Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JUU 1988 því verið mjög þarft framlag í rétt- indabaráttu Sama og fólk er farið að líta þá, og arfleifð þeirra, öðrum augum. Það hefur aldrei þótt sér- lega fínt að vera samískur, en nú virðist fólk hafa gert sér grein fyr- ir því að hugmyndafræði þessarar þjóðar og siðfræði er ákaflega falleg og á virkilega erindi við okkur í dag. Ég get bara nefnt dæmi um eitt unglingatímarit, sem fjallaði um myndina, hafði hana reyndar að meginefni eins tölublaðs, að sam- hliða norska textanum höfðu þeir textann á samísku. Þetta hefur aldrei gerst áður. Þetta var ekki gert til að auka dreifinguna, eða til að ná í samíska áskrifendur, því þeir yrðu hvort eð er svo fáir, held- ur var þetta fyrsti votturinn um virðingu fyrir tungumáli samísku þjóðarinnar.“ Er þetta þá bara einföld saga? „Nei, hún er ekkert einföld," svarar leikstjórinn. „Hún er ein af fáum munnmælasöguin sama sem hefur varðveist í heild sinni. Það má segja að meðal sama hafi hún svipað vægi og Hamlet hjá Bretum, eða Egilssaga hjá ykkur íslending- um. Þetta er einhvers konar goð- sögn sem varðveitir mörg leyndar- mál. í henni er mikil og sterk sið- fræði og hefur upphaflega verið sögð til að kenna unglingum þessa siðfræði. Samar gerðu sér nefnilega snemma grein fyri því að það þýðir ekkert að reyna að kenna ungling- unum með því að setjast niður og prédika yfír þeim. Þegar þurfti að koma skilaboðum til þeirra voni þau sett inn í sögu. í grundvallaratriðum má segja að í sögunni sé siðfræði um það hvernig við sjáum okkur sjájf. í dag hefur kvikmyndin komið í staðinn fyrir sagnamenn fortíðar- innar. Á meðan þú horfir á kvik- mynd ertu að hlusta á sögu. Ég vona bara að ég hafi komið þessari sögu eins vel til skila og gömlu sagnamennirnir gerðu. Samar eiga sér mjög sérstæða siðfræði. Þeir bera mikla virðingu fyrir lífinu. Sem dæmi get ég nefnt eitt atriði úr myndinni. Þegar for- ingi samahópsins hefur drepið bjarndýr er það kenning þeirra að ekki megi horfa á foringjann, nema í gegnum hring, í fjóra daga. Það er vegna virðingar við lífið. Þegar maður hefur drepið dýr kallar það á „ritúal.“ Þetta virðist okkur kannski sérkennilegt í dag vegna þess að við höfum alveg gleymt sannleikanum um sambandið milli manns og jarðar." „Leiðsögumaðurinn" er fyrsta samíska kvikmyndin sem fram- leidd hefur verið, en áður hafa Finnar gert finnskar kvikmyndir um líf þeirra. Hvernig leist fram- leiðandanum á hugmyndina, þeg- ar Nils Gaup kom með handritið til hans? „Mér leist ekkert á hana, en var undir töluverðum þrýstingi að lesa handritið og það strax. Á síðu þtjú var strax orðið augljóst að þarna var á ferðinni maður með sérlega næma myndskynjun og ég gat eng- an veginn lagt handritið frá mér, fyrr en ég hafði lokið við að lesa það. Að vísu leist mér strax vel á þá hugmynd að sækja í eigin smiðju, vinna úr sinni ai-fleifð, því mín skoð- un er sú að það sé alltaf árang- ursríkara að leita fanga í eigin menningu og hugsun, heldur en að reyna að apa eitthvað eftir banda- rískri kvikmyndagerð, En svo við snúum okkur aftur að Ieikstjóranum, þetta er fyrsta kvikmynd þin. Varstu aldrei hræddur um að þú réðir ekki við þetta verkefni? „Nei, ég var alltaf viss um að ég gæti þetta — ekkert vandamál — þar til ég sá leikarana stánda í 40 stiga frosti, daginn sem við byij- uðum að mynda. Þá hugsaði ég: „Ég á aldrei eftir að gera aðra mynd.“ En nú er ég með aðra mynd í burðarliðnum. Hún er gerólík þess- ari og verður mynduð í umhverfi sem er líklega 80 gráðum heitara, eða í Ástralíu. Þetta er ævintýra- mynd fyrir alla fjölskylduna og seg- ir frá strák sem gerist farmaður á skipi og lendir í miklum ævintýr- um.“ En hvað kom til að þú fórst alla leið til íslands til að sækja leikara í hlutverk tsjúdenaleið- togans? „Ég þurfti tvo leiðtoga fyrir hóp- inn, en fann bara einn i Noregi. Ég þurfti mjög strangan og sterkan leikara og leitaði í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en fann engan og var í rauninni í miklum vanda staddur. Það höfðu allir of mjúkan svip. Þá sá ég „Hrafninn flýgur“ og þar var Helgi. Ég vissi strax að hann var minn maður. Ég þurfti ekki að leita lengra." Hefurðu einhveijar sérstakar væntingar í sambandi við sýn- ingu myndarinnar hér? „Ég vona auðvitað að fólk komi að sjá hana. íslendingar eru, eins og samar, að beijast við að halda menningu sinni og ég held að saga af þessu tagi sé eitthvað sem íslend- ingar skilja. Ekki svo að skilja að sagan sé óskiljanleg öðrum en þeim sem standa í einhvers konar bar- áttu fyrir sérstöðu sinnni og sjálf- stæði. Ég held að hún skírskoti til fólks alls staðar í veröldinni, því þetta er fyrst og fremst saga um manneskjur og baráttu þeirra fyrir lífi sínu.“ ssv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.