Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 11

Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 C 11 benda nýjar rannsóknir til þess að um þetta valdi mestu sú tilfinning sem ein- staklingurinn hefur varðandi það að hann hafi stjórn á lífi sínu. Raunar virðist það ráða úrslitum hvort streitu- áhrif fara vel eða illa með einstaklinginn hvaða augum hann lítur kröfur sem til hans eru gerðar eða erfið- leika sem verða á vegi hans. „Siíkt stjórnleysi tengist nær undantekningalaust dapurleika," segir Franken- haeuser, „um leið og stjórn á eigin lífi hvetur til dáða og slær á neikvæöar tilfinn- ingar.“ Hún segir ennfremur að sér virðist sem sú tilfinn- ing að viðkomandi hafi stjórn á lífi sinu eigi oft ræt- ur að rekja til hæfni hans til að leggja hart að sér, verða mjög upptekinn af því sem hann fæst við og af því að leysa þau vandamál sem upp koma í tengslum við érfið verkefni. Slíkur kraftur og einbeitni eru samfara hækkandi epínefrín- og nor- epínefrínstigi, og hugsan- lega einnig lækkandi kortí- sól-stigi, segir Frankenha- euser. Annað verður uppi á tengingnum þegar dapur- leiki steðjar að. Hann hefur i för með sér aðgerðarleysi og kvíða en þessu samfara er aukið flæði kortísóls. í daglegu amstri kunna nær allir að finna fyrir vissum vanmætti og einnig að þeir hafi aö vissu marki í fullu tré við það sem þeir standa frammi fyrir, en Franken- haeuser telur að það sem verði yfirsterkara fari að hafa áhrif á heilsuna. Snemma á ferli sínum reyndi Suzanne Oullette Kobasa, aðstoðarprófessor í sálfræði við Borgarháskól- ann í New York, að skil- greina hvaða skapgerðar- þættir það væru sem gerðu sumu fólki fært að standa í stykkinu. Þegar hún starfaði við Chicago-háskóla rann- sakaði hún 200 manns í stjórnunarstörfum hjá Bell- símafyrirtækinu á því tíma- bili þegar móðurfyrirtæki Bell var að losa sig úr tengslum við fyrirtæki á þessu sviði. Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með hliðsjón af því að þeir höfðu allir staðið frammi fyr- ir miklum erfiðleikum um þriggja og hálfs árs skeiö. í kjölfarið veiktust hundrað en hinn helmingurinn hélt heilsu. Kobasa komst að þeirri niðurstöðu að þeir sem héldu heilsu hefðu til að bera persónubunda þrautseigju. Þeir voru mjög klárir á því hverjir þeir voru og litu á óhjákvæmilega spennu sem ögrun fremur en ógn. Hún komst með öðrum orðum að því að þeir hefðu í senn til að bera skyldurækni og þá tilfinn- ingu að þeir hefðu stjórn á lífi sínu. Kobasa rannsakaði einnig tengsl sjúkdóma og þraut- seigju, líkamsþjálfunar og stðnings af hálfu fjölskyldu og vina. í einni lotunni gaf hún sér þær forsendur að hópur þrautseigra einstakl- inga héldi heilsu næstu tvö árin og sjá, það kom líka á daginn að hjá þessum hópi komu í Ijós helmingi færri sjúkdómseinkenni en hjá samanburðarhópi en í hon- um var fólk sem var veikara fyrir. „Þrautseigja er þrisvar sinnum öflugri en félagsleg- ur bakhjarl og líkamsþjálfun samanlagt þegar það ræðst hver verður veikur og hver ekki á tímum mikillar streitu," segir Kobasa. Þar sem skaövænleg áhrif kortisóls og epínefríns i miklum mæli ráðast af því hve lengi þessi efni eru á háu stigi kann það að vera lykilatriði varðandi heilsufar- ið hversu fljótt einstaklingn- um tekst að jafna sig að lo- knu mjög miklu vinnuálagi. Sumir jafna sig auðveldlega með líkamsþjálfun eða dægradvöl sem þeir hafa gaman af, t.d. með því að sigla eða fara í bíó, en aörir hafa þörf fyrir öllu formlegri slökunaraðgerðir, s.s. íhug- un, jóga eða tækni sem mið- ar að skýrari vitund um ósjálfráða starfsemi líka- mans. Gary Schwartz, próf- essor í sálfræöi og geðlækn- ingum við Yale-háskóla, hef- ur sýnt fram á nytsemi ein- faldari aðferða, s.s. þess að loka augunum stutta stund og beina athyglinni að and- ardrættinum í því skyni að gera hann dýpri og hægari. Kobasa heldur því fram að á sama hátt og taka þurfi streitu föstum tökum sé nauðsynlegt að taka slökun jafnalvarlega. „Sá sem getur farið í leikfimi og komið úr henni reiðubúinn til að kljást við vandamál í sambandi við yfirmann sinn er vel settur,“ segir hún, „en sá sem ætlar að beita þeirri aöferö aö gera sér grein fyrir ósjálfr- áðri likamsstarfsemi í þessu skyni er ekki eins vel sett- ur.