Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 9

Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 C 9 DIOR wPað er stundum sagt um hátísku Diors að þaðan komi sjaldan nokkuð óvænt og sumir hafa gengið svo langt að kvarta um að það gerist fátt nýtt á þeim bæ. Hinsvegar á Dior marga trygga viðskiptavini sem halda sér við glæsileikann sem ætíð einkennir hönnunina og má þar nefna Karólínu Mónakóprinsessu. Marc Bohan tók við af Dior sjálfum á sinni tíð og hann hefur skólað marga hönnuði sem yngri eru og má þá nefna Yves St Laurent sem dæmi. Undanfarið hefur Bohan aðeins farið inn á nýja braut með hönnun sina fyrir athafnakonuna, dragtirnar frá honum eru ekki eins stífar og fyrr. Meðfylgjandi myndir sýna líka að eitthvað er að losna um hömlurnar hjá Bohan, hattarnir bera þessglöggt vitni. Texti og myndir: Ágústa Daníelsdóttir og minnkar líkur á narti milli mála. Þegar löngunar í megrunargos- drykk verður vart er ráðlegt að fá sér fremur glas af léttmjólk. í henni er kalk og eggjahvítuefni og lítið af hitaeiningum. Léttmjólk er seðj- andi og slær á löngun í nart á milli mála. Sé löngunin í svaladrykk með kolsýringi of sterk er hægt að fá sér ölkelduvatn eða ósætt sódavatn. Þá er ástæða til að vara við „megrunardrykkjum" sem sagðir eru sykurlausir enda þótt í þeim sé fullt af þrúgusykri eins og vörumerkingin gefur venjulega til kynna ef haft er fyrir því að líta á hana. Niðurstaðan er sú að gervisæt- indi séu ekkert lausnarorð þegar megrun er annars vegar. Með ger- visætindum er hægt að spara sér hitaeiningar tímabundið en líkurn- ar á því að maður bæti sér þetta upp og vel það eru verulegar. Varðandi megrun er uppskriftin ósköp sæt og ofur einföld: Fjöl- breytt mataræði með lítilli fitu og reglulegar þolæfingar. (Heimild: SHAPE) Það er gott að grílla Hvítlaukspylsurnar frá SS SS pylsur eru sælgæti á gríllið GOTT FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.