Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 7

Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 7
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 B 7 ON Leiðin í úrslitin Það er ekki hlaupið að því að komast í úrslit á Wimbledon leik- unum í tennis. Til þess þarf sex sigra í röð og keppnin er ávallt hörð um sæti í næstu umferð. Stefan Edberg: 1. umferð: Guy Forget, Frakklandi, 6:4, 3:6, 6:3, 6:4. 2. umferð: A. Rennenburg, Bandaríkjunum, 6:3, 7:6, 5:7, 6:2. 3. umferð: K. Flach, Bandaríkjunum, 6:2, 7:5, 2:6, 7:5. 4. umferð: S. Voul, Austurríki, 6:2,6:4,6:4. 5. umferð: Patrick Kuhnen, V-Þýskalandi, 6:3, 4:6, 6:1, 7:6. Undanúrslit: Miloslav Mecir, Tékkóslóvakiu, 4:6, 2:6, 6:4, 6:3, 6:4. Boris Becker: 1. umferð: John Frauley, Ástr. 6:3, 6:1, 6:2. 2. umferð: K. Novacek, Tékk. 6:3,6:4,6:4. 3. umferð: Sammy Jiammalvi, Bandaríkjun- um, 7:6, 6:4, 6:4. 4. umferð: Paul Anacone, Ástr. 6:3,6:4,6:4. 5. umferð: PatCash, Ástralfu, 6:4, 6:3,6:4. Undanúrslit: Ivan Lendl, Tékkóslóvakfu, 6:4, 6:3, 6:7, 6:4. Reuter !8 slær hér boltann yfir netið í leik sínum gegn Becker. Hann lék mjög vel, «n þetta . Á efri myndinni fagnar hann sigri. i stfllinn endurvakinn sinni sigraði glæsileikinn. Leikurinn tafðist vegna rigningar og var margfrestað. Á sunnudaginn hófst leikurinn og Edberg byijaði af krafti. Hann komst í 3:0, en Becker minnkaði muninn í 3:2. Eftir það var leiknum frestað til mánudags. í gærmorgun hófst keppni að nýju og Becker tókst þá að knýja fram sigur, 6:4. Edberg fer í gangl Eftir tapið í fyrstu lotu tók Edberg við sér og lék mjög vel í annarri lotu. Hann sigraði 7:6 og eftir það virtist hann vera búinn að fá sjálfstraustið að nýju. í tveimur síðustu lotunum sýndi Ed- berg mikið öryggi, þrátt fyrir að þetta væri fyrsti úrslitaleikur hans á Wimbledon. Smám saman náði hann undirtökunum og sigraði í 3. lotu, 6:4. Þegar fjórða lotan hófst var strax ljóst í hvað stefndi. Becker komst aldrei inn í leikinn og sigur Edberg var öruggur og sanngjarn. Becker var að vonum óánægður eftir tapið. „Ég var þreyttur eftir erfiða leiki í fyrri umferðunum. Ég vann meistarann og efsta mann á heims- listanum í þremur lotum. Það var erfítt að fara svo í úrslitaleikinn," sagði Becker. „Ég átti ekki von á að Edberg næði svo langt. En sigur í undanúrslitum, eftir að hafa verið tveimur lotum undir hefur gefið hon- um aukinn kraft.“ Undir áhrifum frá Borg „Ég neita því ekki að Björn Borg hafi haft áhrif á mig. Ég sá alla úr- slitaleiki hans. En hann hefur ekki haft svo mikil áhrif á leikstíl minn, heldur frekar framkomu mína á vell- inurn," sagði Edberg. „Önnur lotan var mikilvæg og eftir byijunina á þeirri þriðju vissi ég að ég gæti sigr- að.“ ta leiksins á Wimbledon —Miloslav Mecir. „Ég kom með 200 ennisbönd með mér og hef gefið 100. Ég hef ekki hugmynd um hve mörg eru eftir.“ —Pat Cash. „Hann kenndi mér nokkur ný orð.“ —Boris Becker um orðbragð Pat Cash í leik þeirra. „Ég sver það, allan tímann var ég aðeins að blóta sjálfum mér.“ —Pat Cash. „Kæri Boris. Þér eruð sannur íþróttamaður og þjóð þinni til sóma.“ —Buzzer Hadingham, yfirmaður Wimbledon biður Boris Becker af- sökunnar á skrifum breskra blaða um óíþróttamannslega framkomu hans. „Þetta er ekkki lengur tennis þeg- ar komið er í undanúrslit á stór- móti, eða í úrslit... Maður reynir að vinna hvað sem það kostar." —Boris Becker um ásakanir um óíþróttamannslega framkomu. „Tennis er leikur þar sem þú bíður eftir síðasta boltanum." —Miloslav Mecir. „Ef þetta er það besta sem ég get þá get ég alveg eins hætt á morg- un... Ég hefði ekki einu sinni unn- ið kvennakeppnina með slíkum leik.“ —John McEnroe eftir að hafa tapað fyrir Wally Masur. „Ég er Kuhnen og ég hef unnið Connors. Ég er tennisleikari, ekki aðeins æfingafélagi Boris Beck- er.“ —Kuhnen, spurður hvort sigur hans á Connors muni breyta lífi hans. „Fyrstu uppgjafir hans voru eins og kjarnorku eldflaugar. Aðrar uppgjafir voru bara eins og eld- flaugar.“ —Mark Woodforde eftir að hafa tap- að fyrir Ivan Lendl. „Stigin komu bang, bang, bang.