Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
til að halda heilsu
Til er fólk sem virðist geta hrist af sér sjúkdóma sem
steðja að á óhentugum tíma. Þetta fólk vinnur
vel þótt það sé undir miklu álagi en leggst síðan í rúmið
um leið og álagið hverfur. Svo er annað fólk sem heldur
því fram að því vaxi ásmegin eftir því sem
spennan eykst, eða e.t.v. af því að spennan fer vaxandi,
og þessu fólki verður varla misdægurt.
Ttl skamms
tíma var lítið
vitað um
þessi við-
brögð, sízt
ákveðnar
vísbending-
ar um að
með hugsunum og afstöðu
væri unnt að hafa stjórn á
því sem ætla má að séu
ósjálfráð viðbrögð við þrýst-
ingi og það að slík stjórn
kynni að hafa áhrif á líkam-
legt heilsufar.
Niðurstöður ór nýlegum
rannsóknum víðsvegar
benda til þess að ónæmi-
skerfið, mikilvægasta vopn
líkamans gegn smitsjúk-
dómum, láti að verulegu
leyti stjórnast af skilaboðum
sem berast frá heilanum i
stríöum straumum og enn-
fremur að þessi skilaboð
eigi upptök sín í þeim tilfinn-
ingum sem tengjast spennu
og streitu. Einnig kemur það
til að heilinn er háður merkj-
um sem honum berast frá
ónæmiskerfinu.
Eðli þeirra tengsla sem
eru milli streitu, ónæmi-
skerfis og sjúkdóma hefur
ekki verið skýrt til fullnustu,
en fáir vísindamenn eru þó
í vafa um að þessi tengsl
séu fyrirhendi.„Spurningin
er ekki sú hvort sálrænir og
félagslegir þættir hafi áhrif
á sjúkdóma," segir Robert
Ader prófessor í félagssál-
fræðilegum lækningum við
læknadeild Rochester-há-
skóla, „spurt er með hvaða
hætti þessi áhrif verði."
Nýjustu rannsóknir renna
stoðum undir tilraunir og
kerfisbundnar athuganir á
sjúkraskýrslum sem leitt
hafa í Ijós að það hefur bein
áhrif á frumur ónæmiskerf-
isins þegar streitu er haldið
í skefjum í erli dagsins.
Helzti kostur þessarar bar-
áttuaðferðar er sá að árang-
urinn er ekki háður því að
þeim áþreifanlegu vanda'-
málum sem streitunni valda
sé rutt úr vegi. Árangurinn
fer fremur eftir því hvernig
einstaklingnum tekst að
taka því sem þessi vanda-
mál hafa i för með sér og
þetta gerir það að verkum
að þau verða auðveldari viö-
fangs og hafa síður neikvæö
áhrif.
Sú kenning að bæði
líkami og sál ráði miklu um
heilsufar og sjúkdóma er
yissulega ekki ný af nálinni.
Á fimmtu öld fyrir Krists
burð héldu grískir læknar
því fram að allt sem gerðist
innra með manninum hefði
áhrif á líkama hans og öfugt.
Á annarri öld eftir Krists
burð setti landi þeirra Galen
fram þá tilgátu að bein
tengsl væru milli lundarfars
einstaklingsins og sjúkdóma
hans.
Á síðari hluta þessarar
aldar hefur verið beðið stað-
festingar á þessari fornu
speki — og venjulegu inn-
sæi. Um þessar mundir hafa
vísindamenn aðgang að
bakskautssneiðmyndatækj-
um og sónmyndatækjum
sem framkalla nákvæmar
sjónrænar upplýsingar og
útskýringar á heilastarfsem-
inni. Enda þótt þau vísindi
sem taka til sálrænnar
taugaónæmisfræði séu enn
á byrjunarstigi auðvelda
þessar tækninýjungar
vísindamönnum að gera sér
grein fyrir áhrifum sálfræði-
legra og félagslegra þátta á
sjúkdóma.
Bruce McEwen er tauga-
innkirtlafræðingur hjá
Rockefeller-háskóla í New
York. Hann telur að til
skamms tíma hafi læknar
gefið þá skýringu á bata
sem virtist verða fyrir tilstilli
skilaboða til ónæmiskerfis-
ins frá umhverfinu að slíkur
bati væri einhvers konar
dulrænt kraftaverk, en nú
sé líklegra að læknarnir segi
að sjúklingurinn hafi með
einhverjum hætti getað
fengið ónæmiskerfið til að
senda liðsauka herskárra
fruma út í blóðrásina.
Mannslíkaminn sigrast á
sjúkdómum með því að tefla
fram herskörum ónæmi-
skerfisins. Þetta er marg-
brotinn her sem langoftast
fer með sigur af hólmi og
nýtur yfirburðaaðstöðu.
