Morgunblaðið - 15.07.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
C 5
Leikftmiœfingar
a
Jyrir konur
miðjum aldri
Við fengum til liðs við
okkur Hjördfsi Magnús-
dóttur íþróttafræðing
sem kennir hjá líkams-
ræktarstöðinni Hress í
Hafnarfirði. Hún sagði að konur á
miðjum aldri væru duglegar að
sækja leikfimitíma og vildu gjarnan
vera saman í hópi. „Við buðum í
fyrravetur upp á sérstaka tíma fyr-
ir þennan aldurshóp kvenna og
verðum áfram með þannig nám-
skeið í haust." Á hinn bóginn sagði
Hjördís að til væru líka þær konur
á miðjum aldri sem stunduðu erfið-
ustu leikfimina og væru mjög vel
á sig komnar líkamlega. „Stór hóp-
ur þeirra sem stunda leikfimi hjá
okkur eru miðaldra konur. Þær eru
með áhugasömustu nemendunum
og passa að missa ekki úr tíma.“
Hún sagði að það væri ekki nóg
að gera styrkjandi æfingar, heldur
þyrftu konurnar líka að hugsa um
að bæta úthald sitt.
„Til þess að auka súrefnisupp-
töku vöðva og þarmeð að bæta
úthaldið er nauðsynlegt að stunda
hreyfingu sem reyndir á hjarta-og
æðakerfi líkamans svo sem göngu,
skokk, sund, hjólreiðar, skíða-
göngu eða eróbikk leikfimj. Æski-
legt er að stunda eitthvað af fyrr-
greindu að minnsta kosti þrisvar í
viku í tuttugu til sextíu mínútur í
senn allt eftir því hvaða íþrótta-
grein viðkomandi velur sór.
Areynslan á að vera sem nemur
sextíu til áttatíu prósent af hám-
arks súrefnisgetu líkamans. Til
þess að reikna út þessi sextíu til
áttatíu prósent af hámarksgetunni
er yfirleitt notuð sú regla að draga
lífaldur frá tölunni 220 og fæst þá
þannig hjartsláttarpúls sem gefur
bestan árangur. Sú tala er svo
margfölduð með sextíu til áttatíu
prósentum. Tökum dæmi um
fimmtuga konu:
220
-50
220
-50
170
*0.60
170
*0.80
102 sl. á mín. 136sl. ámfn.
Lægri mörkin (60%) hafa meiri
áhrif á fitubrennsluna á móti hærri
mörkunum (80%) sem hafa meiri
áhrif á aukningu þolsins. Því er
æskilegra fyrir þá sem aðallega
eru að hugsa um fitubrennsluna
að velja þá hreyfingu sem hefur
minni áreynslu, svo sem göngu."
Ganga er mjög í tísku núna,
enda að sögn Hjördísar margt sem
mælir með henni. Flestir geta
stundað göngu og hægt er nánast
að ganga hvar sem er og við hvaða
aðstæður sem er. Auk þess sem
ganga hefur hámarks fitubrennslu
þá er álagið á vöðva, vefi og liöa-
mót líkamans minna þegar gengið
er en ef verið er að skokka eða
hlaupa.
Texti: Guðbjörg R. Guðmunds-
dóttir
BAKÆFINGAR
Mjóbaksteygja
Teygið gagnstæðan handlegg á móti fæti og skiptið svo yfir á hina
hliðlna.
Æfing fyrir innri lærvöðva. Lyftið neðri
fótlegg upp og látið síga rólega niður.
Æfing fyrir lærvöðva að aftan. Beygið
hnéð 30 til 40 gráður og lyftið öllum
fætinum.
Rassvöðvar. Lyftið hnénu rólega f rá jörðu
að mjöðm og látið það sfðan sfga rólega
niður aftur. Bakið á að vera beint eða
örlítið bogið.
Æfing fyrir lærvöðva að framan. Lyftið
hnénu upp og láta það sfga rólega niður.
Sigurjóna hefur verið úti á
vinnumarkaðnum utan þess
tíma er hún bjó erlendis um ára-
bil. „Það hefur alltaf átt við mig
að vinna úti. Við hjónin eigum að-
eins eina dóttur og þegar hún
komst á leikskólaaldurinn fór ég
að vinna hálfan daginn."
Hún fer hálfvegis hjá sér þegar
það er borið undir hana hvað hún
geri til að halda sér í svona góðu
formi.
„Þetta er mér eðlilegt. Ég hef alia
tíð hugsað um það sem ég borða
og það er einfaldlega af því að ef
ég er vel á mig komin líkamlega
þá líður mér vel og það helst svo
í hendur við andlega vellíðan. Þetta
á líka við um útlit. Það hefur alltaf
skipt mig, eins og aðra, miklu
máli að líta þokkalega út. Ég hef
i sjálfu sór aldrei eytt miklu í fatn-
að og hef haft aðstæður til að
kaupa mín föt erlendis og þar er
verðið ekkert sambærilegt. Hvað
snertir líkamsrækt er ég kannski
ekki nógu dugleg við slíkt. Ég er
hinsvegar mikið á hreyfingu. Til að
mynda starfa óg á fyrstu hæð en
þarf nokkrum sinnum á dag að
fara upp á sjöttu hæð hússins. Ég
hef það fyrir reglu að hlaupa upp
stigana, var auðvitaö lafmóð i
fyrstu en það vandist og nú finnst
mér þetta hressandi. Við hjónin
göngum töluvert líka, sérstaklega
á veturna."
