Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTT1R ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988
GADDASKÓRí SPÖRTU
Adistar Competition,
alhliða skór
Nr. 36-48.
Kr. 4.305
Adistar Sprínt,
skór fyrir spretthlaup
Nr. 36-48.
Kr. 4.100
Langstökksskór
Nr. 37-46.
Kr. 3.990
Hástökksskór
fyrir hægri og vinstri fót
Nr. 38-46.
Kr. 4.990
Adistar toppskórinn
fyrirlanghlaupo.fi.
Nr. 39-46.
Kr. 7.600
Einnig fyrir spretti.
Adistar Sparta
fyrir spretthlaup
Nr. 40-44.
Kr. 3.490
Spjótkastsskór
Nr. 39-47.
Kr. 7.940
Kastskór
fyrirkúlu ogkringlu
Nr. 40-47.
Kr. 6.590
Póstsendum samdægurs
SPORTVÖRUVERSLUNtN_
eUújIíI'ií
LAUGAVEGI 49 SIMI 12024
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 2. DEILD
Morgunblaðið/Einar Falur
Qunnar Qylfason var sterkur á miðjunni hjá UBK. Hér sést hann eiga í höggi við þijá Þróttara.
Þróttarar áfram
í botnbaráttunni
ÞRÓTTUR vermir nú neðra fall-
sæti annarrar deildar eftir að
liðinu tókst einungis að ná einu
stigi i leik gegn Breiðabliki á
Valbjarnarvelli á laugardag.
Úrslitin, 2:2, verða að teljast
nokkuð sanngjörn, því hvorugt
liðið hafði teljandi yfirburði yfir
hitt í þessum leik. Þróttarar
verða hins vegar að herða sig
eigi þeir ekki að falla niður í
þriðju deild, eins og það er nú
skemmtileg tilhugsun. Báðum
liðum tókst þó á köflum að
sýna ágætan samleik og skapa
sór þokkaleg færi, en samt var
eins og alian brodd vantaði í
sóknarleik þeirra beggja.
róttarar voru meira með knött-
inn í fyrri hálfleik og sóttu þar
af leiðandi meira en andstæðingam-
ir. Breiðabliksmenn vörðust hins
vegar af miklu kappi
KristinnJens og virtust ætla kom-
Sigurþórsson ast hjá því að fá á
sknfar sig mark áður en
hálfleikurinn yrði
úti. Ekki varð þeim þó að þeirri ósk
sinni, því þegar u.þ.b. mínúta var
eftir af hálfleiknum var Peter Frain
felldur innan vítateigs og Magnús
Jónatansson, dómari, dæmdi víta-
spymu. Sigurður Hallvarðsson tók
vítaspymuna og skoraði úr henni.
í seinni hálfleik komu Breiðabliks-
menn mun ákveðnari til leiks, stað-
ráðnir í að verða ekki skildir eftir
of nálægt botninum. Þeir sýndu
ágætan samleik á köflum og svo
virtist sem þeir hefðu náð yfir-
höndinni í leiknum. Það var svo á
56. mín. sem jöfnunarmark þeirra
kom, og var það Jón Þórir Jónsson,
sem skoraði það mark.
Eftir jöfnunarmarkið komu Þróttar-
ar betur inn í leikinn og tóku að
sækja meira en þeir höfðu gert fram
að þessu í hálfleiknum. Það sem
eftir lifði leiksins var nokkum veg-
inn jafnræði með liðunum. Þau
skiptust á um að sækja og skora.
Þróttarar voru fyrri til að koma
knettinum í netið, og var það Sig-
urður Hallvarðsson, sem rétt einu
sinni var þar að verki. Þróttarar
gafu langa stungusendingu .fram
völlinn, og Sigurður tók á mikinn
sprett, komst einn langt inn fyrir
vöm Breiðabliks og sendi knöttinn
örugglega framhjá markmanninum
í vinstra homið. Sú dýrð, að vera
marki yfír, stóð hins vegar ekki
lengi yfir því fjórum mínútum síðar
jafnaði Gunnar Gylfason fyrir
Breiðablik.
Sigurður Hallvarðsson skoraði tvö
mörk fyrir Þrótt, en þrátt fyrir það
var hann ekki eins áberandi og oft
áður í leikjum liðsins. Meira bar á
Peter Frajn, sem er óþreytandi bar-
áttujaxl. í liði Breiðabliks var mið-
vallarleikmaðurinn, Gunnar Gylfa-
son, nokkuð áberandi en það henti
hann hins vegar of oft að vera ekki
á sínum stað, þegar andstæðingam-
ir sném vöm í sókn.
■ Staðan/B10
Þróttur-UBK
2 : 2 (1 : 0)
Mttrk Þróttar: Sigurður Hallvarðsson
(44. og 71. mín.).
Mttrk Breiðabliks: Jón Þórír Jónsson
(56. mín.) og Gunnar Gylfason (75.
mín.).
Maður leiksins: Peter FYain, Þrótti.
Páll sá um KS-inga
Skoraði fjögur mörk í stórsigri ÍBV
PÁLL Grímsson fór á kostum
þegar Vestmanneyingar gjör-
sigruðu Siglfirðinga, 6:1 íVest-
mannaeyjum. Páll skoraði þrjú
mörk á hálftíma, í fyrri hálfleik,
og bætti svo einu marki við í
síðari hálfleik.
Heimamenn höfðu mikla yfír-
burði.og gerðu út um leikinn
í fyrri hálfleik. Þeir byijuðu af
krafti og Ingi Sigurðsson og Hlynur
Elísson fengu
FráSigfúsi dauðafæri á fyrstu
Gunnari mínútunum, án þess
Guömundssyni að skora pá]l skor.
i y/um aði svo fyrsta mark-
ið á 10. mínútu eftir góða sendingu
frá Jóni Atla Gunnarssyni.
Skömmu síðar bætti Páll öðru marki
við og var það mjög laglegt. Tómas
Tómasson gaf fyrir markið og Páll
kastaði sér fram og skallaði knött-
inn í netið. Það þriðja kom svo á
32. mínútu. Páll komst þá í gegn,
en brotið var á honum í vítateig
Páll Grfmsson gerði fjögur mörk
fyrir ÍBV gegn KS.
og dæmd vítasp)ma sem Páll skor-
aði af öryggi úr.
Þrátt fyrir þijú mörk í fyrri hálfleik
var Páll ekki hættur og fjórða mark-
ið kom í upphafí síðari hálfleiks.
Hann fékk sendingu frá Jóni Atla
og skoraði af öryggi.
Þá var komið að Hlyni Elíssyni og
hann skoraði næstu tvö mörk. Fyrst
lyfti hann boltanum yfír mark-
manninn og síðara markið skoraði
hann eftir að Tómas Tómasson
hafði skotið í stöng.
Siglfírðingar náðu að laga stöðuna
rétt fyrir leikslok. Þá var dæmd
vítaspyrna á Vestmanneyinga, fyrir
að hafa rekið hönd í boltann. Úr
vítinu skoraði Baldur Benónýsson.
Páll Grímsson átti mjög góðan leik
og var frískur í sókninni, Elías Frið-
riksson batt vömina vel saman og
Friðrik Sæbjömsson stjómaði spili
Eyjamanna.
ÍBV-KS
6:1 (3:0)
Mðrk ÍBV: Páll Grfmsson (10., 21,
40, 60.) Hlynur Elísson (73, 80.)
Mark KS: Baldur Benónýsson (86.
vsp.)
Mattur leiksins: Páll Grímsson, ÍBV.