Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
B 5
SEGIR FRÁ MENNINGARFERÐ TIL KÍNA
Fjögnrra ára drengnr í Foshan.
Fjögxirra ára stúlka í Foshan.
list — getur fengið lítil börn til að
tileinka sér næstum því hvað sem
er. Þessi kennari var tiltölulega ung
kona sem geislaði af góðvild og
skemmtilegheitum og hún hafði
börnin í bekknum, að minnsta kosti
fjörutíu stykki, algjörlega í hendi
sér. Við heyrðum ótrúleg dæmi um
tónheyrnarkunnáttu og söng. Börn-
in voru óhrædd að spinna hryn-
mynstur og tónmynstur upp úr sér
og hin hermdu viðstöðulaust, nær
laukrétt, eftir. Þau dönsuðu og
hreyfðu sig eftir tónlistinni alveg
viðstöðulaust og hreyfingar þeirra
voru mjúkar og fíngerðar. Börnin
voru öll spariklædd í tilefni heim-
sóknar okkar og það var augljóst
að þau höfðu undirbúið sig vel fyr-
ir heimsóknina og að þetta var stór
stund í þeirra augum.
I I lok heimsóknarinnar sungum
við íslensk lög fyrir börnin og síðan
dönsuðu þau við okkur heillengi við
tónlist af segulbandi og þau vildu
helst ekki sleppa af okkur hend-
inni. Þegar við svo fórum, gáfum
við þeim barmmerki með íslenska
og kínverska fánanum. Þessi merki
Á barnaheimilinu „Grænka allan ársins hring".
Islensku tónskáldin Hjálmar H. Ragnars og Jónas Tómasson ásamt
kollegum sínum í Sjanghæ.
Fríminútur í tónlistarskóla i Sjanghæ.
mikinn metnað fyrir hönd barna
sinna, kannski meðal annars vegna
reglunnar um að hver hjón skuli
aðeins eiga eitt barn, og þeir ala
líka á metnaði hjá börnunum svo
að þau spjari sig betur.
Til dæmis eru opinberar sam-
keppnir um árangur í tónlist mjög
algengar hjá öllum aldurshópum,
allt niður í fimm ára börn. Upp-
bygging menntakerfisins bauð auð-
vitað afhroð í menningarbylting-
unni og það er ekkert feimnismál,
en Kíverjarnir sýnast þeim mun
ákveðnari í að ná sem mestum ár-
angri nú. Það ríkir mikil bjartsýni
hjá því skólafólki sem við náðum
að tala við og ég er viss um að sú
bjartsýni á við sterk rök að styðjast.
Ég get nefnt sem dæmi tvær
skólaheimsóknir sem við fórum í
einn og sama daginn. Fyrst fórum
við á barnaheimili í Sjanghæ, þar
sem tónlist og dans er hluti af
starfi heimilisins, en engin sérstök
áhersla lögð á þessi svið umfram
það sem gengur og gerist í borg-
inni. Eflaust hefur verið valið fyrir
okkur barnaheimili sem var af betri
tegundinni, en engu að síður var
sá árangur, sem kennarinn hefur
náð með börnunum, svo stórkost-
legur að þótt önnur heimili séu eitt-
hvað lakari hvað listuppeli varðar,
þá hljóta þau að vera góð. í þess-
ari heimsókn varð mér hugsað til
þess sinnuleysis og kunnáttuleysis
sem blasir við á íslenskum barna-
heimilum.
Á þessu barnaheimili urðum við
vitni að því, hvernig góður kennari
— samt enginn sérfræðingur í tón-
Litlar stúlkur sýna „Vordans" í Foshan.
vöktu mikla lukku, bæði þarna og
í öðrum skólum sem við heimsótt-
um.