Hvernig tilfinning er það að
komast á miðjan aldur?
„Ég hef aldrei fundið sórstak-
lega til þess að ég væri orðin mið-
aldra. Eina skiptið sem mér fannst
ég verða gömul var þegar ég varð
tuttugu og fimm ára“ segir Sigur-
jóna. „Síðan hefur þessi hugsun
aldrei hvarflað að mér. Það hefur
mikið að segja að hafa góða heilsu
og vera ánægð með viðfangsefni
sín. Hvorutveggja á við mig, ég er
hress andlega og líkamlega, svo
spillir ekki fyrir að ég hef mjög
gaman af því sem ég er að fást við
í vinnunni og starfa með frábæru
fólki hjá Arnarflugi.
Það skiptir mig miklu máli að
hafa alltaf nóg fyrir stafni og þegar
ég er ekki aö vinna er það ýmis-
legt sem ég sinni og dunda mér
við.“ Það er óhætt að segja að
Sigurjóna sé með það sem kallað
er að hafa grænar hendur. Garð-
stofan hennar ber vott um það,
þar má finna allar hugsanlegar
plöntur sem eru hver annarri fal-
legri. Hún segist lika hafa mikinn
áhuga á gróðri og það kemur á
daginn að garðurinn ber þess
glöggt vitni að um hann fara vanar
hendur. Það er í sjálfu sér líkams-
rækt að sinna garðinum og vinna
í honum. En hún hefur gaman af
því að hlúa að plöntunum sínum.
„Fyrir utan áhuga á gróðri, má
segja að maðurinn minn hafi smit-
að mig af sínu aðal áhugamáli, sem
er rallý og kappakstur. Mér finnst
mjög gaman að fylgjast með þess-
um bílaíþróttum. Við förum líka
gjarnan á skíöi, i gönguferðir, ferð-
umst víða og njótum þess að vera
tiL GRG
KOIMURKOIMURKONUR
konur."
Það er án efa erfitt fyrir konu sem
hefur ekki unnið úti í tuttugu ár að
drífa sig af stað og hefja atvinnuleit
upp á nýtt. Það þarf vissan kjark til
að þora að rífa sig upp úr því mynstri
sem konan hefur verið í lengi og
byrja upp á nýtt. En þessi ár, þetta
nýja skeiö í lífi konunnar getur verið
spennandi og kannski þau ár sem
fólk fær hvað mest út úr í Irfinu. Þro-
skinn sem það býr að ætti að geta
nýst því vel í starfi eða námi.
Ef konan hefur ekki aflaö sór
menntunar á sínum yngri árum eru
ýmsar leiöir opnar. Möguleikarnir eru
óteljandi.
Og það sem meira er, konur eru
famar að nýta sér þessa möguleika.
Ef fylgst hefur verið með fréttum
undanfarið hefur ekki farið framhjá
fólki að konur sækja á. Þegar guö-
fræðingar útskrifuðust fyrir nokkru
var þeirra á meðal sextug kona, sr.
Ólöf Ólafsdóttir sem mun gegna
prestþjónustu við Umönnunar og
hjúkrunarheimilið Skjól. Hún segir í
viðtali við Morgunblaðið fyrir
skömmu að hún hlakki til að takast
á við starfið, hún sé að fara að fást
við nokkuð sem hana hafi allt&f lang-
að til að vinna við. Hún segir enn-
fremur: „Ég er lika hraust og þakklát
fyrir það. Eg hef reynt að hugsa vel
um heilsuna, stunda leikfimi og
stund. Meðalaldur íslenskra kvenna
er rúm 80 ár og mér finnst það vera
skylda manns að leggja sitt af mörk-
um til að halda líkamanum í lagi eins
Linda Grey ein aðalstjarnan f
Dallas,
framhaldsmyndaflokknum
vlnsæla, er komin vel á miðjan
aldur.
Flestar konur sem eru
áberandl og þekktar í
bandarísku þjóðlífi þessa
stundina eru konur á
miðjum aldri. Það er sama
hvort veriA er að tala um
fallegustu og
kynþokkafyllstu konur
Bandarfkjanna,
eftirsóttar lelkkonur eða
konur í áhrifastöðum.
lengi og kostur er.“
Þá voru fregnir af mæðgum sem
útskrifuðust saman sem stúdentar
og meira að segja með glæsibrag.
Dæmin eru mýmörg allt í kringum
okkur um konur sem hasla sér völl
i námi eða atvinnulífi eftir að börnin
eru komin á legg, enda virðist þörfin
fyrir starfskrafta þeirra næg, einkum
ef þær epdurmennta sig eftir langa
veru heima við.
í boði eru ýmis sórhæfð nám-
skeið, Iðntæknistofnun hefur verið
með námskeiö fyrir konur sem vilja
fara út i sjálfstæðan atvinnurekstur,
tölvunámskeið eru í boði víða, hægt
er að fara í öldungadeild til að afla
sér stúdentsprófs, Tómstundaskól-
inn er með allskonar námskeið,
Námsflokkar Reykjavikur bjóða upp
á ýmislegt .listinn er nánast enda-
laus.
Við ræddum við tvær konur á
miðjum aldri, konur sem hugsa um
útlit sitt, eru í starfi sem þær hafa
ánægju af, njóta lifsins og líta björt-
um augum til komandi ára.
Texti: Guðbjörg R. Guðmunds-
dóttir.