Herstjórarnir eru hvítu blóð-
kornin — átfrumur og eitil-
frumur. Átfrumurnar eru
eins og varðliöar sem um-
kringja og gleypa innrásar-
liðið. Þegar átfrumurnar
hafa gómað þessa óboðnu
gesti kalla þær eitilfrumurn-
ar á vettvang — B-frumur
og T-frumur — til að hjálpa
þeim í eftirleiknum. B-frum-
urnar gefa frá sér mótefni
sem ýmist gera óvininn
óvirkan strax eða hugsa
honum þegjandi þörfina, en
T-frumurnar hafa m.a það
hlutverk að gefa B-frumun-
um fyrirmæli um að hefja
framleiðslu mótefna.
Sannað hefur verið með
nýlegum rannsóknum að
streita og sú starfsemi heil-
ans sem af henni leiðir geti
haft bein áhrif á frammi-
stöðu þessara ónæmis-
fruma. Heiladyngjubotninn
og nokkrir aðrir hlutar heil-
ans sjá öllum líkamanum
fyrir taugaboðnemum og
hormónum — efnafræðileg-
um boðberum — þar á með-
al hjartanu og öðrum vöðv-
um og þá ekki sízt ónæmi-
skerfinu. Vísindamenn hafa
slegið því föstu að þessir
boðberar kunni að festast
við aðsetur boðnema í
ónæmisfrumunum og hafa
áhrif á atferli þeirra.
Rannsóknir á eyðnivei-
runni hafa raunar haft í för
með sér einhverjar athyglis-
verðustu upplýsingarnar um
samverkun veira, heilans og
ónæmiskerfisins. Árið 1986
upplýsti Candace Pert, yfir-
maður heilalífefnarann-
sókna hjá Bandarísku geð-
heilbrigðisstofnuninni, að
eyðniveiran gæti smitað
ónæmisfrumur af því að á
yfirborði hennar væri peptíð
— nánar tiltekið svokallað
T-peptíð — sem væri að
heita má nákvæmlega eins
og það peptíð sem til verður
í heilanum þegar allt er með
felldu. (Peptíð er lítil amínó-
sýrukeðja, en aminósýrur
eru hornsteinar alls lífs.)
Boðnemasetur á ónæmis-
frumunum mundu alla jafna
veita hinu eðlilega peptíði
viðtöku og þar sem T-pept-
iðið er svo líkt því láta þau
blekkjast og veita þá vei-
runni viðtöku sem væri hún
eðlilegur efnafræðilegur
boðnemi.
Þessi vitneskja kann að
hafa í för með sér þann
möguleika að sjá megi við
eyðniveirunni með því að
búa til eftirlíkingu af T-
peptíði og gefa svo mikið
af efninu að boðnemasetrin
í líkamanum veiti því við-
töku. Pert og samstarfs-
menn hennar hafa sýnt fram
á það með bráðabirgðanið-
urstööum að jafnvel litiö eitt
af T-peptiöi geti komið i veg
fyrir að ónæmisfrumurnar
veiti eyðniveirunni viðtöku.
Um þessar mundir leitast
þeir vísindamenn sem hér
um ræðir við að staðfesta
niðurstöður tilrauna sinna
með því að gefa afmörkuð-
um hópi eyðnisjúklinga T-
peptíð til reynslu. Vonir
standa til þess að meö
þessum hætti megi a.m.k.
hægja á óheillaþróun sjúk-
dómsins.
Pert getur sér þess til að
mótstaðan gegn öllum
veirusjúkdómum kunni að
stjórnast af sama lögmáli,
þ.e. baráttu heilapeptíða og
veirupeptíða um boðnema-
setur. Þegar hafa fundizt
nokkrar veirur sem hafa að
geyma peptíð sem eru eins
og sum þeirra 50-60 peptíða
sem verða til í heilanum eða
líkjast þeim mjög mikið. Sú
væga örvun sem einstakl-
legri fyrir sjúkdómum. Ný-
lega færðu vísindamenn
sönnur á það að annað
nýrnahettuhormón — epí-
nefrín (einnig þekkt sem
adrenalín) sem berst út í
blóðrásina hafi bein áhrif á
ónæmisfrumur. Stundum
virðist það örva þær þannig
að þær verða hæfari til að
kveikt í manni, ef svo má
segja, hvatt til dáða eða
fengið mann til að leggja á
flótta ef nauðsyn ber til, í
þeim tilgangi að koma í veg
fyrir að maður bíði tjón á
líkama sínum.
í Ijós hefur komið að
streituefni geta verið í hám-
arki furðulengi í senn og
Nýjar rannsóknir benda til þess að með
viljastyrk megi bægja frá sjúkdómum
þar sem streita á hlut að máli
ingur verður var við, t.d.
