Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 2

Morgunblaðið - 05.07.1988, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROT71R ÞRŒUUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Patrick Sjöbarg ■ RUI Aguas, aðal markaskor- ari Benfica hefur verið seldur til Portó. Hann skrifaði undir þriggja ára samning í gær og verður líklega launahæsti leikmaðurinn í Portúg- al. ■ HÁSTÖKKVARA TRÍÓ, sem inniheldur Patrick Sjöberg frá Svíþjóð, Dietmar Mögenburg og Carlo Thrftnhardt frá V-Þýska- landi, hefur gefíð út hljómplötu. Lagið heitir „Winner takes it all“. I DANNY Begara, frá Úr- úgvæ, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Rochdale. Begara er fyrsti framkvæmdastjórinn í Englandi sem ekki er breskur. Hann hefur búið í Englandi í 14 ár og var m.a. aðstoðarþjálfari hjá Sheffield United. ■ DES Hazell var í gær seldur frá Sheffield Wednesday til Rot- herham fyrir 45.000 pund. ■ DANSKI landsliðsmaðurinn Jan Bartram, sem lék með Glas- gow Rangers hefur verið seldur til dönsku meistaranna Bröndby fyrir 350.000 pund. Bartram var hjá Rangers í 6 mánuði, en féll ekki inn í leik iiðsins. ■ LOU Macari hefur verið ráð- inn aðstoðarframkvæmdastjóri Chelsea. Hann var áður stjóri hjá Swindon og kom liðinu upp úr 4. deild f 2. á fjórum árum. Hann mun lfklega taka við af núverandi fram- kvæmdastjóra Chelsea, Bobby Campell, áður en langt um líður. ■ DAGANA 9. - 19. júlí dvelur hér á landi 34 manna fímleikahópur frá Kaupmannahöfn á vegum fím- leikadeildar Stjörnunnar í Garðabæ. Hópurinn mun halda sýningu í íþróttahúsinu Ásgarði f Garðabæ sunnudaginn 10. júlí kl. 20:00. Síðan mun hópurinn halda námskeið og mun sýna í Keflavík, á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. KNATTSPYRNA Guðmundur Torfason skoraði með þrumufleyg af 20 m færí Óvíst hvort að Guðmundur gangi til liðs við Rapid Vín, sem hefur einnig augastað á Sovétmanni GUÐMUNDUR Torfason skor- aði glæsilegt markfyrir Rapid Vín, þegar hann lék æfingaleik með félaginu gegn Vulkmark, 7:0. Guðmundur sveiflaði vinstri fæti og sendi knöttinn með þrumuf leyg af 20 m færi í netamöskvana - knötturinn skall fyrst á stöng og þeyttist þaðan í netið. uðmundur fékk góða dóma í blöðum í Austurríki og var sagt að hann væri búinn að gera óformlegan samning við Rapid Vín, sem hefur einnig augastað á so- véskum landsliðsmanni. „Það mun skfrast á morgun, hvort að ég geri samning við Rapid Vín, eða ekki,“ sagði Guðmundur Torfason í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en önnur félög eru einnig inn í mynd- inni hjá honum. Þess má geta að Winterslag, eða hið nýja félag í Belgíu, Racing Club Genk, hefur áhuga á að Guðmundur verði áfram hjá félaginu. „Forráða- menn Racing Club Genk höfðu sam- band við mig fyrir helgina og ósk- uðu eftir því að ég kæmi aftur. Það verður að koma eitthvað stórt upp á, ef ég fer aftur til félagsins," sagði Guðmundur. Ef Guðmundur gerir ekki samning við félag í útlöndum á næstunni, þá mun hann koma heim og leika með Fram í sumar. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Óvíst hvort að ég keppi hér í Stokkhólmi“ -segir Einar Vilhjálmsson, sem á við smávægileg meiðsli að stríða á hné EINAR Vilhjálmsson hefur æft á fullum karfti i Sviþjóð síðan hann varð sigurvegari i spjótkasti i Helsinki í Finn- landi. „Ég fékk þursabit á hnó vinstri fótar á æfingu á sunnudaginn," sagði Einar, sem á að keppa í spjótkasti í dag. Eg mun sjá til og taka ákvörð- un rétt fyrir keppnina, hvort að ég verð með. Ég hef verið hjá sjúkraþjálfara, sem setti kalda bakstra og bólgueyðandi vökva á þann stað sem ég varð fyrir hnjaski. Ég vona að þetta sé að- eins smá verkir, sem hafa komið fram við álagsæfíngar - hnébeyju og hopp,“ sagði Einar, en hann mun ekki taka neina áhættu. Sigurður Einarsson hefur æft með Einari í Svíþjóð, en hann mun einnig kappa á mótinu í Stokk- hólmi. Þeir sem sáu Einar í keppninni í Helsinki, segja að hann hafí tekið hina spjótkastarana á taugum, þegar hann náði strax góðu kasti í fyrsti tilraun - 81.32 m. Þá fóru hinir kastaramir að keppast við að kasta lengra, en Einar gerði út um keppnina í þriðja kasti sínu, þegar hann kastaði spjótinu 82.68 m. Annað og flórða kast hans vom ógild, en Einar kastaði síðan 79.72 og 78.20 m. Guðmundur Torfason skoraði fallegt mark fyrir Rapid Vín. KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN Þorsteinn Bjarnason varði þijár vítaspymur Keflvíkingar sterkari en Selfyssingar í vítaspyrnukeppni ÞORSTEINN Bjarnason og Sig- urður Björgvinsson voru hetjur Keflvíkinga, þegar þeir slóu Selfyssinga út úr 16-liöa úrslit- um Mjólkurbikarkeppninnar í gærkvöldi - í vítaspyrnu- keppni, 2:1. Staðan var jöfn, 0:0, eftir framlengdan leik í Keflavík. Þorsteinn varði þijár vítaspym- ur, en það kom svo í hlut Sig- urðar Björgvinssonar að skora sig- urmarkið, 2:1, úr síðustu vítaspymu Keflavíkinga. Bjöm Leikmenn liðanna Blöndal misnotuðu fjórar skrifar fyrstu spymumar. Selfyssingurinn Bjöm Axelsson varð fyrstur til að skora, en Kjartan Einarsson jafn- aði, 1:1. Þorsteinn Bjamason, sem hafði varði frá Þórami Ingólfssyni, varði tvær síðustu spymur Selfýss- inga - skot frá Guðmundi Magnús- syni og Heimi Bergssyni, en Páll Guðmundsson skaut fram hjá marki Keflvíkinga. Anton Hartmannsson, markvörður Selfoss, varði eins spymu - frá Grétari Einarssyni, en þeir Ragnar Margeirsson og Daníel Einarsson skutu fram hjá marki Selfyssinga. Selfyssingar komu á óvart í leiknum og veittu Keflvíkingum harða keppni. Eyjólfur Ólafsson, dómari leiksins, sýndi sex mönnum gula spjaldið. Keflvíkingunum Ingvari Guð- mundssyni og Guðmundi Sighvats- syni. Selfyssingunum Sævari Sverrissyni, Heimi Bergssyni, Ing- ólfí Jónssyni og Magnúsi Jónatans- syni, þjálfara. Hann fékk að sjá spjaldið eftir mikil hróp inn á völl- inn. Þorsteinn Bjarnason, markvörð- ur Keflvíkinga. ■ BIKARMEISTARAR Fram heQa vöm sína á bikamum í Vest- mannaeyjum í kvöld. Þar hitta þeir einn fyrri félaga sinn, Pál Grímsson, sem skoraði fjögur mörk fyrir Eyjamenn í stórsigri þeirra, 6:1, yfír Siglfirðingum. ■ SKAGAMENN fá tækifæri til að hefna deildarófaranna gegn KA á Akranesi. ■ VALSMENN leika á Vopnafirði, þar sem þeir mæta Njáli Eiðssyni og félögum úr Ein- heija. Njall lék með Valsliðinu sl. keppnistímabil. ■ HEIMIR Guðjónsson fer ekki með KR-liðinu til Sauðárskróks, þar sem KR mætir Tindastóli. Hann varð fyrir því óhappi að fót- brotna í leik gegn Þór í 2. flokki um sl. helgi. ■ JÓNAS Róbertsson. leikmað- ur Þórs, tognaði á nára í leik gegn Keflavík. Ovíst er með hvort að hann geti leikið með gegn Víkingi á Akureyri. Þá hefur Halldór Áskelsson verið veikur. ■ VÖLSUNGUR og Leiftur leika á Húsavík. Reynir leikur gegn FH í Sandgerði. Allir bikar- leikirnir hefjast kl. 20 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.