“ Janice Kiecolt-Glaser er aðstoðarprófessor í sál- fræði og geölækningum við Ohio-háskóla. Hún hefur stjórnað tilraunum með ákveðnar slökunaraðferðir meðal roskins fólks og læknanema og komizt að því að hjá sumu fólki hefur virkni ónæmiskerfisins að sumu leyti aukizt verulega við sumar kringumstæður. Á sama hátt og aðrir vísindamenn telur hún þó ástæðu til að fara varlega þar sem við núverandi að- stæður sé engin leið að komast að því með öruggri vissu hvaða áhrif slíkar nið- urstöður geti haft á heilsu- farið í heild. Hún vill ekki að fólk ofmeti hæfni sína til að hafa áhrif á heilsuna með réttri afstöðu eða hegðunar- mynstri. „Ég hef áhyggjur af því að fólk með alvarlega sjúkdóma á borð við krabba- mein kunni að hætta í lyfja- meðferð eða finni til sektar- kenndar þar sem því takist ekki að lækna sjálft sig meö því að hugsa jákvætt." (Úr The New York Times Magazine.) LÍFSMÁTI Hverhefurekki heyrt skrýtl- una um óþol- andi ná- granna sem sífellt banka uppá til að kvarta, ef ekki um hávaða i borvélinni eða útvarp- inu, þá kannski sóðaskap í hundinum eða læti í börnunum. Þeir koma askvaðandi á ótrúlegustu tímum og fá lánaða alla hluti sem nöfnum tjáir að nefna og svo eru þeir sífellt að metast um viö- hald á húsunum, garðinn eða bara blessaðan bílinn. Fjölskylda ein er þessa dagana að flytja í vest- urbæinn og hefur hún verið að dytta að íbúð- inni. Það vakti furðu þeg- ar viðbrögð vinsamlegra nágranna fóru að gera vartvið sig. Sonurinn á heimilinu, fjögurra ára gamall, kem- urhlaupandi inneinn daginn þegar verið er að mála og spasla, veifandi vænum sælgætispoka og skrautlegum blöðrumfrá konunni í hinu húsinu eins og hann orðaði það. Viðbrögðin voru, eins og við er að búast með allar nágrannasögurnar í hug- anum, hjónakornin áttu ekki aukatekið orð og skipuðu drengnum umyrðalaust að vísa sér að staðnum þar sem hann hefði fundiö sæl- gætið. En þetta var að- eins byrjunin. Skömmu síðar mættu nefnilega foreldrarnir slíku viðmóti líka. Hjónin í næsta húsi buðu þeim, rykugum og með málningarslettur út um allt, upp á hressingu, konan í kjallaranum í heit- an tesopa og nágranninn á móti rétti hendina yfir girðinguna og bauð heimilisfólkið hjartanlega velkomið í hverfið. Ekki nóg með það, heldur stoppa nágrannarnir á götu og segjast vona að fjölskyldan eigi eftirað kunna við sig á þessum stað því á Melunum sé gott að búa. Einn grann- inn gerðist meira að segja svo hjálpsamur að slá blettinn að framan- verðu því það hafði ekki enn komist í verk vegna anna né heldur að fjár- festa í sláttuvél. Þegarvinirog vanda- menn heyrðu reynslu fjöl- skyldunnar af nýju ná- grönnunum trúðu þeir vart sínum eigin eyrum og einstaka gengu svo langt að væna heimilis- fólkið um auðugt ímynd- unarafl. Kannski eru þetta ekki einsdæmi þegar allt kem- ur til alls, en víst er að þarna fundust indælir nágrannar og það er virkilega notalegt að flytja i vesturbæinn. Með þessu áframhaldi eru líkur á að fjölskyldan flytji seint í annað hverfi og hún segist ákveðin í að taka þátt í að bjóða næstu nágranna vei- komna á Melana... GRG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.