Hinn skólinn sem við heimsóttum
þennan dag var talsvert annars
eðlis, því að í honum er sérstök
áhersla lögð á tónlistaruppeldi. Inn
í þennan skóla eru aðeins valdir, á
hverju ári, fáir tugir barna, á fjórða
aldursári, úr hópi 1.000-2.000 um-
sækjenda. Þarna fá því aðeins inni
börn sem eru talin hafa óvenjulega
tónlistarhæfileika, samkvæmt ein-
hvetjum mælikvörðum. Við heyrð-
um nokkra krakka, allt niður í fjög-
urra ára, leika bæði einleik og sam-
leik, einkum á fiðlur og píanó. Ég
hefði fyrirfram aldrei trúað þvi
hversu miklum árangri í hljóð-
færaleik er hægt að ná með börn
á þessum aldri, jafnvel þótt ég hafi
lesið um það og verið sagt frá því.
Börnin sem við heyrðum þarna
léku jafn vel, eða betur, en úrvals-
nemendur heima sem eru allt að
því fimm árum eldri en þessi
kínversku börn. En það var ekki
aðeins að þau hefðu yfir að ráða
leikn á hljóðfærin, heldur léku þau
einnig með tilfinningu og skilningi.
Þau fipuðust aldrei og leikur þeirra
var öruggur. Börnin léku sér að
erfiðum viðfangsefnum eins og að
drekka vatn.
Með markvissri ræktun af þessu
tagi, koma þessi úrvalsböm auðvit-*
að til með að ná gífurlegum ár-
angri í tónlistinni og skjóta þeim
ref fyrir rass sem fá slíkt uppeldi
ekki fyrr en síðar á lífsleiðinni.
Hinsvegar held ég að þetta kerfi
bjóði upp á vissar hættur. í fyrsta
lagi sýnir sagan okkur að ýmsir
þeir sem markað hafa djúp spor í
tónlistinni hafa ekki endilega sýnt
mikla hæfileika á bamsaldri og
jafnvel ekki hafið sitt tónlistamám
fyrr en á unglings- eða fullorðins-
aldri. I öðm lagi, er óvíst að hægfc.
sé að treysta þeim mælikvörðum
sem notaðir em til að finna böm —
og þá ungabörn — með sérstaka
tónlistarhæfileika og að fyrir bragð-
ið útilokist mörg börn sem hafa
slíka hæfileika. Þau börn eiga miklu
erfiðara með að komast inn í upp-
eldiskerfið í tónlistinni, því það kerfi
hlýtur meira og minna að vera lok-
að fyrir þeim — þau hafa einfald-
lega misst af lestinni, sem orðin er
troðfull.
Svo má líka íhuga hvort þeim
börnum sem valin em inn í svona
úrvalsskóla, sé endilega gerður
greiði með því að setja þau í þá og
þannig á barnsaldri marka þeim
framtíðarstarf. Kannski gæti ýmis-'
legt annað en tónlist legið betur
fyrir þeim og skapað þeim hamingj-
uríkari framtíð. Engu að síður er
þarna verið að vinna stórmerkilegt
starf og það er spurning hvort við
Islendingar getum lengur setið hjá
og rekið menntastefnu sem gerir á
engan hátt ráð fyrir því að börn
hafi mismunandi hæfileika á ólíkum
sviðum, menntastefnu sem jafnar
fjöllunum ofan í dalina.
Meginverkefni íslenska hópsins
var að heimsækja skóla af ýmsum
stigum, allt frá barnaheimilum upp
í tónlistarháskóla. Kínverjar virtust
hafa mikinn áhuga á að heyra skoð-
un okkar á því sem við sáum og
heyrðum — og kröfðust beinlínis*
ábendinga frá okkur um hvað gæti
farið betur. Þetta gat oft komið
okkur í klípu, því að í raun og veru
vorum það við sem gátum lært af
þeim, fremur en þeir af okkur.“
Framsækin tónlist og bjart-
sýnis sullumbull
„Fyrir ferðina hafði maður þær
hugmyndir að í Kína væri lítið um
framsækna tónlist og það sem mað-
ur hafði heyrt af nýrri kínverskri
tónlist var útþynnt síðrómantískt
bjartsýnis sullumbull og vísa ég þá
meðal annars til píanókonsertsins
„Gula fljótið," sem var saminn af
nefnd á vegum kommúnistaflokks-
ins!
Þegar til Kína var komið, höfðum
við allar klær úti til að komast í
samband við meira skapandi tón-
skáld og var það nokkuð auðsótt.