þegar vinnuálag hvetur
hann til dáða, kann að fram-
kalla peptíð sem einoka vei-
ruboðnema þannig að veirur
komist ekki að til að gera
árás.
Pert hallast hins vegar að
því að þegar lát verður á
álaginu dragi úr framleiðslu
heilapeptíða og þá eigi veir-
urnar leik, nema unnt sé
með einhverjum hætti að
viðhalda peptíðstiginu. Það
kann að vera mögulegt að
þjálfa fólk í því að viðhalda
eölilegu peptíðstigi að vild
sinni en það verður ekki fyrr
en vísindamenn hafa komizt
að því hvernig þessi efni
verða til í heilanum.
Þeir tveir flokkar peptíðs
sem einkum hafa verið rann-
sakaðir hingað til eru end-
orfín og enkefalín. Þessi efni
koma fram þegar spennu-
ástand skapast og þau virð-
ast ekki aðeins hafa áhrif á
ónæmiskerfiö heldur einnig
næmi fyrir sársauka, þannig
t.d. að sumir íþróttamenn
eru færir um að halda áfram
keppni þrátt fyrir meiösl.
Rannsóknir á áhrifum
peptíða á ónæmiskerfið eru
tiltölulega skammt á veg
komnar. Þó hefur það verið
Ijóst um nokkurt skeið að
kortísól — hormón sem
verður til í nýrnahettunum
og fer vaxandi við streitu —
hefur sljóvgandi áhrif á
ónæmisfrumurnar og getur
því gert líkamann móttæki-
gegna því hlutverki sínu að
verja líkamann sjúkdómum
en stundum virðist það
halda aftur af þeim. Norep-
ínefrín, náinn ættingi epí-
nefríns, gegnir fyrst og
fremst hlutverki sem tauga-
boðberi og flytur skilaboð til
og frá frumum fremur en um
blóðrásina. Norepínefrínið
virðist einkum hafa neikvæð
áhrif á ónæmiskerfið.
Kortísól gegnir ýmiss
konar hlutverki. Það eykur
blóösykurinn og jafnframt
þrótt á svipstundu. Það
breytir eggjahvituefnum í
amínósýrur sem viðhalda
vefjunum og það hindrar
nýrnahetturnar í því að
framleiöa of mikiö af epí-
nefríni, en verði of mikið af
því getur það haft í för með
sér hjartaáföll, svo og of
mikinn blóðþrýsting.
Epínefrín getur gegnt
mikilvægu og hagstæðu
hlutverki þegar álag er mik-
ið. Þá fær það hjartað til að
slá örar og herða á blóð-
streymi út í vöðvana þegar
á þarf að halda, svo dæmi
séu nefnd. Það getur einnig
dregið úr blóðstreymi til
meltingarfæranna og út í
húðina og hraðað því að
næring úr fæðunni breytist
í orku. Nórepinefrín gegnir
að mörgu leyti sama hlut-
verki en það dregur þó frem-
ur saman æðar og hraðar
síður efnaskiptum. Aukið
flæði epínefríns og norepío-
nefrins í líkamanum getur
þessi staðreynd kann að
hafa það í för með sér að
áhrifa á heilsufarið gæti
löngu eftir að því ástandi
sem streitunni olli linnir. Á
síðasta áratug beitti Anita
Rissler, sálfræðingur sem
starfaði í rannsóknastofu
Marianne Frankenhaeuser,
en hin síðarnefnda er braut-
ryðjandi á sviði sállífefna-
fræði við Stokkhólms-
háskóla, þeirri aðferð að
hækka epínefrin-stigið til að
mæla streituálag til að at-
huga áhrif yfirvinnu á 20
konur sem störfuðu hjá
tryggingafyrirtæki en að
meðaltali unnu þessar kon-
ur 73ja stunda yfirvinnu á
mánuði. Rissler komst að
því að epínefrín-stig hélt
áfram að vera með mesta
móti alllöngu eftir að dró úr
mesta vinnuálaginu. I síðari
rannsókn sem tók til 33ja
ungra verkfræðinga sem
unnu allt að 90 stundir í viku
að mjög vandasömu verk-
efni sem olli mikilli streitu
komst Rissler að þeirri nið-
urstöðu að um fjögurra
mánaða skeið væri epínefrín
og kortísól í hámarki en
væri þó á háu stigi í a.m.k,
18 mánuði eftir að verkefn-
inu var lokið, þrátt fyrir það
að allir verkfræðingarnir
hefðu fengiö 4-5 vikna orlof.
Viðbrögð við streitu eru
vitaskuld misjöfn. Fer þetta
bæði eftir erfðum og þeirri
reynslu sem einstaklingur-
inn verður fyrir. Hins vegt