Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 4
Æfingarnar á myndunum eru ætlaðar til að þjálfa og styrkja einstaka vöðva eða vöðvahópa. Þær eiga að vera þannig gerðar að þær þreyti vöðvana með tólf til fimmtán endurtekningum í staðinn fyrir að gera „hundrað endurtekningar". Æfingarnar á að gera hægt og forðast skal sveiflur. TEYGJUÆFINGAR Morgunblaðið/Ámi Sæberg Teygjur fyrir lærvöðvana að framan. Mjaðmir verða að vera i beinni hlutlausri stöðu og hné samsiða. KVIÐÆFINGAR Æfing fyrir beina kviðvöðvann. Höfuð og axtir eiga að lyftast frá gólfi en mjóbak á að vera fiatt og fætur f latir Æfing fyrir neðri kviðvöðva. Dragið hná upp f átt að brjóstkassa og látið fætur sfga rólega niður á milli. 7.-11. Æfing fyrir hliðarkviðvöðva. Lyfta herðablaði frá jörðu og teygja hendur fram með hliðum. Sama og á mynd fyrir ofan nema lyfta olnboga á móti hnónu. FOTAÆFINGAR Æfingartil að styrkja ytri lærvöðva. Lyftið efri fótlegg upp og látið síga rólega niður. KONURKONUR tíma. - Daginn eftir buðust móður stúlk- unnar nokkur atvinnutilboð í gegnum þessa sömu ráðningarskrifstofu. Þessi atburður átti sér stað fyrir nokkrum árum. Má vera að ástandið hafi batnað en það þarf ekki annað en að fletta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins þar sem vinnuveitendur auglýsa eftir starfsfólki til að sjá að enn er langt í land. Iðulega má þar rekast á auglýsingar þar sem falast er eftir starfsfólki og aldur tilgreind- ur, sérstaklega í svokölluð „konu- störf" og aldursbilið er venjulega frá 25 til 40 ára. Vissulega ýtir þetta undir þá sjálfsmynd konunnar að hennar blómaskeið sé á enda á miðj- um aldri og nú taki við hrörnun- artími, stundin runnin upp að draga sig í hlé. „Það verður að segjast alveg eins og er að líkur minnka á að fá vinnu þegar konur nálgast miðjan aldur" segir Guðlaug Freyja Löve hjá Ábendi. Menn bera fyrir sig ýmsar ástæð- ur, konur á miðjum aldri eru of stjórnsamar í starfi, þær hafa ekki sömu reynslu og menntun og ungar konur og sumir bera því viö að þeir treysti sér ekki til að hafa sér eldra fólk í vinnu. Þá segja aðrir að aldur starfsfólks í fyrirtækinu sé svipaður þannig að kona á miðjum aldri myndi ekki passa inn í þann unga aldurs- hóp. þetta á fýrst og fremst við um skrifstofustörf." -Tilgreina atvinnuveitendur aldur þegar þeir koma og leita að starfs- krafti? „Oft gera þeir það og vinsælasti aldurinn er tvímælalaust frá þrjátíu til fjörtíu ára. Þetta kann þó að vera að breytast það sem af er þessu ári. Menn eru ragari við að segja beint að þeir vilji ungan starfskraft. Svo viröist sem rikisstofnanir sæki allt eins eftir konum á miðjum aldri." Guðlaug segir að þó menn bregði því fyrir sig að konurnar megi vera á bilinu frá þrítugu og fram að sex- tugu þá taki þeir frekar konur í yngri kantinum þegartil kastanna kemur. -Er algengt að konur á miðjum aldri leiti til ykkar um atvinnu? Já það er nokkuð algengt og við höfum iðulega útvegað þeim starf. Það er ekki algengt að konur skipti um starf á miðjum aldri ef þær eru í góðri vinnu, mælirinn þarf að vera fullur til að þær þori að segja upp. Þær eru mjög varkárar, leita eftir upplýsingum, ræða við okkur og við gætum þess að draga ekki úr þeim þó þær séu ekki lengur neinir ungl- ingar. Við hjá Ábendi réðum til okkar konu á miðjum aldri og myndum gera það sama aftur." -Er erfiðara að útvega konum vinnu sem hafa verið heimavinnandi lengi? „Þær leita eftir öðruvísi vinnu og gera ekki sömu kröfur hvorki launa- lega séð eða um starfsskilyrði. Ef við höfum starf þar sem ekki er kraf- ist menneskju með reynslu þá eiga þær jafnvel meiri möguleika en yngri SIGURJÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR Líkamsrækt í vinnunni i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.