Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
C 3
»NUR
NURKONURKONI
til að dútla við sig og fjárhagurinn
er kannski rýmri til að láta eitt og
annað eftir sér. Ef heilsan er góð,
þá eru allir vegir færir.
Vissulega líður konum misjafnlega
þegar þær líta í spegil um fertugt
og sjá að hrukkur eru byrjaðar að
myndast í andlitinu. Líklega seljast
engin krem betur en þau sem spoma
við ellimörkum í andliti kvenna. Eins
og gat í upphafi hefur málum verið
þannig háttað á Vesturiöndum að
æskudýrkun hefur ráðið ferðinni.
Það er blásið upp hve stórkostlegt
það sé að vera ungur og fallegur.
Margar konur þjást af þunglyndi
þegar þær komast á breytingaraldur-
inn. í Kína þekkist það hinsvegar
variaað konur um miðjan aldur þjáist
af þunglyndi, segja þær Jóhanna
Sveinsdóttir og Þuríður Pálsdóttir,
enda hlýtur roskið fólk þar virðingu
yngra fóksins.
Það er ekki svo langt síðan fólki
héma fannst fimmtugar og sextugar
konur ævagamlar og helst átti að
rétta að þeim morgunslopp og
skuplu, líma þær við ruggustól, gefa
þeim lopa og láta þær prjóna sokka-
leista í sífellu.
Atvinnumöguleikar
Ekki er hægt að telja það sérstakt
að konur vinni utan heimilis það er
fremur orðin regla en undantekning.
Sumar konur kysu eflaust að geta
verið heimavinnandi á meðan bömin
eru lítil en í dag reynist það því mið-
ur oft illgeranlegt vegna fjárhagsörð-
ugleika.
Á hinn bóginn hafa konur nútí-
mans aukið sjálfstæði og möguleika
til að sinna því sem þær vilja, það
er að segja menntunarmöguleika
hafa þær orðið til jafns við karlmenn
og í auknum mæli fá þær atvinnu-
möguleika á sama hátt. En fyrir þær
konur sem hafa verið heimavinnandi
á meðan bömin þurftu á þeim að
halda er spuming hvort auðvelt sé
'rir þær að komast út á vinnumark-
n aftur? Er það létt fyrir konu
ga starfsreynslu að baki sem
á fimmtugsaldurinn að fá
hæfi?
r lítil saga, - sönn saga.
er hún orðin úrelt.
in er myndarleg, ákveðin og
itugsaldri. Hún hefur unnið
tari í fjöldamörg ár og kunnað
starfi.
hún horfir upp á það ger-
nnað sinn á nokkmm ámm
ur karlmaður sem hefur verið
settur innan fyrirtækisins er
að yfirmanni hennar án þess
að sækja um það
ún að segja upp.
sem vinnuveitendurnir
henni em afbragðs góð og hún
frekar bjartsýn þegar hún
leið sína á ráðningaskrifstofu í
hún kemur þangað er það
stúlka sem afgreiðir hana, lítur
snöggvast á plögginn, setur
vonleysissvip og segir að því
sé það ekkert þessa stundina
geti hentað henni, hún geti próf-
að að fylla út umsókn ef hún vilji.
Viðbrögð stúlkunnar draga úr kon-
unni sem fer heim og reynir að hugsa
sitt ráð. Hún bíður eftir svari frá at-
vinnumiðluninni í þrjá mánuði en án
árangurs.
Dóttir hennar bregst ókvæða við
og segir þetta ekki geta staðist, hún
viti betur, nóga vinnu sé að fá. Dótt-
irin sem er hugguleg stúlka á þrítugs-
aldri, klæðir sig í „uppalega" drakt,
tekur meðmæli móður sinnar með
sér og labbar á sömu ráðningaskrif-
stofu og móðirin, réttir fram plöggin
og segist vera að leita að ritara-
starfi. Viðbrögðin reyndust nú önn-
ur. Konan sagðist líklega hafa um
. nokkur störf að velja, fór og náði í
upplýsingar og spurði hvort stúlk-
unni litist á hitt eða þetta starfið.
Það er ótrúlegt en þessi saga er
enginn tilbúningur og hún sýnir á
ótvíræðan hátt hvernig það var í
þessu tilfelli að vera komin á fimm-
tugsaldur. Málið endaði á þann veg
að dóttir konunnar leiddi starfsfólk
ráðningaskrifstofunnar í allan sann-
leikann og sagðist vera með ná-
kvæmlega sömu meðmæli og móðir
hennar hefði komið með á sínum
Erla Sigurbergsdóttir
ERLA SIGURBE.RGSDÓTTIR
Ég eránægð með
þennan aldur
Það er í mörgu að snúast
þegar okkur ber að garði
enda er Erla mikil athafnakona.
Ekki nóg með að hún reki skó-
verslun og sjái um stórt heim-
ili, heldurstarfarhún líka við
listmálun og keramik.„Mér líður
best þega'r ég hef nóg fyrir
stafni" segir Erla brosandi þeg-
ar við innum hana eftir því
hvernig hún komist yfir þetta
alltsaman. „Satt best að segja
þá kemst ég eiginlega ekki yfir
helminginn af því sem ég ætla
mér, það eru einu ellimörkin
sem ég finn að ég er fljótari
en áður að þreytast.
Erla segist annars ekki verða
vör við það að neinu öðru leyti
að hún sé komin á miðjan ald-
ur. „Ég þarf auðvitað ekki ann-
að en að líta í spegil til að sjá
að ég er að eldast, “ segir hún,
„en ég er sátt við það. Eg er
ánægð með þennan aldur,
maður er ekkert að kippa sér
upp við neina smámuni eins
og áðurfyrr. Á meðan maður
hefur góða heilsu þá ganga
hlutirnir eðlilega fyrir sig.“
Þegar Erla er spurð hvort
hún stundi líkamsrækt segist
hún ekki beint gera það. „Mín
líkamsrækt er í því fólgin að
hlaupa upp og niður stigana
heima hjá mér, ryksuga og
skúra. Orkan sem ég hef yfir
að ráða fer þannig öll í daglegt
amstur. Hvað snertirmatar-
ræði þá hef ég alltaf verið svo
heppin að það sem mér þykir
gott að borða er hollt.“
En hefurðu alltaf hugsað um
útlitið?
„Mér hefur aldrei staðið á sama
hvernig ég lít út. Ég hef ertga
fatadellu eða svoleiðis en reyni
eins og aðrir að vera alltaf
snyrtileg til fara. Það er einung-
is eitthvað sem mér er eðlilegt"
bætir hún svo við að endingu.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Öldurót. Myndin er máluð árið 1987. Erla hefur haldið 4 einka-
sýningar á verkum sínum og tekið þátt í samsýningum.