“ —Mary Joe Pernandez lýsir leik sínum gegn Steffi Graf. „Þetta er dýragarður.“ —Pat Cash um völl númer 14. „Hún er frábær leikmaður og mjög góð stúlka.“ —Martina Navratilova eftir að mis- tekist að vinna 9. Wimbledon titil sinn gegn Steffi Graf. „En átta er ekki svo slæmt...“ —Martina Navratilova. „Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis." —Mats Wilander eftir að hafa sigrað Menno Oosting 6:1, 6:4 og 6:4. „Þegar ég heyrði Chirs Evert fyrst getið var ég sex ára og notaði Chris Evert spaða... Hann var úr tréi.“ —Katarina Adams 18 ára frá Banda- ríkjunum. „Æ nei, ekki hér, ekki núna ekki gegn Ros Fairbanks.“ —Martina Navratilova um hvort hún gæti tapað fyrir Fairbanks á velli 14. „Þegar hann var í 15. sæti spurði ég hann hvort hann vildi fá mig sem þjálfara... Honum fannst það hræðileg hugmynd." —Pavel Slozil, ráðgjafi Steffi Graf, um félaga sinn frá Tékkóslóvakíu, Miloslav Mecir.) „Hugmyndir hans um æfingar eru að slá boltann í tíu mínútur, and- varpa og segja „Jæja nú er nóg komið." —Pavel Slozil um Miloslav Mecir. „Já ef ég hitti.“ —Ivan Lendl spurður um hvort upp- gjafir hans væru „hættulegar.“ Einliðaleikurkvenna: Graf batt enda á sigurgöngu Navratilovu Sigraði í úrslitaleik í einliðaleik kvenna STEFFI Graf, frá V-Þýskalandi, batt enda á sjö ára sigurgöngu Martinu IMavratilovu, frá Bandaríkjunum, á Wimbledon leikunum ítennis. Navratilova hafði unnið 47 leiki í röð og ekki tapað á Wimbledon síðan 1981. En Steff i Graf sá við henni og sigraði 5:7,6:2 og 6:1 í úrslitaleiknum. að var Navratilova sem vann fyrstu lotuna, 7:5. Graf hafði þó undirtökin og hagnaðist á mis- tökum Navratilovu sem voru mörg. En þegar staðan var 5:3, Graf í vil, tók Navratilova við sér og vann næstu fjóra og sigraði 7:5. Navratilova byijaði mjög vel í 2. lotu, en Graf tókst að jafna, 2:2. Frábær endasprettur Eftir það réði Graf gangi leiksins og vann 12 af síðustu 13 leikjunum. Mestu munaði um frábæra bakhönd sem kom Navratilovu í opna skjöldu og Graf sigraði örugglega í 2. lotu, 6:2. Graf hélt sínu striki í úrslitalotunni og komst í 3:0 áður en Navratilovu tókst að svara fyrir sig. Hún minnk- aði muninn i 1:3, en þá var leiknum frestað vegna rigningar. Graf mætti til leiks full af sjálfs- trausti og gerði út um leikinn á skömmum tíma. Navratilova átti ekki svar við öruggum leik hennar og síðasta stigið fékk Graf eftir að hafa sneitt boltann glæsilega yfir netið. Hann lenti við fætur Navra- tilovu sem varð að horfa á eftir titl- inum í fyrsta sinn í sjö ár. „Sannur meistari „Ég var reið eftir að hafa tapað fyrstu lotunni og ég hugsaði um það allan tímann," sagði Graf eftir leikinn. „I 2. lotu lék ég hinsvegar af fullum krafti því ég ætlaði ekki að tapa annarri lotu. Þegar fór að rigna sá ég að Navra- tilova var niðurlút og ég hugsaði með mér: „Ef hún leikur svona þá er hún í vandræðum." Navratilova tók ósigrinum vel: „Ég tapaði ekki vegna pressunnar sem var á mér. Ég tapaði vegna þess að hún var betri,“ sagði Navrat- ilova. „Þetta var ekki svo erfitt því ég var ánægð fyrir hennar hönd. Ég veit hvernig henni leið... Mér hefur liðið eins. Steffí Graf er frábær tennisleikari og góð stúlka. Hún er sannur meist- ari.“ Stefnirað „slemmu" Steffi Graf hefur verið ósigrandi undanfarið ár. Hún hefur sigrað á . opna ástralska og franska meist- aramótinu og nú bætti hún Wimble- don titlinum í safnið. Hún þarf því aðeins að sigra á opna bandaríska meistaramótinu til að vinna „slemmu,“ þ.e. sigra á fjórum stærstu tennismótum heims. Flestir eru sammála um að þessi sigur Steffi Graf marki tímamót í tennis kvenna. Valdadagar Navar- tilovu sem drottningar tennisvallar- ins eru senn á enda og ný prinsessa hefur verið krynd, Steffi Graf. Reuter Steffi Qraf Wimbledon meistari ! kvennaflokki, hampar hér sigurskildinum. Hún hefur nú sigrað á þremur stórmótum í röð og þar aðeins að sigra á opna bandaríska meistaramótinu til að tryggja sér „sletnmu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.