Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988
FRJÁLSAR
Mary Slaney frá Bandaríkjunum
sigraði í miluhlaupi kvenna á sterku
frjálsíþróttamóti í Oregon í Banda-
ríkjunum um helgina.
Mary
Slaney
sigraði
Harrison nálægt
bandaríska metinu
í stangarstökki
Mary Slaney frá Bandaríkjun-
um sigraði í mfluhlaupi
kvenna á sterku frjálsíþróttamóti í
Oregon í Bandaríkjunum um helg-
ina. Slaney hljóp á 4:21.25 mínútum
og hafði mikla yfírburði. Þetta var
fyrsta mfluhlaup hennar síðan hún
setti heimsmet í greininni 1985.
Kory Tarpenning stökk 5,85
metra í stangarstökki og var aðeins
11 sm frá bandaríska metinu sem
er í eigu Joe Dial. Tarpenning, sem
er 25 ára, átti ágætar tilraunir við
5,97 metra. Eral Bell með 5,65
metra. Dial varð aðeins fímmti með
5,45 metra.
Willie Banks varð að lúta í lægra
haldi fyrir Kenny Harrison í
þrístökki. Banks stökk 17,01 metra,
en Harrison 17,12 metra. Uchenna
Agu varð þriðji með 16,17 metra.
Lynn Nelson sigraði í 5.000 m
hlaupi kvenna á 15:21.25 mínútum
og er það besti tími kvenna í þess-
ari vegalengd á þessu ári. Hún
bætti eldri árangur sinn um 17 sek-
úndur.
Judi Brown King, sem á banda-
ríska metið í 400 m grindarhlaupi,
sigraði á 55.30 sekúndum. Schow-
onda Williams hljóp á sama tíma
en King var sjónarmun á undan.
Joaquim Cruz, brasilíski Ólympíu-
meistarinn í 800 m hlaupi, sigraði
í mfluhlaupi á 3:56.9 mínútum og
var 3/100 úr sekúndu að undan
Jeff Atkinson frá Bandaríkjunum.
Brian Crouser frá Bandaíkjunum
sigraði í spjótkasti karla. Hann
kastaði 79,24 metra. Mike Barnett
varð annar með 76,42 metra.
Jose Luiz Barbosa frá Brasilíu
sigraði 800 m hlaupi karla á 1:46.55
mínútum. Paul Osland frá Kanada
varð annar á 1:46.98 mín.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / BISLETT
Cram vann
einvígið við Bile
í mfluhlaupinu
Heike Drechsler hljóp 100 metrana á 10,91 sek.
ÞRÁTT fyrir frekar óhaggstætt veður
mættu um 18.000 áhorfendur á Bi-
slett-leikana í Osló um helgina til að
fylgjast með einu stærsta frjálsíþrótta-
móti sumarsins. Fæstir urðu fyrir von-
brigðum því góð stemmning var og
mörg góð afrek voru unnin.
Dagskráin byijaði með því að Heike
Drechsler frá Austur-Þýskalandi hljóð
100 metrana á 10,91 sek., sem er besti tími
sem náðst hefur á árinu í þessari vegalengd.
„Þetta var góður tími þar
sem ég er ekki komin í mitt
besta form enn þá, en ég
býst við að vera í toppformi
á Ólympíuleikunum í haust.
Hraðinn er mikilvægur fyrir langstökkið,"
sagði Drechsler eftir hlaupið. Aðspurð
hvaðst hún taka þátt í 100 og 200 metra
halupi og langstökki í Seoul. Það kemur
nokkuð á óvart að hún verður ekki í austur-
þýsku sveitinni
í 4 x 100 m hlaupi.
Rétt efítir að Heike kom í mark í 100 metra
hlauðinu, kastaði vinkona hennar og heims-
methafí, Petra Falke, 75,16 m í spjótkasti
og sigraði örugglega. Önnur varð Maria
Colon frá Kúbu með 64,90 metra.
Ingrid átti enga möguleika
Einn aðalviðburður kvöldsins var einvígi
Ingridar Kristiansen, Noregi og Liz McColg-
an, Bretlandi, í 10.000 m hlaupi. Hlaupið
fór vel af stað og lengi var útlit fyrir að
heimsmet yrði sett. Þær stöllur hlupu hlið
við hlið fyrstu 20 hringina en þá var Ingrid
orðin frekar þreytt, en Liz virtist eiga nóg
eftir. Smá saman varð Ingrid að gefa eftir
og að lokum vann Liz örugglega og hljóp
á 31.06,99 mín. Ingrid varð að sætta sig
vip annað sætið.
