Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 koi\iur :ofv koimur . Lífínu er ekki lokið um fímmtugt Hrefna Lúðvígsdóttir Morgunblaðið/KGA Haft hefur verið á orði að æskudýrkun undanfarandi ára sé orðin úr öllu hófi, nóg sé komið af því að allir eigi að vera ungir og Ijómandi til að teljast gildir og haefir. Kannski hefur þó þessi tískusveifia orðið sumum, ekki hvað síst konum, hvatning að láta sér ekki standa á sama um útlit sitt þó árin færist yfir. Þær hafa í auknum mæli komist að raun um að offt er unnt að halda ferskleika, bæði andiega og ilkamlega býsna iengi ef viiji og ákveðni til að ástunda heilbrigða háttu og hlúa að útlitinu eruífyrirrúmi. Vissulega líður fólki mis- jafnlega þegar það kemst á miðjan aldur. Og við hvað á að miöa? Fer- tugt? Fimmtugt? Er ekki aldur afstæður? Sé tekið mið af meðalaldri liggur beinast við að miða við fertugt. Því má segja að fólk um fertugt eigi einfaldlega það sameigin- legt að hafa gengið lífsleiðina til hálfs. (miðað við meðaltal!) Skyndi- lega er það statt miðja vegu og get- ur bæði litið til baka og fram á við. Óhjákvæmilega gerir það sér grein fyrir því að lífið að baki hefur lengst og lífsleiðin framundan styttist. Sú uppgötvun getur verið sársauka- full...“ segja þær Þuríður Pálsdóttir og Jóhanna Sveinsdóttir í bókinni Á besta aldri, en sú bók liggur gjarnan sem uppflettirit á náttborði margra íslenskra kvenna. Þær stöllur segja einnig: „Hafið hugfast að það að vera miðaldra þýðir ekki að við séum hálfnaðar með fullorðinsárin. Við er- um komnar miðja vegu, ekki að leið- ariokum og því er mikilvægt að gera þau ár sem í hönd fara eins ánægju- leg og framkvæmdasöm og frekast má verða, að rækta líkama og sál á einn eða annan veg.“ í tísku að vera miðaldra? Ýmsir telja að einskonar vakning í þessum efnum eigi sér stað. Mál- tækið sem segir fertugum allt fært má kannski fara að endurskoða og segja að allt sé fimmtugum, sextug- um og sjötugum konum fært ef marka má þá stefnu sem málin hafa tekið í Kaliforníu að«ndanförnu. Eft- ir því sem næst verður komist þykir það heillandi og spennandi að kom- ast á miðjan aldur á þeim bæ. Að sögn Hrefnu Lúðvígsdóttur sem er þar búsett á það sér eðlilegar skýr- ingar. Hún segir að flestar konur sem eru áberandi og mjög þekktar í bandarísku þjóðlífi þessa stundina séu konur á miðjum aldri. Það er sama hvort verið er að tala um falleg- ustu og kynþokkafyllstu konur Bandaríkjanna, eftirsóttar leikkonur eða konur í áhrifastöðum. Þetta hefur, segir Hrefna, orðið konum í Kaliforníu mikil hvatning, þær hugsa sem svo að fyrst stall- systur þeirra geti þetta, komnar á miðjan aldur, þá hljóti þær að geta það líka. Hrefna hefur verið búsett í Banda- rikjunum undanfarin átján ár og síðastliðin ellefu ár átt heima rétt fyrir utan Los Angeles í Kaliforníu. Hún er kona, liðlega fertug, sem ber aldurinn ótrúlega vel. Það er ekki einungis það sem er áberandi í fari Hrefnu, heldur geislar af henni lífsorkan og fjörið. Hún segist vera að hefja nýtt skeið í lífi sínu. „Að verða miðaldra er hugtak sem í Kali- forníu er ekki til lengur. Ég tala hins- vegar einungis um Kaliforníu og það má vel koma fram að í sumum fýlkj- um Bandaríkjanna hefur lítil breyting til batnaðar átt sér stað. En á þess- um slóðum þar sem ég er búsett skiptir aldur kvenna litlu máli. Þær eru eins gamlar og þær vilja vera. Það ýtir kannski undir þessa þró- un hvað varðar starfsmöguleika að í Bandarikjunum er það bannað með landslögum að spyrja um kynþátt, litarhátt, aldur, trú og uppruna. Þess- vegna spyrja vinnuveitendur aldrei um aldur, heldur hæfni og getu ein- staklingsins." Að sögn Hrefnu er það tiltölulega auðvelt fyrir konur að fá vinnu sem hentar eftir að börnin eru flogin úr hreiðrinu. „Ég var heimavinnandi á annan áratug á meðan börnin voru minni. Það reyndist mér alls ekki erfitt að fá vinnu við hæfi þegar ég fór á stúfana. Ég fékk vinnu sem á vel við mig, er fasteignasali og mjög ánægö í því starfi. Konur á miðjum aldri eru eftirsóttur starfskraftur í Kaliforníu. Þetta eru konur sem eru að byrja nýjan kafla í lífi sínu. Þær eru áhugasamar í starfi, með hugann allan í vinnunni og eru að leita sér að starfi til frambúðar. Þetta eru þroskaðar konur sem hafa reynt