled 1986 — anodized
aluminium“.
Meðal erlendra gesta á
komandi Listahátíð í
Reykjavík verða tveir
nafntogaðir
myndlistarmenn,
Bandarí kj amaðurinn
Donald Judd og
Bretinn Richard Long.
Báðir eru í hópi
frumkvöðla, hvor á
sínu sviðinu innan
myndlistarinnar, Judd
fyrir Minimal art —
Long fyrir Land art.
Þeir munu sýna verk
sín á vegum
Nýlistasafnsins;
íslenzkt framlag er þar
einnig með í spili og er
það í höndum Kristjáns
Guðmundssonar. — Á
ferðinni eru góð dæmi
um hvað íslendingar
hafa látið fram hjá sér
fara af heimslistinni í
náinni fortíð.
EINAR GUÐMUNSSON
SKRIFAR FRA
MUNCHEN
onald Judd
er fæddur
1928 í Ex-
celsior
Springs,
Missouri.
Strax í
bernsku
beindist áhugi hans að listum, sam-
kvæmt eðlisávísun, þótt slíks væru
engin fordæmi í ættinni. Ellefu ára
var hann settur í sérstakan lista-
bekk, vegna uppástungu athuguls
kennara; þar í fólst eina hvatningin
úr foreldrahúsum. Eftir því sem
myndlistin náði sterkari tökum á
Judd, þeim mun neikvæðari voru
viðbrögð foreldranna. Við útskrift
úr almennu framhaldsskólanámi,
átján ára gamall, lét Judd innrita
sig í herinn — aðallega til að ljúka
af herskyldunni og eiga kost á frek-
ari skólagöngu að lokinni herþjón-
ustu, sem í boði var. Hann var í
Kóreustríðinu, 1946—47, í verk-
fræðingadeild innan hersins —
starfinn var að mæla út land fyrir
flugvelli, og í frístundum las hann
ógrynni skáldsagna.
New York var á kafi í abstrakt
expressjónisma á miðjum fímmta
áratugnum, þegar Judd hóf sína
göngu á listabrautinni. Þá hafði
hann náð sér í B.Sc.-gráðu í heim-
speki, stundað jafnframt nám í
listasögu — og samhliða var mynd-
listarleg þjálfun hjá Art Students
League í New York. Seinna kom
próf, M.A. í listasögu. Meðfram því
að mála olíu á striga ritaði Judd
myndlistargagnrýni fyrir Arts
Magazine og Art International;
skrifaði, og skrifar enn læsilega
texta, hnitmiðaða og stælalausa í
anda þess sem kallað er mínimal-
ismi — eða stutt og gagnort. Það
sem ekki á heima í myndinni kemst
ekki á blað. — Algengt var, að
mínimalistar byijuðu í málverki en
enduðu síðan í þrívíddarlegum hlut-
um. Mínimalisminn birtist sem
merki um þá kreppu er málverkið
hafði ratað í, einkum það abstrakt-
expressjóníska. Talað er um flótt-
ann á sjötta áratugnum frá mál-
verkinu yfir í skúlptúrinn (og þar
næst frá skúlptúmum til konsepts-
ins). Upp úr 1960 tekur Judd flug-
ið í áttina til þess sem hann er í
dag; áður hafði hann verið hálf-
bakaður abstraktmálari að eigin
sögn. Eftir fjölmargar nafngiftaat-
rennur var stílheitið minimal-list
fundið upp í kringum 1965, yfir
verk sem Judd, Carl Andre, Dan
Flavin, Sol Lewitt o.fl. voru að fást
við þá, til mótvægis við þeirra tíma
tregðu. Judd er með mikilvægustu
fulltrúum þessarar albandarísku
stefnu í myndlistinni.
Það sem gerist í fyrirbrigðinu
„minimal art“ er, að viðkomandi
listamaður snýst gegn sérhvetju
ofhlæði myndmálsins með sem
vægðarlausustum hætti í viðleitn-
inni til einföldunar hlutarins, þannig
að nánast standa grunnformin ein
eftir. Þeir alhörðustu ganga með
auð gallerípláss í hjartastað.
Judd nefnir verk sín „sérstaka
hluti“ (specific objects); þetta eru
verksmiðjuframleiddar einingar úr
krossviði, galvaníseruðu jámi, áli
eða ryðfríu stáli og plexigleri.
Kassaformið er áberandi í verkun-
um hvort sem þau eru á gólfi eða
veggjum; verkin eru sambland af
fegurð og gagnsleysi og geta því
ekki verið neitt annað en list. Fýrir
listamanninum vakir að sýna fram
á, „að listin er og hefur alltaf verið
hlutur, og það sem gerir hluti að
list er ekki hvemig þeir spegla eða
herma eftir heiminum, heldur
hvemig þeir skiljast frá honum og
fela í sér aðgang að hugmyndum
og ákvörðunum listamannsins um
uppbyggingu reynslunnar í gegnum
sjónskynjun“, stendur skrifað í
stórri bók um Judd.
Donald Judd býr í Marfa, Texas;
er hann lýsir þeim völdu heimkynn-
um sínum vitnar hann í íslendinga-
sögur. Marfa er smábær „í miðj-
unni á engu“. Landflæmið í grennd-
inni eru fomar indíánaslóðir, þar
sem einu minnisvarðar sögunnar
eru ömefnin í eyðilegu landslaginu.