„Ég sprakk, ég fékk hlaupasting og eftir
það átti ég aldrei möguleika gegn Liz. En
ég verð sterkari í haust og þá lofa ég því
að Liz fær meiri keppni," sagði Ingrid eftir
hlaupið.
Þess má geta að þetta var í annað sinn á
einni viku sem Ingrid tapar fyrir Liz, en fyrr
í vikunni sigraði Liz úrslitahlaup í Belfast.
Draumamílan
Hápunktur kvöldsins var hin svokallaða
draumamfla (Dream Mile). í því sambandi
beindist athygli manna einkum að einvígi
Steve Cram frá Bretlandi og Adbi Bile frá
Sómarlíu, sem varð heimsmeistari í 1.500
m hlaupi í Róm á síðasta ári.
Strax í byijun var mikill hraði í hlaupinu
og tíminn eftir 800 metra var 1.53,50 mín.
Bæði Cram og Bile höfðu sig lít í frammi
til að byija með, Bile var meira að segja
síðastur lengi vel en þegar 300 metrar voru
eftir, var eins og Bile skipti um gír og fór
fram úr öllum og tók góða forystu. Síðustu
100 metramir voru geysilega spennandi.
Bile varð að gefa eftir og Cram náði að
sigra naumlega á 3.48,85 mín. en Bile hafn-
aði aðeins í 4. sæti. Beter Elliott frá Bret-
landi varð annar á 3.49,20 mín.
Cram ðnægöur
Cram var að vonum ánægður eftir hlaupið,
og sagði að þetta hafði verið einn af sínum
sætustu sigrum eftir allt sem miður fór hjá
honum á síðasta ári. (Cram var meðal ann-
ars síðastur í 1.500 m hlauðinu í Róm í
fyrra). Hann á góðar minningar frá Bislett
því hann sett heimsmet í míluhlaupi þar
fyrir þremur árum, 3.46,32 mín. og stendur
það enn.
Frá
Erlingi
Jóhannssyni
íNoregi
Góður endasprettur hjá Cram
Steve Cram tók góðan endasprett og sigraði í míluhlaupinu í
Osló. Hann náði sér ekki á strik á síðasta ári en virðist nú til
alls líklegur.
Að lokum má svo geta þess að þrír Norðmenn náðu ÓL-
lágmarkinu á Bislett. Lars Strömme í 5.000 m hlaupi, en
hann hljóp á 13.20,75 mín. sem er aðeins 15/100 frá norska
metinu. Georg Anderson kastaði kúlu 20,27 metra og Jo-
hann Hallvorsen hljóp 10.000 m á 27.47,20 mín., sem er
mjög góður tími, einkum ef haft er í huga að þetta var í
þriðja sinn sem hann hljó þessa vegalengd.
■ Úrslit/B10
TENNIS / WIMBLED
Stefan Edberg Wimbledon meistari 198
var fyrsti úrslitaleikur hans á Wimbledon
Einliðaleikur karla:
Sænsk
STEFAN Edberg sýndi það að
sænski stfllinn í tennis er langt
frá því að vera liðin tíð. Edberg
sigraði Boris Becker í úrslitaleik
í einliðaleik karla á svipaðan
hátt og Björn Borg vann sína
glæsilegustu sigra fyrir nokkrum
árum. Edberg hafði mikla yfir-
burði og sigraði, 4:6,7:6,6:4,
6:2.
Þetta var leikur tveggja ólíkra
tennisleikara. Edberg sem hefur
verið talinn með leiknustu tennis-
mönnum heims og Boris Becker sem
er einn sá kraftmesti. Og að þessu
Sagtíhi
AWimbledon leikunum í tennis
má heyra mörg gullkorn frá
keppendum, áhorfendur og þjálfur-
um. Hroki, kaldhæðni, kurteisi, lygi
og hrós er meðal þess sem má finna
í þessum ummælum. Mörg þeirra eru
sögð í hita leiksins og hér fylgja nokk-
ur góð.
„Wimbledon er stærra en
Ástralía.“
—Stefan Edberg
„Hann (Andrei Olkhovsky) er frá
Rússlandi."
—Pat Cash er hann var spurður um
hvað hann vissi um næsta andstæð-
ing sinn.
„Japönsk eftirlíking."
—Áhorfandi um bakhönd Akiko Kij-
imuta gegn Chris Evert.
„Ég var Englendingur í tvær vik-
ur. Ég bara fæddist hérna óvart
því foreldrar mínir voru á ferða-
lagi um Evrópu.“
—Wally Masur frá Ástralíu um til-
raunir breskra fjölmiðla til að gera
hann að enskri þjóðhetju.
„Það eru ekki margir sem bera
nafn mitt rétt fram, ekki einu sinni
í heimalandi mínu.“