Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Tvœr kaffikönnur sem hellt er uppá á gamaldags hátt, eða notaðar til að halda kaffinu heitu. Formið er mjög skemmti- legt og er mikið lagt í hvert smáatriði. Hönnuður: Mario Botta. Kaffikönnur sérhannaðar til að laga hið eina sanna ítalska mokka-kaffi. Minni kannan lag- ar þrjá bolla, en hin stœrri sex. Aldo Rossi einn fremsti hönn- uður ítala hannaði könnurnar fyrir Alessi, en vörur frá þvf fyr- irtæki hafa um árabil fengist á íslandi. jmr Hnífapör sem Roberto Sambo- net hannaði. Skaftið er beygt til beggja hliða eins og tfðkaðist á 6. áratugnum. Þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda skyndibitastaða út um allan heim, er fólk almennt farið að kunna betur að meta að borða á góðum veitingahúsum. Borðbúnaður ýmiskonar og búsáhöld eru munir sem oft er lögð mikil áhersla á og flestum finnst gaman að leggja fallega á borð þegar vinum og kunningjum er boöið í mat. Italía er án efa aðalmiðstöð listhönnunnar, hvort sem um er aö ræöa fatnað, búsáhöld, Þessi frábæru hnífapör frá La Hnífapör grænmetisætunnar Galerie á ítalfu eru sérstaklega gætu þau heitið þessi, en það hönnuð fyrir steikur. var Beppe D’Amore sem hann- aði þau. Þessa töng úr stáli má nota fyrir ísmola og einnig sem hnetubrjót. Simon Morgan hannaði hana fyrir Solid. Þessi frumlega kaffikanna er úr silfri, en handfangið og stall- urinn úr kýprusviði. Það var Matteo Thun sem hannaði könnuna fyrir Cleto Munari. bíla eða annað. Lykilorð búsaáhaldatískunnar núna er: stílhreint. Hönnuninereinföld og listræn. Nytjalist er orðin arðbær atvinnugrein og skólar sem sérhæfa sig í þessari grein spretta upp eins og gorkúlur víða um heim. í nytjalistinni fer saman hið hagnýta og raunsæja annars vegar og hins vegar fær hugmyndaflugið að njóta sín um leið og eitthvað nýtt og „öðruvísi" er skapað. BrynjaTomer Stáljárn sem notað er til að brytja niður grænmeti. Matilde Bretillot hannaði járniðfyrir Solid. u I SÆTINDI SEMERU EKKINEITT argir líta svo á að neyzla gervisyk- urs sé sjólfsagöur liður í megrun og flýti fyrir því að aukakílóin gufi upp. Hætt er þó við því að þeir sem gera sér vonir um árangur með þessu móti verði fyrir von- brigðum. Vænlegra er að breyta afstöðu sinni til næringar almennt. Uppskriftin að megrun er hins veg- ar ósköp sæt og ofur einföld: Fjöl- breytt mataræði með lítilli fitu og reglulegar þolæfingar. Það er vissulega 'rétt að engar hitaeiningar eru í gervisykri en sá sem ætlar að fækka þeim hitaein- ingum með því að neyta gervisyk- urs ætti að taka mataræði sitt til gagngerrar endurskoðunar. Efnið aspartam er nýjasta sæta bragð- efnið og það er að finna í 70% af allri matvöru sem er með sætu bragði án þess að í henni sé sykur úr ríki náttúrunnar. Þessar vin- sældir má ekki sízt þakka rann- sóknum sem benda til þess að flestir geti neytt aspartams sér að skaðlausu. Þannig hafa bandarísku læknasamtökin og samtök banda- rískra barnaiækna birt niðurstöður rannsókna sem sýna að þeim sem haldnir eru sykursýki og flogaveiki sé óhætt að neyta aspartams án þess að eiga á hættu skaðlegar aukaverkanir og raunar lítur út fyr- ir að öllum sé óhætt að neyta þessa efnis nema þeim sem eru með „phenylketonuríu" sem er sjaldgæfur meðfæddur ágalli þar sem skortur er á efnakljúfum er vinna úr ákveðinni tegund amínó- sýru. Ástæöa er þó til að vekja á því athygli að þótt auglýsingaherferö hafi fyrst og fremst snúizt um það hvort aspartam og önnur gervi- sætindi geti valdið krabbameini eða öðrum sjúkdómum eða ekki, þá getur þetta að sumu leyti verið villandi. Eitt er að halda því fram að aspartam geri manni ekki mein en svo er annað mál hvort efnið getur hjálpað til við að fækka þeim hitaeiningum sem maður innbyrð- ir, en sá sem á í látlausri baráttu við aukakílóin mun að líkindum komast að því að þegar til lengdar lætur er lítil stoð í gervisætindum. í fyrsta lagi hefur aldrei verið ___________________________ sannað að gervisætindi verði til þess að losa fólk við óæskilega fitu og halda henni frá líkamanum. Gervisætindi kunna að vera „hlut- laus“ og hitaeiningalaus en þau kunna jafnframt að verða til þess að fólk sem er í megrun lítur svo á að því sé óhætt aö gæöa sér á fitandi eftirrétti og bæta sér þann- ig upp þær hitaeiningar sem það hefur farið á mis við. Algengt er að fólk drekki sykur- lausan gosdrykk með kvöldmatn- um og biðji siðan um kaffi með gervisykri til að drekka með eftir- rétti sem gjarnan er þá ostakaka. Þannig sparar sá sem svona fer að sér 16 hitaeiningar með þv/ að fá sór ekki teskeið af sykri út í kaffið en sallar á sig 350 hitaein- ingum með því að borða kökuna. Því má halda fram að margt smátt geri eitt stórt en því miður er ekki útlit fyrir að það dæmi gangi upp. í stað þess að setja traust sitt á megrunardrykki og megruna- rsælgæti og reyna með þvi móti að forðast hitaeiningar er ráðlegra að gjörbreyta afstöðu sinni til HitttiiM_________________— mataræðis og næringar og leggja í staðinn áherzlu á fjölbreytta og holla fæðu. Það hefur ekki aðeins í för með sér aukna vellíöan heldur eykur það líkur á því að aukakflóun- um fækki. Jafnvel þeir sem eru í svo strangri megrun að þeir einskorða sig við 1200 hitaeiningar á dag þurfa ekki að hafa áhyggjur af þvi að það komi niður á vaxtarlaginu þótt þeir láti eftir sér að borða sætindi úr ríki náttúrunnar, þ.e. ávexti, ávaxtamauk eða niður- soðna ávexti sem sykri hefur ekki verið bætt í. Ástæða er til aö vara við svokall- aðri „megrunarfæðu" og „náttúru- fæði“. í einum bikar af algengri tegund af ávaxtajógúrt eru 250 hitaeiningar sem jafngilda átta te- skeiðum af sykri. f sama skammti af „léttjógúrt" er jafngildi sex te- skeiða af sykri þannig að munurinn er ekki mikill. Vænlegra er að borðá hreina jógúrt og bæta í hana ferskum ávöxtum en í slíkum rétti er gnótt næfingarefna og trefja, auk þess sem hann er seðjandi itHMI .-.j..' ; < í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.