ýmislegt, þær hafa engin lítil börn sem þarf að sinna í vinnutima eða fá frí þegar þau veikjast. Sú þróun hefur einnig átt sér stað að fólk sem komið er á eftirlaun er í auknum mæli ráðið í vinnu eins og á skyndibitastöðum. Roskið fólk er semsagt frekar ráðið en táningar sem mæta miklu verr í vinnu, sérs- taklega um helgar. Aðspurð segir Hrefna þær íslensku konur sem hún þekki og hafi farið út á vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum spjari sig mjög vel. „Það er konum mikil hvatning að fylgjast með stallsystrum sínum á miðjum aldri sem eru áberandi í bandarísku þjóðlífi, fegurstu og kyn- þokkafyllstu konur landsins eru á miðjum aldri, færustu leikkonur, kon- Elizabeth Taylor ur í stjórnmálum og sem eru í for- svari fyrir hin ýmsu félagasamtök. Hún segir að með vinsældum kvenna á borð við Liz Taylor Joan Collins, Lindu Gray, Jane Fonda og Undu Évans séu konur á sama aldri orðnar meðvitaðri um útlit sitt og að halda sér til. Ótal bækur eru eru gefnar út með ráðleggingum og leið- beiningum hvernig halda eigi sér í góðu formi fram eftir aldri. „Þær konur sem ég þekki hugsa vel um útlitið. Þær eru í eróbikk, ganga mikið, hlaupa, synda eða stunda leikfimi og eru snyrtilega og smekklega til fara.“ Hrefnu finnst þetta að sama skapi mjög eðlilegt því þetta eru eins og hún segir konur á besta aldri sem gefst nú bæði tími og fjárhagur til að eyða í útlitið, fara reglulega í handsnyrtingu, til hárgreiðslumeist- arans, þær hafa efni á að kaupa fallegan fatnað og svo framvegis. Auk þessa segir Hrefna að undan- farin ár hafi „heilsuæði" gripið um sig á þessum slóðum og víðar í Bandaríkjunum. „Ameríkanar fóru að verða meðvitaðir um hvað þeir settu ofan í sig og hamborgaramenningin fór þverrandi. „Fólk er farið að huga að heilsunni og fæði á þar stóran þátt að máli. Nágrannakonur mínar, vinkonur og starfssystur hugsa mjög vel um það sem þær borða. Það er ekki einungis að það sé vegna hita- eininganna heldur kemur það fram Jane Fonda á öllum líkamanum hvernig fæðu fólk borðar. Ef kona lifir á óhollu fæði sést það til dæmis á óhreinni húð. Það er óhætt að segja að það sé í tísku að borða hollan mat, neyta léttmetis, borða gróft brauð og - grænmeti og allt sem er hitaeining- snautt." Sem dæmi um heilsuher- ferðina segir Hrefna að hefðbundinn ís sé á algjöru undanhaldi. „Jógúrtís- inn hefur tekið við. Hann er mikiu hollari og ekki eins fitandi og hann hefur náð yfirhöndinni." Hún segir að heilsubylgjunni fylgi herferð gegn reykingum. „Af þeim tugum kvenna sem með mér vinna er það aðeins ein kona sem reykir og hún fer út þegar hún kveikir sér í sígarettu." Hrefna segist ekki í vafa um að það að halda sér vel, vera sjálfsör- ugg og aðlaðandi hjálpi mikið til þeg- ar farið sé aftur út á vinnumarkað- inn. „Það er engin kona sem ég veit um i nágrenni við mig í Kali- fomíu sem s'rtur bara heima og ger- ir ekkert eftir að bömin eru uppkom- ■ in. Ef þær fara ekki út á vinnumark- 1 aðinn, þá sinna þær góðgerðarstörf- um, fara í háskóla og afla sér mennt- unar eða vinna í hinum ýmsu félaga- samtökum," segir Hrefna að lokum. AA hugsa um útlitið Óneitanlega er það ákjósanlegt að líta vel út og vera heilbrigð og það á við ungar konur jafnt sem á miðjum aldri. En svo vitnaö sé aftur í bókina „Á besta aldri": „Kannski ur líkami ykkar hingað til verið ykkur eftiriátur möglunarlaust. Nú er aftur á móti tímabaert að hlua vel að hon- um og taka líkamsrækt og matar- ræði til gaumgæfilegrar íhugunar. Skynsemi í þeim efnum getur skipt sköpum fyrir alhliða vellíöan ykkar á því æviskeiði sem í hönd fer - gert ykkur kleyft að njóta þess aðvera á besta aldri. Hún getur og verið ykkar sterkasta vopn í baráttunni við ein- kenni breytingaskeiðsins sem vissu- lega geta verið erfið viðureignar." Og þetta er einmitt málið. Konur þurfa að vera vakandi fyrir því að líta vel út og hugsa um sig þegar þær eru komnar á miðjan aldur. Útlit hefur allaf mikið að segja og viðmót við fyrstu kynni og það á ekki bara við konur á miðjum aldri heldur um alla. Útlitið er nokkuð sem ekki má hætta að hugsa um þó konur séu komnar á miðjan aldur og jafnvel orðnar ömmur. Nú gefst líka tíminn Linda Evans KONUR Á 8ESTA ALDRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.