Morgunblaðið - 01.07.1988, Page 55

Morgunblaðið - 01.07.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS / \P l/^Vl u »—í hi. fn/ 'LJ ir Þessir hringdu . . „Kátir“ piltar Móri hringdi: „Ég vil mótmæla hinni ljótu auglýsingaherferð sem hljóm- svejtin „Kátir piltar" stendur fyr- ir. í henni, ásamt lagi þeirra „Feit- ar konur“ er ráðist á veikar hliðar fólks og gert grín að þeim. í aug- lýsingu í útvarpi voru „feítar og einstæðar konur hvattar til að koma í Evrópu til að heyra í hljóm- sveitinni Kátum piltum syngja um feitar konur“. Þetta er kannski ekki ólöglegt en mikið dæmalaust er þetta ósmekklegt." Slæm aðkoma E. V. hafði samband: „Ég vil benda slæma umgengn' við fremri komtuminn við Sunda- höfn. í kringum hann er spýtnar- usl og drasl og blasir þetta við þegar lagt er að bryggju. Löndun- arbúnaður efri komtumsins er jafnframt kolryðgaður. Þetta er ekki skemmtileg landkynning, það er líkara því að komið sé að rasla- haug en að þarna sé verið að koma að bryggju fyrir skemmti- ferðaskip. 4 kettlingar 4 kettlingar fást gefins að Beykihlíð 4. Sími þar er 83641, Líney. Andleg vakning Lesandi hafði samband: „Hefur nokkuð lesið völvuspá eða heyrt um spádóm varðandi andlega vakningu árin 1986 eða 1987? Ef svo er, getur viðkom- andi bent á hvar þennan spádóm er að finna?" Svart peningaveski Svart peningaveski tapaðist fyrir utan útibú Landsbankans á Höfðabakka föstudaginn 24. júní. í veskinu era peningar, ökuskír- teini og sjúkrasamlagsskírteini. Eigandi veskisins hefur skipt um heimilisfang síðan skírteinin vora gefin út, svo best er að hafa sam- band við hann í síma 74076, Jef- frey. Fundarlaunum heitið. Reiðhjólum stolið Hjól var tekið traustataki við Glaðheima 14, 26. júní. Þetta er blátt hjól af BMX gerð með gulum púðum og sæti. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar hjólið er að finna hafi samband í síma 35964 eða 98-75959. Sá sem tók reiðhjól ófijálsri hendi fyrir utan búð í Austur- stræti á mánudaginn 20. júní er beðinn að skila því til'Lögreglunn- ar eða hringja í síma 40709. 2 kettir fundnir Annár er grár með hvítar hos- ur. Upplýsingar í síma 15594, Sólveig. Hinn er kolsvartur með eitt langt og hvítt veiðihár. Hann fannst í Engjaseli síðasta mánu- dagskvöld. Upplýsingar fást hjá Lilju í síma 76206. Lofthræðsla Guðný hringdi: „Mig langar til að forvitnast um hvort einhver kunni ráð við lofthræðslu." Rauðar trjáklippur Litlar tijáklippur, rauðar að lit, týndust á leiðinni frá Breiðagerði upp í Fossvogskirkjugarð. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Elísabetu í síma 36063. Að kosningum lokn- um Kjósandi hringdi: „Mér þykir það rangtúlkun hjá frú Sigrúnu Þorsteinsdóttur að tala um að fólk sem hafi setið heima í stað þess að kjósa hafi með því verið að styðja málstað hennar . Frú Vigdís vann glæsi- legan kosningasigur. Málstað frú Sigrúnar var einfaldlega hafnað." Stjarna úr upphlut Víravirkisstjarna úr upphluts- belti týndist í eða við Kringluna, Holiday Inn hótelið eða Hrafnistu 17. júní. Finnandi er beðinn að hringja í Brynju í síma 77533 eða Huldu í síma 75016. Vatnalögin og Tjömin J Heiðraði Velvakandi. Mig langar að segja nokkur orð um vatnalögin í kjölfar umijöllun- ar um Stefán Valgeirsson í Stak- steinum Morgunblaðsins frá 4. júní, þar sem talað er um vatnalög- in. Stefán virðist vera einn þeirra sem reyna með öllum ráðum að tefja og ala á úlfúð varðandi ráð- húsbygginguna við Tjörnina. Þess- ir villuráfandi hópar hafa gaman af því að tefja og auka á kostnað við þessa byggingu þó þeir stagist sífellt á því að ráðhúsbyggingin sé dýr. Það virðist aftur á móti ekki dýrt í hugum þessa fólks að endurbyggja gömul hús sem verða feikidýr í endurbyggingu, fyrir nú utan hvemig staðið er að endur- byggingunni. Þessi hús standa svo á fegurstu stöðum í bænum og spilla útliti gatna gjörsamlega, eins og gerist t.d. við Lækjargöt- una þar sem æpandi ósamræmi er í skipulaginu. Tjörusvartir kum- baldar eru þar á milli eins og grænlendingabyggð væri hrært í skipulag borgarinnar. En nú er best að koma sér að vatnalögun- um. Landréttur þeirra sem við Tjömina búa er enginn utan bygg- ingalóða þeirra ef þeir eiga þær þá, og því eiga þeir engan rétt hvað varðar framkvæmdir við Tjörnina þar sem hún er þar að auki friðhelg fyrir skotum og eggjatöku. Tjörnin heyrir heldur ekki undir vatnalög, þar sem hún telst ekki til vatna. Hún er einung- is tjöm, líflaus nema ef vera kynni að í henni lifi enn homsíli ef fugl- inn er þá ekki búinn að éta þau öll. Ég sá ljóta mynd í sjónvarpi um daginn. Urmull af svartbak var að gleypa það æti sem ætlað var öðram fuglum. Lífslíkur unga sem skríða úr eggi í sumar verða þá heldur litlar. Sumir hafa verið að biðja mávinum griða en þá um leið að bannfæra ungviði annarra fugla. Það er sama hvort það er mávur eða svartbakur, þeir drepa urmul af ungum. Við hreiður þeirra hef ég séð hrúgur af beinum fuglsunga, fyrir utan allt sem þeir gleypa. Þorleifur Kr. Guðlaugsson. Lífeyrissjóðir: SKATTÞEGNAR BORGA BRÚSANN Til Velvakanda: Varðandi grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. júní vil ég benda á eftirfarandi: Það er ekki verk litla mannsins í þjóðfélaginu að greiða eftirlaunin YKKAR í nokkurs konar Guðsþakkarskyni fyrir veittar vel- gjörðir - okurlán, en hann hefur ekki lagt það í vana sinn um ævina að fita sig á svita annarra. Við fyrsta hentugleika þarf að komast á einn eftirlaunasjóður fyrir alla landsmenn. Hann á Ríkið að sjá um og heimta mánaðarlega greiðslur til - því ykkur sem staðið hafa að þessari fjárplógsstarfsemi er svo sannarlega ekki treystandi, í aðra þegar þeir fara á hausinn fremur en öðrum „býsnismönnum" og heimta svo að Ríkið, skatt- sem hverfa úr einni starfsgrein yfir þegninn bæti skaðann! «39Al Landssamband llfeyrissjéða: Verðtrygging nauðsy fyrir lífeyrissjóðina LANDSSAMBANI) Ufeyria^jóAa Ufeyri ( frmmtíðinni verð« eií W þeúra að halda veiópJdi alnu eem það móUnaUr þeim nei- gef» eðlilega rmunivðxtun. kvmðu UBumeðu mem á mér mtað N»uð«ynleg formenda þem *í~dlr * íeU* mðtryggingu er ,tM gikli verttryfgtajmr fyrfr eftuK^f og vmmdeg lyðA I Hfeyria^WkJn Und ■Hlmður er til BTeiðmlu veKL tryggða lifeyrú. I ályktuninni aegir ennfremur -Hluti af vanda Ufeyriaqóðanna ■tafar af þvl að fé þeirra brann á verðbólgubálinu fyrir dagm verA tryggingmrinnar. Ufeyria^jóðimir -----ðidungia ðfmnr um að greiða haegt er að reyna að fella r verðtryggingu án þeaa að < leggja trauat á apamaði. Lánalgaraviaitalan, aem gri vðllur verðtryggingmrinnar meiikvarði á verðlag, hefur i mildu ámaeli að undanfðrau. bafa tekjur almennt hmkkað ir lánalgaraviaitalan . .7.— .............n ... Knmryr.. pM.I d*. „ V'Mry&'* ™ .._ ....I aiðari ár. Til þeaa að Ufeyria- -"1---------í'i Ífflli miklu áhagmtaeðmri e Sól og sumar hjá okkur 1VÖRUHÚSIVESTURLANDS er komið sumar og allar deildirnar bjóða ykkur velkomna. - MATVÖRUDEILD - VEFNAÐARVÖRUDEILD - GJAFAVÖRUDEILD - RAFTÆKJA- OG SPORTVÖRUDEILD - BYGGINGAVÖRUDEILD Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTURLANDS Birgðamiðstöðin ykkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.